Morgunblaðið - 19.08.1972, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1972
® 22-0*22-
* 0
RAUÐARARSTIG 31
14444 S 25555
14444 S* 25555
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
SKODA EYÐIR MINNA.
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
BÍLALEIGAN
AKBliAUT
8-23-47
8cndum
ífA/AR^
FERDABlLAR hf.
Bífaleiga — simi 81260.
Tveggja manna Citroen Mehari.
Fimm manna Citroen G. S.
8—22 manna Mercedes-Benz
hópferðabílar (m. bilstjórum).
STAKSTEINAR
Ásetningur
eða glópska
Þegar islenzkir sósialistar
og kommúnistar líkja saman
hlutskipti fslands og Tékkó-
slóvakiu, benda þeir gjarnan
á, að i báðum ríkjunum
dvelji erlendur her. Þeir vísa
einnig til þess, að annað ríkið
er í Varsjárbandalagfinu og
hitt í Atlantshafsbandalaginu.
Með skirskotun til þessara
staðreynda draga þeir þá
ályktun, að báðar þjóðirnar
hljóti að vera jafn settar.
Siðan er reynt að nota þessa
samlíkingu til þess að örva
menn til andstöðu við aðild
fslands að Atlantshafsbanda-
laginu.
Vísvitandi, — eða e.t.v. af
hreinni glópsku, — sleppa
sósíalistarnir og kommúnist-
arnir þvi, sem mestu máti
skiptir varðandi þessa við-
miðun. Tékkóslóvakía er ekki
fultvalda ríki, það er sett
undir ok hins sósíalíska
stjómkerfis Sovétríkjanna.
Tékkar og Slóvakar ráða
engu um aðild lands síns að
Varsjárbandalaginu; þeir
hafa heldur ekki vald til þess
að ákveða upp á eigin spýt-
ur, hvort sovézkur her dvelst
i landinu eða ekki. Hið sósíal-
iska stjórnkerfi, sem Sovét-
ríkin hafa þvingað upp á
þjóðina, þolir hvorki lýðræði
né heldur frumstæðustu
mannréttindi eins og skoðana-
frelsi.
fslendingar ráða því á hinn
bóginn sjálfir, hvort þeir
taka þátt í varnarsamstarfi
vestrænna ríkja. Enginn hef-
ur dregið það í efa. Aðild fs-
lands að Atlantshafsbandalag-
inu og vera varnarliðsins hér
skerða á engan hátt fullveldi
og sjálfstæði þjóðarinnar.
Framhjá þessum staðreynd
um horfa islenzkir kommún-
istar og sósíalistar í áróðri
sínum. Þessi hugsanavilla
kom eirmig fram í nokkuð
broslegri ályktun, sem þing
nokkurra islenzkra náms-
manna erlendis samþykkti
fyrir skömmu. f þessari
ályktun sagði: „Einnig álítur
sumarþing SfNE það ósam-
rýmanlegt fullvalda riki að
hafa erlendan herafla i landi
sínu og skorar á yfirvöld
Tékkóslóvakíu að vísa sovézk
um her umsvifalaust úr
Tékkóslóvakíu.“
Ósennilegt er, að islenzkir
námsmenn erlendis geri sér
ekki grein fyrir þeirri stað-
reynd, að Tékkar og Slóvakar
ráða engu um það, hvort i
landi þeirra dvelur sovézkur
her eða ekkL Það eru vald-
hafarnir í Kreml, sem ráða
því.
Hvaða tilgangi eiga þá slík-
ar yfirlýsingar að þjóna?
Sennilegasta skýringin er sú,
að með yfirlýsingum af þessu
tagi sé verið að gefa í skyn,
að ástandið í sósíalísku ríkj-
iinum sé með öðrum hætti en
það er í raun og veru. Með
þessu móti er gefið til kynna,
að Tékkóslóvakía sé fullvalda
ríki og fólkið þar geti ráðið
sínum máiefnum eftir eigin
geðþótta.
Þegar menn gefa sér falsk-
ar forsendur af þessu tagi,
geta þeir með bros á vör líkt
saman aðstæðum í Tékkó-
slóvakiu og á fslandi. fslenzk-
ir sósialistar og kommúnist-
ar segja siðan með sakleysis-
svip, að vitaskuld eigi Tékkar
og Slóvakar að vísa sovézka
hernum frá Tékkóslóvakiu
rétt eins og fslendingar eigi
að gera gagnvart bandariska
varnarliðinu.
Þetta er aðeins eitt dæmi
af mörgum um þau falsrök,
sem andstæðingar aðildar fs-
lands að varnarsamtökum
vestrænna rikja beita í áróðrl
sínum. Þau lýsa einkar vel
htigarþelitm og innrætinu,
sem liggur að baki þessarl
skoðun.
Málflutningur þessi myndi
sóma sér vel á síðum Pravda
og Rude Pravo; þar eru söniu
vinnubrögðin viðhöfð.
Hafliði Jönsson garðyrkjustjórí:
Hollar hendun-gnssn gnös
„En svo, þegar sumri
hallar,
þá sigur á rökkrið hljótt,
og Kolbrún himnanna
kemur,
hin kyrrláta, dökka nótt.“
Síðsumarsstemmning skálds
ins séra Helga Sveinssonar,
sem ort var í Vaglaskógi, á
þvi miður ekki við veðráttuna
þessa dagana, hjá okkur sem
búum hér við Faxaflóann.
