Morgunblaðið - 14.07.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLl 1972 Aftur hert á loftárásum Tíðindalaust í Quang Tri Saigon, 13. júlí — AP >ARÍSKAR flugvélar grrðu í uag hörðustu árásirnar, sem hafa verið gerðar í eina viku á Svíi í a-þýzku fangelsi Stokkhólmi, 13. júlí — NTB 47 ÁRA gamall Svíi situr nú í fangelsi í Rostok, sakaður um að hafa reynt að smygla austur-þýzkri unnustu sinni út úr Austur-Þýzkalandi. Rétt- arhöld yfir honuni hefjast að öllum líkindum í næsta mán- uði. Sænsk yfirvöld eiga i erfið- leikum með að veita mannin- um nokkra aðstoð þar sem Svlþjóð hefur ekki stjóm- málasamband við Austur- Þýzkaland. Sænski konsúllinn í Vestu.'-Þýzkaiandi gat upp- lýst, að manninum hefði ver- ið skipaður verjandi. Sænska utanríkisráðuneytið vonar, að honum verði vísað úr landi fljótlega eftir að dómur hef- ur verið kveðinn upp i máli hans. Norður-Víetnam, og réðust á eldsneytisg-eymslur, birgða- geymslur og hafnarmannvirki í Hanoi og Haiphong að sögn bandarísku herstjórnarinnar. Tundurspillar úr 7. flotanum eyddu jafnframt þremur flutn- ingaprömmum, sem reyndu að sigla fram hjá tundurdiiflunum úti fyrir ströndinni. Norður-Víet- namar segja, að tugir manna hafi beðið bana í árásunum og tæplega 200 hús eyðilagzt. Sókninni inn í borgina Quang Tri miðaði ekkert áfram í dag sjöunda daginn í röð. Barizt var á ýmsum stöðum umhverfis borgina og segjast Suður-Víet- namar hafa fellt rúmlega 200 norður-víetnamska hermenn og eyðilagt 26 skriðdreka í gær og i dag, en sjálfir misst 46 menn fallna og 72 særða. Bandarískur ráðgjafi telur, að borgin verði ekki tekin fyrr en eftir fjóra eða fimm daga þó að suður-víet- namskur talsmaður segði, að i borginni væri óverulegt lið Norð- ur-Víetnama. I Saigon var skýrt frá því, að áhafnir sumra bandarískra þyrla í Víetnam væru búnar táragasi til þess að koma í veg fyrir að óttaslegnir hermenn eða flótta- menn hindruðu þá í að komast um borð. Þess eru dæmi að þyrl- ur hafi farizt, oltið eða troð- fyllzt vegna tilrauna óttasleginna hermanna og flóttamanna til þess að flýja undan árásum. Umsátur um farþegaþotu New York, 13. júlí. AP. TVEIM farþegaþotum var rænt í Bandaríkjiinum í dag og í kvöld var önnur þeirra á valdi tveggja manna sem rændu henni en um síðir gáf- ust þeir upp. Hin var aftur komin í réttar hendur, 49 ára gamall maður sem rændi henni, gafst upp og skilaði 550 þúsund dala laiisnargjaidi sem hann fékk fyrir 55 farþega. Þotan sem ræningjarnir voru tveir um, var frá Nation- al Airlines. Fluigvélinni var lent á fiiugvelli fyrir sunnan Houiston i Texas og voru ræn- ingjarnir um borð ásamt þrem flugfreyjum, sú fjórða hafði sloppið úr prísundinni skömmu eftir að þotan lenti. Fkigmanni og vélamanni var fleygt út úr vélinni á eft- ir fiuigfreyjunni og voru þeir báðir slasaðir. Vélamaðurinn hafði verið barinn til óbóta en flugmaðurinn var særður skotsári. í fréttum frá AP var ekki getið um hvort hér væri um að ræða flugstjóra eða að- stoðarfluigmann né heldur hvort einhver væri eftir um borð sem gæti flogið vélinni. Alrikislögreglumenn um- kringdu vélina og reyndu að semja við ræningjana um uppgjöf. Völlurinn sem hún ienti á er svo stuttu.r að fluig- menn sem þekkja hann segja að þeir væru lítið hrifnir af að reyna fliugtak þaðan á Bo- eing 727, en af þeirri gerð er þotan. Hjól hennar sprungu enda í lendingunni. Eftir mikið þóf gáfust flug- vélarræningjarnir upp og slepptu öllu-m gíslunum. — McGovern Framhald af bls. 1 kvæði til þess að hljóta tilnefn- ingiuna en fékk 1.864, Henry Jack son öldungadeildarmaður frá Washington-ríki 486, George Wall ace 377 atkvæði, en Hubert Humphrey hafði dregið sig til baka. önnur atkvæði dreifðust milli blökkukonunnar Shirley Chisholm og nokkurra annarra þingfulltrúa. Skömmu áður en atkvæða- greiðslan hófist ræddi McGovem við nokkur