Morgunblaðið - 02.11.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.1971, Blaðsíða 4
4 i. MORGUNBLAEöÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBKR 1971 Einar Bollason var að venju drjúgur við að skora, og þarna er hann kominn í gott færi undir körfunni. íslandsmeistararnir heiðraðir með stækkun íþróttavallarhússins PRESS HERRAULPUR S.L. þriðjiidag hélt bæjarstjórn Keflavíkur boð fyrir það íþrótta fólk úr Keflavík sem unnið hafði til verðlauna á keppnistíma bilinu, og þá náttúrlega fyrst og fremst íslandsmeistarana í knatt spyrnu. Aðrir flokkar er unnið höfðu til verðlauna var 1. ílokk- ur knattspymumanna, er vann Bikarkeppni KSÍ fyrir 1. flokk & og 3. flokkur stúlkna, er sigraði í íslandsmótinu i handknattleik. í boði þessu slkýrði Tómas Tómasson, forseti bæjarstjómlar Keflavíkur frá því, að bæjar- stjórnin hefði ákveðið að heiðra íslandsmeistarana í knattspymu með því að láta stækika íþrótta- vallairhúsið um hekning. Verður húsið um 200 feTmetrax eftir stækkunina, og bætast við tvö búningsherbergi, bað, áhalda- geymsla og almenningssalemL Hafsteirm Guðmundsson, for- maður ÍBK, þakkaði bæjar- stjórn fyTÍr þá velvild og s/kiln- img sem hún hefði jafnan sýnt íþróttamálum bæjarinls. Búið hefði verið vel aþ k'nattspymu- mönnunum, en það helzt á skort að aðstaðan hefði verið nægjan- leg í íþróttavallarbúsfaiu, og bætti því fyrirhuguð stækkun úr brýnmi þörf. (65% polyester, 35% ull) Fóðraðir með nælonfóðri. Stærðir: 42—46 kr. 2.395 00 48—56 kr. 2.495,00 Ennfremur nýkomnar loð- fóðraðar krumplakksúlpur kvenna, útsaumaðar drengjaskyrtur o. m. fl. KRingarnir sem urðu Bikarmeistarar KKÍ 1971. Kristinn 17, Kolbeinn 16 og Hjörtur 12. lR: Þorsteinn Guðnason 24, Kristinn 21, Agnar 16 og Sigurð- ur 12. KR ingar nýttu 7 af 14 víta- j skotum í leiknum, en iR-ingar nýttu 15 skot af 16 eða 94%, sem er frábært. Ingvar Sigurbjörnsson og Þór- arinn Eyþórsson dasmdu leikinn vel. — Rk. — Eitt mark Framhald a.f bls. 3. markverði, sem varði oft mjög vel í leiknum. Sem fyrr segir áttu Vík- ingar ágæta leilkkafla og dutt'u svo niður á miMi. Kaim þar einhverju að hafa valdið, að Einar Magnússon var ekki með liðinu, og munar um lakari leik- mann en harm. Guðjón Magnús- son stóð sig með prýði í þessum leik, svo og Magnús Sigurðsson, sem er geysilega skotharður. Þá vakti ágætur varnarleikur Björns Bjamasonar einmig at- hygli. Mörk Ármanns: Hörður Krist insson 5, Vilberg Sigtryggsson 5, Kjartan Magnússon 4, Bjöm Jóhannesson 1. Mörk Víkings: Páll Björgvins son 5, Magnús Sigurðsson 3, Sigfús Guðmundsson 2, Bjöm Bjarnason 1, Guðjón Magnússon 1 og Ölaf ur Friðriksson 1. Dómarar: Sveinn Kristjánsson og Magnús V. Féturssan og dæmdu þeir yfirieitt mjög vel. — Btjl. KR bikarmeistari KKÍ * sigruðu IR 87:85 í spennandi og vel leiknum úrslitaleik KR-INGAR urðn bikarmeistarar í körfuknattleik í ár. Erkifénd- urnir ÍR og KR mættust í úrslita- Ieik á sunnudagskvöldið og sigr- uðu KR-ingar með tveggja stiga mun eftir sérlega jafnan og skemmtilegan leik. 1 byrjun voru ÍR-ingar fljótari Skrifstofustarf Viljum ráða mann til starfa í skrifstofu Hveragerðishrepps. