Morgunblaðið - 19.08.1972, Side 15

Morgunblaðið - 19.08.1972, Side 15
MORGUNiBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1972 15 Dr. Bjarmi Jónsson: Þa læ] nkar um knanám 1 Morgunblaðinu þ. 10. þ.m. var viðtal við rector magnificus, Magnús Má Lárusson. Var þar með öðru vikið nokkuð að fram- tíðaráætlunum læknadeildar. Af því tilefni flögruðu að mér þankar u>m læknanám á Islandi og vil ég koma sumum þeirra á framfæri við lesendur blaðsins. Rector segir að í ráði sé að reisa hús yfir starfsemi lækna- deildar, en þeim framkvæmdum muni ekki lokið fyrr en eftir áratug hið fyrsta og þá muni hægt að útskrifa 40 til 50 lækna á ári, en ,,sú tala myndi óhjá- kvæmilega leiða til útflutnings á læknum." Það er erfitt að spá um læknaþörf landsins- fram i tímann, en ég vona heils hugar að rector hafi rétt fyrir sér, að ekki verði heilsufari lands- manna þann veg farið eftir ára- tug, að þessi hópur hefði næg verkefni, fulian starfsdag. Nú hafa 136 nýir sitúdenrtar innritazt i læknadeild, 131 ís- lenzkur og 5 erlerndir, en mörg undanfarin ár hafa nokkrir stúdentar frá Norðurlöndum hafið nám í læknadeild og marg- ir þeirra lokið því. Er það og ótviræð skylda vor, að taka við erlendu fólki til háskólanáms, ef það uppfyllir þau skilyrði, sem íslenzku eru sett. Ber það til að á hverju ári verðum vér að sækja til annara landa fræðslu fyrir tugi námsmanna, sumpart allt þeirra nám, en sumu geta þeir lokið að hluta hér heima. Sé ég ekki að gagnger breyt- ing geti orðið á því á æviskeiði þess fólks, sem nú byggir þetta land. Hygg ég að mörgum yrði leiður vonarvölurinn að biðja aðra um allt en láta ekkert í té á móti. Undanfarin ár hefir aðsókn að læknadieild síauikizt og mér er til efs að talan í ár „sé óeðli- lega há“. Stúdentafjöldi eykst jafnt og þétt og nú eru teikn á himni að ekki þurfi lengur að fara í gegnum nálaraugu stúd- entsprófsin.s til þess að fá inn- göngu í Háskólann, heldur verði hann opinn öllum þeim, sem námi hafa lokið í framhaldsskóla. Eykst þá enn til stórra muna sá hópur, sem getur hafið háskóla- nám. Námsleiðum Háskólans hef- ir hins vegar ekki fjölgað að sama skapi. Ræður af líkum, að með auknum fjölda verður meiri aðsókn að hverri deild, og hví skyldi þá læknadeild verða af- skipt? Á hausti komanda munu vænt anlega 136 menn hefja nám í læknisifræði við Háskóla Islands. í>ó helmingur þeirra heltist úr á námsferlinum, ættu samt nær 7 tugir þeirra að útskrifast eft- ir 6 til 7 ár. I>að ^r 40% meiira en hærri talan, sem rector nefnir að útskrifa mætti þegar 10 ára áætlun deildarinnar er komin i gagnið og 75% meira en sú lægri. Ég er ekki í hópi háskóla- kennara, en ég hlaut fræðslu mína í þessum skóla, og síðar hefi ég haft nasasjón af kennslu í læknaskólanum og raunar hlaupið þar í skarð út úr vand- ræðum. Ekki fæ ég séð hvern- ig unnt er að taka við 136 mönnum nú til kennslu í læknis- fræði, og ekki þó Háskólinn hefði úr nægu fé að spila, en mér skilst að honum hafi ætíð verið skammtað naumt. Ég kann heldur ekki ráð til þess að útskrifa helming þessa fjöida eftiir 6 ár með vi'ðhlátiandi þekkingu I læknisfræði. í nefndu viðtali er það haft eftir rector magnificus „að það Bjarni Jónsson kosti jafn.mikið að kenna 20 manns og að kenna 40 manns." Þetta kann að vera rétt um