Morgunblaðið - 02.03.1972, Page 28

Morgunblaðið - 02.03.1972, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1972 SAGAN TVITUG STULKA OSKAST. 1 þýðingu Huldu Valtýsdóttur. . . . fólkið hefur bara sína henti semi. Þeim hefur farið mikið fram síðan Matheson tók við. Hvaðáað leika?“ „Þótt þú lítir aldrei framar á unga stúlku, þá áttu eftir að gjalda þessa. Bach og Handel. Fyrstu svítuna, conserto grosso úr opus 6 og eitthvað fleira. Því geturðu aldrei þagað? því. . „Hana hef ég í betri útsetn- ingu á plötu. Nei, ætli ég verði ekki heima. Kitty vill sjálfsagt, að ég verði heima." Ég gafst upp. Mér fannst ég standa einn gegn öllum á þessu heimili. Höfuðhöggið var farið að segja til sín og mig sárverkj- aði í ennið. Ég kvaddi fólkið. Penny brosti bara og horfði á kúluna á enninu á mér. Gilbert ók þegjandi með mig á stöðina. Lestin var nýfarin. Sú, sem ég tók, beið í sundarfjórðung und- ir ánni. Ég hraðaði mér á tón- leikana og komst þangað í tæka tið. Svo varð tíu minútna seink- un. Strengur slitnaði í fiðlunni í miðju kafi. Síðan tók við drjúg ur göngutúr í rigningunni. Viv- ienne var í hræðilegri buxna- dragt úr einhverju efni sem minnti helzt á bilsætisáklæði. Hún var svoiitið þegjandaleg og úti á þekju, en vildi ekki segja mér hvers vegna. Eggjakakan sem hún pantaði sér á veitinga- húsinu var þurr og allt of sölt. Og ég hellti úr fullu vinglasi yf- ir borðdúkinn, 1 rúminu var þó heldur skárra. Þó ekki eins og ég hafði vonað. Næsta morgun sá ég að línubrengl hafði orðið í greininni minni og misritazt hafði nafri Kohlers. Eftir það sem á undan var gengið, fannst mér það bara eðlilegt. II. kafli. Bara gosdrykk, takk. Ég heyrði ekkert frá Roy næstu fimm, sex vikurnar. Það er að segja ekki beint. En nafni hans skaut oft upp bæði fyrir mér og almenningi. Hann var einn af fleirum sem skrifuðu op ið bréf til „The Times", þar sem Smith-stjórninni í Ródesíu voru settir úrslitakostir: hún skyldi afhenda forystumönnum svartra öll völd í hendur innan 48 klukkustunda eða eiga von á innrás úr lofti ella. Viðtal birt- ist við hann í einu sunnudags- blaðanna, þar sem hann gerði grein fyrir áliti sinu á ungu fólki. Það hijóðaði noikkuð á sama veg og hann hafði útlistað fyrir mér á göngu okkar um garðinn. Hann sagði, að það, sem ungt fólk væri að berjast fyrir, værl engu ómerkara en kristin- dómurinn á sínum tíma, og þeir sem væru andvigir frjálsri sölu á hassi og öðrum eiturlyfjum væru það eingöngu vegna sinn ar eigin svörtu samvizku. Hann tók þátt í sjónvarpsumræðum um framtið lis,ta og var þá greini lega búinn að gleyma hvaða óþægindum hann hafði orðið fyr ir vegna þátttöku í sjónvarps- þáttum. Ég missti af útsending- unni en frétti að stjómmálum hefði verið blandað í umræðurn ar og skoðanir hefðu verið mjög skiptar, — hefðu spannað allt frá skoðunum Roys til þeirrar skoð- unar einhvers bandarlsks mynd höggvara sem hélt því fram að list ætti engan rétt á sér nema hún þjónaði niðurrifsöílum í þjóðfélaginu. Mér létti, þegar ég sá það í einhverjum menning- arslúðurdálki að hinn fjörugi hljómsveitarstjóri Roy Vander- vane væri að æfa sinfóníur Mahlers með London-sinfóníu- hljómsveitinni fyrir hijómleika. Það var þó skárra en „upphafn ing nr. 9“. „Allt gekk sinn vanagang hjá mér þennan tíma. Tímaritið „Hljómplötuleikarinn" sendi mér stóran kassa með 24 sinfóní um Haydens og dágóðan stafla af lesningu með, tid umsagnar. Þetta voru átta stórar plötur (10 klukkustunda verk að hlusta á ailt) og mikið lesmál um ævi tónskáldsins og samtíma þess án nokkurra ummæla um sinfóníurnar. Þá vikuna hljóm- aði Hayden látlaust fyrir eyrum mér, eða öllu heldur, rann inn um annað eyrað og út um hitt. Harold Meer var sæmilegur, neitaði aðeins að birta umsögn um velheppnaða hljómleikaför fiðlukvartetts til Póllands. Mér varð nokkuð ágengt með bók- ina um Weber, kom honum frá Salzborg til Vínar. Eftir mikið þjark náði ég skyrtu út úr