Alþýðublaðið - 22.07.1930, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
dvalið víða um Norðurlönd og í
París til þess að fullnuma sig.
Þótt Kristinn sé ungur og hafi
jafnan átt við erfiðan hag að
búa, þá liggur þegar eftir hann
allmikið af andlitsmyndum og
þykja þær prýðilega gerðar. Á
meðal þeirra má nefna mynd af
Einari Benediktssyni og Ólafíu
heitinni Jóhannsdóttur.
En á síðari árum hefir Kristinn
einnig tekið að leggja stund á
teikning og málmristu. Eru nokkr-
ar myndir hans til sýnis hér í
Listverzluninni og í glugga Ár-
sæls Árnasonar. Of snemt er að
spá, hvers Kristni verði auðið í
þeirri list, en hann er búinn að
sýna svo ótvíræða hæfileiká og
Öugnað á öðrum sviðum listar-
irinar, að einnig í þessari grein
er góðs af honum að vænta. Og
geta vil ég þess, að málmristu-
listin er sú lista, sem allri al-
þýðu er auðveldast að afla sér.
Myndirnar eru tiltölulega ódýrar,
en geta þó verið undra-fagrar.
Kristinn er listamaður, sem á
það allra hluta vegna vel skilið,
að alþýða manna gefi honum
gaum, þótt listamannsferill hans
sé' ekki orðinn langur. Verk hans
eru til sýnis á sýningu öháðra
listamanna í Landakotskirkju
hinni fornu.
SigurSur Eiitarsson.
Alþmgishátiðin og
vörubilarnii.
Blöðin hafa öll skrifað um hina
nýafstöðnu alþingishátíð, og ekk-
ert biaðanna hefir þózt nógsam-
lega getað lofað alt hátíðinni við-
víkjandi. En „sínum augurn lítur
hver á silfrið,“ og svo mun vera
nú. Alt það, sem vissi að gestum
hátíðarinnar, mun hafa verið óað-
finnanlegt að mestu, nerna hvað
Austurríki getur glaðst yfir ó-
förum „Dönsku mömmu“. Aftur
virðist ýmislegt hafa verið ábót-a-
vant um það, sem snéri beint að
landanum, einkum þó þeim, sem
teljast eiga vörubifreið, sem á-
litin var að vera í sæmilegu á-
standi. Gagnyart þeim átti sér
stað frámunalegt sleifarlag alt
frá byrjun ökutímans og til loka,
ef ekki annað verra. f vor
snemma kom út auglýsing frá há-
tíðarnefndinni um að ailir vöru-
bílaeigendur skyldu tilkynna bif-
reiðar sínar svo hægt væri að sjá,
hve mikilla umbóta hver um sig
þyrfti, svo hún gæti talist fær í
svonefndan Þingvallaakstur með
fólk, ella skyldi hver bíleigandi
greiða nefndinni í sekt kr. 2000,00
■— tvö þúsund krónur — í pen-
ingumlí þ. e.'með ö. o. sem svar-
ar andvirði bifreiðar, sem ekki er
alveg ný! Ekki var nú til mikils
mælst.
Síðan rak hver auglýsingin
aðra frá nefndinni til bíleigenda
um að hafa nú alt i fyllra á-
standi en hægt er að heimta
gagnvart vöruflutningum. Jafn-
framt voru bifreiðaskoðunarmenn
ríkisins „settir í gang“. Skyldu
þeir athuga ástand hverrar vöru-
bifreiðar, ákváðu þeir hvað end-
urbæta skyldi o. s. frv. Þetta
var nú alt ágætt og ekki að lasta,
þó heimtað væri að bílarnir væru
í góðu lagi. Þann 21. júní, ætla
ég, kom svo augl. um að allir
þeir, sem áttu að taka þátt í
fólksakstrinum, skyldu mæta hjá
Völundi þann 23. júní kl. 8 stund-
víslega (að kvöldi). Þar mæta svo
allmargir (margir voru svo
bundnir í vinnu, að þeir gátu
ekki mætt). Nú héldum við, sem
mættum, að nú skyldi skrásetja
bílana í aksturinn, en kl. rúml.
