Morgunblaðið - 02.03.1972, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAEHÐ, FIMMTUÐAGUR 2. MARZ 1972
- Viðtalið við James Johnson
Framhald af bls. 1
brezáía þinginu. Morguntolaðið
vísaði í upphafi til yí'irlýsing-
ar Anthony Royle í brezka
þinginu í fyrradag þess efnis,
að brezka ríkisstjórmin teldi
brezka togana hafa rétt til
veiða innan 50 mílna mark-
anna og spurði þingmanminm,
hvernig haran teldi að Bretar
mundu fylgja þessu sjónar-
miði fram.
Johnison svaraði:
Enn eru sex mánuðir til
stefnu, fram til 1. september,
svo að við hljótum að vona,
að á næstu sex mánuðum ná-
ist einhvers konar samkomu-
lag. En náist ekki samkomu-
lag, á gagnkvæmum grunni
byggt, þá er enginn vafi á
þvl, að skipstjórar okkar og
sjómenn í Hull og frá öllum
höfnum öðrum, munu freista
þess að veiða innan fimmtíu
sjómílna markanna. Ég ræddi
við skipstjóra í Hull á laug-
ardagsmorgun og þessi er af-
staða þeirra. Otgerðarmenn,
skipstjórar, hafnarverka-
menn sem vinna að löndun
og allir aðrir, sem málið snert
ir, eru þeirrar skoðunar, að
þetta skuli gert. En þess ber
að gæta, að enn eru sex mán-
uðir til stefnu.
Stjórnin hefur og látið auka
vernd okkar eigin fiskiskipa-
flota og mun ef til vill auka
gæziu enn á næstu mánuð-
um, augljóslega til að vernda
okkar eigin 12 mílna landhelgi
vegna inngöngu okkar í EBE.
En auðsætt má vera, að skip
sem verja okkar eigin land-
helgi má einnig nota til varn-
*r annars staðar. Enginn vafi
leikur á því nú, að meðal
alira þeirra sem hlut eiga að
máli þ.e. útgerðarmanna og
sjómanna, verkamanna og að
sjálfsögðu ríkisstjómarinnar
er ríkjandi afdráttarlaus ein-
hugur um þetta efni. Stjórn-
arandstöðuiþingmenn eru
þessu fylgjandi/*
Morgunblaðið spurði hinn
brezka þin/gmann að því,
hvort Bretar mundu senda
herskip til þess að vemda
brezk fisikiskip í íslenzkri
landhelgi og hann sagði:
— Þessu get ég ekki svar-
að að svo stöddu, en efitir u.
þ.b. hálfan mánuð eða svo,
mun ég e. t. v. getað tjáð skoð
anir mínar á því, þar eð ég
fer með sendinefnd til ráð-
herra nú aiveig á næsbunni.
Við héldum fund í sjávarút-
vegsnefndinni sl. mánudag og
var þá ákveðið að ég, Anthony
Crosland, þingmaður frá
Grimsby, og skozkur þingmað
ur tækjum okkur ferð á hend
ur í utanrikisráðuneytið og
kynntum okkur, hvemig mál-
inu yrði framfylgt og hversu
iangt yrði gengið.
Þá var James Johnson innt-
ur eftir þvi, hvort brezka rik-
isstjómin mundi að hans dómi
leita álrts Alþjóðadómstólsins
i Haag á lögmæti uppsagnar
Islendinga á samkomuilaginu
frá 1961 og hann svaraði:
— Það skilst mér að sé
fyrirsetlan stjómarinnar. Ég
feHst á það sjónarmið. Þeir
telja og hafa aJitaf talið að
þessu ágreiningsmáli sem er
milli þjóða okkar skuii visað
til þriðja aðila, þ. e. Aiþióða-
dómstólsins í Haag. Þeir álita
að það skuli leyst á sama hátt
og væri nriHi Bretiands og
Noregs eða Bretlands og Dan-
merkur og ef málstaðurinn —
og auðvitað lítur íslenzka
þjóðin svo á, að hún hafi góð
an máistað að verja — er góð-
ur og réttur, mun dómstóll-
inn væntanlega taka málið til
meðferðar.
f framhaldi af þessu svari
Johnsons var hann spurður,
hvort brezka ríkisstjómin
mundi vísa þessu máli til Al-
þjóðadómstólsins, jafnvel þótt
íslendingar neituðu að mæta
fyrir dómstólnum. Hann
sagði:
— Um það treysti ég mér
tæpast til að segja að svo
stöddu. En ég geri þó ráð fyr-
ir því að svo verði. Væntan-
iega gæti ég sagt af eða á um
það etftir tíu daga eða svo,
þegar við höfum hitt ráðherr-
ann að máli. En mér skilst, að
bnezki sendiherrann Mac
Kenzie hafi verið kvaddur til
London til viðræðna við ráð-
herra og í ljósi viðræðna
hans og ráðherrans og með
hliðsjón af ákvörðunum
stjórnarinnar munum við
sjálfsagt bera saman bækur
okkar og draga af þeim okk-
ar ályktanir.
