Morgunblaðið - 07.12.1972, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.12.1972, Qupperneq 15
MORGimBLAÐlÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1972 Marsibil Magnús- dóttir — Áttræð TIMEX ÚRIN heimsþekktu eru komin. Tilvalin jólagjöf. Veljið eftir myndunum. Hringið eða bréf- sendið númer úrsins og við sendum yður það um hæl gegn póstkröfu. __ _ úrin eru seld með 6 mánaða ábyrgð. Örtú- TIMEX *e^a kaup. Höfum einnig allar gerðir svissneskra úra. ÖRA OG SKARTGRIPAVERZL. MAGNÖSAR GUÐLAUGSSONAR, ÖR-VAL, Strandgötu 19, Hafnarfirði, sími 50590. Eyðið ekki jólunum í að leita að ónýtum perum. Osram jólaseríur endast og endast, ár eftir ár. Ef ein peran bilar slökknar ekki á hinum kertunum. Osram úti- og inniseríur með kúlum eða kertum. OSRAM yegna gæðanna Laugavegi 76 Hverfisgötu 26 Simi 1-54-25 Amerískar KULDA úlpur \ Sendum í póst- kröfu. STÆRÐIR: BARNA 6-12 UNGLINGA 14-20 FULLORÐINNA 36-46 1 dag er áttræð orðin Marsibil á Eyri. Vil ég af því tiiefni senda henni nokkrar línur með þökk fyrir þau stuttu en ágætu kynni, er ég hef af henni haft. Marsibil er ávallt ánægjulegt að heimsækja og spjalla við hana um iiðna tima ög atburði, því minni hennar er trútt og hún kann frá mörgu að segja. Líf hennar hefur verið at- burðaríkt í ýmsum skilningi og hinn harði skóli hefur krafizt af henni dugnaðar og þrautseigju I ríkum mæli og hefur hún ýmsu kynnzt, bæði góðu og misjöfnu af samferðamönnum sínum. En á þessum hólmi brást hún heldur ekki, því í vöggugjöf hefur hún hlotið marga góða kosti er létt hafa henni gönguna. Hún er fædd á Látruim og ólst upp hjá Jóni Sigurðssyni, er þar bjó. Hann var ljósi hennar og fóstri. Minnist hún jafnan hans og konu hans með miklum hlý- hug. Faðir hennar var Þórðar- son, en móðirin Elín var Jens- dóttir og var sá Jens bróðir Þuríðar í Ögri. Var sú kona og það ættfólk hið mikilhæfasta og veí efnum búið. Sjállf reiddi Marsibil aldrei gildan sjóð sér við hlið. Snemma tók hún að vinna fyrir sér í kaupavinnu og með því er til féll, en ekki að- eins fyrir sjálfri sér því hún tók til fósturs dótturson fóstra sins, Halldór og ólst hann upp hjá henni. Er ekki að efa að það hiutverk hefur hún nækt af mdkilli kostgæf'ni og ást- úð. Hefur það á hinn bóginn ver ið henni mikill gleðigjafi að hafa drenginn til að hugsa um og annast. Víðreist gerði hún ekki um dagana og allan sinn búskap hefur hún búið í Mjóafirði. Fyrst bjó hún á Kleifarkoti ásamt bróður sínum Elíasi og voru þau búendur þar í um 20 ár. Eftir þau hefur ekki verið búið þar. Siðan tekur við búskapur í Botni I eitt ár, en þá á Eyri íram á síðustu tíma að fóstur- sonur hennar, Halldór og kona hans hafa tekið við búsforráð- um. Veit ég að þar kann Marsi- bil vel við sig og er yngsta kyn slóðin á heimilinu henni til mik- illar ánægju og lætur hún sér annt um börn hjónanna. Nú á tímum hraða og breyt- inga vill margt brenglast í hug- myndalegurr efnum hjá mörgum. En afmæiisbarnið á Eyri er geymið á fornar dyggðir og þau gömlu gildi er í hávegum voru höfð á hennar uppvaxtarárum. Heillyndi sitt hefur hún varð- veitt til þessa og er söm við sig í háttum sínum þótt aðstæður all ar hafi til hiins betra breytzt. Ég óska henni aUs hins bezta á ókoimnum árum og vænti þess að hún megi ianga stund enn halda hreysti sinni og gleði. Sr. Baidur Vilhelmsson, Vatnsfirði. Tilboð óskast í Volkswagen 1300! I árg. 1970 í því ástandi sem hann nú er í eftir árekstur. Bifreiðin er til sýnis hjá bifreiðaverkstæðinu Armi, Skeifunni 5. Tilboðum sé skilað til Tjónadeildar vorar fyrir kl. 17 föstudaginn 8. desember nk. HAGTRYGGING H/F. Bændur athugiö Við viljum vinsamlega minna ykkur á, að þann 31. desember n.k. rennur ut fresturinn, sem veittur var til umsóknar um stofnlán til búvélakaupa. Félag búvélainnflytjenda. Vinnufatabúiin Gleðilegri jól með QSRAM jólalýsingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.