Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 11
'MORGtrNBLA'Ðm' F'ÖS’nTDTfGTTR ‘: .--ri -■ ^ nwn- 11 Slysatrygging sjómanna; Þingmenn Framsóknarflokks og Sj álf stæðisf lokksins eru á móti ein- okun Miklar umræður urðu i neðri deild Alþingis sl. miðvikudag um frumvarp til laga um breyt ingar á almannatryggingalögum. Magnús Kjartansson, trygginga ráðherra, flutti breytingar- tillögu við frumvarpið, þar sem lagt var til, að Tryggingastofn- un rikisins tæki að sér sérstak- ar slysatryggingar vegna sjð- manna, sem ráðnir eru að út- gerð skips. Meirihluti heilbrigð- is- og trygginganefndar neðri deiidar lagði hins vegar til, að tryggingar þessar yrðu ekki ein ískorðaðar við Tryggingastofn- unina. Báðar tiilögrurnar voru dregnar til baka. Frumvarpið um breytingar á almannatryggingalögunum var á hinn bóginn samþykkt sem lög frá Alþingi eftir þrjár umræður í efri deild á miðvikudagskvöld. Magnús Kjartansson. heil- brigðis- og tryggingaráðherra, gerði grein fyrir breytingartil- lögu sinni, þegar málið kom til þriðju umræðu í neðri deild síð- degis á miðvikudag. Sagði ráð- herrann, að mestur ágreiningur væri um, hvort þessi slysatrygg ing sjómanna ætti að vera bund in við Tryggingastofnunina eina eða ekki. Grundvöllur sinn ar tillögu og algjör forsenda hennar væri sú, að slysatrygg- ing þessi yrði einungis á vegum Tryggingastofnunarinnar. Jón Skaftason gerði grein fyr ir tillögu meirihluta heilbrigðis- Óiafur Jóhannesson. og trygginganefndar, er hann stóð að ásamt Ingvari Gísla- syni, Sverri Hermannssyni og Ragnhildi Helgadóttur. 1 tillögu þeirra fólst, að Tryggingastofn- im ríkisins gæti tekið að sér slysatryggingar sjómanna og annarra, er störfuðu við útgerð skips. Jón Skaftason sagði, að i tillögu ráðherrans kæmi fram, að Tryggingastofnuninni væri heimilt að taka slysatryggingar atvinnurekenda, en væri þó skylt að taka slikar trygging- ar frá útgerðarmönnum. Þingmaðurinn sagði, að hann hefði hvergi fundið upplýsing- ar, sem styddu það, að iðgjöld- in yrðu lægri, þó að slysatrygg- ingin yrði bundin við Trygg- ingastofnun ríkisins eina. Þvert á móti legðu tryggingatakamir áherzlu á, að ‘þessi slysatrygg- ing yrði ekki bundin við Trygg- ingastofnunina. Formaður L.1.0. hefði t.d. tjáð sér, að hann gæti vel hugsað sér, að heildarsam- tök útgerðarmanna byðu þessa tryggingu út Slik samkeppni myndi tryggja lægstu iðgjöld- in. Sverrir Hermannsson. Magnús Kjartansson, trygg- ingaráðherra sagði, að algjör forsenda sinnar tillögu væri sú, slysatryggingin yrði bundin við Tryggingastofnunina eina. Hann væri reiðubúinn til þess að taka tillögu sína til baka til þess að fresta ákvörðun um þetta atriði fram yfir áramót. Ákvæði sigl- ingalaganna frá í fyrra um slysatryggingu sjómanna stæði þá enn óbreytt. Ráðherrann sagðist hafa beitt sér fyrir því á sinum tíma, að Brunabótafélag Islands gæti boð ið þessa tryggingu á viðunandi verði, eftir að tryggingafélögin hefðu lýst því, að þau gætu ekki tekið trygginguna að sér. Þegar Brunabótafélagið hefði orðið við þessari beiðni, hefðu tryggingafélögin hins vegar treyst sér til þess að bjóða sjó- mönnum sömu eða e.t.v. betri kjör. Ráðherrann sagði, að al- gjör samstaða hefði náðst milli fulltrúa L.1.0. sjómanna og tryggingasérfræðinga um þá til- lögu, er hann hefði lagt fram. Að svo búnu var umræðum frestað til kvöldfundar. Jón Skaftason tók fyrstur til máls, þegar málið var tekið fyr- ir að nýju. Sagði hann, að hann myndi draga tillögu sína og Ingvars Gíslasonar, Sverris Hermannssonar og Ragnhildar Helgadóttur til baka, þar eð tryggingaráðherra hefði einnig dregið sína tiillögu til baka. Þingmaðurinn sagði, að ástæð- an fyrir þessum tillöguflutningi hefði verið sá, að ríkisstjórnin hefði gefið fyrirheit um breyt- ingar á löggjöf um slysatrygg- ingar sjómanna, sem samþykkt