Morgunblaðið - 24.07.1971, Side 22
22
MOBGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLl 1971
Rafstöðvarhjónin
fyrrverandi
í Vestmannaeyjum
Vilhjálmur Jónsson,
Fæddur 23. janúar 1893.
Dáinn 15. júlí 1971.
Nikólína Jónsdóttir
Fædd 15. júli 1900.
Dáin 4. ágrúst 1958.
1 dag, 24. júlí, verður gerð
frá Landakirkju i Vestmanna-
eyjum, útför Vilhjálms Jónsson
ar, fyrrverandi rafstöðvarstjóra
í Vestmannaeyjum, en hann lézt
í Borgarsjúkrahúsinu í Reykja-
vik 15. þ.m. eftir langvarandi
veikindi og oft miklar þjáining-
ar. Vilhjálmur var fæddur að
Bólstað í Hvammshreppi i Vest
ur-Skaftafellssýslu 23. janúar
1893. Hann var sonur hjónanna
Jóns Gunnsteinssonar og Þor-
gerðar Hjálmarsdóttur, sem þar
bjuggu. Ólst Vilhjálmur þar
upp í stórum systkinahópi til
ársins 1904, að foreldrar hans
fluttust búferlum til Vestmanna-
eyja og fengu byggingu fyrir
Dalajörðunum, sem voru tvær
af hinum 48 jörðum, sem þá töld
ust vera i Vestmannaeyjum. Þar
átti Vilhjálmur svo heima til
fullorðinsára. Hann ólst upp
við alla algenga vinnu, bæði til
lands og sjávar og þar að auki
var hann ágætur bjargveiðimað-
ur og mjög vel hagur, bæði á
tré og jám. Stundaði ViihjáLm-
ur þessi stðrf til 1. september
1918, að hann réðst starfsmað-
ur hjá Rafstöð Vestmannaeyja.
Þar vann svo Vilhjálmur sitt
mikla og oft erfiða ævistarf.
Hann byrjaði að vinna með bróð
ur sínum Sveinbirni, en Svein-
bjöm Jónsson var fyrsti vél-
gæzlumaðurinn á Rafstöðinni og
svo rafstöðvarstjóri eftir að A.L.
Petersen verkfræðingur og sim-
stöðvarstjóri lét af því starfi.
Fyrstu 10 árin, sem Rafstöðin
starfaði, hafði hún einkarétt á
allri sölu, bæði á efni og orku
til raflýsinga. Starfsmenn Raf-
stöðvarinnar urðu þvi að geta
leyst af hendi rafvirkjastörf.
Sveinbjörn hafði byrjað raf-
virkjun hjá Halldóri Guðmunds
syni rafm.verkfræðingi þegar
Halldór annaðist raflýsingu og
setti upp Rafstöð Vestmanna-
eyja, sem tók til starfa 1915. Áð-
ur, hafði Sveinbjöm m.a. verið
vélstjóri á vélbátum. Hann var
ágætis starfsmaður, ósérhlifinn
og útsjónarsamur og hafði aflað
sér mikiliar sjálfsmenntunar,
enda víða farið og margt séð.
Sveinbjöm rafstöðvarstjóri and
aðist mjög fyrir aldur fram, 1930
og tók þá Vilhjálmur að sér raf
stöðvarstjórastarfið og annaðist
það til ársins 1948, að hann sök
um veikinda varð að hætta
t
Konan mín og móðir okkar,
Rósa Þorsteinsdóttir,
Sólvallagötu 48,
Reykjavík,
andaðist 21. þ.m.
Kristján Jónasson
og dætur.
þeim erilsömu störfum. Þurftl
hann að dvelja á sjúkrahúsum
og ganga undir erfiða aðgerð.
Fékk hann að vísu nokkra
heilsubót og var í um 10 ára
bil, rafmagnseftirlitsmaður í
Vestmannaeyjum, eða þar til á
árinu 1958, að hann varð að
hætta störfum heilsunnar
vegna. Þetta er örstutt ágrip af
starfssögu ViLhjálms Jónssonar
rafstöðvarstjóra.
Ég, sem skrifa þessi fáu minn-
ingarorð átti því láni að fagna,
að eiga hann að félaga og vini
í áratugi. Man ég ekki eftir mér
yngri en svo, að ég minnist Dala
fjölskyldunnar því mikill kunn-
ingsskapur var þar á milli og
heimilis foreldra minna, en ná-
in kynni okkar hófust þegar ég
réðst 15 ára unglingur 19. okt.
