Morgunblaðið - 14.07.1972, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLA.ÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚL.Í 1972
AUCLÝSINC
Opið bréi til íslenzhu þjóðnrinnnr
Bretland hóf fiskveiðar í hafinu við ísland fyrir um 300 árum, og þótt samhúðin hafi ekki
ætíð verið snurðulaus, hefur eðlilega þróazt vinátta á milli þjóða okkar. Nú hefur þessum
vináttutengslum verið stofnað i alvarlega hættu með þeim aðgerðum ykkar, sem felast í
þeirri viðleitni að færa út fiskveiðilögsögu íslands í 50 mílur.
Við álítum, að þið séuð á rangri leið í þessu máli og — sem gömlum vinum — finnst okkur
að við höfum rétt til að bregða upp réttri mynd af því sem um er að ræða.
í fyrsta lagi er það ólöglegt sem þið eruð að gera. Við gerum okkur grein fyrir, að þetta er
umbúðalaus fullyrðing, en sönn engu að síður. Við gerðum bindandi samning, sem kvað svo
á, að sérhverjum ágreiningi yrði skotið til Alþjóðadómstólsins í Haag. Við erum fúsir til að
gera þetta. Þið eruð það aftur á móti ekki.
Ennfremur höfum við beðið ykkur um að bíða þar til væntanleg ráðstefna Sameinuðu
þjóðanna hefur fjallað um allt það er varðar alþjóðalög þessu máli viðkomandi. Þessu
hafnið þið líka, jafnvel þótt stungið hafi verið upp á sérstökum ráðstöfunum er myndu ná
yfir þann tíma sem þetta tæki.
Þið hafið sagt að aðgerðir ykkar miðuðu að því að vernda fiskstofnana. Er það nú rétt?
Og er þetta bezta leiðin til þess? Minna má á, að það var ekki Bretland sem svo að segja
tortímdi síldinni ykkar. Og ef loðnunni er hætta búin, stafar þeirri hættu ekki frá okkur.
Ekki eru það heldur brezkir fiskimenn, sem ógna þorskinum með veiðum á hrygningar-
svæðum hans — svæðum, sem einungis eru nýtt af Islendingum,
Við höfum alveg eins mikinn áhuga og þið á að varðveita þessi stórvægilegu fiskimið. Við
erum fúsir til samvinnu á tvennan hátt. Við myndurn sjálfviljugir takmarka það fiskimagn
sem við sækjum hingað, og við höfum boðizt til að halda okkur frá vissum svæðum á viss-
um árstímum og vissum sva*ðum á öllum tímum, þegar verndunarsjónarmið krefjast
þess, til þess að varðveita fiskstofnana.
Sameiginlega gefa þessi tilboð til kynna að við óskum eftir því að taka mjög mikið tillit til
fiskveiðihagsmuna íslendinga, en ekki á kostnað réttinda okkar og lífsviðurværis. Að öllu
samanlögðu vitum við að málstaður okkar er traustur. Og hjá okkur eru lífshagsmunir í
veði. Hjá okkur eru heil bæjarfélög sem eru beint eða óbeint háð fiskveiðum á hefðbundn-
um fiskimiðum okkar, sérstaklega á miðunum við íslands. En ekki myndu fyrirtætlanir
ykkar einungis hafa óheillavænleg áhrif á gervallan fiskiðnað okkar. Þær myndu líka skaða
skyldan iðnað og, þegar allt kemur til alls, þjóðarbúskap okkar allan. Þar af leiðandi verð-
um við að tjá ykkur, að við munum nota öll tiltækileg ráð til þess að sjá til þess að réttindi
okkar séu ekki eyðilögð.
Sem gamlir og góðir vinir vildum við tjá ykkur þetta milliliðalaust.
Birt sem upplýsingar fyrir almenning af
Hagsmimrszmtökam brezka fiskiðnaðarins.
AUGLÝSING