Morgunblaðið - 07.12.1972, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.12.1972, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1972 SAGAIM sloppnum væri smekklegur Ætti hún á annað borð að leit- ast við að ná í Pétur frá Fioru, þá var eins gott að byrja strax. Þegar hún loks kom fram í ganginn, stóð Pétur þar við Certina-DS: úriö, sem þolir sittaf hverju! Certina-DS, algjörlega áreiðan- legt úr, sem þolir gífurleg högg, hita og kulda, i mikilli hæð og á miklu dýpi, vatn, gufu, ryk. Ótrúlegt þol, einstök gæði. Lítið á Certina úrvalið hjá helztu úrsmíðaverzlunum landsins. Skoðið t.d. Certina-DS Chronolympic Chronograph, sérstaklega högg- og vatnsþétt, ryðfritt stál, þrír teljarar fyrir sekúndur, minútur og klukku- tíma Svört eða hvít skífa. Certina-DS, úr fyrir áræðna. Certina-DS Chronolympic Chronograph, sérstaklega högg- og vatnsþétt, ryðfrítt stál, þrír teljarar fyrir sekúndur, mínútur og klukkutíma. Fæst með svartri eða hvítri skífu. Certina-DS fæst, ásamt úrvali Certina úra, hjá helztu úrsmíða- verzlunum landsins. CERTINA Certina Kgrth Fréres SA Grenchen/Switzerland stigastólpann og beið hennar, en hann var þar ekki einn. Cal var þama í einum fáránlega stólnum og teygði úr sér reykj- andi. Varðhundurinn Cai, hugsaði Jenny með gremju. Ilann sendi henni letilegt bros og sagði með óþarflega mikilli aðdáun: Ilvað hún getur verið fal- leg! Hann hafði þá getið sér til um tilgang hennar með þess- ari löngu stöðu fyrir framan spegilinn. LAUGAVEGI 27 - SlMI.12303 Hringt eftir miðncetti M.G.EBERHART Pétur sagði: — Hérna er her bergi Fioru. — Góða nótt, Jenny sagði Cal og bætti síðan við í óþarf- lega sykursætum tón: — og gángi þér vel, elskan! Hún stillti sig um að reka Cal löðrung og gekk með Pétri fram hjá stiganum. Efri gangurinn var eins og T i laginu, þar sem styttra strikið var breiddin á húsinu milli tveggja svefnher- bergja vestan megin og annars beint á móti og svo stigagatsins, en langa strikið lá að sóiríka austurendanum, en þar varð óvænt fyrir vængjahurð, sem lokaði ganginum. Áður hafði þetta verið allt öðruvísi. Pétur opnaði aðra vængja- hurðina. — Við höfum gert ýms ar breytingar hérna, sagði hann. — Sameinað þessi litlu herbergi í eina ibúð. Min her- bergi eru norðaustan megin, og gangurinn liggur alla leið að bakdyrastiganum. En Fioru fannst rétt að setja hér hurðir og loka íbúðinni alveg af. Það er næðissamara ef gestir eru. Annars átti nú híbýlafræðingur inn þessa hugmynd. Herbergið hennar er hérna. . . Dyrnar voru opnar. Fiora lá Rowenta. Straujárn, gufustraujárn, brauðristar, brauðgrill, djúpsteikingarpottar, fondue-pottar, hárþurrkur, hárliðunarjárn og kaffivélar. Heildsölubirgðir: ^ialldór -^iríkáóonj Ármúla 1 A, simi 86-114 í heljarbreiðu rúmi, sæt og gimi leg eins og fuilþroska ferskja. — Jenny, sagði hún hásri, dreymandi röddu. — Komdu inn. Pétur sagði: — Þetta er fall- ega gert af þér. Kallaðu á mdg, ef þú þarfnast einhvers. Góða nótt. Svo lokuðust dymar á eft- ir honum. Fiora sagði. — Komdu héma og sittu hjá mér, Jenny. Hún reis upp við dogg. Gdsna nátt- kjólsermin fél'l af umbúðunum á handieggnum á hennd. — Yfdr- gefðu mig ekki eitt augnablik. Þú ert emi vinur minn hérna i húsinu. 