Þá beindi Morgunblaðið
þeÍTri fyrirspurn til þing-
mannsins, hvort hamn teldi
hugsanlegan samkomulags-
grundvöll vera fyrir hendi ef
íslendingar veittu Bretum
umþóttunartíma innan 50
mllna markanna gegn viður-
kenningu brezku rikisstjóm-
arinnar á 50 mílna fiskveiði-
lögsögunni. Hann svaraði:
— Ég tel það ekki. Áður
leit ég svo á sjálfur, að slíka
ráðstöfun -mætti reyna að at-
huga. En nú er trúa mín sú,
að ríkisstjórnin sé þeirrar
skoðunar og raunar allar
greinar sjávarútvegsins Mka,
að ef við og stjórnin í Bonn
tækjum undir þetta sjónarmið
jafngilti það því að við íéll-
umst á skoðanir íslendinga.
Morgunblaðið spurði Jam-
es Johnson, hvort vænta
mætti nýrra tillagna frá
brezku ríkisstjóminni til
lausnar landhelgisdeilunni í
þeim viðræðum, sem væntan-
lega ættu enn eftir að fara
fram miHi fulltrúa rikis-
stjórna landanna. Hann
kvaðst ekki geta svarað því.
Það væri mál Joseph Godber
eða Anthony Royle (báðir að-
stoðarutanríkisráðherrar) að
svara til um það. Ég mun
sjálfur spyrja ráðhemana
um þetta, sagði þingmaðurinn
en ég get ekki talað fyrir
hönd ríkisstjómar íhalds-
flokksins.
Loks beindi Morgunhlaðið
þeirri spumingu tii James
Johnson, hvort hann teldi lák-
legt, að löndunarbann yrði
sett á íslenzkan fisk í brezk-
um höfnum, ef samkomulag
tækist ekki í landhelgisdeil-
unni fyrir 1. september. Svar
hans var þetta:
— Þetta er spuming, sem
ég get ef til vill svarað að þvi
leyti, að fulltrúar hafnar-
verkamanna í Hull og annars
staðar, hafa komið saman til
fundar í London og rætt við
þingmenn um þetta. Ég segi
í einlægni, að verkalýðssam-
bandið sjálft talar um að
setja í bann sérhvert islenzkt
skip sem kemur inn á Hum-
berána eða til Fleetwood og
Leith og annarra hafna. Þetta
þýðir, að sjálfsögðu, eins og
með þýzk skip eftir fyrri
heimsstyrjöldina, að ef ís-
lenzku skipin koma inn á
Humber og hafnarverkamenn
irinir setja þau í bann geta
þau ekki landað fiskinum. í
hreinskilni verð ég að segja,
að hafnarverkamennimir
hafa sagt hreint út, að ef svo
ilia tekst til að samkomulag
tekst ekki munu þeir ekki
landa fiskinum. Þetta er stað-
an í augnablikinu.
YFIRLÝSING
- frá póst- og símamálastjóra
Morgimblaðinu barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning:
„VEGNA ummæla foTmanins út-
varpsráðs í sjónvarpsþættinum
„Setið fyrir svörum" svo og í
viðtali við Alþýðublaðið 23. febrú
ar sl. þess efnis að varaarliðmu
á Keflavikurflugvelli hafi upp-
Ihaflega verið veitt heimild til
Bjónvarpsreksturs á grundvelli
fjarskiptalaganna nir. 30/1941 vit
ég taka fram eftirfarandi stað-
reyndir til þess að skýra hið
rétta í þessu' máli:
í marz 1955 veitti utanríkis-
xáðuneytið bráðabirgðaleyfi til
tilraunasjónvarps á Keflavikur-
flugvelli fyrir varnarliðið þar.
