Morgunblaðið - 02.11.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1971 Glæsilegar íbúðir í Kópavogi Hef til sölu tvær 5 herbergja íbúðir um 140 fermetra að stærð, ásamt sérbílskúr. Teikning eftir Kjartan Sveinsson. Hiti og inn- gangur sér fyrir hvora hæð. Selzt fokheld. SIGURÐUR HELGASON, hrl., Digranesvegi 18, Kópavogi, sími 42390. Fró Sjólfsbjörg Reykjavík Spilum í Lindarbæ miðvikudaginn 3. nóv. klukan 8.30. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. NEFNDIN. LagermaÖur Maður óskast til lagerstarfa strax, helzt vanur lyftara. Upplýsingar í sima 26765. 9 NYJAR UNGLINGABÆKUR Eins og undanfarin ár koma á þessu hausti frá Leiftri nokkrar góðar unglinga- og barnabækur. Eftirtaldar bækur koma í dag í bókabúðir, og fleiri koma um miðjan mánuðinn. 1. Frank og Jói á fslandi. Þýðandi Jón Birgir Pétursson, fréttastjóri. Þetta er 8, bókin um þá bræður, Frank og Jóa, og nú gerist sagan á fslandi. Þeir koma á Hótel Sögu, í Keflavík, á Akureyri, á Vatnajökul, vestur á Snæ- fellsnes, um borð í varðskipið Þór og víðar. Sögurnar af Frank og Jóa eru gefnar út í stórum upplögum í Banda- ríkjunum og víðar og njóta mikilla vinsælda. 2. Bob Moran. Njósnarinn ósýnilegi. Þýðandi Magnús Joch- umsson, fyrrv. póstmeistari. Sögurnar um Bob Moran, hetjuna miklu, eru vinsælastar hér á landi, unglingar um allt land bíða hverrar bókar með eftirvæntingu En þetta er ekkert einsdæmi hér á landi. Sama sagan gerist víða um heim. 3. Kim og ilsigni maðurinn. Þýðandi Knútur Kristinsson læknir. Margar unglingabækur eru lesnar bæði af drengjum og stúlkum. Þó skiptir þar nokkuð í tvö horn. Bækurnar um Kim hafa þá sérstöðu, að þær eru alveg jafnt lesnar af stúlkum og drengjum. Lesmál þeirra er aðlaðandi, sögurnar viðburðaríkar og skemmtilegar. 4. Dóra í hópi umsjónarmanna. Þýðandi Gísli Ásmundsson, kennari. Dóru-bækurnar gerast í heimavistarskóla ungra stúlkna. Og eins og að líkum lætur gerist margt spaugi- legt í hópi ungra glaðværra stúlkna. En frá því segir bókin. 5. Það er mér að kenna. Þýðandi Gunnar Sigurjónsson, cand. theol. Þessi bók kom fyrst út i Englandi 1950. Síðan hefur hún komið út í mörgum útgáfum á Englandi, og verið þýdd á fjölda tungumála, svo sem kínversku, frönsku, þýzku, grisku, ítölsku, japönsku, portúgölsku, dönsku og norsku. Og nú hefur Gunnar Sigurjónsson þýtt bókina á íslenzku Lesið bókina, hún mælir með sér sjálf. 6. Drengur á flótta. Þýðandi Benedikt Arnkelsson, cand. theol. Söguhetjan á heima í höfuðborginni. En vegna erfiðleika á heimilinu er honum komið fyrir hjá góðu fólki í sveit. Frásögnin er þrungin spennu og eftirvæntingu, sem heldur huganum vakandi og spyrjandi. — Þetta er úrvalsbók handa röskum drengjum á aldrinum 12—15 ára. 7. Spánska eyjan. Þýðandi Þorlákur Jónsson, fyrrv. stjórnar- ráðsfultrúi. Spennandi frásögn um þrjá unglinga: stúlku og tvo pilta. Þau höfðu lesið frásagnir um það, að á átjándu öld hafi freigáta úr spánska flotanum, sem hét „Almirante Carlos y Mendoza" sokkið í ofviðri og að líkindum brotnað við kletta Spánareyju. Allir vissu að í spænsku freigátunum voru oft miklir fjársjóðir í guli, silfri og sleginni mynt. Unglingarnir ákváðu að finna skipsflakið og bjarga fjár- sjóðnum. Þetta var spennandi ævintýri — það gat líka verið mikið í aðra hönd. 8. Smalahundurinn á Læk. Eftir Guðbjörgu