5. kafli. Rauðar varir hennar voru þurrar, af þvi að hún hafði feng ið róandi lyf. Það var enga mein ingu að finna í þessum orðum hennar — kaninski af sömu ástæðu. — Þú ættir að reyna að sofna, sagði Jenny blátt áfrarn. En raunverulega hugsaði hún: Ég er búin að hata þig í heiit ár, en það er bara ekki rétta stundin núna til að fara að segja það. Kannski var aldred rétta stundin til þess. Fiora sagði: — Já, ég veit, hvað ég hef gert þér. Þú hlýtur að hata mig. EJn þú færir aldr ei að skjóta mdg. Jenny datt snögglega nokkuð í hug. Nú kæmi eitthvað, sem mundi slá öll vopn úr höndum í þýðingu Páls Skúlasonar. hennar, og gæti eí tdl vidl rugl- að fyrir þeim ásetningi henmiar að berjast fyrir Pétri. Hún sagði: — Það er betra að vera ekki að tala, og svo settist hún á lítinn stól. Það var ijós á borð imu við stóiinn. — Á ég að slökkva, svo að þú getir isofnað? — Mustaðu nú á mig! sagði Fiora. — Ég veit, að Blamche skaut ekki á mdg. Ég heyrði í hennd við simann frammi í for- stofu. Ég man meiira að segja, hvað hún var að segja, það var eitthvað um þessa sameindmgu, og að hún og Pétur hefðu talað um hana þá uim kvöldið. Hún var að segja, að Pétur mundi vera henni hlynntur — en þá kom skotið. Forvitndn hjá Jenny varð þeirri hugsun hennar yfirsterk- ari að það væri heiirmska að vera að tala við Fioru. — Varstu al- veg óviðbúin? Heyrðirðu eklki neitt á undan? Fiora greip fram í: — Nei, ég var að hugsa um, hvað vel heyrð ist þegar talað væri í símann frammi, og hélt uppi hurðinni á kæliskápnum með vinstri hend- inind ... þessari . . . hún benti á umbúðirnar á handleggnum, — og þarna stóð ég og var að seil- ast eftir ísbakkanum. Og þá kom skotið. Og ég fann til í handleggnum og kjólliinn minn varð blóðugur. — En innbrotsþjófurinn hlýt- ur hafa verið þarná a'lveg hjá þér. — Hvemig gæti ég vitað það? Ég æpti upp og sdeppti ísbakk- anurn og moilamir fóru út um alit, og Pétur og Blanche æptu grænt hreinol ÞVOTTALÖGUR velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • Vandi unga fólksins eða þeirra fullorðnu? Sigurður Sigurðsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Algjört réttlæti, ljóst og leynt, likama, sá. og geðið hreint, syndlaus orð og atvik með af oss lögmálið heimta réð. (H. P.) Þótt undirritaður sé ekki „kona í Vesturbænum", heldur tvítugur tiámsmaður, nýkominn heim í stutt orlof, leyfir hann sér að senda fáeinar línur um hin mjög ræddu unglingavanda- mál. Þar verð ég að vera á önd- verðum meiði við flesta þá, er látið hafa til sín heyra í um- ræðum um „vandamálið". Hér álít ég, að sé nefnilega ekki um að ræða vanda í sambandi við unglinga, — heldur hegð- un, orð og athafnir hinna eldri. Aðeins eitt dæmi því til sönnunar: Hvar höfum við, unga fólkið, lært að drekka og hvar kaupum við áfengið? Svar ið vita allir: Hjá hinum full- orðnu. Nefnum fleira: Hverjar verða skoðanir unglinga t.a.m. á kennara, sem hagar sér ósæmilega utan kennslu- stunda; eða lögfræðingi, sem gengur á snið við lögin; elleg- ar lækni, sem gert hefur stutt- an stanz i héraði úti á landi, en skrifar síðan innfjálg- ar blaðagreinar um dýrðir dreifbýlisins, þar sem hann vill ekki vera, þótt gull sé í boði? • Um „hverfaríg“ o. fl. — Éða hvers konar álit fá- um við, unga fólikið á fólki, sem ætlar að ganga af göflunum, ef fyrrverandi sjúklinguim af ákveðnum spít- ala er ætlað að fflytja í sama borgarhverfi og það býr sjálft í? (áður höfðu íbúar sama hverfis reynt að koma á brott úr nágrenninu stóru atvinnu- fyriirtæki, af því að þeir þoldu ekki