Morgunblaðið - 07.12.1972, Page 4

Morgunblaðið - 07.12.1972, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1972 /77 itiin.i ii.i \ 'AJLUm 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 14444 -S125555 BÍLALEiGA CAR RENTAL STAKSTEINAR_________________ Hérna er plaggið strákar Valkostanefndin skiIaAi lokaskýrslum sínum uiti ástand efnahagsmála á ís- landi til ríkisstjórnarinnar á mánudagsmorgun. Var skýrsl unni dreift meðal ráðherra og sérfraeðingarnir voru einnig með sitt eintak. Aðrir fengu ekki eintak af skýrslnnni og var skýrt tekið fram, að hér væri tim algjört trúnaðarmál að ræða. Nokkruni klukkustundum eft ir að þetta gerðist, er svo hald inn fundur í kjörbréfanefnd Alþingis til að kanna kjör- bréf varaþingmanna. Kom Ragnar Arnalds á fundinn með skýrsluna, fleygði henni á borðið og sagði: „Hérna er plaggið strákar, hvernig lýst ykkur á?“ Geti menn sér nú til, hver hafi afhent honum eintak af skýrslunni og sýnt þannig skoðun sína á því, hvernig meðhöndla eigi trúnaðarmál. Misjafn tími I»eir eru nú orðnir margir mánuðirnir síðan hin marg- fræga nefnd var sett til þess að skrifa tipp það, sem nýti- legt er eftir í búi núverandi ríkisstjórnar. Að svo stöddu er ekki vitað, hver árangur nefndarinnar er, — né til hvaða ráða eigi að grípa. En auðséð er á öllu, að „ekki er allt með felldu í ríki Dana“. í þessu sambandi er rétt að minna á, að það tók núver- andi ríkisstjórn ekki nema mánuð að kynna sér ástand efnahagsmálanna, þegar hún tók við. Eftir þá könnun var þvl lýst yfir, að þjóðarbúið þyldl umfangsiniklar kauphækkan- ir, — ríkissjóður gæti staðið undir stóraukniim útgjöidum. Þannig var ástandið þá, — slík var óreiðan þá — að nú- verandi rikisstjórn gat nieira að segja hjálparlaust áttað sig á stöðunni. En lýsir það nú góöri stjórn efnahagsmála, að þurfa að kalla til sérstaka nefnd ári eftir að stjórnin er mynduð, til þess eins að fá einhvern botn í fjármálin? Ætli skatt- rannsóknarstjóra þætti mikið til koma, ef hann fengi til meðferðar íyrirtæki, þar sem tæki her manns vikur og aft- ur vikur að fá einhverjar upp lýsingar úr bókhaldinu, — og það aðeins ári eftir að nýr bókhaldari var tekinn við? Hinn mísjafni tími, sem fer i að kanna stöðu þjóðarbús- ins, — annars vegar sumar- mánuðinn 1971 og hins vegar ársf jórðunginn 1972 talar skýru máli. Er nema von, að það veslings fólk, sem glapt- ist á að styðja þessa ríkis- stjórn til valda, spyrji: Hvar er nú heildarsýnin yfir efna- hagsmál þjóðarinnar? Andinn í glasinu í Tímanum sl. þriðjidag birtist eftirfarandi frétt: „Fyrir skömmu var haldinn fundur að Flúðum í Hruna- mannahreppi, að tilhlutan framsóknarfélaganna i ' Ár- nessýslu. Umræðuefnið var: Eignarréttur- lands og lands- gæði. Braga Sigurjónssyni var boðið á fundinn, þar sem hann er fUitningsmaður að þingsályktunartillögu þeirri, sem. nú liggur fyrir Alþingi uni eignarrétt ríkisins i landi. Hafði hann framsögu á fundinum ásamt Ölver Karls- syni i Þjórsártúni. í upphafi dáðu menn kjark Braga, að þora að mæta á fund þennan, en svo fór að kjarkurinn bilaði undir ræðu þriðja ræðumanns, og hljópst hann á brott, enda var þá búið að lesa nokkuð yfir honum, þó að sumir fund armenn teldu að mest af skömnt'iniim væri eftir. Eftir þetta voru þó haldnar 10 ræður. Menn sltippu þó við að deila innbyrðis, því að ein- hver Wiílti vatnsglasi upp i sæti Braga og töiuðu menn við það, það sem eftir var kvö!ds.“ TS 21190 21188 FERBABÍLAR HF. Bílaleiga — sími 81260. Tveggja marma Jdroen fWehari. Fimm manna Citroen G S. 8—22 rnanna Mercedes-Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). HÓFFERÐIR Til leigu í lengri og skemmrí ferðii 8—34 farþega bílar. Kjartan Ingimarsson, sími 32716. komnir aftur HÚSGAGNAVERZLUN Árna Jónssonar Simi 16463. spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Hringið í sima 10100 k!. