Morgunblaðið - 02.03.1972, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, KÍMMTUDAGUR 2. MARZ 1972
31
Rey k j avíkurúrvalið
sigraði 89-79
- eftir að staðan hafði verið jöfn
að venjulegum leiktíma loknum
f fyrrakvöld vom leikuir tveir
leikir í körfubolta í Laugardals-
liöllinni. Fyrri leikurinn var leik
ur niilli kvennaliðs af Keflavík
urflugvelli og ÍB og síðari leik-
urinu var fjórði leikurinn í
Iiinni árlegu Sendiherrakeppni.
— Báðir voru þessir leikir æsi-
spennandi, og fer nú varia fram
leikur i körfubolta hér í Bvik
án |>ess að allt sé á suðumarki
i leikslok.
Fyrri leikurinn var hnífjafn
allan tímann, og í hálfleik var
staðan 16:15 fyrir Vallarstúlk-
urnar.
í byrjun síðari hálfleiks leit
iþó út fyrir að IR ætlaði að bera
sigur úr býtum, því þær komust
í 6 stiga forskot, 25:19. En eítir
það gekk allt á aftunfótunum hjá
iR, og liðið skoraði ékki eitt ein
asta stig það sem eftir var leiks
ins. En hinar skoruðu jafnt og
þétt það sem eftir var leiksins
og komust í 26 stig. — Að vísu
fékk iR gullið tækifæri á a.m.k.
jafntefli, þegar liðið fékk tvö
viitaskot á siðustu sekúndu leiks
ins. En taugar iR-stúikunnar
sem skotin fmmkvæmdi brugð-
ust, og hún hitti úr hvorugu
skotinu.
Það var vitað mál, að síðari
leikurinn, sem'var milli Vamar-
liðsins og Rvíkurúrvalsins
myndi verða jafn og spennandi.
En að hann yrði það hnífjafn
að framlengingu þyrfti tií þess
að fá fram úrslit reiknaði mað-
ur nú e.t.v. ekki endilega með.
—- Liðin fylgdust að allan leik-
inn, og mesti munur á liðunum
í leiknum var fimm stig. Rvík-
urliðið lék þá mjög misjafnlega
góðan körfubolta, sýndi glæsi-
legan leik af og til, en svo fór
allt i handaskolum inn á milli.
Sérstaklega var áberandi ein-
hver taugaveiklun i byrjun leiks
ins, en þá var boltinn gefinn
næstum eins oft til móéherja
eins og samherja. — eftir að
staðan hafði verið 34:33 í hálf-
leik fyrir VL náði það að kom-
ast fimm stig yfir i byrjun síð-
ari hálfleiks. En okkar menn
voru ekki á þvi að gefast upp,
og þegar hálfleikurinn var hálfn-
aður var búið að snúa dæminu
við, og nú var fimm stiga mun-
ur fyrir Rvik 55:50. En VL lék
fast til sigurs sem endranær, og
um tima leit líka svo út sem þeim
ætlaði að takast að sigra. Þeir
höfðu nefnilega tvö stig yfir
þegar 15 sek. voru til leiksloka
þegar Nelson, þeirra.bezti mað-
ur var einsamall i hraðaupp-
hlaupi með boltann eftir mis-
heppnaða sendingu Kolbeins
Pálssonar. En Nelson gerði, það
sem maður hefur aldrei séð til
hans áður, hann brenndi af und
ir körfunni og Kolbeinn Pálsson
sem fylgt hafði á eftir sneri
vörn í sókn. Hann .brunaði á
ofsahraða upp allan völlinn, og
þegar hann fór yfir miðlínu
sýndi klukkan að fjórar sek.
væru eftir. Svo Kolbeinn var
ekkert að hangsa við hlutina
heldur fór upp í húkkskot af
fimm metra færi með stóran
mann VL utan á sér. Og það ótrú
lega gerðist, boltinn fór bein-
ustu leið í spjaldið og síðan ofan
í körfuna, og um leið glumdi
klukkan. Jafntefli varð 71:71,
og þvi þurfti að framlengja í
einu sinni fimm mín.
Og ísl. liðið var ekkert að tví
nóna við hlutina í franilenging-
unni. Spilað var annað sóknar-
kerfi, 1-3-1 og við gliesilegmn
leik okkar nianna áttu VL-nienn
ekkert svar.
Hvert skotið af fætur öðru
hafnaði í körfunni, og þeg-
ar flautan gall í leikslok var
Bvíkurúrvalið yfirburðasigurveg-
ari, liafði unnið framlenginguna
18:8, og leikinn þvi með 89:79.
Liðið sýndi jvá að það er til
ýmissa afreka liklegt á Pol-
ar Cup, seni framundan er, og
nái það að sýna eitthvað svipað
an leik þá, er ástæða tii bjart-
sýni. En leikmenn þeir sem leika
í Sendiherrakeppninni fyrir
Beykjavik leika allir í landslið
liðinu. Birgir Jakobsson var
stigahæstur með 18 stig, þar af
10 í framlengingunni, en þeir
Þórir Magnússon og Agnar Frið
riksson skoruðu 16 livor.
Hjá VL var Nelson (nr. 20)
stigaliæstur með 20 stig.
Tæikinn dæmdu þeir Erlendur
Eysteinsson og Kristbjörn Al-
bertsson, og voru lítt sannfær-
andi.
srk-
íslendingar sigruðu
Birgir Jakobsson sýndi mjög góðan leik í franilengingunni og
skoraði þá 10 stig.
