Alþýðublaðið - 24.07.1958, Qupperneq 4
4
AlþýSublaðið
Fimmtudagur 24. júlí 1958
Pétur Pétursson:
Heim
FARIÐ AF STAÐ.
ÉG MUN hafa dregizt á það
við ritstjóra Alþýðub!aös;ns áð-
ur en ég fór í þessa för, að ég
skyld; segja eittihvað frá henni,
þegar és kæmi til baka. Þetta
er ég nú að hugsa um að gera.
Auðvitað verður hér ekkí um
neina tæmandi ferðasögu að
ræða, heldur reynt að segja í
stórum dráttum frá því, hvern
ie; ferðin gekk fyrir sig og því
helzía, sem fyrir augu bar. Auk
þess getur verið, að rnínar eig-
in hugleiðingar varðandj ákveð
ín málefni fljóti með.
Allir muna, að skömmu áður
en farið var af stað höfðu ung-
versk stjórnarvöld látið myrða
nokkra af forustumönnum upp-
reisnarinnar 1958. Komu þá
fram hér á landi margar radd.ir,
sem fordæmdu slíkt athæfi, og
er sú fordæniing sannarlega á
fúllum rökum reist. LTrn hitt,
hVort hætt skyld; við að fara
í fyrirhugaða ferð þingmanna-
hefndar til Ráðstjórnarríkjanna
má e. t. v. deiia. Ef það mál er
athugað nánar, verða nokkrar
staðreyndir, augljósar. í fyrsta
lagi var ferðin ákveðin fyrir
meira en tveimur árum síðan af
öllum þingflokkum. 1 öðru lagi
vai- ákveðið fyrir pmglok í vor
að taka boðinu nú, og var þao
tilkynnt sendiráði Ráðstjórn-
arríkjanna hér. í þriðja lagi
má svo hreint ekkj gleyrna því,
að við höfum um allmörg und-
ahfarin ár haft mikið viðskipta
samband við þetta land, sem
aHjir flokkar hafa talið hag-
kyæmt fyrir íslendinga. Ég er
hræddur um, að ríkisstjórn
Rússlands, og raunar hvaða rík-
isstjórn sem er hefði litið þá
ákvörðun alvarlegum augum, ef
hætt hefði verið við förina á
allra síðustu stundu. Eg skai
ékki segja um, hverjar síleið-
ingarnar hefðu getað orðið. En
auðvitað verðum við að svna
þeim þjóðum, sem við höfum
viðskipti við, fulla kurteisi, —
jaifn ósamrrála sem við erurr
þeim að öðru leyti í ýmsum
málum. Þetta finnst mér vera
þungamiðja málsins, og taldi ég
þvf fráleitt að hætta við förina
á síðustu. stundu.
Við fórum af stað frá Reykja
vík miðvikudaginn 25. júní. —
Þátttakendur í förinn; voru:
Emil Jónsson, forseti samein-
aðs Alþingis, Alfreð Gíslason,
Karl Guðiónsson, Karl Kristj-
ánsson, Sigurvin Einarsson og
undirritaður. Auk. þess tók Pét
ur Thorsteinsson, ambassador
f&lands í Moskvu, þátt í förinni
mestallan tímann.
KOMIÐ TIL MOSKVU.
Ég hef heyrt eftir manni,
sem mikið hefur lesið um Rúss-
land ,bæði jákvætt og neikvætt
að hann héldi, að bæði sjónar-
miðin hefðu nokkuð rétt fyrir
sér. Það er svo ósegjanlega
margt, bæðj gott. og illt, sem
hægt er að segja um ríki eins
og Ráðstjórnarríkin, sem ná yf-
ir góðan hluta af Evrópu og
allan norður hluta Asíu. með
íbúatöluyfir 200 milljónir. Þar
verður því að hafa í huga, að
enda þótt við sjömenningarni’-
færum yfir abstórt landssvæð1
í suð-vestur hluta Ráðstjórnar-
ríkjanna (líklega 6—7000 km.)
þa er hér aðeins um að ræða i
injög lítið brot af öllu því ógn-
Þættir úr þingmannaför !.
arlandflæmi, sem ríkin ná yfir.
Á rúmlega hálfum mánuð; er
því engin leið að fá neina tæm
andi mynd af þjóðinni eða því
skipulagi, sem hún býr við. Þar
við bætist svo, að förin var.íóuð-
vitað að mestu skipulögðffýrir-
franj( og virtust liflir ,'mögu-
leikar vera á neinum meirihátt
ar breytingum þar frá, sem í
sjálfu sér er kannski ekki ó-
eðlilegt. Á hinn bóginn var það
margt, sem við; fengum nýjar
og gleggri humyndir um. Að
því kem ég síðar.
flugvélar, sem væru að fara til
Rússlands. Bað mig að afhenda
sér myndavélar minar tU
geymslu á meðan við værum á
leiðinni, sem ég vitanlega gerði.
