Alþýðublaðið - 18.08.1930, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.08.1930, Blaðsíða 3
Lan dgön gnley f isneitunin á Grænland. Lundúnum (UP). 17. ágúst. FB. Frá Kaupmannahöfn er símaÖ: Grænlandsverzlunin danska hefir eent yfirvaldinu í Scorebysundi skeyti pess efnis, að mótmæla því formlega, að frakkneski vísindaleiðangurinn, sem Con- stantin Dumbrava (Domblowe) er fyrir, íendi í nýlenduanni. Grænlandsverzlunin skipar yfir- valdinu að leita aðstoðar varð- skips þess, sem Danir hafa við Grænlandsstrendur, ef nauðsyn krefur. — Hlutverk leiðangurs- manna er að taka kvikmyndir af hálendi Grænlands, og ætla þeir og að koma upp loftskeytastöð (stuttbylgjustöð) og standa í 'dag- legu loftskeytasambandi við Par- is. — Grænlandsverzlunin heldur því fram, að Dumbrava hafi ekki haldið viss skilyrði, sem honum höfðu ver ið sett, síðast pegar hann var í Angmagsalik. Dánarfregn. Lundúnum (UP). 17. ágúst. FB. Frá Khöfn er símað: Christopher Friedenreich Hage, danskur stjórnmálamaður, dó á laugar- dagskvöld. Hann var fæddur 1848. — Hann var verzlunarráð- herra i ráðuneyti Zahle 1916 —1920. [Hage var einn af nefndar- mönnunum dönsku, sem sömdu við Islendinga um íslenzk-dönsku sambandslögin.] „R-100“ lýkur Atlants- hafsfinginu. Lundúmun (UP.), 16. ágúst, FB. Kl. 11 og 45 mín. árdegis var símað frá Cardington: „R-100“ hefir lent hér heilu og höldnu. Kl. 12 og 28 mín. e. h. sama dag var aftur símað paðan: Þegar „R—100“ bjóst til að lenda var norðanvindur, en loftskipið hafði 20 (enskra) mílna hraða á klukku- stund. Loftskipið lét lendingar- taugar fallakl. IOV2 (brezktu’tími). Menn bjuggust við, að lending rnyndi reynast erfið, en hún gekk vel. Þegar loftskipið var í 600 feta hæð var hleypt úr geymum peim, sem fyltir eru vatni til ípyngdar. Loftslripið var pví næst dregið að lendingarturninum með dráttarvélum peim, sem sérstak- lega eru til pess útbúnar. — Af- armikill mannfjöldi var við- staddur lendinguna. — Flugtím- inn var alls mn 58 stundir. Bent er á, að loftskipið mætti mót- vindum, en reyndist vel að öllu leyti á heimferðinni. — Lend- ingu var lokið kl. 11 og 2 mih. f. m. 1 AIiÞÝÐÖBLAÐIÐ 3 Garðskagavitinn. Illa gerir Þorsteinn eldri frá Meiðastöðinn ? að mæla bót á- sigkomulagi vitans á Garðskaga, sem 16 ára unglingur varð að gæta í vetur. Á pessu parf að verða breyting og pað undir eins. Hvað hugsar Krabbe eigin- lega? Hann rekur ólaf Sveinsson, viðurkendan dugnaðarmann, frá starfi, og hafði hann pó tvo upp- komna syni og vinnumann til pess að aðstoða við vitagæzluna, en lætur gottheita, að vitavörður- inn á Garðskaga liggi mánuðum saman í sjúkrahúsi, en til að gæta vitans sé að eins 16 ára piltur. Sizt er pó betra að gæta vitans á Garðskaga, par sem brimið gengur oft á tíðum upp fyrir vitann, eins og Krabbe veit sjálfur, pví annars hefði hann ekki látiÖ byggja garðinn með handriðinu. Vitavörðurinn er nú rétt rólfær á sléttum vegi og treystir sér ekki einu sinni til pess að sýna gestum vitann pó tun hásumar sé; hann hefir orðið svona veikur við vitabyggingu og á heimtingu á fullum öryrkju- bótum. Breyting parf að verða við vit- ann og pað undir eins. Annars yrði sennilega breyting á fleiru, er vitunum viðkæmi, eða skyldi Krabbe halda, að í landsstjórn- inni sitji enn pá tómar íhalds- blækur og Krossaness-Mangar? Tveir kunnugir. Land fundið. Lundúnum (UP.), 16. ágúst, FB. Frá Moskva er símað: „Sedoff", ísbrjótur rússnesku ráðstjórnar- innar, hefir sent loftskeyti um nýjan landfund. Land petta er fyrir norðan Novaya Semlja á 75,25 breiddarbaug og 76,10 lengdarbaug. Skipstjórinn á „Se- doff“ hyggur, að um stórt ey- land sé að ræða og margar smá- eyjar. Hann ætlar að senda menn á land til pess að draga upp fána ráðstjórnarríkisins. Um leitnr. (Frh.) Hér fara á eftir niðurstöður lestrarprófanna í barnaskóla Rvikur og til samanburðar lestur barna í Genf, metinn á sama