Morgunblaðið - 07.12.1972, Page 20

Morgunblaðið - 07.12.1972, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1972 Fiskiskip til sölu 250 lesta skip i mjög góðu standi, 100 lesta stálskip, nýr 50 lesta stálbátur. einnig 90, 87, 67, 60, 55, 51, 49, 29, 20, 11 lesta eikarbátar. FISKISKIP, Austurstræti 14 3ja hæð, Sími 22475, kvöld og helgidagasími 13742. Nauöungaruppboð Eftir kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl., dr. Hafþórs Guðmunds- sonar hdl., bæjarsjóðs Kópavogs og skattheimtu ríkisins í Kópavogi verða eftirgreindir lausafjármunir seldir á nauðungar- uppboði, sem hefst á skrifstofu minni að Álfhólsvegi 7, mið- vikudaginn 13. des. 1972 kl. 16.00, en sem síðan verður haldið áfram þar sem 3 síðastgreindir munir eru geymdir: 5 sjón- varpstæki, útvarpstæki. útvarpsfónn, 3 sófasett, 1 borðstofu- sett, 5 isskápar, 2 málverk eftir Kára Eiríksson, svefnsófi, skrifborð, skatthol, uppþvottavél, sófaborð. Einnig burstagerðar- vél að Auðbrekku 32, bifreiðalyfta að Borgarholtsbraut 69 og Aeraton áfyllingarsamstæða að Auðbrekku 51. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetmn i Kópavogi. , Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík fer fram nauðungaruppboð í vörugeymslu Eimskipafélags fslands h.f. í Skúlaskála við Skúlagötu, inngangur frá Vatnsstíg, laugardaginn 9. desember 1972 kl. 13.30. Verða þar seldar ótollafgreiddar v«ur, svo sem undirburður (kítti), þéttiefni, gólfdúkur, þakpappi, gler, plast- ristar, vélá- og bífreiðavarahlutir, bilalökk, fyllir, hjólbarðar, kven- og bamaskófatnaður, kven- barna- og karlmannafatnaður, leikföng, jólaskraut, allsk. matvara, svo sem súpuefni, ávaxta- safi, aldinsulta o. fl., þvottaefni,, stálull, plastvörur, borðbún- aður, sjónvörp, eldavélar, húsgögn, litabækur, gerviblóm og 1 margt fleira. Ennfremur verður selt á sama stað og tíma, eftir kröfu ýnisra lögmanna. stofnana, skiptaréttar Reykjavíkur o. fl„ kæli- skápar, þvottavélar, sjónvarpstæki, skrifstofuvélar, skrifborð, útvarp, radíófónn, plötuspilarar, borðstofu- og dagstofuhúsgögn, rafsuðuvél, rafmagnsorgel, bækur, málverk, búðarkassi, hansa- hillur, teppisstrangi og margt fleira. Greiðsl við hamarshögg. Avísanir ekki teknar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Hákon Bjarnason: Dánargjöf Péturs Jóns- sonar Hafþórsstöðum til Landgræðslusjóðs 1 fyrra haust fékk ég boð frá Pétri Jónssyni, þá að Jaðri við Sundlaugaveg, að hitta hann að máli. Hafði ég engar spurn ir haft af honum áður, en í dyr- unum mætti ég hávöxnum tein- réttum öldruðum manni, skarp- leitum og einörðum á svip. Bauð hann af sér góðan þokka. Leiddi hann mig til lítillar stofu, þar sem við tókum tal saman. Pétur kvaðst fæddur að Haf- þórsstöðum í Borgarfirði og væri orðinn 86 ára Sagði hann heilsu sinni hraka og taldi sig ekki eiga eftir marga hérvistardaga. Hins vegai ætti hann dálítið til af peningum, og með því að hann átti enga lífserfingja taldi hann rétt, að gróður landsins mætti njóta þeirra. Gæti hann þá greitt að nokkru það, seim kindur hans hefðu eytt á fyrri árum. Pétur Jónsson fæddist á Haf- þórsstöðum 