Þegar slík heimild var fengin frá
rikisBtjómánini gaf póst- og síma-
málastjómin vamarliðinu tæfcni-
legt leyfisbréf um bráðabirgða-
heimild til tilraunasjónvarps á
tíðnisviðinu 180—186 megarið/
eek. ásamt þeim skilyrðum, sem
ráðuneytið hafði sett fram um
afl tíl loftnets og aðalútgeislun
frá loftneti. Aðgerðir pósts og
síma voru í þessu tilviki í sam-
ræmi við ákvæði alþjóðafjar-
ekiptasamningsins um útgáfu
tæknilegra leyfisbréfa radíó-
stöðva í landinu, og eru ákvæði
þar að lútandi einnig í íslenzku
fjarskiptalögunum.
Haustið 1956 óskaði vamarlið-
ið eftir breytingu á leyfisbréfinu,
en utanrikisráðuneytið veitti þá
ökki heimild til umbeðinmar
breytingar, og var leyfið því ó-
breytt um sinn. En í aprílmánuði
1961 heimilar utanríkisráðuneyt-
ið, að póst- og sámamálastjómin
geri þá breytingu á tilraunaleyfi
því, er gilti um sj ónvarpsstöð á
Keflavíikurflugvelli, að útgeislað
afl sjónvarpsstöðvarimnar megi
auka í allt að 250 w.
Samkvæmí þessu er því aug-
Ijóst, að póst- og símamálastjórm-
in gefur ekki út tækinileg leyfis-
bréf fyrr en fyrir liggur grund-
vallarheimild réttra stjómvalda,
sem í umræddu tilviki var utan-
ríikismálaráðuneytið, en undir
það ráðuneyti heyrðu meðal
annars útvairpsmál, svo og. póst-
og sároamál á Keflavíkurflug-
velli að því er varðaði vamar-
liðið, og hefur því lögleg ákvörð-
un verið tekin af réttum stjórn-
völdum, bæði fyrir sjónvarp og
hljóðvarp.
Að lokum tel ég rétt að taka
það fram, að leyfið fyrir sjón-
varpsrekstri vamarliðsins é
Keflavíkurvelli hefur aldrei verið
veitt á grundvelli fjarskiptalag-
anma, það er sarn/kvasmt eðli máls
ins augljós misskilningur. Hins
vegar er sennilegra að umrædd
leyfisveiting hafi verið byggð á
ákvæðum í vamarsamningnum.
Reykjaví'k, 25. febrúair 1972,
póst- og símamálastjóri.
Gamla krónan
i fullu verðgildi
BÓKA
MARKAÐURINN
StllA OG VALDA-
HÚSINU ÁLFHEIMUM
Athugasemd
STJÓRN Bændahallarinnar hef-
uæ beðið Morgunblaðið að geta
þess, að formaður stjómar Bænda
hallarinmar er ekki „arkitekt í
Reykjavík“, eins og fram kom í
greim Hermóðs Guðmumdssonar í
grein i Morgunblaðinu í gær. —
Formaður stjórnarinmar er Ólaf-
ur E: Stefánsson, ráðunautur
Búnaðarfélags íslamds.
*
N orður-Irland;
Skotinn í aug-
sýn dótturinnar
Belfast, 1. marz, NTB, AP.
TVEIR menn úr írska heima-
varnarliðinu vorn skotnir til
bana í gærkvöldí og í morgun,
annar þeirra á heimili sínu í
augsýn ellefu ára dóttnr sinnar,
sem einnig varð fyrir skoti og
hlaut sár á fæti. Hermenn og
lögregla hafa leitað morðingj-
anna ákaft en árangurslaust. í
báðum tilvikum voru „byssu-
mennirnir" með hettu á höfði.
Hins vegar segir yfirstjórn
brezka hersins, að handtekinn
hafi verið einn af heiztu sprengju
smiðum ,,provisionaI“ IRA, þar
sem hann var í felum á geyinslu-
lofti í húsi einu í Andersons-
town, einu af kaþólsku hverfun-
um í Belfast.
Alls hafa nú verið drepnir á
Norður-írlandi 253 menn sl. 31
mánuð.
Mikið vaT um sprengingar á
N-lrlandi í dag, einkum i Belfast
og Londonderiy. 1 Newry særð-
ist lögreglumaður alvarlega af
skotsárum í gær og í sjúkrahús-
inu i Londonderry hafa brezkir
heilaskurðlæknar barizt i dag
fyrir lífi þritugs manns, sem
skotinn var í höfuðið.
Brian Faulkner, forsætisráð-
herra N-lriands, hefur enn á ný
gagnrýnt John Lynch, forsætis-
ráðherra Irlands, og sakað hann
um að samsinna morðum og
hryðjuverkum Irska lýðveldis-
hersins með þvi að taka á hon-
um vettlingatökum.