mælikvarða árið áður. Tölurnar, sem tilfærðar eru, tákna fjölda réttlesinna kafla. Bömunum er raðað niður eftir dugnaði, og eru 5 einstaklingar tilgreindir fyrir hvert aldursár. Sá, sem les mest, sá, sem les minst, miðlungsmað- urinn og svo peir tveir, sem em mitt á milli pessara priggja. Væru t. d. börn á sama aldri 21 að tölu, pá myndu vera tilgreind 1., 6., 11., 16., 21. barnið í röðinni. Heimkynni Rvk Genf .’Rvk( Genf Rvk Gefn Rvk Genf Rvk Genf Rvk Gefn Aldur 9 ára 10 ára 11 ára 12 ára 13 ára 14 ára Hæstur 5 12 9 15 18 17 12 18 15 20 12 20 Efri fjórðungur. . . . 2 5 3 7 6 8 8 10 9 11 9 12 Miðlungur 2 3 2 5 4 6 6 7 7 8 7 10 Neðri fjórðungur. . . 1 2 0 3 3 4 3 5 5 6 6 8 Lægstur 0 0 0 0 0 1 0 2 0 2 2 3 Fjöldi prófaðra barna 20 81 32 107 51 112 65 107 74 115 21 126 Það fyrsta, sean tölur pessar vekja athygli á, er pað, að Reykjavíkurbörnin komast hvergi nærri til jafns við jafnaldra sína í Genf, nema hvað efstd ellefu ára Reykvikingurinn er einum hærri en félagi hans í Geni Menn munu taka eftir pvi, að Rvíkurbörnin eru miklu færri en hin, sérstaklega eru 9, 10 og 14 ára bömin of fá til pess aÖ hægt sé að draga nákvæmar ályktanir í einstökum atriðum, t. d. um pað, hjá hvorum séu meiri fram- farir á aldrinum, sem prófin ná yfir. Hitt virðist aftur á móti aö draga megi pá almennu ályktun, að börnin í Genf séu fljótari að lesa en jafnaldrar peirra í Rvík. Er petta sennilegt pegar pess er gætt, að á hvorugum staðnum er um vísvitandi úrval að ræða, heldur tilviljun ein látin ráða valinu. Annað er pó athyglisverð- ara við tölur pessar en saman- burðurinn við erlendu börnin, en pað er hvað mörg Rvíkur-börnin /eru í raun og veru herfilega illa læs, miðað við jafnaldra peirra, sem bezt em læs. Þetta er sér- staklega athyglisvert vegna pess, að vist má telja, að gáfnaskortur valdi ekki, nema ef til vill í nokkrum tilfellum, heldur ó- hyggileg og ófullnægjandi kensla. Það er og fleira en petta próf mitt, sem eins og áður er sagt er ekki nógu víÖtækt til að taka af öll tvímæli, er bendir til, að lestr- arleikni reykvískra og íslenzkra harna yfirleitt sé ekki eins mikil og skyldi. T. d. var pað einróma álit alpýðuskólakennara peirra, er mættu í Rvík í vor, að fjöldi barna k-æmi svo illa lesandi og yfirleitt svo illa mentu'ð úr bama- skólunum, að pað gerði Tmglinga- fræðsluna að miklum mun erfið- ari og árangurminni en ella mætti verða. Þá veit ég einnig, að álit margra bama,kennara urn lestrarkensluna hnígur í sömu átt. Aðstaða peirra er og fjarri pvi að vera góð. Fræðslulögin mæla svo fyrir, að börnin komi læs í skólann 10 ára að aldri. En sá lestur er oft ekki nema nafnið eitt og sjálfsagt oft til ills fremur en góðs. Fyrst og fremst vegna pess, að barnið hefir vanist á lestrarvenjur, sem ef til vill eru í óhagkvæmasta lagi, og auk pess hvetur pað eða jafnvel skyldar kennarann til pess að ætla barninu kunnáttu, sem pað á ekki til. Afleiðingin verður sú, að barnið lærir hvoúki að lesa né neitt annað, sem lestr- arkunnáttu parf til að nema. (Frh.) Sigur'ð.ur Thorlacius. Langt flug. Lundúnum (UP). 17. ágúst. FB. Frá St. Luis er símað: Flugvélin „Greater Louis“ lenti kl. rúml. 6 í morgun, vegna vélbilunar. Flug- mennirnir Dale Jackson og Fo- rest O’Brien, er stýrðu henni, höfðu flogið, pegar peir lentu, í einni lotu 747 klukkustundir og pví farið fram úr meti pví, sem Hunter-bræð)txrnir í Chicago settu nýlega. Jackson og O’Brien vom um 86 klst. lengur á flugi sínlu en Hunter-bræðurnir. Slys. Verkamaður að nafni Einar Ei- ríksson, til heimilis að Njálsgötu 54, varð fyrir bifreið, er hann var á leið til vinnu sinnar. Fór maðurinn úr axlarliðnum og meiddist töluvert á annari mjöðminni. Ágætar myndir úr skemtif ör „ Fáks“ eru til sýnis í gluggum viku- blaðsins „Fálkans” og fást keypt- ar í verzlun Silla og Valda á Laugavegi 43.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.