Morgunblaðið - 02.03.1972, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.03.1972, Qupperneq 17
MORCUNBLAÐ'IÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 19T2 17 Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn. Hér inni er stúlka í alltof þröngum kjól og öllum er ljóst, að þessi maður er galinn. (Steinn Steinarr). Þau baráttumál, sem virk iýö- ræðisleg stjómimálaöfl leggja á hverjum tíma áherzlu á, helgast af þeim verkefnum, sem brýn- mist eru í þjóðfélaginu. Ef við skoðum þessa staðhæfingu í ljósi sögunnar er ljóst að í hin- um vestræna heimi hefur barátt an á seinustu öldum verið helg- «ð tveimur megin þáttum. Menn hófu að brjóta af sér viðjar alda langrar kúgunar og börðust fyr ir frelsi til að ráða sinum eig- in gerðum og til að fá að tjá sig eftir eigin vild. Þegar lýðræðis- legum stjórnarháttum óx fiskur u;m hrygg, fór baráttan fyrir auknu öryggi einstaklinganna í daglegu lífi, að taka á sig mynd. 1 fyrstu tryggðu menn sig fyrir hungri, kulda og þorsta, þá voru það utan að komandi óhöpp svo sem slys og náttúruhamfarir og loks tryggðu menn sér aukið ör- yggi í ellinni. Óhætt er að segja, að stjórnmálabarátta Vest urlanda hefur verið helguð aukn um lýðræðislegum stjórnarhátt- um og auknu öryggi. Þetta kem- ur vel heim við frumþarfir hvers sjálfstæðs einstaklings. Þær megin stjórnmálastefnur, sem skipt hafa heiminum í valda svæði, eru annars vegar komm- únismi og hins vegar kapital- ismi. Þessar grundvallarstefnur í alþjóðlegum stjórnmálum mót- ast báðar í hinum vestræna heimi þegar allar aðstæður voru allt aðrar en þær eru í dag. Báð ar þessar stefnur leggja mikla áherzlu á efnahagsmál og fram- leiðslu þjóðanna og yfirráðarétt yfir atvinnutækjunum. Þær hafa lagt áherzlu á fullnægingu frumþarfa en hvorug þeirra i framkvæmd, gerir ráð fyrir framhaldi á þarfa fullnægingu mannskepnunnar. Þegar maður- inn hefur fullnægt frumþörf sinni og er leystur frá hinum stöðuga ótta við öryggisleysi framtíðarinnar, leitar hann eft- ir nýjum verkefnum. Gildismat hans breytist og hann fer að taka fleiri þætti umhverfis síns til athugunar þegar hann vegur og metur lífsgæðin. Báðar áðurnefndar stefnur hafa einn hlut sameiginlegan. Þær hafa" einstaklinginn sem mannveru afskiptan, hvor á sinn hátt. Kommúnisminn hefur svipt einstakling eins sjálfsögð- um mannréttindum, og mál- frelsi og ritfrelsi, þ.e.a.s. þeim mannréttindum sem eru horn- steinn lýðræðis í hverju þjóð- félagi. Kapitalisminn hefur til- hneigingu til að virða verald- leg gæði, svo sem fjármagn eða jarðnæði framar kostum ein- staklingsins. En hvert er hið endanlega tak mark þjóðfélagslegrar þróunar? Þessari spurningu ' hlýtur að vera erfitt að svara, enda má um það deila hvort um nokkuð end- anlegt er að ræða í þessu tii- felli. Sósialistar segja, að samfé- lag án hagsmunabaráttu, sé sam félag þar sem allir fá nóg af öllu því sem þeir óska sér. En hugsum um þetta örlítið nánar. í raunverulei.kanum höfum við aðeins ákveðið magn af gæðum til skiptanna. Ef einhver fær nóg af einhverju má því miður oft búast við að aðrir fái ekki nóg. Þarfir mannanna eru einnig misjafnar. En er þess nokkurn timann að vænta að