Morgunblaðið - 24.07.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLl 1971
17 <
Ríkisstjórnin mun fara með gát
og fyrirhyggju í varnarmálum
- segir Hannibal Valdimarsson, félags- og samgöngu-
málaráðherra í viðtali við Morgunblaðið
Hér fer á eftir sarrutal, sem
Morgunblaðið hefur átt við
Hannibal Valdimarsson, félags-
og samgönguráðherra, um stjórn
málaviðhorfið að kosningum
loknum, stjórnarmyndun, sam-
einingarmál jafnaðarmanna og
fyrstu verkefni hinnar nýju rík-
isstjórnar.
— 1 fyrstu yfirlýsingum þín-
um að kosningum loknum talað-
ir þú um nauðsyn þess, að lýð-
ræðisöflin tækju höndum saman,
og lýstir jafnframt þeirri skoðun
þinni, að Alþýðubandalagið væri
ólýðræðislegur stjómmálaflokk-
ur. Síðan þessar fyrstu yfirlýs-
ingar voru gefnar hefur þú geng
ið til samstarfs í rikisstjórn við
þennan ólýðræðislega flokk, Al-
þýðubandalagið. Hvað veldur
þeirri stefnuhreytingu, sem
þarna hefur orðið?
— Ég tel ekki, að um stefnu-
breytingu sé að ræða, segir
Hannibal Valdimarsson. Ég lýsti
því yfir eftir kosningar, að ég
vildi halda öllum möguleikum
opnum um stjórnarmyndun. —
Einn af þeim möguleikum var
myndun ríkisstjórnar stjcrnar-
andstæðinga og það var að
mörgu leyti rökrétt niðurstaða
feosninganna. Vissulega er það
rétt, að ég tel, að sérhver ríkis-
stjórn á Islandi verði að vinna
á lýðræðisl-egum og þingræðis-
legum grundvelli, og ég er sann-
færður um, að þessi rikisstjóm
mun gera það. Hins vegar er
eins og mig minni, að Sj'áifstæð-
isflokkurinn, sem vafalaust er
lýðræðislegur flokkur, hafi ein-
hvern tíma átt sæti í rikisstjóm
með kommúnistum og hafi ekki
gengið af trúnni við þá þátttöku.
— Ég var ekki að spyrja um
stjórnarþátttöku SjáifstæðiS'
fflokksins fyrr á árum. Ég var
að spyrja, hvers vegna ráð-
herrann hefði gengið til sam-
starfs um stjórn landsins við
ólýðræðislegan flokk.
— Að fortíð skal hyggja, er
framtíð Skal byggja, og ég leyfði
mér að líta um öxl og minna á
það, að hinn lýðræðislegi Sjálf-
stæðisflokkur hefði vissulega
tekið þátt í ríkisstjórn á fslandi
með kommúnistum.
— Nú er það svo, að þú og
þinn flokkur voru sigurvegarar
þessara kosninga, en Framsðkn-
arflokfeurinn tapaði miklu. —
Hvers vegna fétl það í hlut þess,
sem tapaði að mynda þessa
stjórn, en ekki sigurvegarans,
Hannibals Valdimarssonar?
— Hvort tveggja er rétt, að ég
og minn flokfeur feamum sigri
hrósandi út úr þessum kosning-
um og eins hitt, að Framsóknar-
fflofekurinn tapaði bæði kjósenda
fylgi og þingmannatölu. En samt
sem áður hygg ég, að það verði
efefei gagnrýnt, að forseti Islands
sneri sér tiil formanns stærsta,
stjómarandistöðufflofeksins og
gaf honum feost á að freista þess
að mynda nýja ríkisstjórn. Ég
tel því ekki, að neinn réttur hafi
verið brotinn á mér eða minum
flöfeki með þessari tilhögun við
stjórnarmyndun. Við tókum að
sjálfsögðu þátt í viðræðunum og
niðurstaða þeirra var myndun
nýrrar ríkisstjómar með sama
þingstyrk og fráfarandi rikis-
stjóm studdist við sl. 12 ár.
— Hefðir þú tekið við forsæt-
isráðherraembætti, ef þú hefðir
átt kost á þvi?
— Það hefði aðeins getað bor-
ið að á þann hátt, að forseci Is-
lands hefði falið mér það hlut-
verk að reyna stjórnarmyndun.
Þá hefði ég að sjálfsögðu geit
þá tilraun, en til þesis kom ekki.
— Nú virðist mörgum, að þú
og þinn fflökkur hafi borið býsna
skarðan hlut frá borði i verkefna
skiptingu innan rikisstjórnarinn-
ar. Hvernig stóð á þvi, að þið
sættuð yfekur við þennan hlut?