1919 sem nemandi til Rafstöðvar
Vestmannaeyja. Kom það að
nokkru í hlut Vilhjálms að segja
mér til í þeim fræðum, sem ég
átti að nema. Ég skildi það ekki
þá, hvað til þarf, til að vera góð
ur kennari, en mér varð það síð
ar ljóst, að Vilhjálmur hafði
marga þá góðu kosti, að
hann hafði numið vel hjá Svein
birni bróður sínum og að ég átti
honum mikið að þakka. Eins og
áður er að vikið, ólst Vilhjálm-
ur upp á mannmörgu og glað-
væru heimili. Faðir hans var tví
kvæntur. Fyrri kona Jóns hét
Halla Jónsdóttir, systir Hall-
dórs Jónssonar, Vík í Mýrdal.
Þau eignuðust 3 syni: Guðjón, Jó
hannes og Jón, en Halla lézt eft
ir fárra ára hjónaband. Jón
kvæntist svo aftur, seinni konu
sinni, Þorgerði Hjálmarsdóttur
frá Rotum í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi. Eignuðust þau 7 bðm:
Höllu, Kristján, Sveinbjörn,
Matthías, Vilhjálm, Guðrúnu og
Hjálmar. Vilhjáimur átti því 3
hálfbræður og 6 alsystkini, sem
ölL eru nú dáin nema Matthías,
sem enn er á lífi, hartnær átt-
ræður. VilhjáLmur var félags-
lyndur maður, glaðvær og greið
vikinn og vildi hvers manns
vandræði leysa. Hann starfaði í
Iþróttaféiaginu Þór á yngri ár-
um sinum og í Vestmannakór
var hann í fjölda mörg ár. Vil-
hjálmur hafði mikið yndi af
söng og hljómlist, enda góður
söngmaður. Hann lék laglega á
fiðlu og greip oft til hennar, sér
til ánægju, i tómstundum sínum.
Hinn 11. april 1925 kvæntist Vil
hjálmur unnustu sinni, Nikó-
línu Jónsdóttur. Nikólína var
fædd á Mjóaflrði, dóttir hjón-
anna Jóns Árnasonar og Sigríð-
ar Ólafsdóttur, er síðast bjuggu
að Melum þar eystra. Hún átti
2 systkini, bróður, sem látinn er
og systur, Jónu að nafni, sem er
ekkja og býr hér í Eyjum. Nikó-
Lína missti föður sinn mjög ung
og fluttist hingað til Vestmanna
eyja með móður sinni 11 ára göm
ul. Móðir hennar átti hér bú-
settan bróður, Vilhjálm Ólafs-
son á Múla og þar eignuðust
þær mæðgur sitt heimili,
Skömmu eftir fermingu fór Nikó
lína að starfa i Lyfjabúðinni hér,
hjá lyfsalahjónunum Sigurði Sig
urðssyni og Önnu Pálsdóttur og
þar starfaði hún svo alla tíð, þar
til að hún trúlofaðist Vilhjálmi
og fór í Húsmæðraskóla Islands |
í Reykjavík. Nikólína var vel
t
Kveðjuathöfn um
GUÐBJÖRGU JÓNSDÓTTUR,
fyrrum húsfreyju að Snartatungu,
fer fram frá Neskirkju, laugardaginn 24. jólí kl. 10.30 árdegis.
Jarðað verður að Óspakseyri við Bitrufjörð mánudaginn
26. júlí klukkan 2.
Böm hinnar látnu og aðrir aðstandendur.