hundruð manns sem höfðu efnt til mótmælaaðgerða við hótelið sem hann dvaldizt á og f'U'Wvissaði þá um að afstaða sín í helztu málum hefði ekki breytzt. Hann sagði að hann stæði fast við loforð sitt að kalla heim hvern einasta bandariskan hermann frá Víetnam áður em 90 dagar væru liðnir frá því hann tæki við embætti. Hins vegar er sagt að eftir til- nefnimguna sé helzta viðfangs- efni McGoverns að tryiggja einimgu í flokknum, sem hefur borið svip af töluverð- um illdeilium, því að ef McGovern á að vera vis® um sigur gegn Nixon forseta er einiimg í flokknum mjög nauðsyn- leg. Strax eftir tilmefníki'guna hlaut McGovtm traustsyfirlýs- ingu helztu keppimauta simna, Edmund S. Musikie og Hubert H. Humphrey. Þegar 119 atkvæði Illinois- fylkis höfðu tryggt McGovern tilnefnin'guna hringdi Edward Kemnedy frá Hyamnis Port og óskaði homum til hamimgju með sigurinn. McGoverm bauð honum þá að verða varaforsetaefni, en Kemnedy hafn.aði „af mjög per- sónulegum ástæðum.“ James Allen, öldunigadeildar- maður frá Alabama, skýrði frá því að George Wallace og Henry Jaekson mundu ekki kljúfa sig úr Demókrataflokknum og stofna nýjan stjórnmálafiokk þrátt fyrir ágrelninginn við Mc Govem. Sumir stjórnmálafrétta ritarar telja að sigurlíkur Mc - Ekki Framhald af bls. 1 mannaflokksins til stjórnarinnar þess efnis að hiin Uallaði sanutn ráðstefnu allra þeii-ra þjóða seni stunda fiskveiðar á Norðanstur- Atlantshafi til þess að ræða uin leiðir til að berjast gegn hótun- um fslendinga. Ráðherrann neitaði að ræða hugsanlegar ráðstafanir til vernd ar brezkum togurum sem rnundu stunda veiðar innan 50 milnanna án tillits til ákvörðunar ísileinz'ku stjórnarinnar. Godber kvað Breta hafa gert alit sem í þeirra valdi stæði til að komast að samkomu- lagi við Islendimga vegna uggs þeirra um að fisfestofnar væru í hættu af völdum ofveiði. Mintoff krefur Breta um skaðabótagreiðslu í*ó engin formleg málaleitun, segja Bretar London, 13. júií AP BREZKA stjórnin tilkynnti í dag, að Dom Mintoff, forsætis- ráðlierra Möitu, kæmi bráðlega til Lundúna og gaf þar með fil kynna að risnir væru nýir erf- iðleikar vegna samninganna um afnot af hernaðarmannvirkjnm á eynni. Míntoff dvelst í London dag- ana 27. til 28. júlí í boði brezku stjórnarinnar og ræðir við Ed- ward Heath forsætisráðherra, Sir Aiec Douglas-Home, utanrík isráðherra, landvamaráðherTann, Carrington lávarð, og fleiri ráðamenn um ýmis vandamál að því er segir í tilkynningu brezka utanrikisráðuneytisins. Mintoff iýsti yfir því á þingi skömmu eftir að Bretar ákváðu að láta gengi pundsins fljóta, að hann ætlaði að fara fram á skaða bætur fyrir tap vegna rýrnandi gengi pundsins. Samkvæmt varnarmálasamn- ingi þeim sem undirritaður var að loknum erfiðum samningavið ræðum 26. marz var Möltu heit- ið 14 milljónum punda í greiðsl- ur fyrir afnot af hernaðarmann- virkjunum til næstu sjö ára, og greiða Bretar þriðjunginn, en Bandaríkin og önnur aðildarriki NATO afganginn. Nú er áætl- að að greiðslan nemi raunveru- lega aðeins 30,6 milljónum doll- ara miðað við 36,40 miíljónir doll ara sem um var samið, vegna rýmandi gengi pundsins síðan það var látið fljóta. Mintoff sagðist staðráðinn í að rrcða þetta mál við Breta. Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins sagði að fram- kvæmd varnarmálasamningsins yrði eitt þeirra mála sem rætt yrði þegar Mintoff kæmi, en bætti því við að Bretar vissu ekki til þess en sem komið væri að minnsta kosti að Mintof f vildi að teknar yrðu upp nýjar við- ræður um grundvallarákvæði samningsins. Hann kvaðst ekki vita til þess að Möltustjórn hefði formlega farið fram á fjár hagslegar leiðréttingar vegna þeirrar ráðstöfunar að láta pund ið fljóta. George McGovern forsetaefni dcmókrata horfir á aðalkeppinaiit sinn, Huber* Humphrey, lýsa yfir því í sjónvarpi að hann hafi ákveðið að draga