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í skrifstofunni eða í síma 4150, Hveragerði. Sveitarstjóri Hveragerðishrepps. Síldarnót 68 faðma djúp, 228 faðma á fláatein, 40 omfar, til sölu á hagstæðu verði. JÓNSSON & JÚLÍUSSON, Hamarshúsinu, vesturenda, sími 25430. PERMA í gang og komst ÍR í 10 stig án þess að KR-ingar skoruðu stig. ÍR lék mjög vel og það var ná- kvæmlega sama hvaða leikmað- ur reyndi skot, aUt hafnaði í körfu KR. Á sama tíma var eins og allt mistækist hjá KR, og ein- hver taugaspenna virtist hrjá liðið. En þetta læknaðist smám saman og þá tóku þeir einnig að hitta. ÍR-ingar höfðu þó ávallt yfir, t.d. á 10. min 26:15 og skömmu síðar leiddi ÍR með 15 stiga mun, 38:23, og virtist ekk- ert ætla að koma i veg fyrir stór- sigur iR. En með glæsilegum leik KR á síðustu minútum hálf- leiksins tókst þeim að jafna met- in og hafa tvö stig yfir í hálfleik, 46:44. -— Eins og sést á marka- tölunni þá er ljóst, að bæði lið- in léku afar sterkan sóknarleik í hálfleiknum. KR-ingar komust í byrjun sið- ari hálfleiksins í 11 stiga mun, 59:48, og þegar 12 mín. voru liðn- ar af síðari hálfleik var staðan 75:65 fyrir KR. En þá skorar IR 10 stig i röð og jafnar leikinn. Aftur er jafnt, 77:77, og þegar 2 mín. eru tíl leiksloka er enn jafnt 81:81, og spennan i húsinu er gifurleg. — Nú skorar Einar Bollason fjögur stig í röð fyrir KR, en Sigurður Gíslason minnk- ar muninn í tvö stig með góðri körfu. Þá skorar David Janis tvö stig, en siðustu stig leiksins skorar Agnar Friðriksson. KR- ingar halda knettínum síðustu hálfu mínútu leiksins og sigra í þessum frábæra leik með tveggja stiga mun, 87:85. Maður hefur oft séð skemmti- lega og góða leiki með þessum liðum og oftast eru viðureignir þeirra mjög skemmtilegar. En það er lan-gt síðan maður hefur séð tvö ísienzk lið leika jafn frá- bæran leik innbyrðis. Bæði þessi lið koma ákaflega sterk út nú strax í byrjun keppnistimabils- ins og margir bíða eflaust spennt ir eítir viðureignum þeirra í vet- ur. Kristinn Stefánsson og Einar Bollason voru beztu menn KR í þessum leik og er ánægjulegt að sjá, að Kristinn er að komast í sitt gamla form. Þá var Kol- beinn góður, þótt hann sé ekki heill heilsu, og Hjörtur Hansson á eflaust eftir að reynast drjúg- ur í vetur. Kristinn Jörundsson og Þor- steinn Guðnason voru beztu menn iR-liðsins I þessum leik og Agnar Friðriksson og Sigurður Gislason áttu góða kafla. — Ef til vill hefur það haft úrslitaþýð- ingu í þessum mikilvæga leik, að Birgir Jakobsson lék ekki með IR. Birgir hefur verið norður á Akureyri undanfarið, en kom aft- ur á sunnudagskvöldið og mætti í íþróttahúsinu um það bil er leiknum lauk. Stighæstir: KR: Einar 28,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.