9 kom æðsta ráð ökuskrifstof-
unnar, Björn Ólafsson, og sagði
hann, að allir mættu fara heim,
en mæta kl. 1 þann 24., því þá
skyldi aka með fólk, en 5 bif-
reiðarstjóra bað hann að mæta
kl. 7 þ. 24., því seld væru um 60
sæti í þá ferð. „Ágætt!“ sögðu
bílstjórarnir, þó þeir yrðu að
hætta í velborgaðri vinnu (þá
var öll vinna yfirborguð vegria
bílaeklu) hálfu dægri fyrr en
þurft hefði.
Kl. 7 þann. 24. mættu svo þeir
5 tilteknu bílar og hugðu gott til,
en svo brá við að að eins 8 —
átta — manns mættu með far-
seðla, hvar voru hin, um 50,
Björn? Kl. 1 sama dag mættu
svo um 100 vörubílar. Þegar bú-
ið var svo að koma öllu því •
fólki, sem farmiða hafði, í bílá
og á stað, þá stóðu eftir 40—50
bilar, sem ekkert fengu i sig þrátt
fyrir það, þó sagt.væri á öku-
skrifstofunni, að fullselt væri í
bílana. Nú fór mönnum ekki að
lítast á áreiðánlegleik þessarar
stofnunar, en spurðu þó hvað
mikið væri selt í kl.-7-ferðir sama
dag. Uppselt! var svarið. Kl. 7
stóðu enn eftir margir bílar, sem
ekki fengu í sig. Þetta þótti ekki
alt með feldu, enda var þá farið
að hvísla í bænum, að Steindór
Einarsson hefði fengið 12—13
hundruð farmiða, sem hann seldi
á sinni stöð, því gengi ekki meira
út af farseðlum með vörubílum.
Björn veit hvort þetta er satt.
Enn mættu allir þann 25. kl. 7
f. m. Þá fengu í sig hvað marg-
ir? Jú, 18 — átján — bílar, eftir
stóðu um 100 vörubifreiðar, sem
ekkert fengu að aka. Samt skyldu
allir mæta kl. 1, því þá væri selt
í alla bíla, en leikslokin urðu
þau, að enn vantaði í ‘ fjölda
anarga bíla. Þann 26. kl. 1 vantaði
967 sæti til þéss, að allir fengju
í sig. Þó þetta muni ekki miklu,
þá sýnist þó vanta örlítið á að
Björn sé hafandi fyrir fyrirtæki,
þar sem ekki má skakka á 967
af upphæð, sem nemur um 1500
(en nálægt því fór í alla bílana).
Lengur mætti rekja þessa rauna-
sögu, en hér skal staðar numið
að sinni, en vert er að geta þess,
að hvar sem vörubifreið stöðvaði
í bænum flyktist að fólk, sem
vildi komast til Þingvalla, en
kvadst ékki hafa fetigid farmida
keypta á ökuskrifstofutini. Björn!
Þér megið kann ske ekki segja
frá, hvernig stóð á þessu og
fleiru, sem fram fór á ökuskrif-
stofunni, en ef þér gerðuð það,
þá væruð þér sýnu meiri maður,
en sannleikann og ekkert annað.
Nóg að sinni.
Vörubílstjóri.
„Meðferð fréttaskeyta-1.
Rvik, 21. júlí 1930.
Herra ritstjóri!
Ot af smágrein í blaði yðar í
dag, „Meðferð fréttaskeyta“, vil
ég geta þess, að blaðið Hænir á
Seyðisfirði hefir ekki fengið nein
fréttaskeyti frá FB um alllangt
skeið. Hins vegar hefir Skeyta-
félagið á Seyðisfirði haft frétta-
samband við FB„ en Skeytafé-
lagið hætti, a. m. k. um stundar-
sakir, í pinglok. Skeyti FB. til
Skeytafélagsins voru birt í Hæni.
Þar sem FB. hefir engin skeyti
sent til Seyðisfjarðar síðan um
það bil og þingi lafuk, liggur 1
augum uppi, að umrætt skeyti
frá 14. júní er ekki frá FB., eða
önnur skeyti, sem Hænir hefir
birt síðan Skeytafélagið hætti að
fá skeyti. ,
Það hefir komið fyrir oftar ep
einu sinni, að FB. hafa verið
eignaðar fréttir, sem ekki voru
frá henni. Þegar slíkt hefir kom-
ið fyrir hefi ég skýrft frá því
opinberlega í þeim tilgangi, að
slíkt kæmi ekki fyrir aftur. At-
huga ég utanbæjarblöðin jafnóð-
um og þau berast mér í hendur,
til þess að ganga úr skugga um
hvort skeyti FB. séu birt óbrjál-
uð. Hins vegar hefir FB. ekki
fengið blaðið Hæni í vor, þótt'
hann hafi áður verið sendur stof-
unni, og hefi ég því ekki enn
haft tækifæri til þess að athuga
fréttaskeyti það, sem gert er að
umtalsefni í blaðinu í dag og
greinarhöf. telur, að ahnenningur
kunni að eigna Fréttastofunni. .