Annað atvik var þannig. að ég
skrifaði á póstkort í flugvél-
inni, sem ég ætlaði að senda
með henn.j til baka, eir.s og
venja er að sé hægt með milli
landaflugvélum. En hér var það
ekki tilfellið. Flugfreyian sagði,
að sér væri bannað að taka við
nokkru kortj eða bréfi. sem
til baka. Allt Vest-
Ein aðalgatan í Moskva.
Frá Kaupmannahöfn fórum
við um kl. 11 fimmtudaginn 26.
júní með flugvél frá SAS- Ti
Moskvu komum við svo um
fimm-leytið, enda er tveggja
klukkustunda tímamunur. —
Eins og sakir standa fljúga flug
vélar frá SAS tvisvar í viku
til Moskvu, og brýst'loftsflug-
vélar rússneskar. af gerðinni
TU-104, fljúga emr.úg tvisvar í
viku til Kaupmannahafnar. —
Flug ð var þægilegt með SAS-
vélinni. Hún kom hverg-; við og
var rúmlega fjóra tíma á Jeið-
inni. Eitt lítið atv.k sýnir vara-
semina, sem áhöfn þessara SAS
vé'a virðist verða að hafa. Ég
ætlaðj að taka mynd af ferða-
félögum mínum, þegar þeir
væru að fara um borð í flugvél-
Ina- Einn, af áhöfnmr.i kom
hlaupandi með þa'ð sama og
sagði mér, að slikt vær; algjör-
lega bannað, þegar i hlut ættu
urlanda-lestrarefni verður að
loka rækilega niður á meðan
flugvélin stendur við í Moskvu.
Slíkt segja reglurnar, og það er
víst eins g:ott að brjóta þær
ekki. Hins vegar skal þess get-
ið, að eftir að við vorum komn
ir til Rússlands mátt; ég taka
allar þær myndir, sem mig lang’
að; til.
Þegar komið er inn yfir Rúss
land, sér maður fremur litið af
vegum. Og á þeim vegum, sem
sjást sér maður varla bifreið.
Það er auðséð að af þessu mikla
landflæmi er mikið land í
raun og veru óunnið. Víða er
langt á milli húsaþyrpmga og
stór skógarbelti. Rússar verða
ekki landlausir á næstunni, svo
mikið er víst.
Þegar flugvél okkar hafði
lent á flugvellinum í Moskvu,
var þar mik'ið tilstand. Fjórtán
manna móttökunefnd var þar
til staðar, undir forustu þing-
forseta, en þeir eru tveir, ann-
ar fyrir sambandsráðið en hinn
fyrir þjóðemisráðið, sem saman
mynda æðsta ráðið. Fjöldi
myndatökumanna var þarna
kóni.nn , börn með blóm og
svo stór hópur áhorfenda. For-
séti sambandsráðsins flutti
ræðu, sem jafnóðum var tú!k-
uð á dönsku, en Emit Jónsson
svarað; með annarri reeðu, þar
sem hann þakkaðj fyrir boðið
og móttökurnar. Var síðan ekið
rakleitt inn í borgina Og við
settir á eitt bezta hótel borgar-
innar, Hótel Sovétsakja. Um
kvöldið sáum. við undurfagra
ballett-sýningu, ,,Svanavatnið“,
og má mikið vera, ef annars
staðar í heiminum finnst lista-
fólk, sem er öllu fremra í list
sinni heldur en rússneskir bail-
ettdansarar.
KREML.
Þegar maður keyrir inn í
Moskvu, er eitt af því, sem ó-
kunnugur tekur fyrst eftir loga
gylltir, sívalir, háir turnar. —1
Þetta eru tumarnir á Kreml.
Innan múra Kreml eru ævaforn
ar kirkjur og hallir, sem nú eru
margar listasöfn, auk þinghús
byggingar og annarra bygginga,
þar sem allra æðstu stjórnendur
landsins hafa aðsetur,. 1 vaida
tíð Stalins var almenningi ekki
leýfilegt að koma inn í Kreml.
Þetta hefur nú breytzt fyrir
nokkru síðan. Nú fær almenn
mgur að fara inn í Kreml og
skoða þar listasöfn og önnur
söfn frá keisaratímunum. Enn
fremur er bústaður Lenins nú
opinn sem minjasafn, þar sem
allt er með svipuðum ummerkj
um og þegar hann lézt. Var
mjög skemmtilegt að skoða
þess; söfn og húsakynni, enda
dvöldum við þarna drjúgan
hluta úr deginum.
