Morgunblaðið - 17.08.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1971, Blaðsíða 1
24 SIÐUR og 8 SIÐUR IÞROTTIR 182. tbl. 58. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. AGUST 1971 Prentsmiðja Morgnnblaðsins. Ræða Nixons: Umfangsmestu efnahagsaðgerðir í 40 ár Eiga að draga úr atvinimleysi, hamla gegn verðbólgu og vernda dollarann Wasihington, 16. ágúst — AP-NTB EFNAHAGSAÐGERÐIR þær, er Nixon Bandaríkjaforseti boðaði í sjónvarpsræðu sinni í nótt, eru, að hans sögn, þær umfangsmestu í Bandaríkjunum á sl. 40 árum. Efnahagsað- gerðirnar beinast gegn verðbóigu og alþjóðlegum fjármála- spámönnum og markmið þeirra er að vernda bandaríska neytandann gegn flóði af ódýrum erlendum neyzluvörum. „Tilgangur minn er að hefja í Bandaríkjunum nýtt velmeg- unarskeið.“ Meginatriði aðgerðanna eru þessi: 0 Verð- og launastöðvun næstu 90 daga. 0 10% tollur á flestar innfluttar vörur. 0 Frá og með deginum í dag hætta Bandaríkin að kaupa dollara af erlendum aðilum með gulli á verðinu 35 dollarar fyrir únsuna, eins og það hefur verið frá því árið 1934. Ætlar forsetinn með þessu að láta dollarann ákveða gengi sitt með því að láta hann fljóta. Þetta mun hafa í för með sér að gengi hans lækkar gagnvart sumum gjaldmiðlum, en hækkar gagnvart öðrum. 0 Þá leggur forsetinn til, að 7% aukaskattur á hifreiðum verði afnuminn þegar í stað, en þingið þarf að sam- þykkja það. Þetta myndi hafa í för með sér að bifreið- ir lækkuðu um 150—200 dollara. 0 Forsetinn skoraði á þingið að flýta um eitt ár gildis- töku nýrra skattalaga, sem hækka persónufrádrátt. 0 Hann skorar á þingið að heimila fyrirtækjum örari af- skriftir, 10% á fyrsta ári og 5% á ári eftir það. q Opinberum starfsmönnum verður fækkað um 5% og lækkuð alríkisútgjöld um 4,7 milljarða dollara. 0 Forsetinn frestar launahækkunum til opinberra starfs- manna um 6 mánuði miðað við 1. januar 1972. 0 Aðstoð til þróunarlanda verður lækkuð um 10%. Ræða Nixons kom mjög á ó- vart, en það var ekki fyrr en seint í gærkvöldi að tilkynntvar að hann myndi flytjá áríðandi ræðu til þjóðarinnar. 1 upphafi ræðu sinnar sagði forsetinn að tíminn væri kominn til að end- urskipuleggja og hleypa nýju lifi í efnahagskerfi þjóðarinnar. Hann sagði að aðgerðirnar mið- uðu að því að draga úr atvinnu- leysi, hamla gegn verðbölgu og vernda dollaremn á aliþjóðlegum fjármálamörkuðum. Forsetinn lagði á það ríka áherzlu að að- gerðir þessar væru bráðabirgða- aðgerðir, þvi að hann ætlaði ekki að setja bandariskt efnahagsláf í spennitreyjiu. Hann lýsti þvi yfir að hann hefði skipað fram- færslukostnaðarráð, sem ætti að vinna með samtökum atvinnu- rekenda oig verkalýðs að því að semja áætlanir, er tryggja stöð- ugleika launa og verðs að verð- stöðvunartimabilinu 1-oknu. Hann sagði að á undanförnum 4 árum hefðu laun hækkað, en menn hefði ekkert verið betur settir, þvi að verðbólgin hefði étið þær hækkanir jafnóðum. Sérstaklega kreppti skórinn að þeim 20 millj- ónum manna, sem lifðu af eftir- launum sínum. Forsetinn lagði áherzlu á að hann myndi ekki setja á stofn ráð til að fram- fylgja verðstöðvuninni, heldur Rússar skora á Islendinga að falla frá útfærslunni Genf arráöstef nan: Viðurkenna ekki rétt neins til víðari landhelgi en 12 mílur FULLTRÚI SOVETRÍKJANNA í 2. nefndinni á ftindi liafs- botnsnefndar Sameinuðu þjóð- anna í Genf sagði í ræðti á föstudaginn, að Sovétrík- in skoruðu á íslenzktt ríkisstjórn ina að hverfa frá slikum aðgerð- um sem þeim, er hún lýsti yfir, að hún ætlaði að færa iandhelg- ina einhliða út í 50 mílur fyrir 1. september 1972. Sagði sovézki fulltrúinn, að Sovétríkin viðurkenndii ekki rétt neins ríkis til að helga sér sér- staklega viðari fisveiðilögsögu en 12 mílur og að Sovétstjórnin harmaði einliliða ákvarðanir í þessum efnum, meðan verið væri að undirbúa alþjóðlega hafréttar- ráðstefnu. Mbl. hafði i gærkvöidi sam- band við Hans G. Andersen, sem þá var að koma til London frá ráðstefnunni í Genf. Sagði Hans, að þessi ummæli hefðu verið við- höfð i langri ræðu fullitrúa Sov- étrikjanna í 2. nefndinni, þar sem talað er um landhelgismál og fis'kveiðiréttindi. Þar ræddi hann rniikið um að taka þyrfti fiststofnana sem heild og þess vegna væri lítið gagn i að ákveða einhver fiskveiðitakmörtk. Slikt yrði bezt gert fyrir atbeina svæðastofnana, eins og oft hefur verið talað um. Var þetta löng ræða um þessar stofnanir og hvemig þær ættu að vinna. — Kvað hann alla sammála um að vernda þyrfti fiskstofna, en það má'l þyrfti bara að taka í heild. Ekki bara að setja einhver ákveð in mörk. — Síðan vék hann með nokkr- um orðum að því, að meðan ver- ið væri að finna lausn á þessu, þá væri það ekki í þágu alþjóða- samvinnu að gera einhliða ráð- stafanir, sagði Hans. Hann vék svo að því að íslenzka ríkisstjóm in hefði lýst þvi y-fir að hún ætl- Fraroh. á bls. 22 myndi hann treysta á samvinnu al'lra, sem í hlut ættu, þ.e.a.s. bandarísku þjóðarinnar. FISKUR UNDANSKILINN TOLLINUM? Varðandi 10% innfl'Utningstoll inn sagði Nixon að honum væri ekki beint gegn neinu ákveðnu Framhald á bls. 23. I annarri grein Freysteins Jóh annssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, seni birtist á bls. 12 og 13 í blaðinu í dag, lýsir hann í niáli og niyndum heinisókn 6inni í flóttamannabúðir við Kalk- útta. I>ar býr stór hluti flóttafólksins í holræsarörum, ei ns og sjá má á þessari mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.