Morgunblaðið - 25.02.1972, Blaðsíða 2
2
MORíGUNRL ADCÐ, FÖSTUDAGUiR 25. FEBRUAR 1972
Viðskiptará5herra á adalfundi kaupmanna:
Hætta er á of þenslu
Búast má við að lán til
verzlunar verði skert
AÐALFUNDUR Kaupmannasam-
taka íslands hófst á Hótel Sögu
í gær. Lúðvík Jósepsson við-
skiptaráðlierra ávarpaði fundinn
og ræddi um verzlunarmál. í
ávarpi sínu sagði hann að á s.l.
ári hefðu verið meiri verzlunar-
umsvif en nokkru sinni fyrr í
iandinu og verðmæti innfluttrar
vöru kvað hann hafa aukizt um
30% 1971, en 1970 varð einnig
30% aukning í þessum efnum.
Þá kvað ráðherra kröfur kaup-
iruanma utn hærra álag og breytt-
ar reglur í þeim efnum, vera til
athuguuiar hjá réttuim aiðilum. Þá
lýsti ráðherra því yfir að rí’kia-
stjórnin væri samimála um að
halda áfram ströngu verðlags-
eftirliti, því svo miklar sveiflur
og breytmigar væru í efnahags-
lífi þjóðarirtnar að þess væri
þörf. Þá taldi ráðhenra að verzl-
un landsmanna s.l. ár hefði verið
það mikil að tekjuöflunin stæði
ekki fyllilega undir þeirri verzl-
un. Þó taldi ráðherra að fram-
leiðslam gæti enn vaxið og því
mætti reikma með aukimmi
verzlun, en hins vegar væri
mikil hætta á ofþenslu í ýmsum
greinum þjóðlífsins. Þá kvað ráð-
herra ákveðið að draga nokkuð
úr heimildum til stuttra erlendra
lána til vörukaupa, en s.l. haust
var sú lánsfjárhæð komin í 2000
millj. kr. á árinu. Sagði ráðherra
að búasit mætti við cáðstöfumum
til þess að draga úr lámum til
verzluimarirunar, en ekki taldi
hanm þó ástæðu fyrir kaupmenm
að vera svartsýna, þvi að útlit
væri fyrir góða kaupgetu al-
mennin/gs. Ráðherra sagði ljóst
að verzlunin stæði fraimmi fyrir
mörgum og mairgvíslegum breyt-
ingum, en ekki hefði verið hægt
að siinma öllum kröfum um
hæklkamiir, því að slikt hefði
leitt til gengisfellingar.
Nokkrir kaupmenm báru fram
fyriirspumnir. Einar Bergmamm
spurði ráðhenra m.a. hvort hægt
væri að bjóða kaupmianmastétt-
imni meiri þegnskylduvinmu, en
9em fælisit í þvi að innheimta sölu
Flóð víðast í rénun
Færð almennt góð
FLÓÐIN miklu, sem urðu á
Vestur- og Suðvesturlandi í fyrra
dag, eru nú að mestu yfirstaðin
og vatnið hefur viðast hvar sjatn
að mikið. Færð er góð nær alls
staðar og urðu yfirleitt ekki
miklar skemmdir á vegum af
völdum vatnsrennslisins. Þó var
í gær ennþá mikið vatn á Þing-
vallavegi við Álftavatn í Gríms-
nesi og ófært öllum bílum þar
um.
Vegagerðin veitti þær upplýs-
ingar siíðdegis í gær, að færð
væri þá góð um allt land miðað
við árstíma og sums staðar mun
þetri en venjulega í fébrúar. —
Þanmig hefðu sitórir bíiar nýlega
farið um Möðrudalsöræfi og eins
væri Oddsskarð opið og ýmsir
aðrir fjallvegir.
