Morgunblaðið - 14.07.1972, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.07.1972, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JUU 1972 7 Sminútna krossgáta py f [ yp 8 9 ■HÖ 11 12 13 ZILZLHZ 18 Lárétt: 1. veit lítið, 6. æar, 8. sár, 10. hár, 12. þjóðflokk, 14, frumefni, 15. samhljóðar, 16. sagnfræði, 18. hættir. Lóðrétt: 2. menn, 3. guð. 4. draumórum, 5. flagð, 7. viljugur, 9. mikil ferð, 11. veiðarfæri, 13. sjá eftir, 16. burt, 17. korn. Lausn síðtistu krossgátu: Lárétt: 1. óhætt, 6. rær, 8. ófá, 10. ósk, 12. trauður, 14. bú, 15. mý, 16. ann, 18. refamat. Lóðrétt: 2. hráa, 3 ææ, 4. tróð, 5. mótbyr, 7. ókrýnt, 9. frú, 11. sum, 13. unna, 16. af, 17. nm. Bridge Itaiía sigraði Frakkland í und anúrslitum Olympíukeppninnar 1972 með miklum yfirburðum. Lokatölurnar voru 178:88 og fer hér á eftir spil frá þessum leik sem munaði frönsku sveit- ina 25 stigum. Norður S: 7-4-2 H: 5-4-2 T: G-7-5 L: 8-7-5-2 Vestur Austur S: Á-G-10-8-3 S: K-6-5 H: G-8 H: Á-D T: Á-K-10-4 T: 3-2 L: Á-K L: D-G-9-6-4-3 Suður S: D-9 H: K-10-9-7-6-3 T: D-9-8-6 L: 10 Frönsku spilararnir Klotz og Lebel sátu A.-V. og sögðu þann- ig: V. 1 sp. 2 t. 4 1. 4 gr. 5 gr. 6 hj. A. 2 1. 3 sp. 4 hj. 5 t. 6 t. 7 1. Ef spilin eru athuguð þá kemur í ljós, að allt byggist á því hvort sagnhafa tekst að finna spaða drottninguna. Suð- ur lét út hjarta og nú var beðið eftir því hvort eða hvernig sagn hafi (Klotz) myndi svína spaða, en hann valdi aðra leið, sem því miður reyndist ekki vel. Sagnhafi drap með hjarta drottningu, tók ás og kóng í laufi, síðan ás og kóng í tígli og trompaði tígul heima. Næst tók hann slag á drottningu og gosa í laufi, siðan hjarta ás og þar næst slagi á öil trompin heima. Hann átti þá eftir heima spaða K-6-5, en í borði spaða Á-G og tígul 10. Nú var spaða 5 látið út, drep- ið í borði með ás, gosinn látinn út, drepið heima með kóngi og féil þá drottningin, en norður fékk síðasta slaginn á spaða 7! Við hitt borðið varð loka- sögnin 6 grönd hjá Forquet og Garozzo og vannst sú sögn auð- veldlega. GANGIÐ ÚTI í GÓÐA VEÐRINU DAGBOK BAH\\\\A.. Adane og Æjale í Eþíópíu Eftir t>óri S. Guðbergsson vegna leið langur tími, þar til hvíti maðurinn byrjaði að tala til fóiksins. Vinirnir þrír settust á jörðina talsvert langt frá hvíta manninum, en heyrðu þó vel til hans. Hann talaði ekki á þeirra máli, en hafði túlk, sem þýddi það, sem hann sagði. Fyrst talaði hann um mennina og ýmsa erfið- leika þeirra. Hann sagði þeim frá því, að þessi Guð, sem elskaði þá, hefði fyrir löngu skapað heiminn og hann hefði líka skapað mennina. Síðan hefðu mennirnir viljað fara í burtu frá Guði og þá hefði allt farið illa. Seinna sendi hann svo son sinn, Jesúm Krist, til þess að deyja fyr- ir syndir mannanna. — En nú áttu margir erfitt með að skilja og fylgjast með. Að minnsta kosti stóðu margir á fætur og fóru að rápa um á meðal fólksins. Hvíti maðurinn sagði ekk- ert við því, en hélt áfram 1 að tala. „Margir óttast og hræð- ast og eru undir valdi hins illa,“ sagði hann. Og þá var eins og margir rönk- uðu við sér. „En sá, sem vill losna undan þessu valdi getur það. Hann verður að segja skilið við allt, sem hinu illa heyrir til, og hlýða engum öðrum en Jesú.