Morgunblaðið - 19.08.1972, Page 18

Morgunblaðið - 19.08.1972, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1972 Kjartan Guðmunds- son — Minning Fæddur 23. apríl 1921. Dáinn 12. ágúst 1972. í dag verður til moldar bor- tnn, frá Keflavikurkirkju, Kjart- an Guðmundsson, bifreiðarstjóri. Hinn mikli sláttumaður hefir verið á ferðinni og sveiflað ljánum þar sem fáa hefði grun- að að hann ætti erindi. Kjartan va- fæddur að Núpi í Haukadal í Dalasýslu og var hann sjöundi í röð tíu systkina, se<m öllu voru óvenjulega mann- vænleg og vel gefin. Foreldrar hans voru Guðmundur Guð- mundsson, b<mdi þar, og Sólveíg óaafsdóttir, en þau voru bæði komin af merkum bæedaættum í Döium. Það lætur að likum að auðæfi hafi ekki verið í garði á harðbala koti frammi í afdal, þar sem tala bamanna nálgað- íst tyiftina. En þá var fátæktin almennur fylgifiskur flestra bænda — en Núps hjónin voru ekki á því að gefast upp með barnahópinn sinn — og til þess að leita lífsbjargar fór Guð- mundur að jafnaði til sjóróðra á Suðumes. Hann kom ekki lif- amdi heim frá síðustu vertíð sinni þar. Kjartan var þá fimm ára gamalL — „OíBt búa hetjur bak við lágar dyr“ og móðurinni tókst að halda bömunum sínum hjá sér, en samheldni þeirra og ástríiki móðurinnar mun öðru fremur hafa einkennt heimilis- braginn. Þanm'g var sá jarðvegur, sem Kjartan óx upp af samslunginn af þrautseigju og ástúð — ásamt þeirra nægjusemi, sem lengst af hetfir einikennt islenzka þjóð. Þar kom þó að móðir hans og stjúpi, sem þá var orðinm, ákváðu að flytjast búferlum til Keflavífcur, em þá er Kjartan skiiinm eftir að Vatni i Hauka- dal. Hann var þá tólf ára gam- all. Veit ég að sá skilnaður var ekki léttbær. Það má segja að Kjartan hafi því unnií fyrir sér frá þeitn aldrL Að Vatni dvaldist hann í tvö ár, em ákvað þá að leita sér atvinnu í nálægð móð- t Maðurinn minn, faðir og temgdafaðir, Friðþjófur Þorbergsson, Selás 8, Reykjavík, lézt i Borgarspítalanum 17. þ. m. Fyrir mína hönd barna og tengdabarna. Anna María Maríanusdóttir. t Bjöm Magnússon, Stangarholtj 14, verður jarðsunginn þriðju- daginn 22. ágúst n.k. frá Foss vogskirkju kl. 10,30 f. h. Kristín Eva Árnadóttir, Ásdís Bjðrnsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar ÓLAFUR L. JÓNSSON, fyrrveraodi sýmogarstiórí, andaðist í Landspítalanum að kvöldi 17. þ.m. Guðrún Karvelsdóttir, Birgir Ólafsson, Jón Óiafsson. t Faðir minn og bróðir okkar GlSLI GISSURARSON, verður jarðsunginn frá þjóðkirkjurmi i Hafnarfirði mánudaginn 21. ágúst kl. 2 e.h. Þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á sjóð Guðmundar Gissurarsooar. Herbert Gislason og systkini hins látna. t JÓN SIGURÐSSON, óðalsbóndi á Reynistað, f. 13/3 1888. d. 5/8 1972. öflum þeim mörgum, sem sýndu okkur samúð við fráfall hans og vottuðu minningu hans virðingu á margvístegan hátt, sendum við innilegar þakkir og kveðjur og biðjum þeim öllum guðs fclessunar. Sigrún Pálmadóttir, Sigurður Jónsson, Guðrún Steinsdóttir, og aðrir vandamenn. ur sinnar og flyzt til Keflavikur. Hainn mun þá þegar hafa verið gjaldgengur á við hvem meðal mann við öll algeng störf, enda stundaði hann ýmsa vinnu í Keflavik og Njarðvikum og var m. a. fljótlega farinn að aka vörubíl. Ur Keflvik lá leiðin austur á Hvolsvöll, en þar ók hann