fiskiykt nálægt sér, en þá lykt má raunar, sem betur fer, finna í öllum þéttbýlisstöð- um landsins). En í sambandi við sjúkling- ana, sem hér var á minnzt, er ekki úr vegi að geta þess, að það var fyrst og fremst unga fólkið (læknanemar), sem kvað niður miðaldamyrkurshugsun arháttinn, sem þarna skaut upp, miður geðugum koili. Nei, mínir elskanlegu. Þið, hinir eldri, skuluð athuga vel ykkar (þanka-)gang, áður en þið áfellizt okkuir, unga íölkið. Skyldi það nefnilega ekki vera svo, að alltof mörg ykkar gætu tekið undir með Stefáni frá Hvítadal, er hann sagði: Þar lít ég hræsni og lygaflekki, ég hét svi góðu, en hélt það ekki. Ef af mér bráir um eina stund, þá held ég óðar á heimsins fund. Sigiirður Sigurðsson.“ • „Stóri bróðir“ á íslandi Erlendur Magnússon skrifar: „Eitthvað rámar mig í úr barnaskóialærdómnum, að Is- land hafi byggzt af norrænum mönnum, sem voru að flýja auk in ríkisafskipti í löndum sínum, og að sjálfsögðu fylgdu aukn- ir skattai með þessum ríkisaf- skiptum. Nú, ellefu hundruð ár um seinr.a, geta afkomendur þessara manna farið að leggja land undir fót, því að brátt verður ekki vært fyrir of miklum ríkisafskiptum hér á landi. Þeir sem hafa lesið bók- ina „Árið 1984“, eða séð sam- nefnda kvikmynd, muna áreið- anlega eftir „stóra bróður", skrifstofubákninu, sem sagði fólki hvað það ætti að gera, og fylgdist með gerðum þess. „Stóri bróðir" er nú kominn til íslands, og verður brátt stærri, með sama áframhaldi. Það nýj- asta sem „Stóri bróðir" mun fá í morgunverð, er þingsályktun artillaga Alþýðuflokksins um þjóðnýtingu alls landsins, en þjóðnýting er ekkert annað en fínt nafn yfir það sem venju- lega kaliast þjófnaður. Með þessu frumvarpi á að gera „Stóra bróður“ stærri og sterk ari. Slíkt verður að koma í veg fyrir. „Stóri bróðir“ hefur nú þegar of mikil ítök í þjóð- félaginu. Lítum t.d. á útvarp og sjónvarp. „Stóri bróð- ir“ stjórnar báðum þessum fjölmiðlum. Báðir þessir fjöl- miðlar eru góðar og viður- kenndar heilaþvottavélar, og nú hamast „Stóri bróðir“ við að flytja áróður fyrir kommún ista og þætti sem hafa þann tilgang að skíta út þau lönd, sem gegn kommúnisma berjast. • Einokun og saga landsins Um leið og talað er um út- varpssendingar, vil ég skila þvi til höfunda kennslubóka í íslandssögu, að einokun á Is- landi er ekki lokið. Útvarp er einokunarfyrirtæki, en eins og allir vita eru frjálsar útvarps- sendingar á Islandi bannaðar og þar með er komið í veg fyr- ir lýðræði í landinu. Það er ekki lýðræði þegar einn ákveð inn aðili hefur einkarétt á að senda út útvarps- og sjónvarps- dagskrár, sem þar að auki eru svo lélegar að tæplega er hlustandi né horfandi á þær, nema ef vera kynni fréttaþætt ina hjá sjónvarpi. Útvarp og sjónvarp eru ekki einu einok- unairfyrirtækin. Mjólikursala, innfljutniingur á óætum kairtöffl- um, lauk o.ffl. Það mé engum detta í hug að „Stóri bróðir" verði stilltur þegar krata-frumvarpið er kom ið I gegn Nei, „Stóri bróðir" er einn af þeim, sem ekki má rétta litla fingur, þá tek- uir hann al'la höndima. Það verð ur að hefja baráttu gegn „Stóra bróður“ strax, annars hefðu frumbyggjar þessa lands ekkert átt að koma hingað fyr- ir ellefu hundruð árum síðam sem flóttamenn undan „Stóra bróður". „Stóra bróður“, — heimtufrekjunni, sem stjórnar heilaþvottahúsinu. Eilendur Magnússon.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.