Úthlutunarnefnd listamannalauna:
Minnst 15 menn
í heiðurslauna-
flokk Alþingis
CTHLUTUNARNEFND lista-
mannalauna hefur sent forseta
Sameinaðs alþingis og mennta-
málaráðherra bréf um álit sitt
á eðlilegri f jölgun í heiðurslauna
flokki, svo að hann skipi ekki
færri en 15 menn. Keniur þetta
fram í fréttatilkynningu, sem
nefndin hefur sent MM., svoliljóð
andi:
„Úchiutunamefnd listamanna-
laiuna samþyk'kti einróma á síð-
asta fundi sínum, við lok starfa
að þessu sinni, að senda fomseta
Sameinaðs alþingis o<g mennta-
málaráðlherra svohljóðandi bréf:
Útihlutunarnefmd listamanma-
launa ræddi á fundum símum um
ti'lhögun og skijxun iistamanna-
launa í heild.
Það er álit nefndarinnar, að
eðlilegt sé að fjölga í heiðurs-
launaflokki Alþingis, svo að hamn
Skipi ekki færri en 15 rnenn.
Nefndin er algerlega sammála
um það, að eins og nú standa
sakir séu fjórir íslenzkir lista-
menn, sem eðlilegt sé að gangi
fyrir öðrum til viðbótar i flokk
14. umferð
ÚRSLITIN á skákmótinu í gær-
% kvöldi: Timman vann Gunnar,
Stein vann Guðmimd, Hort og
Bragi gerðu jafntefli, Georghiu
vann Keene, Friðrik vann Jón
Kristinsson, Jón Torfason og
Andersson gerðu jafntefli. f bið
fóru skákir Magnúsar og Frey-
steins, Harveys og Tukmakovs.
Biðskákir verða tefldar í kvöld,
en 15. umferð á laugardag ki.
13.00. Á sunnudag kl. 13.00 verð-
ur hraðskákmót með þátttöku
eriendu kepjiendanna. Þátttöku-
gjald er 300 kr.
inn, en það eru þessir (taldir i
stafrófsröð): Guðmundur Böðv-
arssom, Gunnlaugur Soheving,
Kristmann Guðmundsson og Sig-
urjón Ólafsson.
Þessu áliti er hér með komið
á framfæri við hæstvirt Alþingi
og menntamálaráðuneyti.
Halldór Kristjánsson,
formaður.
Jóhannes Pálmason,
ritari.
Mikil
loðnuveiði
enlítiðþróarrými
MIKIL loðnuveiði var í fyrrinótt
og í gær á miðunum vestur af
Garðskaga. Fengu margir bátar
fulifermi, en gekk erfiðlega að
losa sig við aflann, þar sem allar
þrær voru fullar í verksmiðjum
í löndiinarhötfnum við Faxaflóa.
Urðu bátar því að sigia til Vest-
mannaeyja og jafnvel austur á
Iand. í gær fékkst einnig loðna
í Meðallandsbug og tilkynntu
fjórir bátar um afla þar.
f löndurtarhöfTTUim við Faxa-
flóa var yfirleitt alls staðar nokk-
ur löndunarbið, en reymt var að
landa úr báitunium jafnóðum og
rými losuaði. Biöu því viða bátar
fram eftir öllu kvöldi og fram á
nótit eftir löndun. í Sandgecði var
aðeins tekið við loðnu úr einum
báti, heimabátnum Jómi Garðari,
og er hann liandaði þar siíðdegis
í gær haifði hairm landað brisvar
sinnum á einum sólarhring uni
700 lesbum aJilis.
Skattinm. Eiinmg ræddi hainn um
möguleika á stofnun raun.hæí'ra
lánasjóða. Gunnar Snorrason bar
fram fyrirspum um mjól'kur-
sölumálið og benti m. a. á að
sala mjóllkur í Danmörku
hefði aukizt um 720 millj. k.r.
á s.l. ári eftir að mjólkursala
var gefin frjális þar í landi.
Beniti Guirnar jafnframt á það
að umframmjólk hérlendis væri
notuð í mjólkurduft, sem imn-
lendir aðilar gætu keypt á 162
kr. lítrann, en eriendir súkku-
laðiframleiðendur t. d. á 40 kr.
Einnig bar Öskar Jóhannsson
fram fyrirspurn til ráðherra.
