Morgunblaðið - 20.11.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.11.1971, Blaðsíða 32
FUÓ7VIRKARI, MILDARI FYRIR HENDUR YÐAR. 3Wír0tml>Taí>ií> nuciýsmcRR #^-»2248U LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1971 Verkföll upp úr mánaðamótum? 40 FULLTRÚAR helztu verka lýðsfélaga og sérgreinasam- handa innan ASÍ sátu á fundi allan daginn í gær. Hófst fundurinn kl. 14 og stóð enn þegar blaðið fór í prentun í nótt. Á fundinum var rætt um hugsanlegar sameiginlegar að gerðir og dagsetningu á verk- föllum, jafnvel strax upp úr mánaðamótunum næstu. Sáttasemjari hefur boðað fulltrúa beggja aðila fund kl. 2 í dag. VÍNNUVEITENDUR mót- m æltu eindregið árás ríkis- st'órnarinnar á heildarsam- tok vinnuveitenda á fundi í aðalstjórn samtakanna í gær, er* þar var m.a. rædd ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að reka ríT:isfyrirtæki úr Vinnuveit- endasambandinu án tillits til þess, hvort fyrirtækin telji hag sínum betur borgið með þátttöku í samtökunum. Mbl. barst eftirfarandi frétt af fundinum frá Vinnuveitenda- sambandinu: Fundur var haldinn i aðal- stjóm Vinnuveitendasambands fsiands 19. þ.m. og stóð hann hálfa þriðju kiukkustund. Framh. á bls. 21 Nú er kalsamt að vera hross í haga. Þau bera sig samt ekkert illa mæðginin, sem ljósmyndar- inn hitti á höfuðborgarsvæðinu í mesta frostinu. Ályktun aðalfundar LÍÚ; ,Ó vef eng j anlegur réttur til alls landgrunnsins6 Dauðir fiskar — fljóta upp Semja fyrst — róa svo AÐALFUNDUR LÍÚ. samdi m.a. eftirfarandi áiyktun í tgær: „Vegna óvissiu um kjara- samninga við sjómenn og nauðsyn þess að kjarasamn- ingar og fiskverð liggi fyrir þegar vertíð hefst, samþykkir fundurinn að íela stjórn sam- takanna að vinna að þvi, að róðrar verði ek,ki hafnir á komandi vetrarvertíð, fyrr en fyrir Mggja kjarasamndngar við sjómannasamtökin og verð ákvörðiun á fiski." Sverrir Júlíusson og Finnbogi Guðmundsson kjörnir heiðursfélagar LÍÚ LANDHELGISMÁLIÐ var mik- ið rætt á aðalftindi Landssam- bands isl. útvegsmanna, sem lank i gær. Mikill einhugur var í mönnum um málið og áréttaði ftindttrinn fyrri ályktanir aðal- fttnda samtakanna um að íslend- ingar fái viðurkenningu annarra þjóða á óvefengjanlegum rétti okkar yfir ölitt landgrunninu. Hér fer á eftir einróma sam- þykkt ályktunar aðaifundarins um landheigismálið: „Aðaifundur LlU 1971 heitir fullum stuðningi við útfærsiu fiskveiðiiandhelginnar 1. sept. 1972. Fundurinn fagnar þvi, að þetta mikia mái, sem hefir ver- ið einlægt áhugamál aMra út- vegsmanna og baráttumál á að- alfundum samtakanna árum sam an, er nú komið á þann rekspöl að þess má vænta, að Islending- ar fái fullan yfirráðarétt yfir öllum verðmætum landgrunns- ins og í hafinu yfir þvi. Jafnframt áréttar fundurinn fyrri ályktanir aðalfunda samtak anna um að stefnt verði að þvi, að við Islendingar öðlumst við- urkenningu annarra þjóða á óvefengjanlegan rétti okkar yfir öilu iandgrunninu. Fundurinn telur nauðsynlegt, að í þessum áfanga landhelgis- málsins verði tryggður yfirráða- réttur yfir hinum þýðingarmiklu veiðisvæðum á iandgrunninu vestur af landinu, milii Reykja- ness og Hornbjargs, er liggja utan 50 míina markanna. Fundurinn hvetur tál algerrar þjóðareiningar um málið, þegar endanleg ákvörðun hefir verið tekin, og hvetur alia aðila til að sneiða hjá hvers konar ummæl- um og aðgerðum, sem spiilt geti því, að þjóðin nái í þessu bar- áttumáli öllum þeim