Alþýðublaðið - 18.08.1930, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.08.1930, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ 1] Pistlar frá Ólafi Þ. Kristjánssyni. II. Oxford, 4. ágúst. Ég varó aÖ hætta í gær, af pví iað ég varð að fara með öðru fóliki til að láta taka mynd af mér. Pað verður falleg mynd af svona mörgu fólki og öllu í góðu skapi. — Nú varð hlé á skrift- lunum, því tvær ungar, skozkar stúlkur komu til mín og báðu mig að skrifa nafn mitt í minnis- bækur sínar, og .auðvitað geri ég það. Petta er ^lgengt hér, að menn safna nöfnum manna af ýmsum þjóðum, og er gaman að þvi, þó að ég gefi mér ekki tíma ti,l þess. Ég get ekki stilt mig um að segja frá því, að lengi, í gærdag var ég að leita að einhverri hæð, sem væri nógu há til þess, að ég gæti séð þaðan yfir borg- ina og umhverfið. Ég fann að visu eina litla hæð eða kollóttan hól, en hann var þannig umlukt- ur af trjám, að útsýni fékst hreint ekki neitt. Má nærri geta hvernig ég hefi kunnað því, vest- fi'rzkur maðurinn. Klukkan hálf-átta hófst hátíð- legasta athöfn, þingsins: þing- setningin. Allir söfnuðiist saman í fundarsalnum, sem var fánum skreyttur. Salur sá er hinn prýði- legasti að allri gerð. Þakið er hvelft og fagurlega útskorið. Forseti, mag. art. Bernhard Long, setti þingið. Þar næst las Julio Baghy upp kvæði eitt gott, er hann hafði ort. Baghy er tví- mælalaust snjallastur skálda þeirra, er yrkja á esperanto. Hann er ungverskur að kyni og var um skeið herfangi austur í Síberíu. Hann hefir sitað sögu eina (Viktimoj), sem gerist þar, og mörg kvæði. Hann er mann- vinur mikill og hæðir beizklega þá menn, sem tala um mannúð, en afneita henni í verkum sínum. Sum kvæði hans eru römm á- deilukvæði, þar sem hann húð- flettir í lipru rími og snjölLum orðum rangsleitni og hræsni nú- verandi þjóðskipulags auðvalds- ins. Eldur frelsis og kærleika ilogar í ljóðum hans. Þeim espe- rantistum, sem þora að heyra frumlegar hugsanir og hafa á- nægju af kvæðum, er ekki hægt að benda á neitt betra til lesturs en ljóðabækur þessa ungverska snillings. (Preter la vivo, Pilgri- moj.) — Þess þarf ekki að geta, að kvæði hans var fagnað með dynjandi lófaklappi. Þá gengu fram fulltrúar ýrnissa rikja og færðu þinginu kveðjur og heillaóskir frá ríkisstjórnun- um. Þessi ríki áttu þarna full- trúa: Austurríki, Brazilía, Hol- land, Lichtenstein, Noregur, Pen- silvanía (í Bandaríkjunum), Pól- land, Rúmenía, Saar-héraðið, Ungverjaland, Þýzkaland og Vik- toría (í Ástralíu). Þrjú þessara ríkja, Austurríki, Rúmenía og Þýzkaland, höfðu svo mikið við, að þau létu sendiherra sina flytja kveðjurnar, þótt þeir kynnu ekki að mæla á esperanto. Hin ríkin völdu esperantista. Fulltrúi Aust- urrikis gat þess, að esperanto væri nú þegar víða kent í fram- haldsskólum þar í landi og yrði þó meira á næstunni. Hann mint- ist líka á það, að borgarstjórnin í Vínarborg hefði látið af hendi ókeypis húsnæði handa espe- ranto-safni. Hollenski fulltrúinn talaði mn námskeið það, sem rú- menski ábótinn Andreo Ce hélt jnýlega í Amhem í Hollandi. Það var ætlað kennurum víðsvegar að til að kynna þeim kensluaðferð þá, er ðe hefir notað með ágæt- um árangri, einkum í Svíþjóð. Hann kennir algerlega munnlega. 200 kennarar úr 21 landi voru í Arnhem til þess að læra af „mikla manninum með litla nafn- ið“. — Fyrir Pólland talaði doktor Felix Zamenhof, bróðir höfundar málsins. Hann gat þess, að fyrst hefði hann ekki viljað sinna esperanto neitt og sýndi fram á það, að í raun og veru er afskiftaleysi ög kæruleysi gagn- vart málefnum verra en bein andstaða. „Afskiftaleysið er synd“, sagði hann. — Robert Kreuz, skrifari þingsins, talaði fyrir Lichtenstein, og fórúst hon- mn þannig orð, að þar mælti digrasti maður þingsins fyrir hönd minnsta ríkisins, því að Kreuz er lágur maður vexti en ákaflega gildur. Hann gat um það, að Lichtenstein hefði fyrir skömmu gefið út nokkur bréf- spjöld af náttúrufegurð þár í landi með texta á esperanto. Lét hann þá ósk í Ijós, að fleiri ríki fetuðu í fótspor þess. Næstur talaði formaður mið- stjórnar esperantista, John Mer- chant, sá, sem áður var nefndur. Hann er ágætur ræðumaður. Minti hann rnenn á þau miklu sannindi, að skaðlegt væri að hugsa á þann veg: „Það mun- ar ekkert um mig; ég er svo ó- nýtur og kraftasmár." Alt, sem er til, er myndað af óteljandi ara- grúa einstaklinga, sem ekki byggja mikið upp einfr sér. Hvað ætli yrði eftir af úthöfunum, eí allir litlu vatnsdroparnir væru sannfærðir um að það munaði ekkert mn sig og yfirgæfu haf- ið? En mönnum vill oft gleymast þetta. Og þó er framtíð allra góðra mála komin undir þvi, hvernig einstaklingarnir hver í sínu lagi taka þeim og hvað þeir gera fyrir þau. Að ræðu Merchants lokinni gengu fram fulltrúar esperanto- félaga í mörgum löndum og fluttu kveðjur og heillaóskir. 