Morgunblaðið - 17.08.1971, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1971
„Dramatísk" barátta í golfi
Björgvin Hólm glataði f jögurra högga
forystu — Björgvin Dorsteinsson, 19 ára
Akureyringur sigraði í aukakeppni um titilinn
LOKAÁTÖKIN á landsmótinu í golfi urðu, flestum nokkuð
á óvart, einhver þau sögulegustu og eftirminnilegustu, sem
um getur í golfi og þótt til fleiri íþróttagreina væri leitað.
Þegar ólokið var fjórum brautum hafði Björgvin Hólm,
GK, 4ra högga forystu, en fyrir slysni, sem á sér fáar hlið-
stæður, missti hann þetta forskot niður, þar af 3 högg á 4.
síðustu brautinni.
Samfara þessari slysni Björg-
vins Hólm lék hinn ungi og sér-
staklega efnilegi Akureyringur,
Björgvin Þorsteinsson mjög vel.
Eftir 72. holu keppni voru þeir
nafnarnir jafnir með 326 högg.
Kom nú til aukakeppni milli
þeirra og samkvæmt reglum var
hún ákveðin 3 brautir. Voru
leiknar 1., 4. og 5. braut vallar-
Halldór Rafnsson
— sigraði í 1. flokki.
ins, en þær mynda eins konar
lítinn hring á vellinum og er
hola 5. brautar rétt við skálann.
Þeir urðu jafnir að högga-
fjölda á fyrstu tveimur braut-
unum og hófu þá þriðju.
Björgvin Hólm náði feikna-
löngu upphafshöggi og um
20—30 m lengra en nafni
hans. Báðir skutu þeir upp á
holuflöt í öðru höggi, en kúl-
urnar skoppuðu yfir hana. 1
þriðja höggi nálguðust báðir
holuna og var Björgvin Þor-
steinsson þó ívið nær, svo það
kom í hlut Björgvins Hólm að
slá á tindan. Hefði mátt heyra
saumnál detta þarna á vellin-
um. Björgvin slær og kúla
hans nemur staðar á holu-
barmintim, vantaði 1—2 cm
til að falla ofan í.
Nti stóð Björgvin Þorsteins-
son frammi fyrir því að geta
unnið titilinn — með því að
hitta i holuna i einu höggi.
Spennan náði hámarki. En of-
an í sló þessi tmgi maður og
fslandsmeistaratitillinn var
hans. Hann var unglingameist
ari íslands í fyrra og bætti
nú mjög um betur. Var sigri
hans innilega fagnað, en loka-
keppnin var eins og fyrr seg-
ir einhver sú dramatískasta
sem orðið hefur. Björgvin
Hólm hafði forystu þrjá
fyrstu daga mótsins og að
þeim loknum var forysta
hans orðin 5 högg — en það
dugði sem sagt ekki.
Og nú spyrja menn, hvað olli?
Allt var með felldu þar til kom
að 6. braut síðasta hrings. Sú
braut er löng, hallar í fyrstu
mjög niður á við frá skálanum
og er mjög mjó þar sem upp-
hafshöggin venjulega lenda, en
torfærur eru til beggja hliða og
það mjög slæmar á vinstri hönd.
Þar er ógróinn hóll. Björgvin
Hólm sló upp í þennan hól, en
nafni hans átti gott högg niður
á miðja braut.
Kúla Björgvins Hólm lá illa
i hólnum. Þar má hann ekkert
færa nema gegn vítishöggi.
Björgvin er snillingur i að
„bjarga sér“ úr slikum torfær-
um. Hann valdi þann kostinn
að reyna það, en eftir á kom í
ljós, að þarna varð upphaf mis-
taka hans. Gætinn leikmaður
með 4ra högga forskot hefði átt
að taka á sig vítið og fá að
„droppa" kúlunni á sláanlegan
stað á hólnum. En Björgvin ætl-
aði sér að sleppa við vítið. Högg
hans mistókst og kúlan fór beint
í loft upp og lenti mjög stutt frá
þeim stað þar sem hún upphaf-
lega var. Og nú var hún ósláandi
og Björgvin varð að taka á sig
vítishögg — og færa hana til.
Þarna hafði hann tapað tveimur
höggum á augabragði. Þriðja
högginu á þessari sömu braut
tapaði hann þegar komið var á
holuflötina. Þrjú af fjórum högg-
um voru því glötuð og nú gat
allt gerzt. Og á siðustu flöt síð-
asta hrings tókst Björgvin Þor-
steinssyni að vinna þetta eina
högg af nafna sinum Hólm og
jafna leikinn, svo aukakeppni
var óumflýjanleg eins og áður
segir.