— Mér og mínum flofeki stóð
til boða að fara með, hvort sem
við vilduim, utanríkismál eða f jár
mál og við höfnuðum þeim ráðu
neytuim báðum eftir nákvæma
yfirvegun. Ég taldi utanríkismál'
in þann málaflokk, sem ég hafði
á stjórnmálaferli minum haft
einna minnst afskipti af, og færi
ég með þau, hlyti aðstaða okkar
til áhrifa á innanrífeismál að
verða mun lakari. En ég taldi
eðli flokksins samkvæmt æski-
legt, að Samtök frjálslyndra og
vinstri manna hefðu meiri af-
skipti af innanlandsmálum, og
var okkar fyrsta ósk sú, að við
færum með félagsmál, og heil-
brigðis- og tryggingamál, en síð-
an varð það ofan á, að við legð-
um meira upp úr því að fara
með menntamálin og urðum þá
að sleppa heilbrigðis- og trygg-
ingamiálum. Við lögðum hins
vegar mikla áherzlu á að fara
með samgöngumálin, en undir
þau heyra vegamál, hafnarmál,
samgöngur á sjó og í lofti og
auk þeas póstur og sirni, sem
allt eru mjög þýðingarmikil mál
og mjög ánægjulegt að eiga kost
á að vinna að. Ég tel, að minn
flokkur megi vel við una að'
fara með ráðuneyti félagsmála,
samgöngumála og menntamála
og Hagstofu fslands.
— Þú minntist áðan á eðli
flokks þíns eða samtafea og þess
vegna spyr ég: hvaða þýðingu
hefur það fyrir slíkan flokk sem
SFV að hafa með höndum sam-
göngumál ?
— f viðbót við félagsmál, sem
ég tel þýðingarmikið fyrir verka-
Hannibal Valdimarsson
lýðsflokk eins og Samtök frjális-
lyndra og vinstri manna að fara
með, eru samgöngumálin grund-
vallaratriði fyrir atvinnulifið í
landinu og þarf ekki að minna á
annað en hafnarmálin í því sam-
bandi.
— Nú eru áhrif kommúnista
í þessari ríkisstjórn mjög mikil
og mun meiri en ykkar samtaka.
Hvermig stendur á þvi, að þið af-
hendið þeim svo þýðingarmikla
málaflokka sem raun ber vitni
um, þ. e. yfirstjóm allra atvinnu
vega landsins utan landbúnaðar
og tryggingamál og heilbrigðis-
mál að auki?
— Óneitanlega eru sjávarút-
vegismál og iðnaðarmál mjög
þýðingarmiklir málaflofefcar, en
hjá því varð auðvitað efcki kom-
izt, að þessir þrír flokkar, sem
stjórnina myrida, Skiptu með sér
á samkomulagsgrundvelli þeim
13 ráðuneytum, sem um er að
ræða. Koma þá fjögur ráðuneyti
í hlut hvers himna þriggja flofcka
auk forsætisráðuneytisins.
— Er efcki sanni nær, að þið
hafið fengið 3 raunveruleg
ráðuneyti. Hagstofa fslands er
fyrst og fremst. tölfræðileg upp-
lýsingastofnun og telst ekki til
mikilvægustu ráðuneyta, þótt
hún nefnist sérstakt ráðuneyti að
forminu til.
— Það er rétt, að Hagstofa ís-
lands krefst sjálfsagt ekki mik-
illar vinnu í ríkisstjórn, en hún
er og hefur lengi verið viður-
fcennd í lögum sem sjálfstætt
ráðuneyti.
— Á undanförmum árum hafa
samSkipti ykkar Magnúsar Kjart-
anssonar ékki verið ýkja hlýleg.
Nú hefur þú orðið til þess að
leiða Magnús Kjartamsson ti]
mikilla valda í rífcisstjórn á fs-
landi. Hverndg hugnast þér sá
verknaður?
— Það er rétt, að við Magnús
Kjartansson höfum aldrei svar-
izt í neitt fóstbræðralag og oft
hefur Magnús Kjairtansson sent
mér kaldar kveðjur i Austra-
dálkum sínum. En hins vegar
minnist ég þess ekki, að hafa
sinnt þeim skrifum mdkið og ef-
ast um, að ég hafi beðið nofekurt
tjón af þeim skiptum okfear. En
það er á miklum misSkilningi
byggt, ef menn halda það, að
pereónuleg afstaða m£n til ein-
stákra manina hafi úrslitaáhrif
um aðgerðir mínar í þýðingar-
mestu þjóðmálum. Er þá líkt á
komið og með mér og Morgun-
blaðinu, þar hafa kveðjumar
efcki alltaf verið sem hlýlegastar,
en það hefur samt aldrei staðið
í vegi fyrir því, að ég hafi getað
átt hin beztu persónuleg og al-
menn viðskipti í þjóðmálum við
einstaka Morgunblaðsmenn og
Sjálfstæðismenn yfirleitt.