gefin og glæsileg kona. Bjó hún
manni sinum fljótlega myndar-
legt heimili. Þau byggðu sér
íbúðarhús að Hásteinsvegi 4,
sem þau fluttust í 1928. Þar áttu
þau svo heima allan sinn bú-
skap. Þangað var gott að koma
og oft glatt í hópi sameiginlegra
vina. Nikólína tók mikinn þátt í
félagslifi hér um mörg ár. Var
hún vel virkur félagi bæði i
kvenfélaginu Líkn og í Leikfé-
lagi Vestmannaeyja, en í því fé-
lagi var hún einn bezti starfs-
krafturinn og formaður þess í
mörg ár. Þau Vilhjálmur og
Nikólína eignuðust 3 börn og
eru þau: Sigríður, gif t Pétri
Sörlasyni járnsm.meistara i
Rvík, Ólafur sem lengi var hér
starfsmaður og verkstjóri hjá
Rafveitu Vestmannaeyja, kvænt
ur Millí HaraLdsdóttur, nú bú-
settur í Reykjavík og Guðrún,
sem rekur snyrtistofu í Reykja-
vik. Þau hjónin, Vilhjáimur og
Nikólína voru svo Lánsöm að
geta búið mæðrum sínum báðum,
samastað á heimili sinu í elli
þeirra, en þær luku báðar ævi
sinni við ágæta umönnun á heim
i'li þeirra. Vilhjálmur missti
konu sina 1958. Nikólina andað-
ist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja
4. ágúst það ár. Var það mikið
áfall íyrir Vilhjálm, þar sem
hann var þá líka farinn að
heilsu. Upp úr því fór að losna
um hann hér í Eyjum og fluttist
hann alfarið héðan til Sigríðar
dóttur sinnar og Péturs tengda-
sonar sins 1961 og átti hann
hetana í skjóli þeirra ágætu
hjóna úr því, nema þegar hann
þurfti að dvelja á sjúkrahúsi sið
ustu mánuðina. Vilhjálmur and-
aðist, eins og áður segir, á Borg
arsjúkrahúsinu 15. júlí s.l. ein-
mitt á afmælisdegi konu sinnar.
Ég gat komið því við að heim-
sækja hann á sjúkrahúsið í maí
s.. Okkur var þá víst báðum
Ijóst, að hverju stefndi, þeg-
ar ég svo kvaddi hann, bað
hann mig fyrir innilegar kveðj-
ur til vinahópsins í Eyjum, hóps
ins, sem átti svo margar sameig-
inlegar og ánægjulegar minning
ar. Ég vil svo Ijúka þessum fáu
minningarorðum með innilegu
þakklæti fju-ir langt samstarf og
órofa vináttu og mæli ég þar
einnig fyrir munn vinahópsins I
Eyjum. Börnum hans, öldruðum
bróður svo og öllum öðrum ást-
vinum hans, færi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur og bið
þeim og honum blessunar Guðs.
Páll Scheving.
Minning:
Katrín Sigurðardóttir
1 dag er til moldar borin
Katrín Sigurðardóttir, húsfrú,
Eskihlíð 23. Hún andaðist í
Borgarsjúkrahúsinu 16. þ.m. eft-
ir langa og stranga baráttu við
erfiðan sjúkdóm. Katrín var
fædd £ Reykjavík 3. ágúst 1904.
Foreldrar hennar voru Guðrún
Sigurðardóttir og Sigurður Guð-
mundsson pípulagningameistari,
sem bjuggu alla tíð hér í borg.
Hjá þeim ólst hún upp í stór-
um systkinahópi, fíngerð og
grannvaxin, en eigi að síður
fylgin sér. Hún sagði sjálf, að
hún hefði verið ódugleg sem
bam og þegar hin systkinin
voru send í sveit, sagðist hún
skyldi fara ef mamma kæmi
líka, en styrkur hennar óx með
árunum og ef dæma ætti hana
eftir baráttu hennar siðustu vik-
urnar, má með sanni segja að
hún hafi verið sönn hetja.
Katrín giftist 8. október 1927
Lofti Ólafssyni vélstjóra, sem
látinn er fyrir rúmum 5 árum.
Þau eignuðust þrjú böm, Gunn-
ar ílugvirkja, giftan MaggyJóns
dóttur, Inga Loft, flugvirkja,
giftan Önnu Láru Þorsteinsdótt-
ur og Málfríði gifta Kristjáni
Sigurðssyni vélstjóra.
Heimili Katrínar og Lofts bar
vott um mikla smekkvisi og
myndarskap, enda voru þau
hjónin með afbrigðum samhent
um allt er laut að því að fegra
og prýða í kringum sig. Loftur
var lika góður maður og traust-
ur, sem-bar hana á höndum sér
og sá vel um sína. Þegar ég
kynntist Katrínu var hún í
blóma lífsins, húsmóðir á fal-
legu heimili, sem alltaf var jafn
indælt að koma á, enda á ég og
fjölskylda mín margar góðar
minningar um gleðistundir á
heimili hennar fyrr og síðar.
Hún hugsaði vel um gesti og
ekki spiliti hin góðlátlega kimni
eiginmannsins. Einhvern veg-
inn er það svo, að ómögulegt er
að minnast Katrinar öðru vísi
en að minnast Lofts um leið,
svo samtvinnuð er minningin
um þau í hugum okkar, sem vor
um svo lánsöm að eiga þau að
vinum. Þau voru vinföst og áttu
trausta og góða vini áratugum
saman m.a. stóran hóp stéttar-
bræðra Lofts og konur þeirra,
sem reyndust henni sömu vinir
eftir lát eiginmanns hennar. Þá
má og minnast á að þau byggðu
tvö hús með sama fólkinu og
varaði það sambýli um 40 ára
skeið og var í öllu til fyrir-
myndar.