var á síðasta þingi. Jón Skaftason sagði, að Fram sóknarflokkurinn væri andvíg- ur þvi, að slík tryggingarstarf semi væri einskorðuð við eitt tryggingarfélag eða stofnun, nema að undangengnu útboði. Pétur Sigurðsson sagði, að i sjálfu sér væri ekkert við það að athuga, þó að málið væri fellt niður að þessu sinni. Bæði yfirmenn og undirmenn hefðu nú þá beztu tryggingu, sem unnt væri að fá. Hann sagðist þó vona, að upp úr þessu yrðu tryggingamál sjómanna endur- skoðuð í heild. Sverrir Herannsson sagði, að ekki færi á milli mála, að slysatryggingamálin væru nú komin í óefni. Ríkisstjórnin hefði lýst þvi yfir í nóvemb er, að hún myndi beita sér fyrir breytingum á slysatrygginga- Ragnhiidur Helgadóttir. ákvæðum sigl ingaiagainna. Frumvarp til breytinga á sigl- ingalögunum hefði legið frammi en sú breyting, sem þar væri gert ráð fyrir, væri. óframkvæm anleg, nema hún ætti sér stoð í þeirri breytingartillögu, sem Jón Skaftason hefði gert grein fyrir. Með einhverjum ráðum þyrfti nú þegar að gera ráðstaf anir til þess, að þessi breyt- ing gæti átt sér stað. SLðan ræddi þingmaöuxinn þá fuilyrðingu ráðhetrans, að sam komulag hefði orðið á miiTi út- gerðarmanna og sjónaanna um að einskorða slysatrygginguna við Tryggingastofnun ríkisins. 1 því sambandi vitnaði hann til bréfs, þar sem fram kom, að í samkomulaginu hefði enginn stafur verið um einkaaðild Tryggingastofnunarinnar. Þing- maðurihn sagðist síðan vilja beina þvi til réttra aðila, hvort ekki væri unnt að feHa bráða- birgðaákvæði um þetta efni inn í frumvarp til breytinga á sigl- ingalögunum. íiiiðlangnr Gíslason sagði, að það væri miður farið, að hug- mvndir um lausn vandans skyldu ekki ná fram að ganga fyrir þinghlé. Hann sagði, að sjávarútvegsráðherra hefði gef- ið fyrirheit um að hefja við- ríoður um þessi málefni til þess að unnt yrði að leysa þau fyrir Magnús Kjartansson. Magnús Kjartansson og Alþýðu- flokkurinn vilja einskorða slysatrygging- una við Trygginga- stofnun ríkisins jól. Nauðsynlegt væri, að ríkis stjórnin lýsti yfir því, að hún ætlaði að standa við þetta fyrir heit. Ólafur Jóhannesson sagði, að útgerðarmenn hefðú vaknað heldur seint upp og gert sér grein fyrir þeim breytingum, sem gerðar voru á síðasta þingi og þeir teldu hættulegar. Út- gerðarmenn hefðu sl. sumar tal ið, að þeir gætu ekki risið undir þessari ábyrgð. Það hefði ver- ið tilefni þess, að þetta mál var rætt í ríkisstjórninni. Samkomu lag hefði þá tekizt við Bruna- bótafélagið fyrir forgöngu rik- isstjórnarinnar. Eftir það hefðu önnur tryggingafélög treyst sér til þess að taka þessa trygg- ingu að sér. Enigu að siður gæti í sumum tilvikum verið um veru Iega áhættu að ræða fyrir út- gerðarmenn fram yfir það, sem tryggt væri. Ríkisstjórnin hefði því gefið vilyrði fyrir endurskoðun á þessu ákvæði siglingalaganna. Nýtt frumvarp um þessi efni yrði lagt fram svo fljótt sem verða mætti, þegar þing kæmi saman að nýju eftir jólaleyfi. Heppilegast væri, að tryggingin væri frjáls, þannig, að útgerðarmenn gætu leitað til fleiri en eins tryggingafélags og með þeim hætti tryggt sér beztu kjörin. Ragnhildur Helgadóttir taldi, að kveikjan að þessum umræð- um væri sú spurning, hvernig við ættum að láta það koma fram, að starf sjómannsins væri áhasttusamara en örmur störf í þjóðfélaginu. Breytingin á sigl- ingalögunum í fyrra hefði sprottið af þessari hugsun. Ef störf sjómanna væru éihættusam ari en önnur stðrf þyrfti þjóð- félagið að viðurkenna það i Iff anda lífi sjómannsins. Aðstaða GuíSaugur Gíslason. vandamanna væri söm, hvort sem það væri sjómaður, sem fær ist, eða maður, er ynni annað starf. Fram hefði komið í umræðun- um, að ekki lægi fyrir sam- komuiag þeirra hagsmunaaðila er hlut ættu að máli, eins og tryggingaráðherra hefði gefið í skyn fyrr um daginn. Málið væri þannig vaxið, að