„Kolbrún himnanna" er nú
komin eins og svo oft áður
með úrillar iægðir vinda og
regnskúra er leggja leið sína
vestur yfir hafið frá Vínland-
inu góða. Þegar hin dökka
nótt er komin, þá er græn-
metið í matjurtagarðinum
búið að ná þeim þroska, að
við getum haft nýtt græn-
meti á borðum og með því
bætt oltkur upp sólarleysi
sumarsins með bætiefnaríkri
fæðu. Hjá flestum er það til-
hlökkun að geta haft nýjar
kartöflur á borðum. Kartöfl-
ur eru ein af mikilvægustu
fæðu'tegundum okkar og án
þeirra gætum við sízt af ötlu
verið. Það ætti því að
vera okkur metnaðarmál að
rækta í landinu þær kartöfl-
ur sem við þurfum til eigin
neyziu. Á þessu sumri hafa
kartöflur verið ræktaðar á
íslandi í 214 ár, en algeng
varð ræktun þeirra ekki fyrr
en á þessari öld. Það var
sænskur barón, Friederich
Wilhelm Hastfer, er fyrstur
varð til að setja niður kartöfl-
ur árið 1758 að Besisastöðum
á Álftanesi. Hastfer þessi
kom þó á annan hátt meira
við ísienzka búnaðarsögu og
er ekki hægt að rekja þá
sögu hér, þó skemmtileg sé,
en við gefum séra Bimi Hall-
dórssyni í Sauðlauksdal við
Patreksfjörð heiðurinn af
fyrstu tilraununum við
kartöflurækt hér á landi. I
ágústmánuði 1758 fékk hann
eitt kvartel af útsæði og
hafði það verið svo Iengi á
leiðinni að ógertegt var að
notfæra útsæðið það sumar,
enda orðið ónýtit sem slíkt,
en í fúamaukinu fann klerk-
ur Mtil hvít kartöfluber, sem
hann varðveitti til næsta
vors í þurri móösku. Ber
þessi setti hann síðan niður
í tilraunagarðinn sinn, sem
var í gilinu suður frá bæn-
um. Haustið 1759 fékk hann
sína fyrstu uppskeru og allt
til þessa dags, hafa kartöflur
komnar frá þessu fynsta út-
sæði, verið ræktaðar þar
vestur i Rauðasandshreppi,
en munu nú aðeins vera til
á einum bæ, að Hvallátrum
hjá Ásgeiri Erlendssyni,
bónda og vitaverði. Þetta eru
smávaxnar kartöfiur mjög
ljósar á litinn. Góð mat-
arkartafla og svipar um
flest til þeirrar tegundar,
sem við þekkjum undir nafn-
inu „rauðar íslenzkar", nema
um litinn.
Séra Björn í Sauðlauksdal
gerði margvíslegar garðrækt-
artilraunir, sem sjálfsagt
hafa haft talsverð áhrif. Frá
hans tíð vex kúmen vilit þar
vestra, á sarna hátt og það
gerir í Fljótshlíðinni frá dög-
um Vísa-Gísla. Bjöm skrifaði
bækur þar sem hann hvetur
landsmenn til meiri neyzlu.
grasa og ræktunar grænmet-
is. Lengi var það þó fólki
ógeðsfellt að ieggja sér tU
munns grænfóður likt og bú-
fénaður gerði og sagt var
uim hjú séra Bjöms í Sauð-
lauksdal, að þau gerðu að
skiiyrði við vistráðningu, að
þau þyrftu ekki að súpa kál-
seyði.
Fundi Alþjóðasam-
bands verzlunar-
manna lokið hér
í GÆR lauk að Hótel Loftleiðum
stjórnarfundi Alþjóðasambands
verzlunarmanna (FIET), og stóð
hann i tæpa tvo daga. Fundinn
sóttu 24 fulltrúar frá 13 löndum
víðs vegar að úr heiminum.
Á blaðamannafundi í gær
kom m.a. fram að einkum voru
þrjú mál rædd á þessum fundi.
Það var 1 fyrsta hagi mál sem
kom upp á síðasta þingi aíþjóð-
Ilagu verkalýðssaimtakanna í
Genf, en það var hagræðing inn-
an smásöiuverzlunarinnar. Starfs
menn í þelirri grein búa við mium
lakari kjör en á flestum sam-
bærilieguim sviðum, og ætlar
FIET að beita sér fyrir umbót-
um þar á. í öðru largi var rætt
um ailþjóðlagar hringamyndan-
ir, og þau vandamál siem þær
skapa fyrir verkalýðssamtök;
fyrirtæki í einu Lamdinu kiaupir
fyri'tæki í öðru. Þau eru þamnig
undir einni stjórn og ætti því
FIET að geta rætt og samið við
hana beint. Rjaiunin er hins veg-
ar tíðast sú að stjórn fyrirtækja-
hringsina segir að fyrirtaeki í
einu landiiinu sé sérmál þesis, þó
svo fyirirtækinu sé stjórnað er-
lendis frá. Þetta vandaimál er
stærst innan banka-, trygginga-
og verzlunarfyrirtækja. I þriðja
liagi var svo tekin til meðferðar
stofnun sérsamtaka verzlumar-
manna fyrir Evrópu sem ráðgierð
er i Kaupmannahöfm í nóvem-
ber næsrtkomandi. Vonast FIET
til mikifcs ánangurs aif siíkum sér
samtöku-m (t.d. munu þessi Evr-
Framlmld á bls. 17
i í farskrárdeild 25100
Einnig farpantanir og upptýsingar hjá ferðaskrifstofunum Auk þess hjá
Landsýn simi 22890 - Ferðaskrifstoía rikisins simi 11540 - Sunna simi 25060 - Feröaskrifstofa um allt land
Úlfars Jacobsen simi 13499 Urval simi 26900 -Utsýn simi 20100 -Zoéga simi 25544
Fieröaskrifstofa Akureyra: simi 11475