Morgunblaðið - 25.02.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐCÐ, FÖSTÚDAGUR' 25. FEBRÖÁR 1972 / ! Læknamiðstö ðvar í Árbæ og Breiðholti Eitt aðalumkvörtunarefni atoennings að því er snertir heilbrigðisþjónust'U i borg- inni er læknisþjónustan utan sjúkrahúsa og þá einkum heimilislaeknisþjónusta. Rorg- arbúar kvarta yfir því, að erfitt sé að ná til lækna, ef einhver heimiiismanna vei'k- ist, hvort sem er á nóttiu eða degi. Æ færri læknar gefi sig að heimilislæknisþjónustu og þeir tiltölulega fáu, sem það gera, séu svo önnum kafnir, að oft taki langan ttaa að ná til þeirra, hvort sem er í síma eða með viðtöl- uim. Tímafrekar setur í bið- stofu séu svo oft árangurslitl ar, þvl að margir heimilis- læfknar hafi vegna anna tii- hneigingu til að senda sjúkl- inga sína með tilvisun til sér fræðinga eða stofnana, jafn- vel til að láta framkvæma ein földustu rannsóknir eða að- gerðir, sem ættu að vera í verkahring vel skipulagðrar hetoilislæknisþjónustu. Enginn vafi er á því, að þessi gagnrýni almennings á að miklu leyti rétt á sér. Nú- verandi heimilislækniskerfi er að liðast í sundur og brýn þörf er úrbóta. Heilbrigðis- málaráð Reykjavíkur hefúr tekið þetta mál til meðferðar og þá einkum með tilliti til tveggja hverfa í borginni, þ. e. Árbæjar- og Breiðiholts- Birgir ísl. Gunnarsson. hverfis. Grundvöllur þess, að rætt hefur verið um málið út \ frá sjónarmiði tveggja ákveð inna borgarhverfa, er ítar legt nefndarálit, sem á sínum tíma var lagt fyrir borgar- stjóm. Það nefndarálit var unnið undir forystu Jóns Sig urðssonar, borgarlæknis, en þar voru m.a. gerðar tiliögur um hverfaskipttogu í borg- inni með ákveðnum fjölda lækna starfandi í hverju hverfi. Þá var það og gert ráð fyrir, að heimilislækntog ar yrðu sérgrein innan lækn isfræðtonar. Það er ekki óeðlilegt að fyrsta tilraun til hverfaskipt ingar heimilislsöknisþjónust unnar verði gerð i Árbæjar- og Breiðholtshverfi, Hverfi þessi eru hvort um sig mjög afmörkuð og fjarlægð þeirra frá lækningastofuim flestra heimilisiæfcna, sem í borginni starfa, er slik, að til veru- legra óþæginda er fyrir íbúa þessara hverfa. Til að marka ákveðna stefnu til úrbóta áfcvað heil- brigðismálaráð á s.l. vori að óska viðræðna við fulltrúa Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Læknafélags Reykjavik- ur um tilhögun læknisþjón- ustu í hverfum þessum. Sam- starfsnefnd þessara þriggja aðila hóf síðan störf og voru tii'lögur hennar lagðar fyrir borgarstjóm sl. fimmtudag. 1 meginatriðum eru tillög- umar á þá leið, að settar verði upp þrjár læknamið stöðvar (heilsugæzlustöðvar), ein í Ártoæjartiverfi og tvær í Breiðlholtshverfi. Önnur læknamiðstöðin í Breiðholts- hverfi þyrfti þó ek'ki að koma fyrr en síðar, eftir því sem hverfið byggðist upp. í þessum stöðvum verði sem fullkomnust aðstaða til allrar almennrar þjónustu í helztu greinum læknisfræði. Þar verði ennfremur aðstaða fyr- tr sérfræðinga, sem geti kocn ið í stöðvarnar og verið til viðtals ákveðna tima í viku svo og aðstaða til ýmiss konar heilsuverndarstarfs, t.d. ung bamasfcoðunar, mæðraskoð- unar o.fí. Gert er ráð fyrir, að Reykjavíkurborg hafi frum- kvæði að undirbúningi og framkvæmdum, en jafnframt verði teknar