Fundur Heaths og
Pompidous 18. marz
London, 1. marz — NTB-AP
FIINDUE George I'ompidons,
forseta Frakklands, i»g Edwards
Heaths, forsætisráðherra Bret-
lands, sem upphaflega átti að
vera 19. og 20. febrúar sl. verð-
ur haldinn að Chequers, sveita-
setri brezka forsætisráðherrans,
dagana 18. og 19. marz að því er
tilkynnt var í London í dag.
Fundinum var upphaflega
frestað vegna verkfalls verka-
manna i brezku kolanámunum.
Búizt er við, að þeir Heath og
Pompidou ræði fyrst og fremst
um málefni Efnahagsbandalags-
ins, en einnig samskipti austurs
og vesturs, þróunina í Mið-Aust-
urlöndum og Asíumálin í sam-
bandi við Kínaheimsókn Nixons,
Bandaríkjaforseta.
SEX ára ielpa, Klínborg Harðar-
dóttir, Grettisgötu 5, meiddist á
höfði, er hún varð fyrir bíl á
Laugavegi i fyrrakvöld. Hún
liggur nú í Borgarspítalanum,
en meiðsli hennar ern ekki tal-
in mjög alvarlegs eðlis.
Elínborg litla var á hlaupum
frá Laugavegsapóteki inorður yf-
ir götuma, þegair hún lemiti fyrir
fólksbíl.
Neyðar-
ástand
hjá róm-
verskum
köttum
Róm, 1. marz — NTB
HUNGURSNEYÐ er nú fyrir
dyrum katta Rómar vegna þess,
að manmfólkið notar í vaxandi
mæli plastpoka utan um rusl,
sem það fieygir. Kattavinir hafa
auðvitað hafið mikla herferð,
undirbúið kattasýningu í einu
finasta hverfi borgarinnar og
skrifað f jölda greina um kctti.
Þeir segja m.a., að ahnenning-
ur geri sér aiis ekki grein fyrir
hversu kettirnir geri mikið gagn
við að halda rottuplágunni í
skefjum. Aðrir Rómverjar eru
lítt snortnir og segja, að ef kett-
imir fái ekkert að éta hjá mönn-
umira, mumi þeir bara hafa enn
betri lyst á rottunum.
- NÆSTI
Framhaíd af bls. 1
sem kemur næst sarnan í sept-
enriber nk. og er haft fyrir
satt, að A-Evrópuþjóðimar
hafi fyrir löngu komið sér
saman um að hann verði að
þessu sinni frá Póliandi. Hatfi
pólska stjómin tilnefnt Trep-
czynski og sé ólikiegt annað
em hann verði samþ.vkktur,
þegar þingið kemur saman.
-SÝRLAND
Framliald af bls. 1
þeirra sé óbugað, þrátt fyrir fjög
urra daga hemaðaraðgerðir gegn
þeim.
ísraelar hafa fyrir sitt leyti
tilkynnt að aðgerðir þeirra hing-
að til hafi aðeins beinzt gegn
skæruliðum. Ef hins vegar stjóm
ir þeirra landa sem hýsa þá, hafi
i hyggju að veita þeim hemaðar-
legan stuðning, muni þeir snúa
sér að þeim lika.
Málfunda-
námskeið
Heimdallar
Heimdalhir, samtök ungra
sjálfstæóismanna i Beykjavik,
efnir tíl málfundanámskeiðs i
félagsheimilinu ValhöII, Suður-
götu 39.
Námskeiðið verður 7. ©g 9.
marz (þriðjudag og finiml udag)
bæði kvöldin kl. 20.30.
Stjórnandi verður ViIhjáJmur
Þ. Vilhjálmsson, stíid. jur.
Nokkrir þekktir mælskumenn
koma í heimsókn ð námskeiðlð
og flytja stutt erindi nm taina
einstöku þættí.
Leiðbeint verðnr um ýmsa
þætti ræðumennskn og funda
skapa, svo sem framsögu, funða-
stjóm og einnig um fundaform.
Þðtttaka tilkynnist I sfana
17102 og er ölltim heimil.
MA frumsýndi
Minkana
LEIKFÉLAG MA frumsýndi á
suimudagsikvöld sjónleikinn
Mtokana etftir Eriin/g E. Halldórs
son og var hér um f rumflutntog
leikritsiins að ræða Leikstjóri
var María Kristjánsdóttir, en
leiikmynd gerði Ivan Török. Tón-
list sömdu 4 nemendur MA.
Leikendur eru alis 24, en Mut-
verk eru 28. Næsta sýntog er I
kvöld. — Sv. P.