Ólafsdóttur Guð- björg lætur Pílu litlu, smalahundinn á Læk, segja börnunum þessa sérstæðu og fallegu sögu. 9. Jói og baunagrasið. Ný saga í hinum stóra bókaflokki ódýrra bamabóka, sem Leiftur hefur gefið út á undanförn- um árum og fást í öllum bókabúðum. LEIFTUR HF. Höfðatúni 12 „Leikmaður íslands- mótsins66 — og markakóngur 1. deildar fá verðlaunagripi AÐ lokinni keppni 1. deildar íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar, veitti Morgunblaðið tveimur leikmönnum viður- kenningu fyrir frammistöðu þeirra í mótinu. Hliitu marka kóngur keppninnar og sá leik- maður, sem fréttamenn blaðs- ins völdu „Leikmann Islands- mótsins,“ verðlaunagripi til eignar. Ákveðið hefur verið að Morgunblaðið veiti einnig hliðstæð verðlaun til hand- knattleiksmanna fyrir framimi stöðu í íslandsmótmu. Annars vegar til markakóngsinis í deildinni og hims vegar til þess leikmanms, sem frétta- memn blaðsinis álíta að hafi staðið sig bezt í leikjum mótsins. Við val knattspyrmumanns- ins var sá háttur hafður á, að eftir hvern leik voru þrír leikmenn tilnefndir sem beztu menn liðs síns, og þeim síðam gefin stig í samræmi við það. Ákveðið hefur verið að breyta tilhöguninni nokkuð við val „Handknatitllieikmainns íslandsmótsins.“ Eftir sem Aarhus KFUM kemur — og leikur hér þrjá leiki DANSKA handknattleiksliðið Arhus KFUM er væntanlegt liingað til lands í næstu viku. Kemur liðið hingað í boði Vals og mun leika hér þrjá leiki, á föstudag, sunnudag og mánti- dag. Fyrsti leikur liðsins verður við gestgjafana, Reykjavíkur- meistara Vals, annar Ieikurinn verður við fslandsmeistara FH og þriðji leikurínn verður svo við úrvalslið HSÍ. Allir Ieikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Arhus KFUM er eitt af þekkt- ari handknattleiksliðum Dan- merkur, og hafa margir orðið til þess að spá því að það muni verða í baráttunni um Danmerk- iirmeistarat.itilinn í ár. Sjö af leikmönnum liðsins hafa leikið með danska landsliðinu og eiga allt upp í 45 leiki með því. Er það Klatis Kaae, en hann var í danska landsliðinu sem lék hér í fyrravetur. Arhus KFUM bættist svo góð- ur liðsauki s.l. haust þar sem er Bjarni Jónsson, fyrrverandi ieikmaður í Val, en Bjarni dvelur nú ytra við nám og leik- ur með Arhus-Iiðinu. Búast má við að allir Ieikirnir verði hinir skemmtilegustu, og má geta þess þegar Arhus KFUM kom hingað til iands í október 1966, lék liðið hér þrjá leiki og sigraði í ölliim leikjuntim. Ætti Vafaatriði EKKI er unmt að skýra frá út- komunni hjá íslenzkuim getraun- um fyrir síðustu leikviku, að þessu sinnii, þar sem í gær kom upp vafaatriði, sem eftir átti að fá úrskurð í. Fellur hanm vænt- anlega í dag, og verður því skýrt frá því í blaðinu á morgun, hvernig vinningar féllu. það því að vcrða metnaðarmá! að svo færi ekki einnig nú. Nánar verður sagt frá heim- sókninni og liði Arhus KFUM síðar. — Fram-Haukar T’ramliald af bls. 1. aði sér í þá baráttu. Með aftur- komu Sigurðar Einarssonar i liðið hefur varnarleikur þess gjörbreytzt til batnaðar, og þeg- ar Sigurður kemst í enn betri æfingu, verður örugglega erfitt að komast í gegnum vörnina. Fram hefur líka góðum mark- verði á að skipa, þar sem Guð- jón Erlendsson er. Hann hefur mjög snöggar hreyfingar og auk þess góðar staðsetningar í mark- inu. 1 sóknarleik Fram bar mest á Axel