upp samninga- viðræður við ríkisvaldið og Sjúkrasamlag Reykjavíkur um þátttöku í stofnkostnaði. Ákveðimi fjöldi lækna þarf að vera starfandi i hverri stöð. Gert er ráð fyr- ir að læknamir verði ráðnir sem starfsmenn stöðvanna, en um starfskjör þarf að semja sérstaklega milli Sj úkrasamlags Reykjavífcur og Læknafélags Reykjavlk ur. Slík læknamiðstöð þarf að vera opin allan daginn og fram á kvöld og spurning er hvort stöðvamar eigi ekki að skiptast á næturþjónustu fyr ir þessi hverfi. Ekki er gert ráð fyrir að íbúar þessara hverfa verði þvingaðir til að taka sem sína hetailislæfcna þá læfcna, sera starfa við þeirra hverfis stöð, en hins vegar búizt við þvi að þetta nýja kerfi hafi svo marga kosti fram yfir það gamla og verði það aðlað andi, að flestir ibúar hverf- anna kjósi að skipta við sína læknaimiðstöð. Það verður miíkið vanda- verk fyrir þá lækna, sem ráð ast til fyrstu stöðvanna, að móta 1 smáatriðum það starf, sem þar verður unnið, en nánari stefnumörkun þarf að sjálfsögðu að vera í samráði BORGfiR -mfii við heilbriigðisyfirvöld borg- arinnar. Lengi býr að fyrstu gerð og ef vel tekst til, má búast við, að hér sé upphaf- ið á gjörbreytingu alls heim- ilislækniskerfis í borginni, sem að visu tekur alllangan tíma að ganga yfir. Þegar hefur tekizt um mál- ið gott samstarf milli Heii- brigðismálaráðs Reykjavík ur, Sjúkrasamlags Reykjavík ur og Læknafélags Reykja- víkur og er vonandi að það samstarf haldist áfram í frék ari framkvæmd þessarar stefnu. Dreifing raforku í strjálbýli — lokaáfangi t Iok síðasta árs voru rafltour frá samveitum komnar til um 5000 sveita- bæja að kirkjum, samkomuhúsum og skólum meðtöldum. Þetta var búið að taka nokkuð langan tíma, en smátt og smátt hefiur þjóðfélagið og orkuyfirvöld öðlazt meiri og meiri stórbug i þessu efirai og treyst sér til að taka fleiri og fleiri bæi ton á ltour á ári. Nú hefur iðnaðarráðherra gefið út yfirlýsingu um að ákveðið sé að leggja rafLtour á þessu ári, 1973 og 1974 til 770 bæja og verða þeir þá orðnir alls hátt á 6. þús. Má þvi segja að fyrir endann sjái á þessu mikla og nauðsynlega verk- efni og er sízt ofsagt að mörgum finnst nú sem þungum steini sé af sér létt. Fjöldi sveitafólks, þar sem aðstaðan er örðugust, hefur lengi staðið með önd í hálsi og spurt: Kemur röðin nokkurn ttaa að okkur? Þessar upplýsingar ráðherra eru að sðnnu ekki nýjar, en þó fastari i hendi en það, sem fram hefur komið áður optoberlega. Hans er valdið. Næst liðinn vetur og vor var það ti’l athugunar hjá ráðuneyttou, hvað margir bæir væru eftir, er tiltök þættu að koma í samband við rikisveiturnar á 2—4 árum. Veit ég ekki betur en áætlun um það væri þá nær fullmótuð, svo og kostnaðaráætlun. Tölur um þetta hafa ekki staðið á stöð- ugu vegna þess að fleiri og fleiri hafa síféUt ákveðið að leggja niður smástöðv- ar við ársprænur og bæjarlæki, er í ljós hefur komið, að þeir áttu þess kost að fá línur, sem tryggari þykja. Hugmynd- in nú er sú, að ekki verði nema um 100 slíkar stöðvar notaðar hér eftir til lang- frama, og virðast þær sannast að segja undarlega fáar. 1 fyrravetur létu margir sig dreyma um að hægt yrði jafnvel að Ijúka þessu á 2 árum með allríflegri lán- töku. E.t.v. er verkefnið