ein- hverjar , greinar háskólanáms, þar er ég ekki dómbær, en það á ekki við um læknisfræði. Fyrir tíma Gutenbergs var hið talaða orð einrátt í fræðslumiðl- un. Bækur voru handskrifaðar, fágætair og ekki á annarra færi að afla þeirra en auðmanna. Þá var einasti möguléiki stúdenta til náms að hlusta á fyrirlestra háskólakennara og þá var jafn dýrt að kenna 10 manns og 1000, ef svo margir hlustuðu á mál kennarans. Nú er ótakmarkað- ur fróðleikur til á bókum, bóka- kaup á allra færi. Það er og til- tækara vel læsum manni að nema af bók en hlusta á erindi. Kennsla í dag — líka í háskól- um, er að miklu leyti fólgin í því að leiðbeina nemendum, skýra fyrir þeim vafaatriði eða það, sem þeir ekki hafa skilið til fulls i upphafi, beina þeim inn á réttar brautir í námi sínu, hverjum einstökum. Það er ekki hægt i 40 manna hóp og ekki heldur 20 manna. 5 til 10 manns er hámark þess, sem hægt er að gera skil þennan veg. Enda leggja nú sumir beztu háskólar heims áherzlu á smáhópa- kennslu, auk fyrirlestra og víða mun kennaralið vera fjölmenn- ara en hér er, miðað við nem- endahópinn. En þar ber þess að gæta, að kennarar fást að veru- legu leyti við rannsóknastörf. Háskóli, sem er að uppistöðu ítroðslustofnun nýtur hvergi mikillar virðingar og ekki þó til komi fátæklegt ívaf rannsókna. En raunalega hefir skort á skiln ing þeirra, sem halda um pyngj- una, á þessari frumþörf Háskóla íslands. Um framtíðarkennslu í lækna- deild er þetta haft eftir rector m.a.: ,,Á sieinni áruim ná.mstima- biiisinis, niunu sfúdentarnir verða í nánuim tengsiiuim við spíta'lann, (þ.e. Landsþítala) og það er ótvíræð stefna mín, að aðrir spítalar verði beðnir um aðstoð ýmsum sérsviðum. Það er mjög mikilvægt til að mynda, að læknadeildarstúdentar geti ver- ið á námskeiðum á Slysadeild Borgarspítaians, þar sem þeir sjá allt, sem fyrir getur komið í lífi læknis.“ Það er vitað mál, að ekki er hægt að kenna síðari hluta læikraisfræði, nema þar sem sjúklingar eru, inni í sjúkrahús- um eða á göngudeildum spítal- anna, enda hefir það ætíð verið liður í námi læknisefna og nú um langa hríð hefir stúdentum ekki verið leyft að ganga tiil prófs, nema þeir hafi lokið til- skilinni spítalavinnu og sanni það með námsferilsbókum sín- um. Ég hefi það fyrir satt, að það sé ekki aðeins á Slysadeild Borgarspítaians, sem stúdentar stunda nám, heldur og á flest- um ef ekki öllum öðrum deild- um þess spítala, og er það svo sjálfsagt að ekki er umtalsvert. Hi>tt hefluf hinis vega.r skolazt í meðförum, að á Slysavarðstofu sjái þeir „allt sem fyrir getur komið í lífi læknis“. Slysavarð- stofur eru nauðsynlegur og ómissandi hlekkur í heilbri.gðis- þjónustunni, en ræki þar á fjör- ur „allt sem fyrir getur komið í ■lifi læknis“ þá mætti væntanlega fækka heilbrigðisstofnunum. Myndu fjárhagsyfirvöld gleðjast y'fir þeim sparnaði. Enn segir i viðtalinu, „Aðrir spítalar ættu að mínu mati einn- ig að láta slíka aðstöðu í té, t.d. Landakotsspítali, þar sem er einasta starfandi augndeildin á landinu, auk þess, sem önnur mjög mikilvæg sérfræðiþjónusta er þar fyrir hendi.