Axelssyni, sem er örugg- lega einn af okkar skothörðustu handknattleiksmönnum. Hingað til hefur Axel verið nokkuð óag- aður, en það virðist vera að breytast til batnaðar. Framarar lögðu mikið upp úr því í þessum leik að auðvelda honum að skjóta, og heppnaðist það með ágætum. Hefðu Haukamir þurft að vera fljótari að koma á móti Axel, en nái hann að lyfta sér, þarf ekki að sökum að spyrja ef f leik Hauka og Fram á suninudagimn féllu mörkin þanrvig: áður velja þó fréttameninirnir þá þrjá leikmenn sem þeir álíta að hafi staðið ság bezt í leikjumum, en gefa þeitm síðan einkunn með stjörn-u frá einni og upp í fimm. Það ber að undirstrika þegar í upphafi, að allt slíkt val orkar ævinlega nokkuð tvímælis, og þarna er aðeins um álit þeirra sem síkrifa um handknattleik í blaðið að ræða, og vitanlega getur það oft orðið annað en einstakra áhorfenda. Þess skai einnig getið að fyrirmyn'din að slíku vali er fengin úr eruska dagblaSiinu „The People,“ sem jafnan gefur leikmönn- um emsku knattspymulið- anna einkunn fyrir frammi- sitöðu þeirra í lei'kjum. boltinn hittir á annað borð í markið. f STUTTU MÁLI: Iþróttahús Hafnarfjarðar 31. október. tírslit: Haukar — Fram 15:20 (5:7). Markhæstir: Haukar: Stefán Jónsson 7 mörk. Fram: Axel Axelsson 8 mörk. Lið Hauka: Pétur Jóakimsson, Sturla Haraldsson, Hafsteinn Geirsson, Þórður Sigurðsson, Sigurður Jóakimsson, Ólafur Ólafsson, Stefán Jónsson (fyrir- liði), Guðmundur Haraldsson, Daníel Þórisson, Þórir Úlfarsson, Arnór Guðmundsson, Gunnar Einarsson. Lið Fram: Guðjón Erlendsson, Sigurður Einarsson, Gylfi Jó- hannesson, Björgvin Björgvins- son (fyrirliði), Árni Sverrisson, Stefán Þórðarson, Sigurbergur Sigsteinsson, Andrés Bridde, Ingólfur Óskarsson, Pálmi Pálmason, Axel Axelsson, Jón Sigurðsson. Beztu menn Hauka: Stefán Jónsson Pétur Jóakimsson Sigurður Jóakimssson Beztu menn Fram: Axel Axelsson Guðjón Erlendsson Ingólfur Óskarsson Dómarar: Björn Kristjánsson og Karl Jóhannsson og dæmdu þeir óaðfinnanlega, svo sem þeirra var von og vísa. stjl. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ’ftjtrtttMtttnttttitttiitiitttrtMtrtMtititititnititiiMtittttittitiiiiiiitíiiiíÍiiJ^ Norsku rafmagns þil ofnarnir 600 — 800 — 1000 — 1200 og 1400 vatta með sjálfvirkum rofa. ETnnig 2000 vatta með viftu, ný- komnir. Rafmagn raftœkjaverzl un Vesturgötu 10 - Sími 14005. mín. Haukar Fram 1. Ólafur 1:0 4. 1:1 Björgvin 5. Sigurður 2:1 5. 2:2 Ingólfur 7. 2:3 Avel 13. 2:4 Axel 19. 2:5 Stefán 22. 2:6 Axel 26. Stefán 3:6 27. Stefán 4:6 29. 4:7 Ingólfur 29. Guðmundur 5:7 HÁLFLEIKUR 32. Stefán 6:7 33. 6:8 Axel 34. 6:9 Axel 35. 6:10 Sigurbergur 36. 6:11 Axel 38. 6:12 Björgvin 38. Sigurður 7:12 39. 7:13 Axel 40. Stefán 8:13 44. Ólafur 9:13 47. 9:14 Axel 49. 9:15 Árni 49. Þórður 10:15 52. Guðmundur 11:15 53. 11:16 Pálmi 53. Stefán 12:16 55. Stefán 13:16 56. 13:17 Sigurður 57. 13:18 Sigurbergur 58. 13:19 Björgvin 59. Guðmundur 14:19 59. 14:20 Sigurbergur 60. Stefán 15:20 Mörk Fram: Axel Axelason 8, Björgvin Björgvinsson 3, Sigur- bergur Sigstein'sison 3, Ingólfur Óskarsaon 2, Ámi Sveris»on 1, Pálmi Pálmason 1, Sigurður Einarsson 1 og Stefán Þórðarson I. Mörk Hauka: Stefán Jónsaon. 7, Guðmundur Haraldaaon 3, Sig- urður JóaJkiimsson 2, Ólafur Ólafsson 2, Þórður Sigurðason 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.