Alþýðublaðið - 20.08.1930, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.08.1930, Blaðsíða 3
n AL’ÞÝÐDBLAÐIÐ 3 Bezta Gigarettan í 20 stk. pökknm, sem kosta 1 krönu, er: Commander, ^ Wesíminster, Cigaretfur. Viroinia, Fást í öllum verzlunum I hverjam pakka er gnllfalleg islenssk mynd, og fær hver sá, er safnað hefir 50 myndam, eina stækkaða mynd. Er þar mikil víðsýni og fegurð; fraö er skamt frá Jarlhettum. Kerlingarfjöll sáu þeir norðan við Bláfell. Þeir komu heim um miðjan dag á giánudag. Efnkasala á útvarpstækjum. Eftirfarandi hefir FB. verið beðin að koma á framfæri við blöðin, almenningl til leiðbeiningar: Einkasala gekk í gildi 17. þ. m. Eftir það er öllum nema rikisstjörn- inni og þeim, sem hún hefir fa'ið það, óheimilt að flytja inn eða selja útvarpsviðtæki eða tilheyrandi hluta þeirra, að viðlagðri þungrí refsingu. Skipulag einkasölunnar verður þannig, að ríkið hefir heild- sölu i Reykjavík og semur siðan við hæfilega marga menn eða félög víðsvegar um land um að hafa á hendi sölu til einstaklinga og uppsetningu tækjanna. Sölulaun eru ákveðin hundraðsgjald af út- söluverði tækjanna, Einkasalan setur hámarksverð á tækin. Tækin hækka ekki í verði frá því, sem verið hefir. Kostað verður kapps um innflutning að eins góðratækja. Ágóði, sem verða kann á einka- sölunni, rennur til útvarpsins og verður varið til þess að auka og bæta dagskrá þess. Sveinn Ingvarsson, Pálmasonar alþingismanns.erráðinframkvæmda stjóri einkasölunnar. Eru þeir, hann og Jónas Þorbergsson út- varpsstjöri, i ferðalagi um þessar mundir til þess að semja við út- sölumenn einkasölunnar. Með haustinu er fyrirhugað nám- skeið fyrir þá menn víðsvegar af Jandinu, sem hafa áhuga á að kynna sér uppsetningu tækja, gerð þeirra og viðgerðir. Eru slikar ráð- stafanir nauðsynlegar til þess að tækin komin að notum og úrvarpið verði mönnum ánægjulegt. Um leið og einkasalan tekur til starfa verður gefin út ieiðarvisir um tækin, gerð þeirra, verð og notkun. Verður hann látinn fylgja hverju tæki. Útsólustaður í Reykjavik verður hjá Raftækjaverzlun íslands, Lauga- vegi b, simi 1126. (FB.) Þjöðverjar geta ekki notað Ruhrnámurnar. Lundúnum (UP). 20. ágúst FB. Berlín: Þrjú námueigendafélög í Ruhr hafa sótt um það til verka- málaráðuneytisins að fá leyfi til þess, að loka einni námu hvert 1. september vegna þess, hve dauft er yfix koiaiðnaðínum. — 1500 verkamenn missa atvinnuna, ef lokunarleyfin fást. Veðrið. Kl. 8 í morgun var 10 stiga hiti i Reykjavík, mestur á Horna- firði, 14 stig. Útlit hér á Suð- vesturlandi: Norðan- og norð- austan-kaldi. Regn öðru hverju. — Vætusamt um land alt. Flugferðir yfir Atlantshaf. Lundúnum (UP). 18. ágúst. FB. Flugmálaráðtmeytið brezka hefir látið birta skýrsiu um tilrauna- flug „R—100“. Segir svo í skýrsl- unni, að reynslan, sem fékst á tilraunaflugferðunum, hafi leitt í Ijós, að tími sé til kominn að koma á skipulagsbundnum loft- skipaferðum milli Cardington, Montreal og New York árið um kring. Ráðgert er að fara þrjár 'leiðir, eftir árstiðum og veður- horfum: 1) Norðurleiðina, um Græn- landsodda (Cape Farewell). 2) Beint um Nýfundnaland til Kanada. 3) Suðurleiðina, yfir Azoreyj- ar. Ráðgert er, til þess að tryggja það, að þessar fyrirætlanir heppnist vel, að útbúnar verði flotstöðvar til lendingar, með 300 sjómílna millibili, á ieiðinni frá Azoreyjum til New York, og frá Azoreyjum til Plymouth. Bifrelðastæð! og takmöpknm umfepðar f Reykjavik. Öllum Reykvíkingum og þeim, sem koma til Reykjavíkur, er nauðsynlegt að vera vel heima í samþyktum um takmörkun bif- reiðaumferðar í borginni. Það dregur úr slysahættu. Sérstaklega er þó bifreiðastjórum nauðsyn- legt að vita greinilega þar um og sömuleiðis mn samþykt þá, er bæjarstjórnin hefir gert um bifreiðastæði, og hegða sér þar eftir. Er