sig í hlé. Govem verði minni við það að Wallace verði áfram i flokknum. Viðbrögð í Vestur-Evrópu við tilnefningu McGoverns komu vel fram í ummælum embættis- manna í Bonn á þá leið að „á því væri mikill munur hvað hann gerði og hvað hann segði“ og að menn „yrðu að bíða átekla". Viðbrögð kommúnista komu meðal annars fram í um- mælum franska blaðsins L’ hum anité á þá leið að þvi færi fjarri að McGovern væri byltingar- maður þó að langt væiri síðan eins frjálsiyndur maður hefði keppt að forsetakjöri í Banda- ríkj'unum. herskipavernd Fréttin er byggð á frásögn fréttamanns AP-fréttastofuninar, Arthur Gavshons, sem er kunnur S'érfræðingur í utanríkismálum, byggð á áreiðamlegum heimild- um í London og segir ennfremur í bréfi hans: Rök Breta fyrir því hvers vegna upp út- viðræðunum slitn- aði eru gerólík þeim ástæðum sem færðar hafa verið fram af hálfu Lslenzku ríkisstjórniarinn- ar. ísleindingar segja að ef Bretar hefðu viðurkenint 50 m'ílurnar hefði verið hægt að feomast að bráðabirgðasamkomulagi. En lafði Tweed.smuir, aðstoðarutan- rikisráðherra, lýsti yfir þvi er hún hélt frá Reykjavík að Bretar gætu ekki og vildu ekki fallast á tilslakanir hvað snerti kjarna málsins, einhliða útfærslu land- helginnar í 50 mílur, því það mundi spilia málstað Bretlands fyrir AlþjóðadómLSitólnum í Haag, en þar munu Bretar fara fram á í næstu viku að sett verði lög- bann á íslendinga til þess að koma í veg fyrir útfærsluna. Heimildimar herma að brezkir ráðherrar séu sanmfærðir um að óhagganleg afstaða íslendinga í fiskveiðideilunni sé aðeins fyrir- boði annarra aðgerða sem ís- lenzka stjóimin vinni að. Heim- ildirnar be.ida á að í málefna- samni'ngi rí k i.s,s tj órnari.n.n ar sé gert ráð fyrir brotfflutningi bandaríska V'ðsinis frá Keflavík- urflugvelli, en það mál hafi verið lagt á hillu'na um stundarsakir, sennilega vegna þess, að því er heimildir AP segja, að íslenzka stjórndin vilji aðeins glíma við eitt alþjóðamál í einu. Næsta skret ríkisstjómarinn- ar eftir brottflutning vamarliðs- ins gæti að því er heimildir AP segja orðið úrsögn íslands úr Atlantshafsbandalaginu. Slíkt skref yrði alvarlegt áfall fyrir varnaráætlanir NATO þar sem ísland hefur mildlvægu hlut- verki að gegna í krafti hernað- arlegrar mikilvægrar legú sinn- ar miðja vegu milli Bandarikj- anna og Sovétr'íkjanna. Ef þessi markmið verða gerð að veruleika, segir áreiðanleg brezk heimild, verður það í full- kommu samræmi við pólitiskan vilja Sovétrí'kjanna. í stuttu máli sagt líta Bretar þannig á misheppnaða tilraun sína til að komast að samkomulagi við Is- lendin'ga sem byrjuin á toig- streitu milli Atlantshafsríkja eða austurs og vestur um fyl'gi þessarar einmana eyju. Jóseps- son tók skýrt fram i viðræðun- Um að sögm Breta að ef íslend- ingum yrði bannað að selja fisk á markaði í Vestur-Evrópu mundu þeir selja fiskinn í Aust- ur-Evrópu. Brezku ráðherrarnir gengu út frá því að hann segði þetta í krafti loforðs sem hann hefði fengið áður en viðræðurn- ar hófust um stuðnitng frá komm únistalö'ndumum. Bann á sölu íslenzks fisks á vestrasnum mörkuðum er ekki útilokað. Fulltrúar Efnahags- bandalaigsims hafa sagt að b;|ida lagið mundi ekki gera sérsamm- inga við Islendinga ef samkomu lag næðist ekki í fiskveiðideil- unni, enda snertir deilan ekki aðeins Breta heldur einnig Vest- ur-Þjóðverja. Tweedsmuir barónessa kveðst vera þess fullviss að hvers kon- ar lögbann af hálfu Alþjóðadóm stólsins í Haag gegtn útfærslu islenzku landhelginmar verði að vera i mynd bráðabirgðasam- komulags. Úrskurðarins er að vænta 1975, og Isiand felist ekki á hann, þó að Tweedsmuir baróm essa telji að íslendingar muni gera það að lokum þófct þeir segi hið gagnstæða nú. Hún seg- isit búast við áframhaldandi fundi, en vill ekki segja hvenair.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.