Morgunblaðið - 17.08.1971, Side 5

Morgunblaðið - 17.08.1971, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1971 'J A-þjóðverjar sigruðu á EM Settu 2 heimsmet á lokadegi keppninnar Aiislur-Þjóðvci'jívr hirtu ílest verðlaun á Evrópumeistaramót- inu í Helsinki, sem lauk á sunjm- dagskvöldið. Tvö ný hcim‘#nct, sem austur-þýzkar stúlkur settu þá, voru hápimktur á glæsiiegri frammistöðu Þjóðverja í þessari keppni, sem segja má að hafi komið nokkuð á óvart. Evrópu- meistaramót þetta þótti takast með afbrigðum vel, og um mjög harða og tvísýna keppni var að ræða í nær öllum greinum. í hinni óopinberu stigakeppni mótsins sigruðu Austur-Þjóð- verjar, hlutu 204,5 stig, en Rúss- ar urðu í öðru sæti með 146 stig og Vestur-Þjóðverjar í þriðja sæti með 123 stig. Röð annarra þátttökuþjóða, er stig hlutu, var þessi: Bretland 75,5 stig, I'inn- land 32,5 stig, Tékkóslóvakía 28 stig, Ítalía 26 stig, Frakkland 24 stig, Ungverjaland 23 stig, Riim- enía 18,5 stig, Svíþjóð 15 stig, Júgóslavía 13 stig, Austurríki 12 stig, Belgía 10 stig, Sviss 9 stig, Spánn 4 stig, Grikkland 4 stig og Búlgaría 2 stig. Gíbraltar, Hol- land, ísland, Lichtenstein, Luxem borg, Portúgal, Danmörk og Tyrkland hlutu ekki stig í keppn- inni. Því miður eru fréttaskeyti NTB og AP frá keppninni á sunnudag- inn mjög trufluð, og því ekki hægt að rekja úrslit í einstökum greinum nákvæmlega. Verður það gert strax og nánari fréttir berast. í 1500 metra hlaupi kvenna setti Karin Burneleit, Austur- Þýzkalandi nýtt heimsmet er hún hljóp á 4:09,6 mín. Gamla heims- metið átti Jaroslava Jehlickova, Tékkóslóvakíu, og var það 4:10,7 mín., sett fyrir tveimur árum. Austur-þýzka boðhlaupssveitin setti svo heimsmet í 4x400 metra boðhlaupi kvenna er hún hljóp á 3:29,3 mín. Gamla heimsmetið átti brezk sveit og var það 3:30,8 mínútur. í maraþonhlaupinu sigraði 22ja ára Belgíumaður, Karl Lismont, á 2:13,09,0 kist., og er það bezti timi, sem náðst hefur í þessari grein á Evrópumeistaramóti. Beigi þessi, sem er blaðamaður að atvinnu, hélt sig í hópi þeirra fremstu 33 kílómetra, en þá tók hann mikinn sprett og sigraði með töluverðum yfirburðum. 5000 METRA HLAUP Fæstiir höfðu búizt við því fyrirfram að Finnanum Váatáin- en mymdi takast að sigra einnig í 5000 metra hlaupinu, en eins og fram hefur komið, sigraði hanm glæsilega í 10 km hlaupinu fyrsta (piótsdaginn. Bn einhverjar vonir hafa þó landar hans gert sér, því að þegar hlaupið var að hefjast yfirfylltist Ólympíuleikvangur- inn af áhorfendum og mun færri bomust að en vildu. Og allt frá því að hlaupið hófst hrópuðu áhorfendur nafn Váátáinens í takt. Hann hélt sig jafnam fram- arlega í hópnum, en lét aðra um að ráða hraðanum, sem var nokk uð góður. Millitímiinn á 3 km var þannig t. d. 8:15,0 mín. Þegar 1000 metrar voru eftir aí hlaup- inu fór svo Finninn að láta til sím taka og hljóp þá á 2:28,0 mín., en það er tími sem svarar til 3:42,0 mín. í 1500 metra hlaupi! Hanm varð hinin öruggi sigurvegari og á áhorfendapöllumum féUust ofsaglaðir áhorfandur í faðma og margir táruðust. Váátáinen er 30 ára að aldri, og hafði ekki verið búizt við að hann myndi blanda sór í baráttuna um verðlauna- sætin á EM. Það var t. d. efcki fyrr en í ár, sem hann fór að hlaupa lengri vegalengdir en 1500 metra að nokkru marki. — Ég var óskaplegá tauga- óstyrkur fyrir þetta hlaup, sagði Váátáinen, eftir hlaupið, — og hvað eftir annað varð ég var við það meðan á hlaupinu stóð, að taugar mínar voru efcki í sem beztu lagi. En þetta heppnaðist og Faina Melnik, Rússlandi, sígiirvegari í kringlukasti kvenna, kastaði 64,22 metra, sem er nýtt heimsmet. Váátáinen kórónaði glæsilega frammistöðu sína í Evrópumeistaraniótinu með sigri í 5 kíiómetra lilaupinu. Þessi mynd er hins vegar lir 10 kílómetra hlaupinu, er komið var að lokasprettinum, og Finninn er að taka forystuna. nú eru það Ólympíuleikarnir í Munchen, sem eru næsta tak- mark. Sl. vetur fór ég til æfinga í Bandaríkjunuim, og hugsa mér að fara þangað aftur á næstunni. Rússneski spretthlauparinn, Bor- zov, sigraði bæði í 100 og 200 m lilaupi á Evrópumeistara/nótinu, og var þar raunar í