þvottahúsinu, sem hafði orð- ið þar innlyksa, eða verið í út- láni í nokkra mánuði og ég lét stilla píanóið mitt. Vivienne tók ólundar- og utangáttasveiflurn- ar með venjulegum stigbreyting um: þær sem sé jukust, þegar nálgaðist helgi, komust í algert lágmark síðari hluta laugar- dags, þegar við leigðum okkur venjulegan bíl og fórum í öku- ferð um nágrennið, og tóku síð- an að vaxa á sunnudagskvöld- ið. Þó komust þau aldrei á það hátt stig, að mér væri veruleg- ur ami að þeim. Ég ákvað á sunnudagskvöldið að láta til skarar skríða sitja ekki (eða liggja ekki) og biða þess þegj- andi að lát yrði á duttlungun- um. „Er hinn farinn að herða sóknina?" „Nei,“ sagði Vivienne. Þetta svar var einmitt ljós vottur um einn bezta eiginleik- ann í fari hennar. Þessi „hinn“ hafði komið til skjalanna um jólaleytið og helming fritímans ásamt þriðjudags og föstudags- kvöldum eyddi hún með honum. Enda þótt hún vissi að ég vissi um tilvist hans, hafði hann þó aldrei borið á góma okkar á miili fyrr en núna. Mér var það léttir að losna við tilsvör eins og „hvað í ósköpunum ertu eiginlega að tala um, maður?" Reyndar var hún jafn sikjót að viðurkenna staðreyndir eins og hún var treg til að gefa upplýs- ingar óumbeðið. Ef mér lék hug- ur á þvi, til dæmis að vita, hvaða atvinnu faðir henn- ar stundaði (einhvern tima hafði það komið í ljós að hann vann á skrifstofu einhvers trúarfé- lags) þá mátti lí'kja aðferðinni við spurningaleik, þar sem spurningunum er aðeins svarað með já-i eða nei-i. Þó var þessi eiginleiki hennar frekar kostur en galli. „Er hann vel stæður?" „Nei. Álíka og þú.“ „Ég skil. Kvæntur?" „Nei.“ Þetta sagði hún með áherzlu. „Nú, sumir eru það. Prúð- menni?" „Ég væri ekki með hon- um annars. Alveg nógu mikið prúðmenni. Nei, meira en það. Frekar lágvaxinn. Og svo er hann með þetta skegg. Ekki yf- irvaraskegg. Alskeggjaður, nema á efri vörinni." „Ekki heyrist mér hann vera fremri mér.“ „Hann er það ekki. En hann er afar huguisamur. Þú ert það oft iíka, en hann er það alltaf. Það er hans mikli kostur. Og hann er traustur. Ég get alltaf treyst honum." „Ég vona, að þú reiðist ekki, þótt ég segi, að eftir lýsingunni heyrist mér hann vera heldur leiðinlegur." „Ekki laust við það,“ sagði Vivienne. Eftir stundarþögn sagði ég: „Veit hann um mig?“ „Já.“ „Hvernig?" „Hann spurði og ég sagði hon um það.“ „Nú, já. Er honum sama?“ „Honum finnst það miður. En hann segir að það sé skárra en ekkert og að það sé mitt einka- mál.“ „Er þér sama, þótt við séum tveir? Hefurðu haft það þannig áður?“ „Ætli ég sé ekki orðin vön því . . . einu sinni voru þeir þrír, svo ég býst við að mér sé sama. Og ég veit, að þér er sama. Þér finnst það jafnvel ákjósan- Góðarbækur Gamaltverð JjW^ BÓKA- flft MARKADURINN W SILLA OG VALDA- HÚSINUÍlfHEM Ueizlumotur Smurt bruuð og Snittur SÍLD & FISRUR Auglýsendur Ef þið hafið í huga að koma auglýsingum í SUNNUDAGSBLAÐIÐ þá vinsamlega hafið samband við auglýsingaskrifstofuna fyrir KL. 5 í DAG. velvakandi 0 Vituð ér enn — eða hvat? Ragnar Halldór Hall, stud. jur., Víðimel 64, Reykjavík, skrifar: „Þetta stef úr Völuspá, þar sem sú, sem kvæðið er lagt í munn, storkar Óðni i frásögn sinni, hefur í vetur verið fært i nútimabúning og er nú nafn á allvinsælum spurningaþætti sjónvarpsins — Vitið þér enn? Að minni hyggju er þessi þátt ur sá bezti, sem sjónvarpið hef ur verið að fikra sig áfram með i þessum „spuiningadúr", en það er alkunna, að íslendingar kunna yfirleitt vel að méta það, þegar garnir eru raktar úr menningarvitum samtiðarinnar. Stjórn þessa þáttar er i hönd um Barða Friðrikssonar, og er svo að sjá sem hann hafi tckið sér hlutverk völvunnar, sem fyrr var getið, því að hann á það til að storka mönnum, er þeir gerast sekir um að geta ekki svarað, og kemur jafnvel fyrir, að maðurinn er alveg glórulaus yfir fávísi svarenda sinna. Það var tilefni þessara lína, að ég undirritaður varð alveg bit á Barða og félaga