vörubifreið fyrir kaupfé- lagið um árabil. Upp úr 1950 liggur leiðin enn til Keflavikur og nú ræður hann sig ti'l áætl- unarbifreiða Keflavíkur, og þar hefir hann starfað æ síðan, og hafir unnið jöfnum höndum á verkstæði og ekið áætlunarbif- reiðum milli Keflavikur og Reykjavíkur, auk óteljandi lang- ferða vítt og breitt um landið. Þeir munu ófáir Suðumesja- mennimir, sem minnast með hlýhug þessa hó.gværa Ijúfmenn- is hans „Kjartans á rútunni". Það má vera að það teljist efcki til mikillar kuunáttu að aka langferðabifreið, eh mér er þó nær að halda að ek'ki finnist margir bifreiðastjórar, sem aka af þeirri mýkt, sem Kjartani var eiginleg. Mér fannst ótrú- le'gt hversu bifreiðin lék í hönd- unum á honum og aldrei varð þess vart að hann hemlaði eða yki snögglega hraðann, það var eins og farartækið liði áfram á loftpúðum. Kjartan eignaðist eina dóttur fyrir hjónaband, en hún heitir Eisa Björk og er nú gift kona og þriggja bama móðir í Kefla- vik. Kjartan kvæntist Ester Þórðardóttur 1957. Máttí í ýmsu sjá að það varð homum mikil gæfa sem hann kunni fyililega að meta, enda hefir heimili þeirra einkeimzi öðm fremur af samheldni og ástúð. Þau hafa eignazt tvo syni, Þórð Magna, 14 ára og Guðmund 13 ára. Nú er hanm aliur þessi Ijúfi dmngur. Fundum o&kar bar fyrst saman, þegar hann var tóif ára gamall og við gengum sarnan í skóia. Það vakti strax athygii mína, að harrn var höfði hærri og gjörvulegri að vailar- sýn en aðrir neraendur skólaes — hann var einnig sprettharð- ari. en við hinir — ein em gien vissi hvort hamn var sterkari — það var ekki hans eðli að láta kenna aflsmunar. 1 tvö ár vor- um við nágrannar og með okk- ur tókst vinátta, sem ég tel að haldizt hafi æ sáðair Oft varð ég þess áskynja að bak við glaðiegt yfirbragð leyndist dul- inn tregi, en aidrei heyrðist ásökun, eða beiskja ti! nokkurs manns. — Leíðir okfcar skildu um áraMl, en á seinni ánuim hef- ir ftindum okkar ósjaldan borið .saman, og jafnan heíir hann leitt. talið að peskustöðvum, o;g þá hefir hann brosað sínu ang- urværa, jafnvel dulúðuga brosi, og ég hefi fundið ti;l kyrrðar, sem gjaman verður skynjuð í nálægð djúpra vatna. Með þessium fátæklegu orðum sendi ég innilegasta þakklæti til forsjónar fyrir að hafa fengið að ganga spölkom af láfsieið með sixkum dreng, sem ég bið allrar hlessunar á eilifðar hraut. Konu hans og bömum öllum ásamt barnabömum, systkinum og tengdafólki sendi ég innileg- ustu samúðarkveðjur og óska þeim Guðsblessunar um alia íramtíð. Tngólfur Aðalsteinsson. Minning; Elín Sigurðardóttir frá Brekkum í Holtum F. 10/11 1891. D. 9/8 1972 ÞAÐ verður engin ' héraðssorg þó að ekkja á níræðisaldri, sem lifað hefur fábreyttu og hljóð- látu lifi alþýðukonunnar, flytjist yfir móðuna miklu og taki land á ströndinni, sem enginn lifandi hefur augum litið, en við ÖE von- umst þó til að hljóta lendingar- stað á að lokum. En aldrei fer það þó svo að við brottför gamalmenna vakni ekki í hugum nánustu ástvina hugljúfar og viðikvæmar endur- minningar, einkum tengdar bemsku- og æskuánmum. Atvik, sem legið hafa I dái i undirvit- undimú, rifjast upp og valda ýmist gleði eða trega. Mig brestur kunnugleik til að lýsa æviferli Elinar til neinnar hlitar. Hún var komin af mjög gófkim ættum. Á búi foreldra sinna ólst