sérflokki. Hann og finnski Ianghlauparinn Váátáinen, voru þeir einu, sem hlutu tvenn gullverðlaun á þessu móti, og báðir stefna þeir að góð- um árangri í OlympíulcikXium að ári. Úrslit Mín. J. Váátáinen, Finnlandi 13:32,6 J. Wasoux, Frakklandi, 13:33,6 H. Norpoth, V-Þýzkalandi, 13:33,8 D. Korica, Júgóslavíu, 13:35,0 J. Alvarez-Salgado, Spáni, 13:35,8 E. Puttemanms, Belgíu, 13:36,6 SLEGGJUKAST Svo sem búizt hafði verið við var keppnin í sleggjuhasti geysi- lega hörð. Á æfingum fyrir mót- ið hafði Beyer t. d. þeytt sleggj- unni vel yfiir 80 metra. Þegar á hólminn kom, einkenndist keppn in mest af taugastríði þeirra beztu, og árangurinn varð sam- kvæmt því. Snemmia í keppninni náði Austur-Þjóðverjinn Rein- hard Theimer 71,80 metra kasti, og hafði forystuma fram í síð- ustu umferð að Beyer kastaði 72,36 metra, sem nægði til gull- verðlauna. Heimsmet hans er hins vegar 74,90 metrar. Úrslit M U. Beyer, V-Þýzikalandi, 72,36 R. Theiimer, A-Þýzkalandi, 71,80 A. Bondarchuk, Rússlandi, 71,40 R. Klim, Rússlandi, 70,64 W. Schmidt, V-Þýzkalandi, 70,54 S. Ekschimdt, Ungverjal., 69,74 50 KÍLÓMETRA GANGA Úrslit Kist. V. Soldatenko, Rússl., 4:02,22,0 C. Höhne, A-Þýzlkalandi, 4:04,45,2 P. Selzer, A-Þýzkalandi, 4:06,11,0 O. Barch, Rússlandi, 4:08,14,0 W. Skotnicki, A-Þýzkal., 4:10,22,0 B. Nermerich, V-Þýzíkal., 4:11,44,0 LANGSTÖKK KVENNA Ingrid Becker, Vestur-Þýzka- landi, sigraði örugglega í þessari grein og setti nýtt meistaramó-ts- met, er hún stökk 6,76 metra. Heimsmethafinn í greininni, Heide Rosendahl, sem stokkið hefur 6,84 metra, varð hins vegar að sætta sig við þriðja sætið. Úrslit M I. Mickler-Bedker, V-Þýzkal., 6,76 M. Antenen, Sviss, 6,73 H. Rosendahl, V-Þýzkalandi, 6,66 S. Sherwood, Bretlandi, 6,62 I. Szewinska, Póllandi, 6,62 V. Viscopoleanu, Rúmeníu, 6,39 HÁSTÖKK Baráttan var geysihörð í há- stöhkinu og fóru alls fjórir kepp- endur yfir 2,17 metra. Þá var hækað í 2,20 metra og þá hæð fóru þrír keppendanna, en felldu svo allir næstu hæð, 2,23 metra, þannig að atrennufjöldi varð að ráða úrslitum. Úrslit M K. Shapka, Rússlandi, 2,20 C. Dosa, Rúmeníu, 2,20 R. Akhmetov, Rússlandi, 2,20 I. Major, Ungverjalandi, 2,17 S. Junge, A-Þýzkalandi, 2,14 A. Pesonen, Finnlandi, 2,14 W. Golebiowski, Póllandi, 2,14 KRINGLUKAST í kringlukasti gátu Norður- landabúar gert sér góðar vonir um gullverðlaun, eftir að loks var ákveðið að sænski jötuninn Ridky Bruch yrði meðal kepp- enda, en segja mátti að hann færi beinl.af sjúlkrahúsi til keppn innar, og á leiðinni út á flugvöll í Svíþjóð féll hann reyndar í yfirhð skamma stund. Til þess að komiast í aðalkeppnina þurfti að fcasita 58 metra. í fyrsta kasti náði Bruch aðeins um 50 metra kasti, og mátti þá heyra mikinn hæðnishlátur frá áhorfendapöll- unum, en sem kunnugt er, hefur um fáa íþróttamenn verið rætt anroað eins og ritað og um Ricfcy Bruch. En í næsta kasti hljóðn- aði svo hláturinn, þar sem hann fcastaði 60,50 metra, og átti þar með annan bezta árangurinn í undankeppninni. Bezta kasti náði þá Ludvik Danek frá Tékkó slóvakíu, sem um tíma átti heimu mefið í greininni, en hann hefur verið því marki hre-nndur að sigra aldrei á stórmiótum. í aðalkeppninni rættist þó draumur þessa ágæta íþrótba- manns. Hann sigraði örugglega með því að kasta 63,90 metira. En hvað um Ricky Bruch? Harun varð að láta s4r lynda það að bornast eklki í sex manna úrslit og kastaði aðeins 59,20 metra, og varð þar með níundi. Úrslit M L. Danefc, Tékkóslóvakíu, 63,90 L. Milde, A-Þýzkalandi, 61,62 G. Fejer, Ungverjalandi, 61,54 D. Wippermann, V-Þýzkal., 61,35 H. Losoh, A-Þýzkalandi, 60,86 P. Kahirna, Finnlandi, 60,64 3000 METRA HINDRUNAR- HLAUP í hindrunarhlaupinu komu úr- shtin nókfcuð á óvart, en þar sigraði Villain frá Frakklandi ör- ugglega. Mikil barátta var hina vegar um silfurverðlaunin milli Rússans og Tékkans, og mátti ekki á milli sjá fyrr en á síðustu metrunum. Framha.ld á bls. 4 Janis Lusis, sem sigraði i ispjótkastinu, er þarna að athuga að- stæður á Óiympíuleikvanginum, ásamt einum helzta keppi- naut sínum og landa, Janis Donins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.