Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1972 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 14444^25555 14444-S? 25555 BILALEIGAN AKBllAUT 8-23-47 scndum HÓPFERÐIR Til leigu i lengri og skemmri ferðii 8—34 tarþega bílar. Kjartan Ingimarsson, sími 32716. STAKSTEINAR I Stefán Jónsson Alþýðubandaiagið er farið að klofna. Veizlan er liðin, og- nú hriktir í hinni hátimbr- uðu byggingu bandalagsins. Að vísu fengust Alþýðu- bandalagsmenn í Reykjavík til þess að samþykkja stuðn- ing við gengisfellingartillög- ur ráðherra sinna, undir því yíirskini, að það œtti eftir að reka herinn. Hins vegar vita það bæði ráðherrar flokksins og eins Alþýðubandalagsfé- lagið í Reykjavlk, að enginn meirihluti á Alþingi er fyrir brottvikningu hersins, svo að fyrrgreint fyrirheit er ámóta mikils virði og uppáskrift gjaldþrota manns á víxil. Utan af landi berast þau tíðindi, að Alþýðubandalagið á Raufarhöfn hafi mótmælt harðlega svikum ráðherra sinna. Ennfremur hafa flokks menn sagt sig úr félaginu og bent er á, að nú geti svo far- ið að enn einn sameiningar- flokkur myndist til vinstri við Alþýðubandalagið. Það verður að játa, að Albýðu- bandalagið á Raufarhöfn er að visu ekki stórt félag, en án efa mun samþykkt þess hafa mikil áhrif innan komm- únistahreyfingarinnar. Því verður t.a.m. ekkt trúað að óreyndu að Stefán .lónsson hunzi gjörsamlega þessa ályktun kjósenda sinna. Þess vegna er þeirri hóg- væru spurningu beint til dag- skrárfulltrúans: Fá ekki hlustendur útvarpsins fljót- Iega að heyra skoðun hans á gengisfellingunni? Rinar Karl Haraidsson tæki það áreiðanlega að sér með ánægju að koma henni að i einum af sínum hlutiausu þáttum um þjóðmál. Ríkisstjórnin og námsmennirnir En ríkisstjórnin hefur ekki aðeins svikið gengisfellingar- loforð sitt, eða fyrirheitið um að skattleggja ekki þá, sem sizt mega sín eins og gamla fólkið veit gerst. Hún hefur nú svikið námsmenn landsins. Hér áður gumuðu stjórnar- flokkamir núverandi af, að þá fyrst fengju námsmenn mál- svara, er vinstri stjórn fengi völd. Og í himmi aikunna máiefnasamningi, sem nú ónáðar samvizku hinnar svik sömu rikisstjórnar dag og nótt, segir að „koma skuii á viðtíekum stuðningi við náms fóik“ Og hvernig eru efnd- irnar á þessu fyrirheiti. Fátt lýsir þeim betur en ályktun fundar Síne-félaga nú fyrir skömmu. f ályktuninni segir: „Fundur á vegum SfNE haldinn á íslandi 18.12. 1972, lýsir því yfir, að hann harm- ar að núverandl ríkisstjórn hefur á síðustu mánuðum margsinnis slegið ryki í augu stjómar SÍNE og félaga, með loðnum svörum og fljótandi loforðum, sem síðan hafa flest verið svikin. Við teljum, að ráðherrar og aðrir þeir er eitt sinn studdu í orði stefnu SÍNE, hafi gert sig að hrap- orðamönnum, sem siglt hafi eftir vindum, en ekki talað af sannfæringu. Við skorum á ríkisstjórnina að líta í eigin barm og standa við gamlar yfirlýsingar, nú, þegar hún hefur tækifæri til. Það er okkur hryggðarmál að þessi ríkisstjörn skuli verða til þess að námslán standi í stað eða rýrni í fyrsta skipti í mörg ár.“ Er varnarliðið farið? Hinar fjölbreytilegn túlk- anir ráðiierra landsins á geng isfollingarummælum í mál- efnasamningnum á ýmsum tinmm hafa orðið til þess að önnur ákvæði þess plaggs hafa verið skoðuð á ný. Um þetta fjallaði Gunnar Thor- oddsen alþingismaður í þing- ræðu fyrir nokkru. Ræddi hann um hina nýju túlkun og sagði m.a. „Þetta væri vissu- lega mjög athygUsverð túlk- unaraðferð á stjórnarsáttmál- anum að þetta ákvæði ætti að eins við það ástand sem var, þegar stjórnin var mynd uð. Núverandi stjórnarflokk- um kæmi ef til vill til hugar að nota sömu túlkunaraðferð siðar í öðrum samböndum. Ef t.d. varnarsamningurinn við Bandarikin væri tekinn til endurskoðunar eða uppsagn- ar skv. stjórnarsáttmálanum, þá mætti segja í samræmi við túlkunina á gengislækk- unarákvæðinti, að stjórnin léti varnarliðið hætta við að fara, því að með varnarliðinu hefði auðvitað verið átt vjð varnarliðið sem var, er stjórnarsáttmáUnn var gerð- ur. Nú er það svo, skv. föst- um reglum, að hermennirnir eru hér aðeins eitt ár, ef þeir eru einhleypir, en fjölskyldn menn i mesta lagi tvö ár. Áð- ur en núverandi kjörtímabil er á enda, þá verður allt varnariiðið, sem var þá, er núverandi stjórn kom til valda, horfið af landi brott og máiið þar með leyst og varnarsamningurinn efndur." spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 ki. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biCjið um Lesendaþjónustu Murg- unbiaðsins. LEIGAN A'JCSREKiíy 'ir. ' j - -ýfcrv SÍMI 42<60Ó. 7 MORGUNBLAÐSHÚSINU MARGFAtBAR 161!« 2Bovrjnni)InÍíit> mmmm HVERT FARA FRÍMERKIN? Jón jóhannesson, spyr: —- Hvað verður um notuð írimerki sem opinberum stofn unum berast á bréfum? Þarna hlýtur í sumum tilvikum að vera um að ræða veruleg verð mæti, sbr. það dæmi þegar stjórnandi þáttar hjá Ríkisút varpi/Sjónvarpi sagði að sér hefðu borizt á fmmta þúsund svör við e nni getraun. Við töluðum við tvo aðila út af þessu: Gunnar VagnSson, fjármáiastjóri Útvarpsins, svaraði: Spyrjandinn mun I þessi tilviki eiga við kross- gátu sjónvarpsins. Andvirði þeirra frímerkja var, sem og andvirði annarra frímerkja sem sjónvarpinu berast, gefið til styrktar heimilinu að Skálatúni. Halldór V. Sigurðs- son hjá ríkisendurskoðiininni, sagði: — Það eru ekki til neinar fastar reglur um þetta mér er kunnugt um að margar opinberar stofnanir gefa þessi frímerki til góð- gerðastoínana. ÍSLANDSMÓT YNGRI FI.OKKANNA Steinar Jóhannsson, Hverf- isgötu 31, spyr: — Hvemig á íslandsmótið í yngri flokkunum að starfa? Hvenær kemur mótaskrá HSI út og hvar verður hægt að fá hana? Einar Th. Mathiesen, for- maður HSÍ svarar: — Héraðs mótunum er nú rétt að Ijúka. Mót yngri flokkaininia hefur aldrei byrjað fyrr en upp úr áramótum og þannig verður það einnig nú. Mótanefndin er að vinna að niðurröðuninni sem er mikið verk og erfitt því íslandsmótið hefur aldrei verið stærra en í dag. Það taka að þessu sinni þátt í þvi 150 flokkar sem þýðir um 1800 manns. Við erum lika í hús- næðisvandræðum þar sem hér eru í rauninni ekki nema tvö fullkomin keppnishús, Laugardalshöllin og íþrótta- húsið í Hafnarfirði. Skráin er því miður svo stór og dýr að það er ekki hægt að gefa hana út á prenti en félögin fá fjöl rituð eintök og svo verður reynt að koma henni á fram- færi með öllum öðrum tiltæk um ráðum, t.d. í fjölmiðlum. RAFMAGNí MEDALLANDIÐ? Jytta Eiberg, „Grund“, Mel- hól, Meðallandi, V-Skaft., spyr: — Hvað kemur til að ekki er lagt rafmagn hingað í Með- allandið? Tvö ár eru síðan rík israfmagn var lagt um Síðu og Landbrot. Byggð n í Meðal landi er i áframhaldi af Land- brotinu, um sex kílómetrar milli næstu bæja. Valgarð Thoroddsen, raf- veitustjóri, svarar: — Rafvæðing Meðallands- ins er í þriggja ára áætlun um rafvæðingu í sveitum. Gert er ráð fyrir að rafvæð- ingu þessara 20 býla í Meðal- landi ljúki á næsta ári. Það hefur komið í ljós að fólk úti á landsbyggðinni get- ur stundum ekki náð til les- endaþjónustunnar simleiðis, af ýmsum ástæðum. f slikum tilvikum er auðvitað sjálf- sagt og velkomið að senda skriflegar fyrirspurnir og við munum gera okkar bezta til að svara þeim. ORÐ 1 EYRA ____ Gengi Jæja, þá erum við búnir að hafa það af að stráfelU: geng- ið, Lúðvík ekki nema nokk- urra kópeka virði og hanni- ba'l brot úr brauðpenmgi frá Bíldudalsverzlun. Það er erfiðast að gengisfella menn- íngarmálaráðherrann, því hann hefur aldrei verið skráð ur á neitt gengi, enda þótt gengi fljótt að tylla undir hann stólnum. Jakob hefur alltaf verið á þeim buxonum, að án væri ills gengis, nema heiman hefði, einsog kéllingin fræga sagði, og því einsgott að kol- fella gengið einsog skot, enda gengið útfrá, að úrvalsskosta- nefndin gengi ekki á bak orða sinna um betra gengi, ef allt gengi að óskum. Og auðvitað er þetta ágæt gengisfellíng. Þetfca er nebb- lega alltöðruvísi gengisfelling en forðum tíð, þegar gengið var á rétt svokallaðra lág- kunamanna, þegar gengið var fellt. Nú er sko annar uppi. Öld nýtur snilldar- manna, sem gengið hafa á hólm við fjanda þann, er gengi kallast á voru máli, og klofið hann í herðar niður og vel það. Úrvalskostegengið er líka semkunmugter skipað hinum færustu mönnuim, enda gengi ekki amnað en gengið gengi á gegndarlausa vits- muni f jármálaspekinga vorra. Og þetta er alltsaiman ósku gaman, og maður talar ekki leingur um kosti einsog Hrafnkell gamli Freysgoði, heldur valkosti, og Jakob ætl ar meiraðseigja ekki að bera sér leingur í munn það nýja orð valkostanefnd, hekti*' notar hann ennnýyrðið úr- valskostanefnd. Og svo dönsum við áfram kríngum gengiskálfinn, þeg- ar við erum ekki önnum kaf- in við að gánga kríngum seðlabánkarunn snemma á sunnudagsmorgni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.