— Ertu að leggja Magnús
Kjartanisson og Morgunblaðið að
jöfnu?!
— Svona nokkurn veginm.
Bæði eru nú skæðin góð!
— í kosningabaráttunni á
Vestfjörðum lagðir þú mikla
áherzlu á sameiningarmálin, þ. e.
sameiningu jafnaðartmanma og
samvinnumanna í einum flokki,
og að kosningum lofenum lýstir
þú því yfir, að þú teldir þig hafa
umboð vestfirzkra kjósenda til að
vinna að þessum sameiningar-
mállium. Nú hefur þú gengið til
stjórnarsamstarfs, en Alþýðu-
flokkurin.n er utan ríkisstjórnar,
og formaður Alþýðuflokksins,
Gylfi Þ. Gíslason, hefur lýst þvi
yfir, að sú staðreynd, að Alþýðu
flokkurinn er utan stjómar, en
þið inmanborðs, hljóti að valda
erfiðleikum í sambandi við sam-
einingu þessara flokka. Hefurðu
ekki brugðizt loforðum þínum
við vestfirzka kjósendur með því
að ganga efcki rösklegar fram í
sameiningarmálunum, þegar í
upphafi og láta þau sitja í fyrir-
rúmi fyrir stjórnarþátttöku?
— Nei, það tel ég ekki. Ég er
vel miimnugur þessara orða
mimma og tel, að þau séu rétt og
sönn. Það var eimmitt með þau
í huga, sem minn flokkur bar
fram þá kröfu í stjórnarmynd-
unarviðræðunum, að Alþýðu-
flokkurimn yrði kvaddur til þátt-
töku í þeim. Það hafðist fram.
Alþýðuflokkurinn átti þess þann
ig kost að verða þátttakandi í
ríkisstjóm með Samtökum frjáls
lyndra og vinstri mamna og Fram
sókmarflofeknum, þannig að eng-
in gaddavírsgirðing yrði milli
þessara þriggja þjóðmálaflokka,
sem ég tel eðlilegt, að verði uppi
staða í sameiginlegum alþýðu-
eða verkalýðsflofeki á íslandi.
Það ber hins vegar að harma, að
Aliþýðuflökkurinin hafnaði þátt-
töku í viðræðunum og tök sér
þamnig emn á ný stöðu við hlið
Sjálfstæðisflofeksins, þrátt fyrir
þá ámimningu sem kjósendur
höfðu veitt honum í kosningun-
um. Vafalaust að verulegu ieyti
vegna of lamgrar og náinnar sam
búðar við flokk samkeppnis- og
auðhyggjumanna á íslandi. En
þrátt fyrir þetta mun ég og flokk
ur minn eingkis láta ófreistað til
að sameina þau vimstri sininuðu
lýðræðisöfl, sem saman eiga, í
einum stjórnmálaflokfci. Það er
erfiðara vegna þeirrar aiflstöðu,
sem Alþýðuflöfekurinn tók, en þó
má á margan hátt vinma að mál-
inu. Þegar er ráðið, að blað verð
ur gefið út um sameiningarmáiið
af Samtökum frjálslyndra, Sam-
bandi ungra Framsóknanmianma
og Sambandi ungra jafnaðar-
manna með stuðningi eldri
flokksmamna úr öllum flofefcuim,
og bæði Alþýðuflokknum og
Framsóknarflokknum hefur þeg-
ar verið ritað bréf og þess óskað,
að þeir tækju þátt í myndun
sameiningarráðs, er vinni að
undirbúmingi og framkvæmdaað-
gerðum sameiningarmálinu til
framdráttar. Ennþá hefur hvorki
borizt svar frá Alþýðuflokknum
nié Framsóknarflokknum, en
ólíklegt má teljast, að þau svör
verði neitandi.
— Alþýðuflokkurinn hefur
lagt til, að viðræður verði tefcn-
ar upp milli SFV, Alþýðufloktes-
ins og Alþýðubandalagsins um
Framhald á bls. 19.
TVISVAR á ári ræðir borgarstjórn ítar-
lega um fjármál borgarsjóðs og borgar-
fyrirtækja. I desembermánuði er fjár-
hagsáætlun komandi árs rædd og sam-
þykkt. Þá reyna borgarfuiltrúar með
aðstoð embættismanna borgarinnar að
vega og meta, hversu há útgjöld þurfi að
fara til einstakra rekstursþátta og
hversu stór hluti geti gengið til fram-
kvæmda.