“ Úr þessum orðum mætti lesa, að æskilegt væri að Landakots- spítali léti þessa aðstöðu í té, en gerði það ekki. Er það væntan- lega orðavai blaðamannsins, sem þessu veldur. Sannleikurinn er sá, að stúdentar hafa verið við nám í Landakotsspítala allar. götur síðan 1902, að vísu mis- margir á hverjum tíma, og síð- ustu 4 áratugi aldrei fleiri en svo, að sinna mætti hverjum ein- stökum. Hafa allir læknar spítal ans án undantekninga verið fús- ir til að leiðbeina þeim og gert sitt til að dvölin kæmi þeim að gagni. Hafa sumir læknanna lagt talsverða vinnu í þessa kennslu, en aldrei hefir það verið séð við þá í neinu, hvorki af Háskóla né heilbrigðisyfirvöldum. Enginn þeirra, utan Stefán Ólafsson, sem kennir .háls- nef og eyrnasjúk- dómaræði, og er jafnframt ráðunautur Landspítalans í þeim greinum, situr á kennara- stóli í Háskólanum, og enginn hefir fengið greiðslu fyrir þessa Framhald á bls. 19 ENN UM PÓLITÍSKA FISKIFRÆÐI Eftir Ellert B. Schram, alþm. Nýlega birti Morgunblaðið grein eftir Baldur Guðlaugsson stud. jur., þar sem hann leitast við að draga ályktanir af kosn- ingabaráttunni í Bandaríkj- unum og þeim ólíku sjónarmið- um og baráttuaðferðum, sem nú sýnast vera milli frambjóðend- anna I væntanlegum forseta- kosningum þar í landi. í grein- inni er bent á, að McGovern hafi tileinkað sér vinsæl tízku- mál og höfði til ungs fólks og róttækra skoðana í þjóðfélags- málum. Nixon sé hins vegar full trúi íhaldssamari afla. 1 seirmi hluta greinarinnar gerir Baldur samanburð á þessum við horfum og flokkabaráttunni hér á landi, telur Alþýðubandalag- ið hafa náð árangri í að laða til sín hina óánægðu en ólíku hópa fólks, sem berjast fyrir tízkumálum, og hann varpar fram þeirri spurningu, hvort ekki sé tímabært, að Sjálfstæð- isflokkurinn fari úr biðilsbuxun um og taki upp sams kon- ar ,,taktik“. Grein Baldurs er fyllilega timabær. Ekki vegna þess í sjálfu sér, að ályktanir hans séu allar réttar, heldur af hinu, að hún er tilraun til umræðu um stjórnmálabaráttu og ís- lenzka flokkapólitík, sem löngu ætti að vera hafin á hugmynda- fræðilegum grundvelli innan Sjálfstæðisflokksins. Slíkar umræður hafa í nokkr- um mæli farið fram meðal vinstri flokkanna, vegna skoðana ým- issa um sameiningu eða sam- vinnu þeirra i milli. Framlag Sjálfstæðismanna til þeirra um- ræðna hefur ekki verið málefna- legt, nánast það eitt að gera lít- ið úr því brölti og hvatt þannig óbeint til áframhaldandi við- leitni til slíkrar sameiningar. Hver er staða Sjálfstæðis: flokksins frammi fyrir breyttri flokkaskipan á vinstri vængn- um? Er Sjálfstæðisflokkur- inn hægri flokkur eða miðflokk ur? Hver eru viðbrögð Sjálfstæð isflokksins við breyttum viðhorf um og nýjum þjóðfélagsaðstæð- um? Allt er þetta á huldu, —O— Að mínu viti er stjórnmálabar átta íslenzku stjórnmálaflokk anna á röngu plani, sem auðvit- að er stjórnmálamönnunum sjálfum að kenna. Enn er beitt gömlum slagorðum og setið í skorðum þeirra kenninga, sem mjög hafa misst gildi sitt á seinni árum. Þannig einblína sósíalistar enn á úrræði þjóð- nýtingar, ríkisbúskapar, eða þjóðfélagsleg markmið, sem ým- ist eiga ekki við eða hafa náð fram að ganga. Og þannig ríg- heldur Sjálfstæðisflokkurinn í klysjur eins og frjálst framtak og einstaklingsfrelsi, án þess að gera sér grein fyrir þeirri breyttu merkingu, sem i þessum orðum hlýtur að feiast. Nú sem fyrr yfirgnæfa efna- hagsmál önnur viðfangsefni í ís lenzkum stjórnmálum, án þess að almenningur