hans, Guð mundi, í siðasta þætti, að hann skyldi ekki vita það, hvar upp- lýsingar væri að finna um fyrsta islenzka óperusöngvar- ann. 0 Fyrsti íslenzki óperusöngvarinn Saga þessa merka íslendings er rakin í stuttu máli i bók, sem heitir íslendingabók og var gef in út i Reykjavik árið 1958. en þar eru rakin æviágrip merkra brautryðjenda á meðal íslend- inga. Bók þessi er saman tekin og gefin út af Gunnari Hali, og gegnt efnisyfirliti hefur hann heimfært vísu eftir Örn Arnar- son um þetta starf sitt: Samkembt hef ég sundruð gögn, safna í vefinn hverri ögn, upp því gref úr gleymsku og þögn glötuð stef og týnda sögn. í íslendingabók eru myndir af Ara Maurusi Jónssyni og ætt ingjum hans, og ættir hans eru þar raktar, stiklað á stóru í ævi ferli hans og tilfærðir nokkrir dómar um söng hans úr inn- lendum blöðum og erlendum — allir mjög lofsamlegir. Þessí grein er þvi aðeins sett hér fram, að þeir, sem fram komu í fyrrnefndum sjónvarps- þætti vissu ekki, hvar væri að fá upplýsingar um æviferil Ara M. Jónssonar og vildu jafnvel halda þvi fram, að engar heim- ildir væru til um hann yfirleitt. Þvi vildi ég fara að dæmi Ara hins fróða Þorgilssonar, sem í sinni íslendingabók lagði mik- ið upp úr þvi að fá það sem gleggst fram, er sannara reynd- ist. Með þökk fyrir birtinguna. Ragnar Halldór Halí.“ 0 IVIeð staup í hendi Þórarinn Helgason skrifar: „Heiðraði Velvakandi! í dagblaðinu Timanum 30. janúar sl. er mynd af tveimur framámönnum á sviði búnaðar- móla, þeim Gisla Kristjánssyni, ritstjóra og Stefáni Jasonarsyni formanni Búnaðarsamband3 Suðurlands. Mynd þessi gefur mér tilefni til hugleiðinga til fleiri átta en búskapar, enda eru mennirnir á fleiri sviðum liðtækir og þó vonandi minnst á þvi sviði, sem myndin einkum gæti gefið í skyn. Staupin, sem þeir hafa í höndum, verka allt að þvi sem kjarni myndarinnar, tákn þess tíðaranda, sem einna mesta ógn vekur hugsandi mönnum i þjóðfélaginu. Hvað höfðingjarn ir hafast að, hinir ætla sér leyf ist það. Ekkert tiltökumál væri, þótt að almúgafólk léti sér til hugar koma: Svona eiga menn vera, þetta er fint. Hér sjáum við fordæmi fyrirmanna þjóð félagsins! Þetta var nú í afmælishófi og ekki til „hvunndags", en svo mikið þarf ekki við að vera ætið. Alsiða er, að félagasam- tök ljúki fundum með vin- drykkju. Þá eiga fjölmiðlar verulegan þátt i því að eggja til áfengisdýrkunar í landinu, t.d. þegar heyrist í hljóðvarpi, að hellt er í staupin og skálað með tilheyrandi pompi og prakt. — Þetta hefur áhrif nán- ast sem áróður. í sjónvarpí verður þessi háttur sýnu aug- ljósari. Myndin, sem var tilefni þessa greinarkorns, gæti bent til þess að hinir gömlu og góðu ung- mennafélagar hafi snúið við blaðinu og lesi nú annan texta en fyrrum. Þó ætla ég ekki, að um raunveruleg sinna skipti sé að ræða. Tizkan er á- leitin og erfitt undan henni að komast. Menn eru yfirleitt ófús ir að gerast uppreistarmenn gegn henni sem mörgu öðru, þó að ill þyki undir að búa. Þá er það enn myndin góða! Vera má, að þeim heiðurs- mönnum sé sú gamalkumna sveitameruiska föst 1 minni. að ekki sé hjálpvænlegt að vera tómhentur 1 lifsbaráttunni. En hæfilegri og sannari auglýsing eins og á stóð að halda á lofti einhverri framleiðsluvöru Slát urfélags Suðurlands i snotrum umbúðum. En gamam gæti líka verið að fá mynda af Glsla Kristj ánssyni með „krepping fullan" af snarrótarpunti eða melgresi sem tákn sigurstrang legrar baráttu fyrir lífinu á norðurhjara og þar með hans sjálfs. Vonlítið tel ég, að eldri kyn- slóðin afmái drykkjuskapar skömmina af islenzku þjóðinni, en það varðar heill hennar í framtimanum. Það verður hlut- skipti æskunnar, sem nú er uppi og mest skömmuð fyrir ó reglu, ef slikt á að gerast. — Hvernig komið er um drykkju- skap ungmenna er sök þeirra, sem stjórnað hafa þvi, hvað þau hafa heyrt og séð. Reykjavik, 1. febrúar 1972. Þóiaiinn Ilelgason.**

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.