í svari ráðherra sagði harn
fyrst að það væri sín pensónu-
lega skoðun að mjólikursölu ætti
að gefa frjálsa til matvöruverzl-
ana, því að eina og þau mál væru
í dag væri haldið aUt of sfíft
í úreltar reglur. Þá taldi ráð-
herra mögulegt að til greima
kæmd eiinihver þóknun fyrir inin-
heimtu söluskatts, en beinti jafn-
framt á að það vaeru ýmisir fleiri
en kaupmenm, sem þyrftu að
iinoniheimita skatt fyrir rfkið. í
saimbandi við lánamál, ralkti ráð-
herra eftirfarandi um lán banlk-
anna til viðskiptalífsiinis á 8.1.
ári. Er þá ekki átt við stofnián
t. d. í sjávarútvegi og landbún-
aði, en verzlun og iðnaður hafa
ekki jafn trygga lánasjóði og
fyrrgreindar atvinnugreiniar. Til
landbúniað'ar lániaði bankakerfið
1942 miMj. kr., tU sjávarútvegsins
2846 millj. kr., til verzlunar kr.
4398 mi'Új. og tU iðnaðarins
4481 miillj. kr.
Þá taldi ráðherra brýna þörf
á því að gera rækilega úttekt
á verzlun í lamdinu með tUliti
til þess hvort ekfld mætti koma
að meiri hagræðingu í verzlun-
innd. Hjörtur Jónsson formaður
Kaupm'annasamtaka fslands þalkk
aði ráðlherra komuna og var síð-
an haldið áfram við aðalfundar-
Störf og hin ýmsu mál fundarina
tekin fyrir.
Frá fundinum.
Patursson um landhelgina:
Gagnkvæmar
undanþágur
— Færeyja og íslands
Helsinki, 24. febr. —
Frá Bimi Jóhannssyni.
LANDHELGISMÁL Færeyinga
hefur boriS nokkuð á góma á
þingi Norðurlandaráðs. Morgun-
blaðið hefur í því sambandi rætt
við Erlend Patursson, sem situr
þingið, og spurt hann hverjar séu
óskir Færeyinga í sambandi við
stækkun islenzku landhelginnar.
Erlendur Patursson sagði, að
hann teldi að leysa ætti málin
með gagnkvæmum samningum
Islendinga og Færeyinga á þann
hátt, að Færeyingar fengju rétt
til veiða innan íslenzkrar land-
helgi og íslendingar innan fær-
eyslírar landlietgi. „Þetta er mín
persónulega skoðun,“ sagði hann.
Patursson sagði að semja þyrfti
um veiðisvæðin, veiðitímann og
veiðarfærin, sem nota mætti inn
an landhelginnar, sem yrði 50
mílur hjá íalendingum og 70 míl
ur hjá Færeyingum yrði tiMaga
um það samþykkt, sem er fyrir
lagaþinginu.
Ekki vildi Patursson ræða i ein
stökum atriðum hverjar undan-
þágur Færeyingar vildu fá innan
íslenzku lamdhelginnar.
Hamn sagðist hafa rætt óform
lega við íslenzku fulltrúana á
Norðurlandaþinginu um landhelg
ismálin og þeir hefðu aliir skiln
ing á sérstöðu Færeyinga.
Y f irlýsing Barnavernd
arnefndar Reykjavíkur
DAGBLAÐIÐ Vísir he-fur dagana
21. og 22. febrúar sl. birt fréttir
af töku barns af fóstui’heimili,
sem bamaverindamefnd Rey'kja-
víkuir hafði útvegað. 1 lögum um
verod barna og ungmenna, nr.
53/1966, 3. gr„ segir orðrétt:
„Ber þeim“, þ. e. bamavemdar-
mefndarmömnuim oig starfsliði
bamavemdarnefnda, „að sýna
bömium og ungmennum, er þeir
fjailla um mál þeirra, alla nær-
gætni og mega ekki skýra óvið-
komandi mönnum frá þvi, sem
þeir verða vísir í starfa sínum
um einkmál manna og heimilis-
háttu“.