þarfir, þrár og lífsviðhorf allra'einstaklinga verði eins, að sama gildismat ríki fyrir alla. 1 raun og veru er rétt að spyrja í sömu and ránni, hvort það sé æskilegt markmið, að svo verði. Hvernig yrði slíkt þjóðfélag. Hvað yrði um sköpunarmátt og athafnaþrá einstaklingsins, hvað yrði um listir og bókmenntir, þegar sér- kenni hverrar menningar yrðu afmáð? Lífið hlyti að verða ein- faldara og fábreyttara, um leið og sviptingar hins óvænta og fjölbreyttu hyrfu úr lífi manns ins. Á framtíðarríkið þá að verða þannig að allir hafi nóg að bíta . og brenna, að hver einstakling- ur hafi tækifæri til að þroska með sér þá hæfileika sem hon- um eru beztir gefnir, þar sem all- ir lifa I sátt og samlyndi, lausir við öfund, bræði, ágirnd, nízku og sviksemi? Þess konar þjóðfélag framtíð- arinnar er í raun einfalt, en er svo langt frá því sem ræður ríkjum i dag að fljótt á litið er þetta líkara fögrum draumi en raunveruleika. En, er þetta eitt- hvað, sem er svo óraunverulegt að manninum eigi aldrei eftir að auðnast sú gæfa að líta þarm dag að slikur . draumur rætist? Þessari spurningu svara menn hver fyrir sig. Svartsýnismenn- irnir segja, að mennirnir verði búnir að tortíma sér innan ör- fárra ára, að heimurinn farl versnandi en ekki batnandi. Þeir bjartsýnu, sem ef til vill fer fækkandi með degi hverj- um segja, að með tíð og tíma munum við læra að sýna hvert öðru meiri tillitssemi og virð- ingu og endirinn hljóti að verða sæluríkið sem áður var lýst. Hvor hópurinn hefur rétt fyrir sér? Erfitt er að spá, en dimmur verður sá dagur í veraldar sög- unni þegar seinasti maðurinn hverfur af sjónarsviðinu, sem hefur þessa fjarlægu draumsýn að leiðarljósi. Við sem trúum þvi, að enn hafi maðurinn möguleika til þess að gera að raunveruleika þennan draum, leitum stöðugt að þeirri eða þeim leiðum, sem lýst geti okkur veginn. Þær hræringar sem nú eru með ungu fólki í hinum vestræna heimi eru að- eins umbrot i hugsun mannsins um lífið og tilveruna, og leit þessara aðila eftir lífsstefnu sem hæfir umhverfi tuttugustu aldarinnar. Sú velmegun og aukna menntun sem skapazt hef- ur meðal hluta þjóða heims, er forsendan fyrir því að æsku- fólk þessara landa getur leyft sér að hugsa um slík málefni, þar sem broddurinn er horf- inn úr þeirri lífsbaráttu, sem ungt fólk vanþróaðra landa aft ur á móti verður að heyja. Hin öfluga starfsemi fjölmiðla og aukin samskipti þjóða færa okk ur með degi hverjum sönnur á, hvernig ástandið er í heiminum. Það gerir hverjum hugsandi manni ljóst að gömlu kreddurn Framhald á bls. 19. Vekja hrein og heiðarleg vinnubrögð grunsemdir hér álandi? Hraparleg og hættuleg mistök Útvarpsráðs Ég hefi furðað mig á því hve lítið ég hefi séð í blöðum um viðskipti Útvarpsráðs og Guð- mundar Magnússonar prófess- ors. Kann þó vissulega eitthvað að hafa farið fram hjá mér, en um leiðréttingu i málinu hefur ekkert komið fram. Þetta mál kemur mér við sem útvarpsnot- anda og borgara i þjóðfélaginu og í sambandi við hið síðara mun ég geta þriðja atriðisins undir lok máls míns. Vissulega hefði mörgum staðið nær en mér að taka til máls, en við það verður að sitja. Það hefur auðvitað verið mjög algengt, að