Björgvin Þorsteinsson sýndi
mjög góð tilþrif í þessum loka-
hring. Hann lék hann á 38 högg-
um (tveimur yfir pari). En hann
var þó ekki í sérflokki yfir dag-
inn, þvi Einar Guðnason, GR,
náði sama höggafjölda í báðum
hringjunum samanlagt. Lék Ein-
ar á 40 og 40 höggum, en það
nægði aðeins til þriðja sætis,
tveimur höggum á eftir þeim
nöfnunum. Þessir þrir voru í
nokkrum sérflokki um það er
lauk, því öðrum vegnaði illa
þennan dag, eins og sjá má af
töflunni. Lokastaðan varð:
1. Björgvin Þorsteinss., GA,
42 38 326
2. Björgvin Hólm, GK,
43 42 326
Björgvin Hólm (t.v.) og Björgvin Þorsteinsson eftir hina „drama
tísku“ keþpni , mótslok.
4. Þorvarður Árnason, GR,
47 48 375
5. Sverrir Einarsson, GV,
47 50 376
6. Haukur Margeirsson, NK,
49 47 380
Alls lauk 21 maður keppninni
og þeir síðustu voru með hart-
nær 440 högg.
2. FI.OKKUR
Þarna skar Árni R. Árnason
sig nokkur úr snemma í keppn-
inni. En á þriðja degi lék Jón
Verðlaunaafhending í kvennaflokki. F.v.: Sigurbjörg Guðnadótt-
ir (3), Ólöf Geirsdóttir (2) og Guðfinna Sigurþórsdóttir (1). Páll
Ásgeir afhendir.
Drengjaflokkur f.v.
Sigiirður Sigurðsson (1), Ragnar
(2) og Geir Svansson (4).
Ólafsson
3. Einar Guðnason, GR,
40 40 328
4.—5. Óttar Yngvason, GR,
44 41 336
4.—5. Þorbjörn Kjærbo, GS,
42 46 336
6. Gunnar Þórðarson, GA,
43 43 337
7. Þórarinn B. Jónsson, GA,
45 41 341
8. Viðar Þorsteinsson, GA,
41 44 343
9. Hans Ó. Isebam, GR,
49 42 345
10. Ól. Bj. Ragnarsson, GR,
46 43 349
Næstir komu Sævar Gunnars-
son, GA, Loftur Ólafsson, NK,
Gunnlaugur Ragnarsson, GR,
Haukur V. Guðmundsson, GR,
Hannes Þorsteinsson, GL, Ás-
mundur Sveinsson, GS, Brynjar
Vilmundarson og Ársæll Sveins-
son.
1 meistaraflokki lék 41 kepp-
andi. 39 luku keppni og þeir síð-
ustu léku á 400 og 402 höggum,
svo að vel teygðist úr hópnum.
1. FLOKKUR
Þar varð ekki um mikla
keppni að ræða um efsta sætið.
Halldór Rafnsson náði forystu á
öðrum degi og jók hana mjög
þriðja daginn og tryggði sér þá
sigurinn. Um síðir vann hann
með 14 högga mun, enda lék
hann eins og góður meistara-
flokksmaður er á leið. Sviptingar
urðu um næstu sæti og sífelldar
breytingar frá degi til dags, en
lokastaðan varð:
1. Halldór Rafnsson, GA,
46 45 355
2. Hermann Magnússon, GV,
43 44 369
3. Sigurður Ringsted, GA,
42 46 371
Hannes Hall
sigraði í 3. flokki.
Jóhann ÓIi Guðmundsson
— sigraði í unglingaflokki.
Guðmundsson mjög vel og náði
íorystu. En „stuðið" sveik Jón
og Árni náði aftur sinni öruggu
forystu. Lokastaðan varð:
1. Árni R. Árnason, GS,
47 43 351
2.—3. Gunnar Pétursson, GR,
43 46 358
2. —3. Bergur Guðnason, GR,
46 45 358
4. Hreinn M. Jóhannss., NK,
47 43 361
5.—7. Kjartan L. Pálsson, NK,
47 45 365
5.—7. Magnús R. Jónsson, GK,
48 46 365
5.—7. Jón Guðmundsson, GA,
56 50 365
3. FLOKKUR
Þama hélt Hannes Hall frá