nú þegar tekið að beita sektum fyrir brot á regluger^ unum, og bitnar það auðvitað á þeim, sem ekki kynna sér þær til hlítar. — Báðar reglugerðíirnar voru samþyktar á bæjarstjórnar- fundi 5. júní í sumar, og eru þær birtar hér til leiö'beiningar: Sampykt nm takmorknn nmferðap í Reykjavík. Samkvæmt 15. gr. lögreglusam- þyktar fyrir Reykjavík ákveður bæjarstjóm, að fyrst um sinn megi bifreiðar standa á þessum stöðum í borginni: A. Bifreiðar, skrásettar i Reykjavik. I. Leigubifreiðar til mannflutn- inga. 1. Á Lækjartorgi vestan- og norðan-vert við miðstéttina. 2. Á Vitatorgi. 3. Á Óðinstorgi. 4. Á Hólatorgi. Borgarstjóri og lögreglustjóri ákveða, hve margar bifreiðar megi vera á hverjum stað, og skal borgarstjóri veita skriflegt leyfi fyrir hverju bifreiðastæði gegn mánaðargjaldi, er greiðist fyrirfram til bæjargjaldkerans, og sé goldið 25 krónur á Lækjar- torgi, en 5 krónur á hinum stöð- unum. Engri bifreið er heimilt að hafast við á stæðunum, nema gjaldið sé áður greitt, og getur lögreglan ávalt krafist, að kvitt- un sé sýnd, II. Einkabifreiðar til mannfiutn- inga. a. Föst stœS5. 1. Á Vitatorgi. 2. Á Kirkjutorgi. 3. í Vallarstræti. 4. í Thorvaldsensstræti. Um þessi stæði gilda sömu reglur og um stæðin fyrir leigu-, bifreiðar til mannflutninga, en mánaðargjaldið skal vera 2 krón- ur fyrir hvert stæði. b. Stœdi um stimdarsakir. 1. Á miðstéttinni milli Geirsgötu og Kalkofnsvegar. 2. Á Káratorgi. 3. Vestanvert við Skólavörðustíg, milli Baldursgötu og Njarðar- götu. 4. Á Lækjargötu við Búnaðarfé- lagshúsið. 5. Sunnanvert við Túngötu, 8 metra frá Suðurgötu að fyrstu bugðu á gangstétíinni við hús- ið nr. 2 við Suðurgötu, 2 stæði. 6. Á Ljósvallagötu meðfram kirkjugarðinmn. 7. Á Blómvallagötu fyrir norðan Sólvallagötu. 8. Vestanvert á Ingólfsstræti norðan Hverfisgötu að Sölv- hólsgötu. 9. Á Lækjartorgi við stéttina með fram bankahúsinu, 2 stæði. 10. 1 Templarasundi með fram Al- þingishússgarðinum. Á þessum stöðum mega einka- bifreiðar standa um stundarsakir, þó aldrei lengur en 3 klukku- stundir í senn. Þær skulu raða sér niður eftir tilvísun lögregl- unnar og mega aldrei vera fleiri i senn á hverjum stað en til- tekið er í samþykt þessari eða auglýst á staðnum. III. Bifreiðar til vöraflutninga. 1. Á svæði fyrir austan Bar- ónsstíg, suður af sundhöll- inni. 2. Á svæði sunnanvert við Bræðraborgarstíg fyrir vestan vestasta húsið við stíginn. 3. Á svæði sunnanvert við Fram- nesveg fyrir vestan Birtinga- holt. Um þessi stæði gilda sömu reglur og um stæðin, sem talin eru undir liðnum A, II., b. B. Bífreiðar skrásettar utan- bæjar. Einkabifreiðar til mannflutn- inga mega standa á stæðum þeim, ér í A, II., b segir, svo og á Hlemmi milli Hverfisgötu og Laugavegar. Þar að eins mega og standa leigu-mannflutningabif- reiðar og vöruflutningabifreiðar, enda raði þær sér eftir fyrir- sögn lögreglunnar. Samþykt nm fakmöpknn nmEerðap 8 Reykjavik. Samkvæmt 30. gr. lögreglu- samþyktar fyrir Reykjavík setur bæjarstjórnin fyrst um sinn þess- ar reglur: 1. Um Hverfisgötu má að eins aka i austurátt og um Lauga- veg að eins í vesturátt frá gatnamótunum við Hverfis- götu. 2. Um götuna frá Austurstræti yfir Lækjartorg með fram bankahúsinu mega eingöngu aka þær bifreiðar, sem stæði hafa á Lækjartorgi eða erindi eiga að húsum við götuna og að eins í áttina frá Austur- stræti. 3. Um Vallarstræti má að eins aka í áttina frá Pósthússtræti og um Thorvaldsensstræti að> eins i áttina frá Vallarstræti. 4. Um Tjarnargötu, milli Kirkju- strætis og Vonarstrætis, má aðl eins aka í áttina frá Kirkju- stræti. 5. Um SpítaLastíg milli Þingholts- strætis og Ingólfsstrætis má að eins aka í áttina frá Þing- holtsstræti. 6. Um Naustin milli Tryggva- götu og Geirsgötu má að eins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.