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biCjið um Lesendaþjónustu Mnrg- unblaðsins. TÓNIJST OG ÚTVAItP Samúel Jón Samúelsson, Birkimei lt A, spyr: Þurfa söngvarar að vinna hjá Ríkisútvarpinu til þess að hlustendur fái að njóta þeirra. Ef ekki, hvers vegna eru þá aldrei spilaðar gaml- ar upptckur með Katli Jens- syni? Þorsteinn Hannesson hjá tónlistardeild útvarpsins, svarar: Það breytir engu um það hvort menn heyrast í útvarp inu eða ekki, hvort þeir vinna hjá Fiskmatinu eða Rík isútvarpinu. Það eru til nokkrar upptökur og plötur með Katli og hafi þær ekki heyrzt í útvarpinu er það al- ger tilviljun. ELDVARNIR Bergþóra Jóhannsdóttir, Þingholtsstræti 7 spyr: 1 Reykjavík er starfrækt eldvamareftirlit, sem .hefur eftirlit með skólahúsum og stórum húsum. Ég bý í einu þéttbýlasta timburhúsahverfi borgarinnar og spyr því: Er ekki æskilegt að eftir- litsmenn heimsæki okkur, geri sínar athuganir, og gefi okkur góð ráð. Ég hef enga slíka heimsókn fengið þau 10 ár, sem ég hef búið hér, en yrði þakklát fyrir að fá hana. Gunnar Ölafsson, forstöðu maður eldvarnaeftirlits Reykjavíkiirborgar svarar: Það tr rétt að við höfum ekki skipulegt eftirlit með öllum íbúðarhúsum. Mjög stór timburhús eru þó yfir- farin reglulega. Önnur ibúð- arhús eru skoðuð aðeins eft- ir beiðni íbúanna. Það er allt af töluvert um slikar beiðn- ir og við erum fúsir að verða fólki að liði í þessum efnum. Eldvarnaeftirlitið er til húsa í Slökkvistöðinni og síminn er 22040 KARTÖFLUR Valgerður Bára spyr: Er engin lágrmarksstærð á 1. fl. k&rtöflum? E.B. Malmquist, yfirmats maður garðávaxta svarar: Lágmarksstærð á 1. fl. kartöflum skal vera 33—40 millimetrar í þvermál. Matið fer fram er varan er keypt frá framleiðandanum, en kartöflur rýrna við geymslu og dreifingu og því er ekki öruggt að ekki finnist kartöflur i 1. fl. sem eru und ir áðurgreindu máli, en frá- vikið má ekki vera yfir 2%. 1 l.fi eru nær ein- göngu rauðar ísl. kairtöflur, gulfeuga og kartöfluafbrigð- ið Helga. Á markaði hér eru að iang mestu leyti 2. fl. kartöflur. Stærðin á þeim skal vera 30—40 millimetrar í þvermál. Þar eru því ívið minni kart- öflur en í 1. fl. og tegundir sem að öðru leyti flokkast ekki í 1. flokk við móttöku frá framleiðandanum. Rýrn- un gett.'r einnig orðið þar sem í. 1. fl. en er einnig miðuð við 2% MATUR EKLENDIS FRÁ Valgei-ður Bára spyr: Megum við fá til íslands matarpakka erlendis frá á sama hátt og við getum sent ísl. mat út um allan heim? Ef ekki, hvaða lög ráða slíku? Gunnlaugur Briem, ráðu- neytisstjóri landbúnaðar- ráðuneytisins svarar: Lög nr. 11 frá 1928 um vamir gegn gin- og klaufa- veiki banna innflutning á ýmsum matartegundum, enda hafa íslendingar dýrkeypta reynslu af slíku. Það er t.d. bannaður innflutningur á heyi, hálmi, alidýraáburði, hráum og litt söltuðum slát- urafurðum, ósoðinni mjólk og fleiru. Hráar kjötvörur eru þess vegna teknar af ferðamcnnum eða stöðvaðar berist þær til landsins á ann an hátt. Niðursoðinn mat eða reyktar má hins vegar fá til landsins. STRÆTISVAGNAR Eiríka Friðriksdóttir, Ljós heimuni 22 spyr: Strætisvagnar Reykjavik ur hafa starfsmenn á Lækj- artorgi, sem flýta fyrir af- greiðslu og auðvelda fólki inngöngu í vagnana með því að selja inn um afturdyrnar. Er ekki hægt að fá slxka starfsimenn á Hiemmtorg líka? Gunnl.jöm Gunnarsson, innferðareftirlitsmaðiir SVB svarar: Vissulega er það hægt, en vandinn er aðeins sá að á Hlemmtorgi fara svo marg- ir úr vcgnunum að aftari til að ná í aðra vagna t.d. Breið- holts- og Árbæ j arvagn- ana, að afturdyrnar eru Iengi tepptar Reynslan hjá okkur er þvi sú að oftast stenzt það á endum, að fólk er farið úr vögnunum að aftan og þær þá lausar tii umgangs, og vagnstjórinn sjálfur hefur af greitt það fólk inn um fram- dymar sem bætist í vagninn á Hlemmtorgi. BÍLACARÐUR OPIÐ í KVOLD. Innisýningarsalur BÍLAGARÐS opinn í kvöld til kl. 10, verður framvegis opinn á fimmtudagskvöldum. Bílar fyrir 3—10 ára fasteignatryggð veðskuldabréf. Bílar fyrir mánaðargreiðslur eingöngu. Hvergi betrí kjör,— Lítið inn það borgar sig. BÍLAGARÐUR stendur á horni Lækjargötu og Kefla- víkurvegar í Hafnarfirði, gegnt aðkeyrslunni að Sól- vangi. BÍLAGARÐUR Simar: 53188 og 53189. ión Rúnar Oddgeirsson. Kjötiðnaðarmenn Mötneyti og kjötverzlanir. Hjá okkur fáið þið kjötnet og rör fyrir úrbeinað kjöt og rúllupylsur. Sparið vinnu og tima. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. SIGURÐUR HANNESSON & CO. HF., Ármúla 5 II. hæð — Sími 85513.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.