Samíkvæmt orðanna hljóðan
eir það tiiraun til að efna til lög-
brots, þegar starf'smaður bama-
verndamefndar er beðmn um að
gefa upplýsinigar um einlkamál
manna till birtingar á opinberum
vettvangi. Barnavemdamefnd
Reykj avíik'ur hyggst ekki láta
ieiða sig tii siliikra lögbrofa.
Á hinn bóginn teliur neíndin
sér skylt að mótnnæila þvi ein-
dregið, þegar hún verður viitni
að því, að vegið er á opinberum
vettvangi mjög ódrenigilega að
heimÍLli, sem af mikilli fómifýsi
hefur lagt sitt aí mörkum tii
þess að koma til máhs við þarfir
nauðstaddra barna.
í dagblaðinu Vísi þ. 22. febrú-
ar er það haft eftir móður bams-
ins, sem hér um ræðir, að „það
hafi verið hörmung að sjá batn-
ið, þegar ég fékk hann lioksins
aftur. Hann var sikítuigur ailiur
og ilila til reilka og hatfði greini-
lega verið haldið að vinnu.“
Þessi ummæli verða vart skilin
öðruivísi en svo, en mjög hatfi
verið þrengt að baminiu á fóstfur-
Meir á móti
rauðsokkum
Jerúsalem 24. febr. AP.
GOLDA Meir, forsætisráð-
herra Israels er þeirrar skoð-
unar, að jafnréttindabarátta
kvenna sé „kjánaleg" og það
séu reyndar karlmennirnir
sem séu órétti beittir en ekki
koTvumar, „meðal annars
vegna þess að þeir geta ekki
fætt af sér börn", sagði hún.
„Jafnréttindabarátta kven-
fólksins er þvi að mínum
dómi harla kjánaleg. Ýmsar
konur líta svo á að einmift
með því að það eru þær sem
verða að fæða börnin, sé þeim
Hla mism'anað. 6g lít ekki
þeim augum á málið.“
heimilinu, bæði andtega og Mik-
amtega. Þesisum uimmælum eir
hér með vísað á bug sem raka-
lausum fullyrðinigum. Þess í 9tað
skall vitnað í umsögn, sem segir
alQt aðm sögu um gæði fósbur-
heimiilisins og aðbúmað barnsins
á því heimili.
Fyrir tiQMutan bamavemdar-
nefndar Reykjavítour fór sálfræð-
ingur í heimsókn þann 2. febrúar
síðaistfli'ðinn á miargnefnt fóetur-
heimili gagngert til þess að
kynna sér aðbúnað bamsins og
þá jafnframrt til þesis að teggja
á það hluitlaust mat, hvort rök,
sem eiingönigu hntga að veliferð
bamsins, mæltu með því, að
breyting yrði gerð á dvalarstað
þess.
1 lokaorðum itartegrar grein-
argerðar sálifræðingsins segir:
„Á þvi leikur emgimn vatfi, að nú-
verandi aðstæður gefa (na&i
bamsins) tækifæri till að upþ-
lifa tillifinningalega Wýju og skil-
yrði ti'l að þróa jákvæðan per-
sónufleitoa og ánæigjutegan."
Margt fteira kemur í ljós i
greinargerð sállfræðingsins, sem
hér verður ekki ratoið, en alílt
styður að þeirri niðuirstöðu að
foraðst beri að efna til firekari
vistaiskipta, en þegar hafa átt sér
stað í lífi bamsins.
Að lotouim skal hér einniig vís-
að í uimsögn baimiavemdamefnd-
ar Grindavikur, en er hún á þá
leið, að „bamið hafi á al.'an háitt
hajft góða aðhlynniingu og um-
önmun á fÓ9turtieimiiiinu.“
Með þesisum orðum væmtir
nefndin þess, að fóstuirheim.illiö,
sem hér á hluit að máii, sé
hrednsað af miðu r þokítoafl'egum
áburðL
Reykjavik, 2.3. febrúar 1972.
Bannaivemdarnofind Rey'kjavikur.
Bjöm Bjiimsson. 1 '
formaður.