18. maí, 1885, son- ur hjónanna Jóns Loftssonar og Guðrúnar Pétursdóttur. Jón Loftsson er fæddur 1849 og deyr 1904. Foreldrar hans bjuggu í Miðdal í Kjós. Móðir Péturs var Guðrún Pétursdóltir, fædd 1855 en deyr 1894, þegar Pétur var að- eins níu ára að aldri. Faðir G>uð- rúnar var Pétur Eggertsson, sem var dóttursonur Magnúsar Ket- ilssonar, sýslumanns I Dölum, en Magnús var einn mikilhæfasti maður sinriar samtíðar og meðal annars einn fyrsti skógræktar- maður á íslandi, sem hafði árang ur sem erfiði um nokkur ár. Pétur Jónsson var lausamað- ur alla sína ævi, og var hann fyrst í ýmsum vistum í Borgar- firði en síðar í Reykjavík. Ung- ur að árum fór hann til séra Gísla Einarssonar í Stafholt og var þar um skeið. Sverrir, sonur séra Gísla vair jafnald-ri Péturs og mun haía tekizt með þedm vinátta, því að um 1920 flyzt Pétur að Hvaimimd í Norð- urárdal, þar sem Sverrir bjó um fjölda ára og taldi hann síðan Hvamm sem lögheimili sitt með- an hann var í sveit. En á þeim árum var hann I vistum um skeið á öðrum bæjum, Brekku og Hvassafelli og ef til vill viðar, þótt mér sé það ekki kunnugt. Átti hann oft nokkuð af kindurr, aUt upp í 100, þeg- ar bezt lét, og búnaðist vel. Var FRÁ JFJL UCF'JÉJLÆCMJVU Rœsting FlugféJag íslands óskar eftir að ráða konu til starfa við ræstingu flugvéla á Reykjavíkurflug- velli. Vaktavinna. Upplýsingar gefur Sverrir Jónsson stöðvarstjóri Reykjavíkurflugvelli. Pétur Jónsson. hann ýmist í vinnumennsku eða stundaði sumarvinnu við sima- og vegalagningar. Um 1940 fer Pétur til Reykjavíkur og bjó hér alla tíð síðan hjá Guðjóni Jónssyni, hálfbróður sínum og fjölskyldu hans að Jaðri við Sundlaugaveg. Vann hann fyrst við símalagningar en síðar við ýmis störf hjá Guðmundi Guðmundssyni í húsgagmaverk- stæði hans í Víði meðam heilsa og kraftar leyfðu. Þótti hann hvairvetna dyggur og góður stau'f.s maður. Pétur Jónsson var góðum gáf um gæddur, hafði lesið sér margt til og hafði ákveðnar skoðanir á lajndsmálum. Þar varð ekki um þokað, en annars var hann frjáls lyndur og víðsýnn fríhyggjumað ur, sem fór sínar eigin leiðir en fylgdi ekki förum annarra, ef það braut i' bága við heilbrigða skynsemi. Pétur lét eftir sig rösk- ar 800.000 krónur, sem stjórn Landgræðslusjóðs mun ávaxta á þann hátt, sem hún telur að bezt geymi minningu hins dygga þjóns og samvizkusama verka- manns. 5 S íærsta og útbreiddasta dagbiaöið í Jezta augiýsingablaöið Áttþúhlutí banka? SAMVINNUBANKINN BANKASTRÆTI 7, RVÍK. SÍMI: 20700 Samvinnubankinn hefur ákveðið; að auka hlutafé bankans úr tæpum 16 millj. króna í allt að 100 milljónir, að bjóða öllum samvinnumönnum að gerast hluthafar, að gefa þér þannig kost á að gerast virkur þátttakandi í starfsemi bankaná.' Hlutafjárútboðið er hafið á.10 ára afmæli bankans. Hlutabréfin eru að nafnverði 5 þús., 10 þús. og 100 þús. krónur. Helmingur greiðist við áskrift, en afgangurinn innan árs. Upplýsingar og áskriftalistar í aðalbankanum, útibúum hans og í kaupfélögunum um land allt. Hér er tækifæri til að eignast hlut í banka. - Vilt þú vera með?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.