rétti, sem framast má verða." HÖFN, 19. nóvember. — I f gær tóku menn, sem voru • að vinna hér við höfnina, , eftir því að mikið af dauð- um fiski var tekið að fljóta upp. í dag var orðið * svo inikið um þetta, að ' telja má að höfnin hafi I verið þakin af þessu. Fiskarnir eru yfirleitt I seyði, stór og smá. Veit I enginn af hverju þetta I stafar. I Sýnishorn hafa verið | tekin af dauða fiskinum og iverða þau send á morgun , til rannsóknar í Reykja- k vík. — E. J. Keyptu morfín á 2000 krónur - handa vini sínum á Kleppi TVÆR 16 ára stúlkur i Hafn- arfirði hafa viðurkennt að hafa keypt tvær morfín- spratittir af manni, sem nú hefttr viðurkennt við yfir- heyrslttr hjá rannsóknarlög- reglttnni í Hafnarfirði að hafa stolið þeim úr báti í Vest- mannaeyjahöfn á síðustu vertíð. Spraiittirnar ætliiðu stúlkurnar að iáta ungan mann fá, sem verið hefttr í endtirhæfingu vegna eitur- lyfjaneyzlu á Kieppsspítaian- um. Það var bróðir annarrar stúJkunnar, sem komst að því að þær höfðu sprauturnar undir höndum og afhenti hann lögregiunni þær og hóf hún rannsókn málsins. Stúlk- umar þekktu báðar piltinn á Kleppi og sögðu þær að hann hefði beðið sig að útvega sér eiturlyf. önnur stúlknanna hefur áður komizt í kast við lög — snemma á þessu ári, er Verzlunarbanka íslands tóku að berast ávísanir, sem prentaðar höfðu verið sem sýnishom við kennslu í einum f ra mhéd dsskóia nna. Krafizt ógildingar alþjóðlegs gerðardóms Einstakt mál fyrir ísl. dómstóli I BÆJARÞINGI Reykjavikttr var í gær lögð fram greinargerð iögmanns Vita- og hafnamála- stjóra í máli því sem Hochtief AG og Véltækni h.f. hafa höfðað með kröfu ttm að fá greiddar 149,5 millj. krónur, svo sem meirihluti gerðardóms Aiþjóða verzlunar- ráðsins kvað upp úrskttrð um 8. júlí sl. f greinargerð stefnda er krafizt sýknu af öllttm kröfiim stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi og þær byggðar á því, að úrskttrður meirihlnta gerð ardómsins sé ógildnr og ekki þannig vaxinn, að unnt sé að veita hontim aðfararhæfi hér á landi né annars staðar vegna margvíslegra annmarha á hon- nm og meðferð málsins. Er þetta fyrsta mál sinnar tegundar hér á iandi. 8,8 MILLJ KRÓNA GERÐARDÓMUR Forsagan er, að ágreiningur varð milli Vita- og hafnamáia- stofnunarinnar og Hochtief AG og Véltækni h.f. um uppgjör verksamnings varðandi höfnina í Straumsvík. Samkvæmt samn ingnum skyldi ágreiningi vísað til gerðardóms Alþjóða verzlunar ráðsins í París og skipuðu þann dóm; James F. Main, verkfræð- ingur frá London, sem var dóms formaður, William H. Mulligan, yfirréttardómari frá New York, og dr. Gunnar Thoroddsen, pró- fessor. Gerðardómurinn kvað upp úrskurð sinn 8. júlí sl. og á- kvarðaði meirihluti hans; Main og Mulligan, að Hoehtief AG og Véltækni h.f. bæru 149,5 millj. krónur í skaðabætur, en dr. Gunn ar Thoroddsen ákvarðaði upphæð ina í sératkvæði sínu 10 millj. 780 þús. krónur. f greinargerð lögmanns stefnda segir að birt- ing sératkvæða hjá Alþjóða verzl unarráðinu muni heyra tij undan tekninga og einnig er vitnað tM ummæla eins starfsmanna ráðs- ins, sem sagði, að til jafnaðar væru úrskurðir fleirskipaðra gerðardóma þess samhljóða i meira en 9 af hverjum 10 mál- um. „Er sjálfsagt enn fágætara, að svo mikið beri á milli dómenda sem hér varð,“ segir í greinar- gerðinni. Framh. á bls. 21 Mótmæla árás ríkisstjórnar — á sarntök vinnuveitenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.