stærra en svo að til þess fiáist tæki og mannafli á 2 sumrum, fremur en það að okfcar fé- grimimiu rikisstjórn sfcorti peninginn. Menn athuigi að orðið fégrtamd þýddi í munni Egils Skallagrímssonar örlæti á fé og var hið mesta hrósyrði. En fjarri er mér að fara að nagga neitt um þetta eða urn það, hverjum þakka eigi mest fyrir að svona langt er komið nú raf- væðingu dreifbýlisins, sem er þess lang mesta mél. Aðalatriðið er nú, að sveita- maðurinn er búinn að fiá sitt bréf, sem ekki verður frá honum tekið. Og skiptir þá engu verulegu stórmáli, hvort hann bíður árinu lengur enn eftir að sjá staurana rísa. Samhliða þessu lá fyrir í ráðuneytinu í vor tillaga þess að endurgreiða ein- staklingum og sveitarfélögum framlög, er gengið hafa aukalega till að hraða raflto'ulögnum á stöku stöðum undan- gengin ár. Samtals mun þetta nema um 10 millj. kr. Þetta er réttlætismál. í öðru lagi er þess að geta, að Atvinnujöfnunar- \ Bjartmar Guðmundsson. sjóður greiddi á árinu 1971 hálfa vexti af iánum er sveitarfélög hafa tekið und- angengin ár til að hraða framkvæmd- u'm hjá sér, en Orkusjóður endurgreiðir án vaxta samkvæmt skuldabréfum. Jónas Pétursson flutti tillögu um þetta á fiundi stjórnar Atvtanujöfmunarsjóðs, sem samþyfckt var. Bjartmar Guðmundsson: Frá einu til annars Þegar fyrst var byrjað að leggja sveitalímur út frá Sogi, Andakíl og Laxá trúðu þvi varia margir að nokkurn ttaa næðu slíkar l'tour til svo að segja allra sveitabæja I landi okkar. Segja má með réttu að betur hafi ráðizt en nokkur þorði að vona þá, þó biðin sé mörgum búin að veligja, sem lengst eru búnir að búa við reyk einn af réttunum. Sá skuggi hvílir þó enn yfir vötnum, að svo lítur út af fregnum að dæma, að uim 50-60 bæir, sem mest eru einanigraðir, verði enn utanveltu. En góð orð eru um, að einhvern veginn verði vel fyrir þeim séð. Þess þarf líka, þvi sumir þeirra eru þjóðfélaginiu svo mikils virði, þar sem þeir eru, að mikið má til vinna þó ekki sé á neitt litið annað en að viðhalda þeim þess vegna. Þó svona sé komið framfcvæmdium og fyrirheitum á þessu sviði, heyrast sí- fellt raddir um að ekki borgi sig að hlynna að tilveru mikils hLuta sveita- hyg'gðar í okkar Iiandi. Röksemdimar þékkja allir. Tilveran er ekki aðeins reikningsdæmi í rafleindahaus. Davið sem alllra manna bezt opnaði lása og lýsti inn í hólfin hefur sagt: Veröldin öll er við og há vafin Xynigi og rósum. Sólin er björt hér suður frá en svalt undir norðurljósum. Þar sem hjartað sitt óðal á er ættjörðin sem vér kjósum. Hjartað getur átt sitt óðal jafnt í Grímsey og Fagraskógi sem Stór- Reykjavík, svo við höldum okkur við ókkar hólma. Því miður mun hvergi að finna aðra eins lýsingu á þeirri hlið þessa máls, er snýr að heiidinni. En ég viil hafa fyrir satt að þjóðarheildinni sé engu minna nauðsynlegt að strjálhýlið varðveitist sem allra bezt og nái að blómgast en þeim sem þar búa. Svo vel fari, þurfa byggðarlöig að styðja hivert annað eins og fóturinn höndina og hönd in fiótton. Il'la hjiálpaði annað í Eddusög- unni urn Erp og bræður hans. Og höf- uðið getur ekki sagt við fót sinn: Ég þarf þín ekki með — og fæturnir ekkí þá heldur við höf uðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.