Útvarpið sneri sér til manna til að biðja þá að sjá um erindaflokka. Ég reikna með, að formsatriði hafi yfirleitt verið sáralítil og ein- föld í þessu sambandi. Mönnum, sem til var leitað, hefur verið treyst til að velja flytjendur og þar með búið. Skriflegar trausts yfirlýsingar hygg ég að hafi þótt óþarfar. Að sjálfsögðu bera flytjendur fyrst og fremst ábyrgð á því sem þeir segja. Þátturinn Um daginn og veginn hefur yfirleitt ekki verið ritskoð aður fyrir flutning. Hitt þykist ég vita, að í einstaka tilvikum, þegar t.d. óþekktir flytjendur buðu fram efni, hafi verið athug að, hvort efnið væri heppilegt fyrir útvarp, hvort bæta mætti framsetningu og slíkt, enda i alla staði eðlilegt. En í öllum til vikurn hefur Útvarpsráð haldið sjálfkrafa þeim rétti að gera eft ir á athugasemdir opinberlega, ef það taldi ástæðu til. Hefur þetta komið nokkrum sinnum fyrir, og þá fyrst og fremst í sambandi við hinn frjálslega þátt Um daginn og veginn, eftir því sem mig rekur minni til. Mér finnst þetta fyrirkomuiag allt hafa verið ágætt og eðlilegt I lýðfrjálsu landi. En með Guðmundi Magnús- syni prófessor kemur allt í einu fram maður, sem á að sjá um er indaflokk og óskar eftir, að gætt sé vissra formsatriða, sem hann, eftir eðli málsins, telur æskileg. Honum er nefnilega vel ljóst, að verzlun og viðskipti eru mál, sem menn og stjórn- málaflokkar hafa skiptar skoð- anir á, og sem margur maður- inn gæti litið á sem viðkvæmt og vandasamt útvarpsefni. Ein- staklingar eða flokkar gætu far ið að finna að hinu og þessu, og hann vill þá ganga frá því hreinlega og formlega frá upp- hafi, að það fari ekki á miili mála, að það sé hann sem hefur tekið á sig ábyrgðina á erinda- flokknum. Það sé við hann að sakast/ ef einhver kvarti, en ekki við Útvarpsráð eða full- trúa verzlunarinnar. Að sjálf- sögðu mundi Útvarpsráð halda sínum rétti, eins og venjulega, til þess að gera opinberar athuga- semdir, ef því þætti ástæða til, enda fór því fjarri, að Guðmund ur bæðist undan slíkri gagnrýni fremur en annarri. Guðmundur tók því fram i bréfi til Útvarpsráðs, eins og fram hefur komið, að hann vildi bera ábyrgðina, enda værl hann frjáls i vali efnis og flytj enda — eins og alltaf hefur tíðkazt — og loks vildi hann, að það kæmi formlega fram, að hann væri ekki fulltrúi verzlun arsamtakanna, heldur ðháður einstaklingur. Útvarpsráð hefði átt að halda sérstakan hátíðarfund til þess að fagna samvinnu við mann, sem kunni svo vel til verka og gekk svo hreint og opinskátt fram. En í þess stað tók það ráðið tvo mánuði að átta sig á þessu „grunsamlega" bréfi. Var maðurinn í rauninni ekki að seilast til þess valds, sem lög- um samkvæmt á að vera í hendi Útvarpsráðs? (Það varð loka- ályktun ráðsins). Og hvernig mundi hann beita því mikla valdi? Gat ekki leynzt hér iæ- vísleg tilraun til að fá aðstöðu og óskorað vald til boðunar ákveðinnar stefnu í verzlunar- og viðskiptamálum, stefnu sem væri í þágu einhvers stjórnmála flokks og í óþökk annars? Hvað yrði um pólitískt hlutleysi út- varpsins ef svona slægur maður fengi formlega leyfi til að leika lausum hala í dagskrá þess? Til- hugsunin var óbærileg. Útvarpsráð sá loks einn