Hitt skiptið, sem fjármál eru mjög til
umræðu, er við afgreiðslu reikninga
borgarsjóðs. Reikningar borgarinnar
fyrir næstliðið ár eru venjulega til um-
ræðu á miðju ári. Þá liggur endanlegt
uppgjör ársins fyrir og borgarfulltrúar
og borgarbúar geta kynnt sér, hvernig
hinu sameiginlega fé borgarbúa hefur
verið varið.
Umræður um reikninga ársins 1970
hafa staðið yfir í borgarstjórn að undan-
förnu.Á fundi borgarstjórnar þann 1. júlí
sl. gerði borgarstjóri ítarlega grein fyrir
reikningunum, en almennar umræður um
þá fóru fram fimmtudaginn 15. júli. Milli
umræðna hafði borgarráð kynnt sér at-
hugasemdir endurskoðenda og farið yf-
ir svör forstöðumanna fyrirtækja við
þeim athugasemdum og á þann hátt
reynt að gera sér grein fyrir réttmæti
þeirra. Sumar athugasemdirnar gefa til-
efni til endurbóta í rekstri, t.d. með
breyttu skipulagi innan einstakra stofn-
ana. Á stóru heimili eins og hjá borgar-
sjóði og öðrum fyrirtækjum borgarinn-
ar þarf að hafa vakandi auga á hverjum
fingri. Stjórnkerfið þarf að vera í stöð-
ugri endurnýjun og aðhald er nauðsyn-
legt á öllum sviðum. Það hefur verið
styrkur sjálfstæðismanna í stjórn
Reykjavíkurborgar að stjórnkerfið og
stjórnhættir eru í stöðugri endurnýjun í
því skyni að fjármagn það, sem borgin
hefur yfir að ráða, nýtist sem bezt á
hverjum tíma.
Sennilega er það sjaldgæft að hinn al-
menni borgari í Reykjavík kynni sér
af eigin raun reikninga borgarinnar.
Það er miður, þegar haft er í huga að
hér er um sameiginlega fjármuni borg-
arbúa að ræða og því miklir hagsmunir
við það bundnir hvernig fjármagninu
er ráðstafað. Vakandi auga borgarbúa
er og það aðhald, sem sérhverjum
stjórnendum er nauðsynlegt.
Það er mjög fróðlegt að blaða í reikn-
ingum Reykjavíkurborgar og draga
ályktanir af þeim tölum, sem þar er
að finna. Það er t.d. mjög athyglisvert,
hve stjórnunarkostnaður borgarinnar er
lítill hluti af heildarútgjöldunum og
hefur hlutfallslega minnkað á milli ára.
Árið 1969 var kostnaður við stjórn borg-
arinnar 4,9% af heildarútgjöldum borg-
arsjóðs, en reyndist árið 1970 4,6%. Inni
i þessum kostnaði er reiknaður allur
skrifstofukostnaður á borgarskrifstof-
um, kostnaður við borgarstjórn, skrif-
stofur borgarverkfræðings og ýmsar
fleiri skrifstofur, sem tilheyra aðal-
stjórn borgarinnar. Þetta lága hlutfall
sýnir, að ítrasta sparnaðar er gætt í
skrifstofu- og stjórnunarkostnaði.
Borgin rekur ýmsar þjónustustofnan-
ir, sem borgararnir sækja til daglega.
f ýmsum þessum stofnunum greiða
menn gjald fyrir veitta þjónustu, en
átta sig oft ekki á því, að gjaldið
hrekkur aðeins til að greiða hluta rekst-
urskostnaðar, en afganginn greiðir borg-
arsjóður af tekjum sínum. Tökum sem
dæmi eina slíka stofnun:
Sundstaðir borgarinnar eru vinsælar
stofnanir. Þannig komu i sundlaugarn-
ar í Laugardal á sl. ári 373.484 gestir.
Heildarreksturskostnaður var 7,7 millj,
kr., en aðgangseyrir sundgesta auk
tekna af skólasundi nam 6,1 millj. kr.
eða nálægt 80% af reksturskostnaði,
Afgangurinn var greiddur úr borgar-
sjóði. Hallinn var hlutfallslega svipaður
í Sundlaug Vesturbæjar, en þangað
komu 204.876 gestir á árinu, en mestur
varð hann i Sundhöllinni, en þangað
komu 173.018 gestir árið 1970. Borgar-
sjóður greiddi 58% af útgjöldum Sund-
hallarinnar, sem samtals námu 7,5 miilj.
kr. Samtals greiddi borgarsjóður því í
halla með sundstöðum borgarinnar um
6,9 millj. kr. á árinu 1970. Enginn stofn-
kostnaður er innifalinn í þessum tölum.
Á þennan hátt er fróðlegt að kanna
ýmsa þætti í starfsemi borgarinnar og
gera sér grein fyrir raunverulegum
kostnaði. Það verður e.t.v. gert síðar í
þessum þáttum.