Morgunblaðið - 17.08.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.08.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1971 Otgsfandi hf. Árvakur, Raykjavík. Framkyaamdaatjóri. Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessan. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, simi 10-100 Augtýsingar Aðalstrœti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. aintakið. DJÖRF ÁFORM í VIRKJUNARMÁLUM CJíðasta Alþingi einkenndist k'-' mjög af miklum og djörf- um áformum í virkjunarmál- um. Þannig voru samþykkt frumvörp um stórvirkjanir í Tungnaá við Sigöldu og Hrauneyjafoss, en virkjan- irnar verða hvor um sig um 170 MW að stærð. Til saman- burðar er Búrfellsvirkjun fullgerð 210 MW. Miðlunar- mannvirkin við Þórisvatn verða sameiginleg fyrir þess- ar þrjár virkjanir. Þáverandiiðnaðarráðherra, Jóhann Hafstein, lagði mikla rækt við að gera þessa lög- gjöf sem bezt úr garði, en hún er í heimildarformi, svo sem venja er um slíka laga- setningu. Var þetta í sam- ræmi við stefnu hans í orku- málum, sem fólst í því að halda stórvirkjunum áfram, en ísinn í þeim efnum var brotinn með hinni miklu Búrfellsvirkjun, og koma upp smávirkjunum, þar sem stór- virkjun var ekki talin tíma- bær eða aðstaða að öðru leyti slík, að það þætti henta, svo sem var um Lagarfoss- og Svartárvirkjanir. Er lýst var áformum vinstri stjórnarinnar í orkumálum, höfðu menn áhyggjur af því, að fyrri áætlanir yrðu lagðar á hilluna, enda ekki séð, að stjórnin hygðist beita sér fyrir því, að nýjum, orku- frekum iðnaði yrði komið upp í landinu. En aukin húsa- hitun með rafmagni þarf ekki á að halda nema broti þeirrar orku, sem frá stórvirkjun fæst, auk þess sem hún kepp- ir við varmaveiturnar, sem víða hefur verið komið upp á þéttbýlustu svæðunum, svo sem í Reykjavík og víðar. Sl. föstudag var Þjóðvilj- inn að hælast um yfir því, að ríkisstjórnin hygðist nota sér heimildir Alþingis til stórvirkjana í Tungnaá. Er það vissulega gleðiefni, ef ríkisstjórnin lætur af því verða. Spurningin er aðeins sú, hver sé orkunotandinn, sem eigi að gera stórvirkjan- irnar mögulegar. Missagnir iðnaðarráðherra T Þjóðviljanum 13. ágúst sl. endurtók Magnús Kjart- ansson, iðnaðarráðherra, fyrri missagnir sínar um hag- kvæmni Búrfellsvirkjunar og gerir um leið samanburð á kostnaðarverði raforku frá Tungnaárvirkjunum og Búr- fellsvirkjun, þar sern hann kemst m.a. svo að orði, að við hefðum „skuldbundið okkur til að selja álverinu raforku fyrir 22 aura í 25 ár frá samn- ingsgerð“. í þessu sambandi er nauð- synlegt að átta sig á því í fyrsta lagi, að slíkur saman- burður fær ekki staðizt þeg- ar af þeirri ástæðu, að verð- grundvöllurinn er annar, sem reiknað er með. Þannig hefur allur tilkostnaður mjög auk- izt hér innanlands siðan ráð- izt var í Búrfellsvirkjun, verðhækkanir hafa orðið er- lendis og sumar mjög miklar á hinum margvíslega tækni- búnaði, sem til virkjana þarf, og loks hefur fjármagns- kostnaðurinn vaxið með hækkuðum vöxtum, bæði hjá Alþjóðabankanum og á frjáls- um markaði. Síðast en ekki sízt fer ráðherrann vísvitandi rangt með, er hann segir, að kwst. sé seld álverinu fyrir 22 aura frá samningsgerð, þar sem fyrstu 6 árin er kwst. seld á 26,4 aura, en lækkar þá í 22 aura, en skatt- ar álversins hækka samtímis. Með þessu er ekki verið að gefa í skyn, að virkjanirnar í Tungnaá hafi verið hag- kvæmari en Búrfellsvirkjun á sínum tíma. Þvert á móti var það alla tíð vitað, að stórvirkjun við Búrfell yrði hagkvæmasti virkjunar- kosturinn, ef og því aðeins að unnt reyndist að tengja hana orkufrekum iðnaði. Þetta verður svo ljóst, sem verða má, ef athugað er verð hverrar kwst. frá virkjuninni. Á S'l. ári nam kostnaðarverð- ið 47,4 aurum, en hefði num- ið 224 aurum án álversins. Þegar á árinu 1973 hrapar kostnaðarverðið niður í 24,7 aura og við fullnýtingu niður í 20,1 eyri 1977. Án orkusölu- samninganna eru sambæri- legar tölur 84,5 og 52,5 aurar. Hið sama verður að sjálf- sögðu uppi á teningnum um stórvirkjanirnar