Þegar við komurn fyrst til
Kreml, vorum við leiddir ti!
forlátaherbergja, þar sem fyrir
voru forsetar þingsins og ýmsir
aðrir embættismenn. Var þar
fyrst rætt um áætlunina, sem
mér virtist að mestu ráðin áður,
eins og fyrr var sagt. Nokkrir
okkar lýstu áhuga sínum á því
að fara norður til Murmansk til
aðalútgerðarstaðar Ráðstjórnar
ríkjanna. Á þeirri ferð voru þó
talin öll vandkvæði, m1. a. vegna
fjarlægðar, sem að vísu má til
sanns vegar færa. Var okkur
þá bent á, að mikil útgerð væri
Þingmannanefndin skoðar nýjan rússneskan bíl.
frá„ Riga í Lettlandi, og varð
að samkomulagi, að þangað
skjddi farið. Á þessum fundi í
Kreml var okkur gefin allglögg
mynd af því hvernig æðsta ráð
ið er saman sett og hvernig það
vinnur. Okkur var sagt frá
þessum; atriðum aftur, þegar við
komum til Kreml í síðara sk'pt
ið, rétt fyrir heimförina, og
mun ég því segja síðar bæði
frá þingj og þingkosningum þar
í landi, eins og mér komu þau
atriði fyrir sjónir. Eft;r að við
yfirgáfum Kreml fórum við á
landbúnaðar og iðnaðarsýnmgu
— sem er árlega haldin í
Móskva. Er það mjög- stór og
viðamikil sýning, enda höfum
við ekki tíma til að líta á nema
örfáar deildir sýningarinnar. Þó
sá ég þar ýmislegt, sem virðist
vera gersamleg ,eopierað‘ eftir
semskonar vestrænum hlutum,
Má þar til nefna myndavélar,
útvörp, bíla o. fi. Hins vegar
er augljóst, að stórkostleg tækni
þróun á sér stað á ýmsum svið
um og má þar til nefna þá
aeild sýningarinnar, þar sem.
sýnt var líkan af „Spútnik“ og
ýmsar upplýsingar um hann. í
það heila tekið fannst mér mik
ið til sýningarinnar koma.
STALINGRAD.
Stalingrad var ein af þeim
borgum, sem ýmsir okkar höfðu
mikinn áhuga á að heimsækja.
Menn mundu eftir þeirri borg
frá fréttum í síðasta stríði og
minntust hinnar hetjulegu
varnar borgarinnar, sem heims
fræg varð.
Laugardaginn 28. júní var
svo farið þangað með flugvél.
Þegar út á flugvöllinn kom,
reyndist okkur ætlað að hafa
einkaflugvél tip umráða, og
skyld; hún bíða eftir okkur á
hverjum viðkomustað. Þá kom
einnig í ljós, að fylgdarmenn
okkar skyldu verða fjórir, undjr
forustu þingmanns, Dudin að
nafni, sem hér virtist vera eins
konar fulltrúi fyrir Ukraniu hjá
stjórninni í Moskvu. Skal það
sagt strax, að þessir ferðafölag
ar okkar voru framúrskarandi
vinsamlegir og skemmtilegir.
Þá voru með í förinni fjórir
myndatökumenn, sem ijós
mynduðu og kvikmvnduðu
ferðalagið allt.
Flugið frá Moskvu til Stalih
grad tekur rúmlega fjóra tíma.
Þar á flugvellinum voru auð
vitað hátíðlegar móttökur eins
og alla staðar. Um eftirmiðdag
inn var borgin skoðuð undir
foructu yfirverkfræ'ðings borg
arinnar. Það verður að hafá
í huga að talið er að um 85%
allra húsa í borginni hafi eyði
lagzt eða orðið fyrir skemmdum
í stríðinu. Borgin er því að
ýmsu leyti nýtízkulega byggð
upp. Mesta athyglj vekur eíns
konar aðalgata, sem kölluð er
,,Stalinprospect“. Hún er nokk
urra kílómetra löng og allt að
60 metra breið. Mjög falleg
gata með yfirleitt fallegar bygg
ingar a báðk vegu. Hins vegar
sér maður auðvitað talsvert af
gömlum: lágum húsum í útjöðr
um borgarinnar, sem eru sjáan
lega tæpast mannabústað.'r, —
þótt þeir séu notaðir sem slíkir.
En slíkt á auðvitað ekkert frem
ur við um Stalingrad. heldur
en margar aðrar stórar borgir.
I)m kvöldið skoðuðum við
hæðir þær vestur af Stalingrad,
sem lengst og mest var barizt
um í síðasta stríði. Hefur þar
verið reistur fallegur minnis-
varði untf allan þann fjölda
hermánna. sem féll í þeim
orustum. .' Var þeím átökum
lýst að nokkru og síðan var okk
Framháld á 2. síðu.