Morgunblaðið - 02.03.1972, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1972
19
XI VIXXA ATVI8BMA ATV188MA
Starfsstúlkur óskast
strax hálfan daginn á sjúkradeild.
Upplýsingar í síma 26222.
Elli og hjúkrunarheimilið Grund.
Auglýsing
Ráðgert er að veita á árinu 1972 nokkrar rannsóknastöður
til 1—3 ára við eftirtaldar rannsóknastofur Raunvisindastofn-
unar Háskólans: stærðfræðistofu, eðlisfræðistofu, efnafræði-
stofu, jarðvísindastofu og reiknistofu.
Rastráðning kemur til greina í sérstökum tilvikum.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkísins.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi.
Starfsmennimir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en þó skal,
ef deildarráð verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla Islands
óskar, setja ákvæði um kennslu við háskólann í ráðningar-
samning þeirra.
Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um
menntun og visindaleg störf, skulu hafa borizt menntamála-
ráðuneytinu fyrir 1. apríl 1972. Æskilegt er, að umsókn fylgi
umsagnir frá 1—3 dómbærum mönnum á visindasviði um-
sækjanda um menntun hans og visindaleg störf. Umsóknir
þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál, og má
senda þær beint til menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðuneytið,
28. febrúar 1972.
Mercedes Benz vörubilor
Við erum í þeirri aðstöðu að geta flutt inn notaða vörubíla
frá Þýzkalandi fyrir lægra verð en hér hefur verið boðið. Sama
gildir einnig um Benz séndib'la og rútur. Bílarnir eru skoðaðir
og valdir af íslenzkum kunnáttumanni. Væntanlegir kaupendur
þurfa að gefa sig fram sem allra fyrst.
AÐAL BÍLASALAIM, Skúlagötu 40,
sírnar 15014 og 19181.
Bílaþvottavél
Af sérstökum ástæðum er þessi bílaþvottavél
og þurrkari til sölu.
Uppl. í símum 96-12209 og 96-21131.
— Einstaklings-
hyggja
Framhald af bls. 17.
ar verða okkur seint að leiðar-
ljósi til betra mannlífs. Ráðandl
stjórnmáiastefnur fela ekki
nema að iitlu leyti í sér þá sið
fræði sem hver vanalegur maður
leitar eftir þegar þjóðfélagið fer
að vernda hann i auknum mæli
fyrir vonzku öriaganna. Ef til
viil er heimurinn í dag að verða
frjósamur jarðvegur fyrir nýja
stefnu eða stefnur, sem byggja
á öðrum grundvallarsjónarmið
um en þaer stjómmálastefnur,
sem berast á banaspjót i
heiminum i dag. Ekki er ósenni-
legt að slikar lífsstefnur eigi
eftir að verða skyldar siðfræði
hinna ýmsu trúarbragða heims-
ins, frekar en efnishyggju nú-
tímans þ.e. þjóðfélag frjálsra
einstaklinga þar sem hið góða i
hverjum manni ríkir.
Sjálfstæðisstefnan stendur
nær slíku markmiði en aðrar
rikjandi stjórnmálastefnur.
Hún hafnar skiptingu manna
í mismunandi hagsmana- og
stéttahópa.
Sjálfstæðisstefnan felur í sér,
að grundvöllur trausts efnahags-
lífs og undirstaða velmegunar,
er frelsi einstaklingsins til at-
hafna, að samstaða einstakling-
anna skapi þá samhjálp sem fel-
ur í sér það öryggi sem hverjum
einstaklingi er nauðisynlegt, að
þjóðfélag framííðarinnar verði
þjóðfélag frjálsra einstaklinga,
þar sem einstaklimgurinn, hæfi-
leikar hans og tilfinningar fá að
njóta sin.
Sjálfstæðisflokkurinn á þess
vegna að vera flokkur, þar sem
menn hvaðanæva úr þjóðfélag-
inu geta unnið friðsamlega að
lausn hinna ýmsu vandamála
þjóðfélagsins, og markað þjóð-
inni farsæla braut í áttina að
þjóðfélagi framtíðarinnar.
Sjálfstæðismönnum verður að
vera Ijós sú staðreynd, að á
fleiri sviðum en athafna og
verzlunar er verið að auka mið-
stjórnarvald og skerða frelsi
einstaklinga.
Hið þróaða velferðarþjóð-
félag hefur ákveðnar tilhneig
ingar til að steypa menn i sajna
mót og draga úr möguleikum
mannsins til þroska.
Það er þess vegna eitt af mik
ilvægari verkefnum allra frjáls-
lyndra og lýðræðissinnaðra
manna að benda á og berjast á
móti slíkri þróun.
Magnús Gunnarsson.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í að gera íþróttasvæði í Selási.
Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 2.000.—
króna skilatryggingu.
Tílboöin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. marz, '72.
kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Tilboð óskast í sölu á 2200 m af pípum fyrir Vatnsveitu
Reykjavíkur.
Útboðsskilmálar eru afhentir í skrifstofu vorri.
Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 24. marz '72,
kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÖNI 7 SÍMI 26844
6 vikna námskeið
Ennfremur sérstök
snyrtinámskeið
Innritun daglega
Kennsla hefst 6. marz
Lancöme-snyrtivörur
nýkomnar í verzlun
skólans.
SKOLI ANDREU
MIÐSTRÆTI 7
SÍMl 19395 •
FÉLAGSSTARF
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Málfundanámskeið
Heimdallur, samtök ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, efna
til málfundanámskeiðs í félagsheimilinu Valhöll Suðurgötu 39.
Námskeiðið verður 7. og 9. marz (þriðjudag og fimmtudag)
bæði kvöidin kl. 20,30.
Stjómandi verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stud. jur.
Nokkrir þekktir mælskumenn koma í heimsókn á námskeiðið
og flytja stutt erindi um hina einstöku þætti.
Leiðbeint verður um ýmsa þætti ræðumennsku og fundarskapa
svo sem. framsögu, fundarstjóm og einnig um fundarform.
Þátttaka tilkynnist í síma 17102 og er öllum heimil.
ILNING HF.
BALDURSHAGA
— Sími 84320 —
SÓLUM: SÓLAÐIR
FÓLKSBÍLADEKK HJÓLBARÐAR
VÖRUBILADEKK TIL SÖLU
VINNUVÉLADEKK FLESTAR
LYFT ARADEKK STÆRÐIR