FB. mun að sjálfsögðu fram-
vegis eins og hingað til skýra
opinberlega frá því, ef henni eru
eignuö skeyti annara og mót--
mæla því við hlutaðeigandi blað,
svo og, ef fyrir kæmi, að skeyt-
um hennar væri braytt. .
Spurningunni um það, hvort
FB. sé orðin ■ „fréttastofa fyrir í-
haldsblöð“ tel ég því óþarft að
-svara. FB. hefir lagt alla stund á
að gæta hlutleysis, og veit ég
ekki betur en að það hafi tekist.
Mótmæli ég því algerlega, að FB.
hafi nokkurn tíma gert tilraun
til þess að síma nokkrum stjóm-
málaflokki í vil öðrum fremur.
Virðingarfyllst.
Pr. Fréttastofa Blaðamannafélags
Islands.
Axel Thorsteinson.
Um dagisiie og
Nœturlœknir
er í nótt Ólafur Helgason, Ing-
ólfsstræti 6, sími 2128.
Of hraður akstur.
I gærkveldi var vöruflutninga-
bifreið ekið svo hratt, að þegar
hún beygði á gatnamótum, af
Hverfisgötu yfir á Barónsstíg, þá
hvolfdi henni. Meiðsli urðu þó
engin né heldur skemdir á bif-
reiðinni, en hæglega hefði slíkur
akstur getað orðið að slysi, og
þá einkum á götum Reykjavíkur.
Tveir menn vom í bifreiðinni.
Annar var eigandi hennar. Þar
eð hann var ölvaður vom þeir
báðir settir í gæzluvarðhald og
er málið í rannsókn.
Veðrið.
Kl. 8 í morguri var 10 stiga
hiti í Reykjavík, mestur 12 stig,
á Akureyri og Hornafirði, en að
eins 7 stig í Vestmannaeyjum.
Otlit við Faxaflóa og Breiðafjörð:
Norðvestan- og norðan-kaldi.
Sennilega úrkomulaust og yfir-
leitt léttskýjað.
Flugið.
„Súlan“ flaug í morgun í norð-
ur- og austur-ferð. Viðkomustað-
ir: Stykkishólmur, Sauðárkrókur,
Siglufjörður, Akureyri, Húsavík,
Þórshöfn, Seyðisfjörður og Norð-
fjörður. Hún kemur aftur hingað
á morgun.
Fimleikasýning.
1 kvöld kl. 9 sýnir kvenflokkur
Iþróttafélags Reykjavíkur fim-
leika á Iþróttavellinum. Lúðra-
sveitin spilar á Austurvelli kl. 8
og síðan á íþróttavellinum með-
an á sýningunni stendur. Bjöm
Jakobsson stjórnar sýningunni.
Verður óefað mannmargt á 1-
þróttavellinum í kvöld.
María Markan syngur í K.-R.-
húsinu í kvöld kl. 9. Aðgöngu-
miðar við innganginn.
Fiskiueidaskijrslur og hlunn-
inda fyrir 1928 eru komnar út.
Innfluttar vörur í júní fyrir
3 846 813 kr. Þar af til Reykja-
víkur fyrir 2 185 033 kr. (Tilkynn-
ing fjármálaráðuneytisins til FB.)
Spellvirkjar höfðu brotið allar
rúður í sundskálanum í Örfir-
isey og framið fleiri óknytti þar.
Lögreglan hefir handsamað þá
nú nýlega.
'Fjalla-Eyviiidur. Villur voru I
greininni „Fjalla-Eyvinduru í 163.
tbl. 2. málsgr.: hrasaði fyrir
hrakadi. I niðurlagi 12. málsgr.:
færleikara fyrir fœrleikans.
J. G. E.
Ritstjóri og ábyrgðarmaðar t
Haraldur Gnðmondsson.
Alþýðuprentamiöjao.