sjái neinn af- gerandi mun á þeim úrræðum, eða því ástandi, sem hinir ýmsu stjórnmálaflokkar beita sér fyr- ir. Umræður um raforkumád, byggðajafnvægi, umhverfismál eða verðlagsmál, eru ekki rædd x tengslum við grundvallarskoð- anir stjórnmálaflokka sem skyldi, og þvi er ekki að neita að afstaðan til slikra mála virð- ist stundum vera tilviljana- og jafnvel mótsagnakennd. -O- Nú þegar vinstri stjórnin hef- uir brugðizt vonum jaifnt and- stæðinga sem stuðningsmanna í að bjóða upp á nýstárleg úrræði, jafnt í efniaha'gsimálium sem öði-u, þá vaknar sú spurning hvort og þá hvernig Sjálfstæðisflokkur- inn vilji bjóða þjóðinni upp á aðra valkosti. Það gerir hann ekki með gagnrýninni einni og það gerir hann heldur ekki með því að taka dægurflugur og tizkufyrirbrigði upp á stefnu- skrá sina. Það má með réttu segja, að Sjálfstæðisflokkurinn sé fast- heldinn á ríkjandi ástand og sjaldan er hann fyrstur til að taka undir nýstárlegar eða frumlegar hreyfingar, eins og baráttu rauðsokka, breytt við- horf í umhverfismálum eða rót- tækar skoðanir í menntamálum. Það væri honum þó í lófa lagið, þegar slík mál falla í sama far- veg og grundvallarstefna hans. Sagan sannar þó að Sjálfstæðis- flokkurinn er frjálslyndur, og styrkur hans og fylgi væri ekki slíkt, ef hann hefði fallið i gryfju þeirrar íhaldssemi, sem einkennir t.d. hægri flok’ka á Norðurlöndum. Hann hefur gegnt hlutverki miðflokks hér á landi, ásamt Framsóknarflokknum, og ef Framsókn hyggst færa sig Ellert B. Schram. lengra til vinsti’i, ætti það að- eins að skapa meiri möguleika fyrir Sjálfstæðisflokkinn, á ,,miðju“ stjórnmálanna. Það verð ur ekki gert með þvi að kasta gömlum og sannfærandi stefnu- málum fyrir róða, heldur með því að aðlaga stefnu flokksins að þróun og umbreytingum i þjóðfélaigimu. Baldur Guðlaugsson bendir á, að flokkur sé ekki takmark í sjálfu sér, heldur sé hann hreyf- ing fólks, sem bera skal vinsæl mál fram til sigurs. Því eigi og geti Sjálfstæðisflokkurinn opn- að sig fyrir svokölluðum tízku- málum. Vissan fyrirvara verður að hafa á þeirri afstöðu. Flokkur- inn berst fyrir almennu frjáls- ræði i landinu, en ætti hann þá að taka á stefnuskrá sína aukið frjálsræði í neyzlu örvunarlyfja, ef hann teldi þrið vivt, að slikt mál ætti upp á pállborðið hjá þorra almennings eða ungu fólki? Ég held ekki. Stjórnmála- barátta snýst ekki um skjótfeng ið fylgi, heldur um lífsskoðanir og „princip". Jafnvel þótt menn kæmust að þeirri niðurstöðu, að þátttaka okkar í Atlantshafsbandalaginu ætti ekki lengur hljómgrunn með al meirihluta þjóðarinnar, þá ef- ast ég um að Siálfstæðisflokk- urinn ætti eða vildi taka undir þau sjónarmið, ef þau brytu í bága við þá sannfæringu ábyrgs flokks, að það mundi stofna ör- yggi og sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Á hinn bóginn mætti segja, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að einblína á ríkjandi ástand í varnarmálum frekar en öðru, af þeirri ástæðu, að hann hafi ein- hverntíma sagt, að svona ætti það að vera. Sjálfstæðismenn hafa einmitt gagnrýnt kommúnismann hvað mesit, vegna einsbrenigi’ngsiliegrar trúar á fastskorðaðar kenning- ar — og hann má elcki falla I sömu gryfju. -O- Takmark þeiri’ar stjórnmála- Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.