leik út úr hinni ógnþrungnu tafl- stöðu; það bað Guðmund um lista yfir þá menn, sem hann hygðist fá sem flytjendur. Að fengnum þeim lista gat Útvarps ráð loks tekið ákvörðun. Grun ur þess hafði reynzt réttur, þetta voru skuggalegir menn, og Útvarpsráð óskaði sjálfu sér til hamingju með það að hafa bjarg að verzlunar og viðskiptamálum þjóðarinnar frá yfirvofandi glundroða og hvað hefði ekki getað leitt af honum. Og svo er móðursýkin kennd við kvenfólk ið! Guðmundur Magnússon próf- essor er ekki aðeins þekktur sem mjög vandaður maður, held ur einnig sem höfundur heims- þekktrar doktorsritgerðar og loks sem höfundur mikillar skýrslu um efnahagsmál, sem fyrrverandi ríkisstjórn fól hon- um að semja, og lögð var fyrir Alþingi sem fræðilegur grund- völlur undir umræður og ákvörðun um það að sækja um upptöku í Fríverzlunarbandalag ið. Enginn þingmaður gagnrýndi skýrsluna frá faglegu sjónar miði, né heldur varð nokkur þeirra til þess að gefa annað I skyn en að höfundur skýrslunn- ar kynni fyllstu skil á muninum Trausti Einarsson á faglegri umsögn og stjórnmála skoðunum. En Hið háa Útvarps- ráð kann betri skil á svona mál- um en Alþingi og ráðið vekur grunsemdir um það, að þessl maður sé ekki fær um að stjórna erindaflokki hlutlaust. Nú kem ég að þriðju ástæð- unni fyrir því, að ég blanda mér í þetta mál. Það er opinberlega kunnugt, að Guðmundur hafnaði hátt launaðri háskólastöðu í Sví þjóð, til þess að vinna heima fyr ir miklu lægri laun, laun sem hann að vísu sá ekki fram á, að hann gæti lifað af, en bætti við í blaðaviðtalinu, að hann gerði sér enga rellu út af laununum, þetta hlyti einhvem veginn að blessast. Þá var ég hreykinn af Islendingi. Ég óttast, að viðskipti Guð- mundar við Útvarpsráð hafi ekki farið fram hjá öðrum ung- um aflburðamönnum, sem nú starfa erlendis, en kjósa fremur að koma heim. Ég óttast ekki svo mjög launahliðina, því að margir þessara manna munu, sem betur fer, hugsa um hana líkt og Guðmundur. En ég ótt- ast það, að mörgum hinna ungu manna þyki það ekki aðlaðandi tillhugsun, að hér kunni að blása á móti þeim ýmiss konar mold- Guðmundur Magnússon viðri og óskiljanleg vinnubrögð manna, sem settir hafa verið i eitthvert ráðið. Þessi ótti er ekki út i bláinn, því mér er vel kunnugt um það úr sögu hins svokallaða „brain drain" síðustu ára, að það hafa ekki sízt verið óskiljanleg vinnu- brögð nefnda og ráða, sem neyddu unga vísindamenn til landflótta. Sem útlendingar í skjóli erlendra vísindastofn- ana, höfðu þeir góð vinnuskil- yrði og voru lausir við það nefnda- og ráðafargan, sem eyði lagði störf þeirra í heimaland- inu. Ég er engan veginn sá fyrsti, sem varar við þessari hættu, en ég tel það í verkahring háskólamanns á mínum aldri að gera það. Ákvörðun Útvarpsráðs gegn Guðmundi er hrópandi vitni um óskiljanlega afgreiðslu ráðs, um það moldviðri sem get- ur skollið á, þegar valdamikið ráð stendur gagnvart manni með skýra hugsun og kunnáttu í vinnubrögðum. Ákvörðunin er hættulegur vitnisburður, enda ekki sá eini á síðari árum. Úr mistökum Útvarpsráðs verður ekki bætt nema með þvi, að ákvörðunin verði dregin til Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.