“ Þetta voru að sumu leyti góðar fréttir, að öðru leyti ægilegar. Vegna þess, að það gat varla verið nokk- ur, sem þorði að breyta gegn foringja andanna, Satan sjálfum. Hvernig færi þá? Mundi hann ekki senda veikindi og óham- ingju inn á heimili þeirra, ef þeir ætluðu að segja skilið við hann? Það mundi áreiðanlega aldrei neinn þora þetta. Margir höfðu fengið nóg umhugsunarefni að þessu sinni. Hvíti maðurinn tal- aði ekki lengi. Hann bauð öllum, sem vildu, að koma og tala við sig, hvénær sem væri. Margt fólk var löngu far ið, þegar samkomunni lauk. Öðru hverju hafði Korra gotið augunum í kringum sig á meðan hvíti maðurinn talaði. Hann tók eftir hávöxnum manni, sem stóð upp við eitt tréð. Hann þekkti hann ekki strax, en fannst hann greinilega kannast við hann. Einstaka sinnum fannst honum eins og mað- urinn væri að reyna að íela sig á bak við tréð, eins og hann vildi láta fara sem minnst fyrir sér. Rétt áður en samkomunni lauk fór hávaxni maður- inn frá trénu. Þá þekkti Korra hver maðurinn var. Það fór um hann hálfgerð- ur hrollur. Þetta var eng- inn annar en töframaður- inn voldugi, Barrisja! Hvað var hann að gera hér? Var hann að fremja einhverja töfra? Var eitt- hvert samband á milli hvíta mannsins og Barr- isja? Hvers vegna höfðu sögur gengið um það und- anfarna daga, að Barrisja vildi helzt fremja sem minnst af göldrum? Vinirnir þrír gengu heim á leið niðursokknir í um- ræður. Þeir voru ekki allir á sama máli — og enn þekktu þeir þennan Jesúm aðeins af afspurn. A MARKAÐNUM Mikið var að snúast og nóg að gera. Allir voru eitthvað að dunda. Allir voru að undirbúa eitthvað. Sumir voru að troða hæn- um eða gæsum í kassa, aðr- ir að gæta að geitum og kúm. Sumir virtu fyrir sér undurfalleg ofin teppi í mörgum litum, aðrir handléku alls kyns festar úr alla vega efnum. Allir voru eitthvað að bjástra. Þeir voru á leið til mark- aðsins. Alltaf var gaman að koma á markað ekki sízt fyrir bömin. Þau biðu þess oft óþreyjufull og spennt, og nú var dagurinn loks runninn upp. Allt iðaði af lífi og fjöri á markaðstorgunum. Ég veit ekki, hvort hægt er að lýsa þeim ósköpum nógu vel, af því að við þekkjum ekkert svipað. Það er hvorki hægt að segja að það sé líkt og í Glæsibæ, Hagkaup né Amaro. A þessum útimarkaði úði og grúði af alls kyns vörum, allt frá örþunnum ál-svita- sköfum, sem fólk notaði til þess að strjúka af sér svit- ann og skreytti svo með þeim hárið þess á milli, og til geita og kúa, sem það vildi selja eða skipta á fyr- ir eitthvað annað. Og svo fékkst allt þar á milli eins og smjör, egg, fuglar, korn, teppi, regnhlífar, hálsfest- ar, armbönd, blævængir með mismunandi dýrum fjöðrum, hnífar, spjót og skildir, stólar og trékodd- ar útskornir, verndargrip- ir, ker, hringar, kambar, skór og hvers konar skart- gripir og næstum því allt, sem nöfnum tjáir að nefna. Þið getið því rétt ímyndað ykkur, hvort menn bafi ekki hlakkað til þessara miklu daga. FRflfttt+flLBS Sfl&fl BflRNflNNfl SMAFOLK PíANUTS 5H£ 5AIP £HE U5EPTD 60 TÖ 5CH00L WITH CHUCK..ARE W 6OIN0TOTALKTO HER?AR6 W 60IN6 TO HIT HER ? WHAT ARS Hffi 60IN6T0 PO? ílRlSlR? m mm , J BE50ME EXClTEMENT IN IhH 6lRL5'CAMP.. y — Þarna er hun, maður. i Litla rauðhærða stelpan. — Hún sagði að hún væri í sama skóla og Kalli .... Ætl- arðu að tala við hana? ÆtJ- arðu að lemja hana? Hvað ætlarðu að gera? Maður? Maðnr? — Hvað ertu að horfa á núna, Lalli. — Það virðist eitthvað spennandi um að vera í stelpnabúðunnm .... JHATCXWOU ONE0F1HEM ■IINK IT / PROBABöí' 5AD A OUEEN éNAK0.lv/ — Hvað helditrðu að það geti verið? — O. ein þeirra hefnr senrn lega rekizt á skuggabaldur . .. FERDINAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.