Skota 112-100
— í landskeppni á skíðum
Islendingar sigruðu Skota í
landskeppni á skiðum, en keppn
In fór fram í Skotlandi um síð-
ustu helgi. Er þetta í annað
skiptið sem íslendingar og Skot
ar heyja landskeppni á sldðum,
í fyrra skiptið fór keppnin fram
á fsafirði, og þá sigruðu Islend-
ingar einnig.
Að jiessu sinni sigruðu fslend
Ingar með 112 stigum gegn 100
stigiim Skota, en Skotarnir
höfðu haft forystu eftir fyrri
dag keppninnar 54:52.
íslenzku keppendurnir í lands
keppninni voru eftirtaldir: Haf-
steinn Sigurðsson, Isafirði, Björn
Haraldsson, Húsavík, Jónas Sig
urbjörnsson, Akureyri, Amór
Guðbjartsson, Reykjavík, Reyn-
ir Brynjólfsson, Akureyri, H'á-
kon Ólafsson, Siglufirði, sem
jafnframt var fararstjóri hóps-
ins og Áslaug Sigurðardóttir
Reykjavík.
Landskeppnin var haldin í
tengslum við skozka meistara-
mótið, og tóku auk Islendinga og
Skota bæði Austurríkismenn og
Norðmenn þátt í mótinu.
Aðstæður voru allgóðar og
snjór nægjanlegur. Fyrri dag
inn var keppt í stórsvigi, og var
nokkur þoka á meðan keppnin
fór fram. Úrslit í stórsvig-
inu urðu þessi:
1. Zepp Gufler, Austurríki.
2. Alan Stewart, Skotlandi.
3. Bjöm Oppedal, Noregi.
4. Stewart McDonald, Skotl.
5. Hafsteinn Sigurðsson, Islandi
6. Marten Röd, Noregi.
7. Bjöm Haraldsson, fslandi.
8. Arnór Guðibjartsson, 9. Jón-
as Sigurbjörnsson, 17. Reynir
Brynjólfsson, 20. Hákon Ólafs-
son. Keppendur voru milli 50 og
60 talsins.
1 stórsvigi kvenna varð Ás-
laug Sigurðardóttir í 6. sæti, en
hún hafði verið i 2. sæti eftir
fyrri ferðina, en hlekktist á í
síðari ferðinni.
Síðari daginn var svo keppt í
svigi og var þá hvasst og nokk-
ur skafrenningur. Úrsiitin urðu
þessi:
1. Leo Schöpf, Austurríki.
2. Hafsteinn Sigurðsson, fslandi.
3. Zepp Gufler, Austurríki.
4. Stewart Fipzsemmons, Skotl.
5. Marten Röd, Noregi.
6. Alan Stewart, Skotlandi.
8. Hákon Ólafsson, 15. Reynir
Brynjólfsson, 18. Arnór Guð-
bjartsson.
Þau Björn, Jónas og Áslaug
voru dæmd úr leik, en Björn
hafði haft þriðja bezta timann,
eftir fyrri umferðina.
Sigurvegari í tvíkeppninni
varð Gufler, Austurríki, annar
varð Hafsteinn Sigurðsson.
þriðji Alan Stewart, níundi Há-
kon Ólafsson, 12. Arnór Guð-
bjartsson og 14. Reynir
Brynjólfsson.
Finnur setti tvö met
TVÖ Islandsmet voru sett á
sundmóti Ægis, sem fram fór í
Sundhöllinni í fyrrakvöld. Finn-
ur Garðarsson bætti eigið met í
200 m skriðstindi í 2:05,2 mín.,
en þeim árangri náði hann i
4x200 m skriðsimdinu, en í því
setti sveit Ægis met, er hún
synti á 8:45,0 mín. Gamla metið
átti sveit Ægis, en það var sett
í fyrra og var 8:52,4 min.
Skemmtileg keppni var í flest-
um greinum Ægissundmótsins,
einkum þó í 100 m bringusundi
karla, þar sem þeir Leiknir Jóns-
son og Guðjón Guðmiindsson
háðu hnifjafna baráttii. Leiknir
var dæmdur á undan og fékk
tímann 1:12,0 mín., en timi Gnð-
jóns var 1:12,1 mín. — Minnl
gat munurinn ekki verið.
Hrafnhildur Giiðmundsdóttir
náði ágætu afreki í 100 m skrið-
sundi, synti á 1:06,9 mín., og
sýnir þetta afrek hennar að ekkl
er ótrúlegt að hún nái Olympiu-
lágmarkinu.
Skóla-
mótið
í GÆR voru leiknir þrír leikir
í skólamótinu og urðu úrslit
þeirra þessi:
GA — Stýrimannaskólinn 5:9
Lindargötuskólinn — Réttarholts
skólinn 4:1
KÍ — Tækniskólinn 0:1
f DAG, fimmtudaginn 2. ma.rz,
fara eftirtaldir leikir fram I
Skólamóti KSÍ:
Melavöllur:
Kl. 14:30 Háskólinn — Mennta-
skólinn v/Hamrahlið.
Kl. 15:45 Menntaskólinn v/Tjörn-
ina — Ármúlaskólinn.
Kl. 17:00 Víghóiaskólinn — Verzl-
unarskólinn.
Háskólavöllur:
Kl. 17:00 Iðnskólinn í Reykjavik
—- Þinghólsskólinfn.
fslenzka landsliðsfólkið: falið frá vinstri: Bjiirn Haraldsson, Arnór Guðbjartsson, Hákon Ólafs
son, Ástaug Sigurðardóttir, Beynir Brynjólfsson, Hafsteinn Sigu rðsson og Jónas Signrbjörnsson.