Sysfkinum sínum hefur
Katrín aUtaf verið góð og bor-
ið hag þeirra og fjölskyldna
þeirra fyrir brjósti. Það hefði
verið skrítið, ef Kata frænka
hefði gleymt einhverju systkina
barnanna, ef það átti afmæli. Nú
átti hún yndisleg bamaböm,
sem auðvitað áttu stærstan hug
hennar, en eigi að síður hafði
hún alltaf rúm fyrir allar litlar
frænkur og frændur, því að
hún var sérlega barngóð og
frændrækin með afbrígðum.
MiUi Katrinar og foreldra henn
ar var alltaf mjög náið sam-
band og þegar móðir hennar dó,
opnaði hún heimili sitt föður
sínum og var hann í skjóli henn
ar síðustu æviár sín og naut
þar ástúðar og umhyggju.
Katrín var hreinskilin kona
og gat stundum verið hvass-
yrt, en undir niðri var við-
kvæm lund, enda mátti hún
ekkert aumt sjá, tók alltaf mál-
stað lítilmagnans og var ávallt
reiðubúin að rétta fram hjálpar
hönd þeim, sem þess þurftu.
Katrín hefur sennilega sjaldn
ast gengið heil til skógar, en
styrkur hennar var viljafesta
og þótt líkamsþrekið væri oft
ekki mikið, bar hún höfuðið
hátt og var viss reisn í öllu
hennar fasi. Eftir að eiginmað
ur hennar dó var eins og lífs-
þróttur hennar lamaðist og hún
varð aldrei söm manneskja.
Sjúkdómurinn náði nú eins og
tökum á henni og viljastyrkur
hennar réhaði.
Við sem þekktum Katrínu
bezt og nutum vináttu og um-
t
Móðir okkar,
GUÐBJÖRG HANSDÓTTIR,
verður jarðsett frá Isafjarðarkirkju mánudaginn 26. júlí kl. 2 e. h.
Konráð Jakobsson,
Asta Þ. Jakobsdóttir,
Steinþór Jakobsson,
Jakobína V. Jakobsdóttir.
hyggju hennar, erum henni
þakklát fyrir það, sem hún var
okkur.
Þegar ég giftist inn í fjöl-
skyldu hennar tók hún mér með
sérstakri ástúð og var mér alla
tíð, sem bezta systir og mun ég
ætíð minnast hennar sem slikr-
ar.
Guð blessi minningu hennar.
SigTÍður Þórðardóttir.
I dag, laugardaginn 24.7. 1971
verður Katrin Sigurðardóttir
jarðsungin, gömul, góð og traust
vinkona mín.
Mér var það ekki harmafregn
þegar ég heyrði um lát þessar-
ar vinkonu minnar, heldur
miklu fremur gleði yfir þeirri
vissu, að nú væri hún komin til
framtíðarheimkynna okkar
allra, og að hér væri aðeins um
stundlegan aðsldlnað að ræða.
Ennfremur gladdi það mig aö
ekki þyrfti hún að liggja langa
og kvalafuUa banalegu.
Þessar línur mínar eiga ekki
að verða nein langrolla um
kosti og galla Katrinar, heldur
aðeins stutt kveðjuorð, með
þakklæti fyrir alla þá bita, sem
úr hendi hennar runnu í svang
an munn minn sem lítils drengs,
og þakklæti fyrir heimsóknir
hennar til min, þar sem ég lá
veikur á sjúkrahúsi. Voru þær
heimsóknir gerðar frekar af
vilja en mætiti, og gæti þar
margur af lært. Þessar linur
mínar verða ekki lengri, þó svo
að ég gæti setið við dögum sam
an og rifjað upp gamlar endur-
minningar.
Ég bið algóðan Guð að taka
á móti þér af gæzku sinni, Kata
mín og að þú megir verða að-
njótandi hinnar æðstu sælu.
Ég bið að börnum þinum,
gömlum vinum mínum megi
verða að haldi vissan um það
hvar þú ert óhult niðurkomin.
Að svo komnu máli kveð ég
þig Kata min, að sinni.
Ásgeir Einarsson, Sldpholti 43.