hún upp fram um tvítugsaldur, við mikla vinnu eins og þá var títt á fátækum alþýðuheimilum. Skólagöngu hlaut hún enga, nema hinn venjulega fermingarundii'bún- ing. Hún var félagslynd og Mfs- glöð og sótíi þær fáu skemmt- aniT, sem þá var um að ræða, því hún hafði yndi af dansi og saklausum gleðskap. Þessar stopulu gleðistundir hafa sjálf- sagt enzt henni betur en hið tilgangslausa ráp unglinga nú á dögum eftir skemmtunum, sem þau hvergi finna og hvergi er að fmna, sökum þess hvers- dagsleika, sem allt gerir að hégóma. Framhald á bls. 19 Oddgeir Páll Þórar- insson — Minning ÚTFÖR hans fór fram 18. ágúst frá Fossvogskírkju, Hann andaðist á Hjúkrunardeild Hrafn is'tu 11. ágúst sl. eftir margra ára vanheilsu. Oddgeir var fæddur 17. sept. 1893, á Fossi í Mýrdal. F'oreldr- ar faams voru hjónin Elín Jóns- dóttir og Þórarinn Árnason, bóndi og organisti. Oddgeir ólst upp fajá foreidrum sínum i stór- um systkinahópi. Þau voru 8, sem upp komust. Eftír eru á lífi tvær systur og tveir bræður. Árið 1908 flyzt Oddgeir ásamt foreldrum sínum og systkinum til Ve&tmannaeyja. Hann fór snemma að vinna fyrir sér. Eftir að hann kemur til Vestmanna- eyja, fer hann fljótlega að stunda sjóinn, lengst af sem Innílegar þakkir til allra er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS JÓNSSONAR frá TunguháJsi. Sérstakar þakkir til lækna og fajúkrunariiðs þeirra sjúkra- húsa sem hann dvaldist á svo og allra þeirra er göddu hann í veikindum hans. — Guð blessi ykkur öll. Valborg Hjálmsdóttir, börn, tengdaböm, bamabörn og barnabamaböm. vélstjöri hjá Árna bróður sánum eða þangað til faann tók sjálfur við formennsku. Eftir að harara hætti sjó- mennskn gerist hann yélstjóii við Rafs-töð Vestmannaeyja, og síundaði það starf’ um 14 ára skeið. Eyþór, elzti bröðir Oddgeirs, kaupir fyrsta bilinn til Vesl- mannaeyja, árið 1919, og er Oddgeir fyrsti maður, sem lær- ir að stjórna bifreið þar og faafði ökuskírteini nr. 1. Oddgeir kvænrtisf 27. maí árið 1916 Jórunni Gísladóttur frá Vestmannaeyj'um og vár þeirra hjónaband mjög farsælt. Þeim varð ekki bama auðáð, en tóku í fóstur frænku Jónmnar, Guð- rúnu Eyberg Ketiisdóttur og gengu henni í foreldra stað. Hún er gift ágætum manni, Sæmundi Ámasyni, prentara, og eiga þau 3 böm, sem voru auga- steinar afa síns. Árið 1945 flyzt Oddgeir með fjöJskyldu sina frá Vestmanna- eyjum og sezt að í Kópavogi. Eftir það stundar hann ýmis störf við véiaviðgerðár og aninað sem að þvi lýtur, meðan kraftar entust. 3. október 1961 míssir hann fcorou sína og býr eftír það með dóttur sínni og tengdasyní, þar tii nú síðustu 2 árin, að hann dvaldist á Hjúkrunardeild Hrafnistu. Árið 1965 lenti hann í bílslysi, sem olli þvi, að hann náði aldrei heii.su eftir það. Oddgeir var vel skapi farinn, alltaf léttur og kátur og með eindæmum lagtækur að hverju sem hann gekk. Hann var alitaí boðinn og búinn þar sem hjálp- ar var þörf. Við, sem samferða vorum honum eigum góðar mirnniinigar og þökkum honum afflar góðu stundirnar og biðjum homim Guðs blessunar á nýjum leiðom- Fósturdóttur, manni hennar og börnum þeirra, sendum við innilegar samúðarkveðjur. Ólafur H. Ólafsson. SKILTI A GflAFREíTI OG KROSSA. Ftosprent sf Nýlendugötú 14 sími 16480.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.