í Tungnaá, að þær verða því aðeins hag- kvæmar, að unnt sé að tengja þær orkufrekum iðnaði. Það muna menn, að sjald- an var meir ósatt sagt um orkumál þjóðarinnar en í Þjóðviljanum, meðan Magnús Kjartansson var þar ritstjóri. Slík ósannindi getur Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra, ekki leyft sér að bera fram. Þess er því að vænta, að hann taki nú upp aðra og betri háttu a.m.k. á meðan hann á sæti í ríkisstjórn íslands. Flóttafólkið ber örlög sín af æðruleysi og móðirin reynir að þvo syni sinum við þær hörmulegu aðstæður, sem flótta- mannabúðirnar hafa upp á að bjóða. Dum Dum-flitgvelli við Kaikútta, 9. ágúst. Frá Freysteini Jóhannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. MEGNIÐ af deg-inum hef ég horft á flóttafólk frá A-Pakist an streyma inn í Salt Lake City — fióttamannabúðirnar hér við Kalkútta. Örþreyttir foreldrar ber.jast áfram síðasta spölinn með úrvinda börn sín á handleggnum og aleigu fjöl- skyldunnar í pinklum á Iiöfð- inu. Á sinn dapurlega liátt fagn ar þetta fólk nú unnum sigi-i — það hefur náð lifandi á leiðar- enda. En margir flóttamenn fá aldrei að sjá þennan draum sinn rætast. Og aðrir upplifa hann til þess eins að tapa hon- um aftur. Svona verður lífið, þegar mannlegt helvíti þessa heinis fær að rísa upp í öllu sínu vekli. „Við höfum raunverulega engin efni á að taka á móti einum einasta flóttamanni,“ sagði B.B. Mandal, yfirmaður flóttamanna'Stoifn'unar Vestur- Bengal við mig, þegar ég spurðii hann, hversu lan.gt Indverjar gætu genigið í gestrisninni. „En við verðurn að taka við þeim, hvað sem það kostar. Hér er um mannslif að ræða. Fól'k! Hvernig á ég að geta lokað dyr- um mínurn fyrir fó’lki, sem er hrakið til miín fyrir það eiitt að vera lifandi verur? Eins og ég og þú. Kannt þú einhver ráð við þessu, ísl'endin.gur?“ Og hverju á ég að svara harmþrungnum auguim ungu móðurinnar, sem hefur orðið að fórna barni S'inu á flóttan- um? Þau lögðu upp fná þorpinu fimmtíu saman. Monsúnregnið helltist yfir þau, en óttinn við stjórnarhermennina • rak þnu áfram dag og nótt. Að morgni bv&clis't hópurinn í litilli lægð. Skyndilega eru her- m©nn á næsbu grösum. Og bamið fer að gráta í öiwum móður sinnar. 1 örvæntingu reynir hún að þagga niður í baminu. Hún finnur augu ferðafélaganna hvíla á sér. — Sumir þeirra eiga lika ung- börn. Hvað hugsar hún? Svo hæt'tir barnsgirátiurinn s'kyndi- lega og hermennirnir fara hjá. En þegar hópurinn heldur áfram, telur hann aðeins 49. 1 lægðinni að baki l'iggur litill barnslíkami — fóm til þeirra, sem áfram feng-u að haida til frelsisins. Og hverju á ég svo að svara til? „Það virðast engin takmörk fyrir því, sem þetta fólk hefur orðið að ganga i gegnum," segir indversikur hjúkrunar- maður, sem starfar við Salt Laike City-búðirnar við mig. — „Morð', rán, na'uðganir og a.ftur mcwð. Það er hræðilegt að þurfa að hlusta á þet'ta.“ Og það er ekki hægt að taka á móti öl'luvn í ednu. En flótta- fólkið bíður þolinmótt í rigning unni og einnig nóttinni. Ein hvern táma kemiur röðin að hverjum og einuim og svoiítil bið skiptir litlu máli héðan aif. Sem ég nú stend þama í for- hliði fióttamannabúðanna, er lítið barn borið hjá. Móðir þess heldur dauðahaldi í börumar og varir hennar hæras't í þög- uilli hæn fyrir lí'fi þess. En einn ig hér tekur dauðinn sinn tol'l. Kl'U'kik.ustundiu síðar er litla barnið dáið. „Hvað gefcur Indland ei,gin- lega haldið lengi áfram að taka við flóttafólki frá A-Pa‘kistan ?“ S’engutíta, æðsti embæittisimaður Vestur-Bengal, brosir að spum ingu minni. „Af okkar há'líiu," svarar hann svo, „eru sem stíendur lítil takmörk — nema peningar. Við Indverjar erum fátæ’k þjóð oig ef við eigum að geta hjálpað flóbtaifólkiniu áfram, verða aðrir að hjálpa okkur til að hjálpa. Hver eru takmörk ykíkar á hjálp við okkur? — Hvað þurfið þið mik ið?“ — Sengutta brosir aftur: „Við þurfum þegar meira en Þar sem holræsarör eru ekki fy Þessir strákofar eru merki fl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.