unnt ætti að vera að taka það upp í sér- stök lög. Aðalatriðið fyrir sjó- mennina væri að fá fullvissu um að vandaimenn þeirra fengju þessar bætur, hvort sem þær kæmu frá Tryggingastofnun rík isins eða einhverju tryggingafé- lagi. Þingmaðurinn sagði, að ekki hefði verið minnzt á þetta mál við Tryggingastofnunina fyrr en þingnefndin hefði farið að spyrjast fyrir um það hjá stofn- uninni, eftir að tryggingaráð- herra lagði fram breytingartil- lögu sína. Rétt væri að Trygg- ingastofnunin hefði annað hvort viljað taka allan hópinn i skyldutryggingu eða vera laus við þessa trygigimgu með öllu. Það væri mikið hagsmunamál fyrir þessa hópa, að þeir gætu valið sjálfir, hvar þeir keyptu trygginguna. Sitt sjónarmið væri það, að þessi trygging ætti að vera á frjálsum grund velli. Rangt væri að fela ríkis- stofnun þetta verkefni, þegar aðrir gætu tekið það að sér. En hugmyndin um ríkisrekstur mætti ekki fella málið. Magnús Kjartansson saigði, að í hlutarins eðli lægi, að einfalt væri að taka sína tHlögu og setja í siglingalögki. Hann sagð- ist hafa gefið L.l.Ú. fyrirheit um að ákvæðum um slysatrygg- ingu sjómanna yrði breytt, þannig að þau yrðu afmarkaðri AIÞinCI en þau væru samkvæmt lögun- um frá síðasta þingi. Þetta fyr irheit hefði hann staðið við. Það sem miálið snerist nú uim væri sú staðreynd, að hin sömu vátryggingafélög og neituðu að taka þessa tryggingu si. haust" þættust nú geta grætt á þessu. En um það hefði hann aldrei gefið fyrirheit. Guðlaugur Gíslason lýsti von brigðum sínum yfir, að af- greiðslu málsins skyldi frestað þar tii þing kæmi saman að nýju eftir áramót. Astæðan væri sú, að útgerðin gæti eklti farið í gang fyrr en Iögunum hefði verið breytrt; bátarnir myndu ekki befja róðra fjrrr. Þetta væri sú staðrevnd, sem fyrir lægi. Forsætisráðherra hefði sagt, að bráðabirgðaendurtrygging Brunabótafélagsins gæti haldið . áfram. Útvegsmenn treystu sér hins vegar ekki til þess að halda þessari tryggiingu áfram; hún væri of dýr. Síðan spurði hann tryggingaráðherra, hvers vegna hann hefði dregið tillögu sína tii baka fyrst harsn hefði gefið fyrirheit um að beita sér fyrir breytingum fyrir jól. Þó að tillaga hans hefði mætrt artd- stöðu, hefði hann átt að láta þingið skera úr. Pétur Sigurðsson sagfHst taka undir það. að málið ætti að vera unnt að leysa á þessum fundi. Þegar tryggingaráðherra teldí, að tryggingafélögin myndu græða á þessari tryggingu og Ragnhildur Helgadóttir óttaðist, að Tryggingastofnunin myndi tape á benni, lasgi í aug- um uppi, að unnt ætti að vera að leysa málið. SSðan ræddi þínirma-ðu-rirm uim fullyrðingar Ragnhildar Helga- dóttur um, að aðstaða vanda- manna væri söm og jöfn, hvort sem sjómenn ættu í hlut eða aðr ir. Þetta væri rétt, þegar litið væri á hvert einstakt tilvik, en málið horfði öðru vísi við, þeg- ar litið væri á það í heild. Is- lenzka þjóðfélagið ætti að standa undir þeim bagga, að sjó menn væru þannig tryggðir, að fjðlskyldan byggi við það ör- yggi, að eiginkonan fengi að- stoð, ef eiginmaðurinn félli frá. Pétur Sigurðsson. Stefán Gunnlaugsson sagði, að ósamkomulag í rikisstjóm- inni hefði nú komið í veg fyrir að mál þetta næði fram að ganga fyrir áramót. Ólafur Jó- hannesson, forsætisráðherra, vildi frjálsar tryggimgar, en Magnús Kjartansson, trygginga ráðherra, vildi að Trygginga- stofnun rikisins hefði málið ein með höndum. Sjálfur teldi hann éðlilegt, að málið yrði í höndum Tryggingastofnunarinnar. Eftir að breytingartillögurn- ar um slysatryggingu sjómanna höfðu verið dregnar til baka, var frumvarpið um breytingar á almiannatryggingalögunum samþykkt í neðri deild með 23 samhljóða atkvæðum. Frumvarpið var síðan sent til efri deildar og var • samþykkt sem lög frá Alþingi, eftir þrjár umræður á miðvikudagskvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.