1 Síiðan -var samkomunni slitið með því að syngja lofsönginn: „En La mondon venis nova sento“, og eins hafði liann verið sunginn í fundarbyrjun. Var það stór- fenglegt að heyra þennan mikla mannfjölda, sem kominn var að úr ólíkustu hlutum hnattarins, syngja einum rómi þetta gull- fallega kvæði. Er óhætt að segja það, að sam- koma þessi var hin prýðilegasta, bæði að ytra útliti og þó ekki síður að því, er snerti „stemn- inguna" hjá fólkinu sjálfu, en það er jafnan mest um vert. (Frh.) Dm daginai og veginn. Næturlæknir er í nótt Björn Gunnlaugsson, Laufásvegi 16, sími 325. Togararnii. „Maí ‘ kom í gær-af ísfiskveiðum með dágóðan afla, Hann fór aftur á veiðar í gær. Með veikan mann kom enskur togari liingað í morgun. Skipafréttir. „Botnía“ og „Alexandrína drottn- ing“ komu í gær frá útlöndum. í morgun kom hingað enskt her- skip (eftirlitsskip), Til berklaveika drengsins í FLatey: Frá 4Í. S. 3 kr„ frá J. V. 2 kr„ frá tveimur drengjum 5 kr„ frá B. F. 5 kr„ frá M. S. 2 kr. og frá Oddi sterka kr. 1,50. Áður komið kr. 561,30. Samtals kr. 579,80. Maðurgséstlá flugi. Morgunblaðið flytur í gær þá eftirtektaverðu frétt, að maður hafi sést á flugi fyrir nokkrum dögum uppi á Uxahryggjum, (á sennilega að vera yfir Uxahryggjum eða uppi við pá). Fregnin er svo merkileg, að það er rétt að setja hana hér alla eins og hún er í Morgunblaðinu, og er hún þannig þar: „Örn sá Hákon Bjarnason á flugi uppi á Uxahryggjum fyrir nokkrum dögum. Flaug örninn í suðurátt og var með spóaunga í klónum". Fregnin er að sumu leyti mj ög nákvæm hj á blaðinu en þó hefði hún verið fullkomnari hefði blaðið getað jafnframt gefið upplýsingar um, i hvaða átt Hákon hafi flogið, hefði það til dæmis getað bætt aftan við klausuna: „en Hákon flaug til útnorðurs, Hann var með vindling milli hægr'i þumal- og vísi- fingurs. í hnappagati vinstra megin hafði hann fjalldalafjólu, en í jakkavasa hinumegin hafði hann smurt brauð og var Morgun- blaði vafið um, til þess að ekki hallaðist á. En á bakinu hafði hann 16 árgang af Morgunblað- inu. Virtist það ekkert þyngja flug hans; svo mikið léttmeti var það“. D. Meiðsli. Stúlka meiddist á föstudaginn á þann hátt, að hún hljóp út úr bifreið, sem var í gangi. Stúlkan féll í óvit. Meiddist hún á höfði Hvitir sloppap kven- og kapl-manns. -- Vlipnbiiðio, Langavegi 53. Sfmi 870. Vinuofatnaðup, hvftip og bpúnip samfestingap, nan. kinsföt allap stærðip, viimu- skjrtup, axlabönd og belti, vetlingap, sokkap, næpföt, peysup, bláap og mislitap. Vðpubúðin, Laugavegi 53, sfmi 870. MUNIÐ: Ef ykkur vantar hús- gögn ný og vönduð — einnig notuð —, þá komið í fornsöluna, Aðalstræti 16, simi 1089 eða 1738. Miamlfi, að ifðlbreyttasta úr- valið af veggmyndum og spor- öskjurömmum er á Freyjugötu 11, sími 2105. Mikil sala, lágt vepð. Tfzku- búðin, Grundarstfg 2. 35 kp. f Sötin af briinleitu kamgarni f Tízkubúðinni, Gpundarstfg 2. Stoppnð húsgðgn. Ymsar gerðip. Divanar úvalt fyrip- iiggjandi. Einnig gept við notuð húsgögn. Vönduð vinna. Sannglarnt verð. Húsgagnavinnustofan — Hverfisgötn 30. Fpiðrik J. Ólafsson. og hefir legið síðan, en er nú á batavegi. Hún heitir Guðriður Sigurðardóttir, Laugavegi 67 A. Flugið. „Súlan“ heldur kyrru fyrir í dag. Veðrið. Kl. 8 í morgun var 8 stiga hiti í Reykjavik, mestur á Hornafirði, 11 stig, minstur (þar, sem veður- fregnir greina frá,) á Blönduósi, 5 stig. Útlit hér um slóðir: Minkandi norðaustan- og austan-átt. Dálítið regn öðru hverju, — Vætusamt um land alt, einkum á Vestur- og Norður-landi, Pétur Á. Jónsson syngur í síðasta sinn í K.-R.- húsinu kl. 9 í kvöld. Aðgöngu- miðar þeir, er eftir kynnu að verða óseldir (á 2 og 3 kr.), seljast við innganginn frá kl. 8V2, (en í dag í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og hljóðfæraverzl- un Katrínar Viðar. Slökkviliðið var kallað siðdegis í gær á Lindargötu 44 B. Hafði kviknað í út frá reykpípu í þvotta- húsi, en var þegar slökt, svo að skemdir urðu örlitlar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.