Morgunblaðið - 03.01.1973, Síða 3
MORGUNHLAÐIÐ, MIÐVTKUÐAGUR 3. JANÚAR 1973-
n
Geir Kristjánsson
og Þóroddur Guð-
mundsson
fengu verðlaun Rithöfundasjóðs útvarpsins í ár
TVEIR ritíhöfuindar, þeir Geir
Kiriistjáinsson og Þároddiur
Guðmundsson hliutu verðlaun
Ri 1 h öfundiasj óðs RíJdsútvarps
ins a)ð þessu sinni, en úthlut-
un úr þeim sjóði íer jaifnan
íram í ÞjóðminijasaÆninu á
GamQársdaig. Viðistaddir voru
fonseti Isilands, dr. Kristján
Eldjám, Magnús Torfi Óiaís-
son, mienintamálaráðiherra,
fuJMrúiar rithöfundafélatganna
og ýmsdr fleiiii gestir.
Steinigrimur J. Þorsteins-
son, pirófessor, formaður
sjóðsins, aifhenti verðiaunán
og ávarpaði verðJaunalhafa
nokkrum snjöllum orðum.
Geár Kristjánssoin þakkaði
sáðan- fyrir þeirxa hönd.
Þetta var í 17. sinm, sem
verðliaiumin eru vedtt og námu
þaiu nú 80 þústund kirónum
tál hvors. 1 stjóm sjóOsdms
sitja nú amk fonmamnsins,
Jón Helgason, ritstjóri, Vii-
borg Dagbjartsdótiir af hálfu
ritihöfundaféiiaganina og And-
rés Bjömsson, útvarpestjóri
og Hjörtur Páiisson af hálfu
Ríkisútvarpsinis. AJEls hafa niú
hlotið þessi verðla.um 38 rit-
höfundar, siamtais um 1.220
þús. krómuf, og hiafa ýmist
tveiir eða þrir íémgið þau
hverju sánni.
Ragiugerð um sjóðinn var
sett af fyrrverandi memnta-
málaráðherra Gylfa Þ. Gisia-
syni árið 1956 og fór þá fram
fynsta úthlutun og í sjóðimn
remma vextir af stofníé, fram-
iag Ríkisútvarpsimis og flutn-
tngsiaun sem ekki tekst að
finma höfunda að, svo og
fyrnd höfumdailaum.
Þóroddur Guðmundsson og
Geir Kristjánsson.
Frá verðlaunaaftiendingn úr Verðlannasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Baldur Líndal i ræðu-
stói og flytur þakkarávarp.
RALDUR LÍNDAL
HLAUT
ÁSUVERÐLAUNIN
DAGINN fyrir gamlársdag
voru verðlaun ársins 1972 úr
Ásusjóði veitt við hátiðlega
athöfn i Norræna húsinu.
Verðlaunin hlaut að þessu
sinni Baldur I.índal, efnaverk
fræðingur, en verðlaunin
hlaut hann „fyrlr frábær
störf hans að hagnýtingu is-
lenzkra efna í iðnaði. Er hann
ágætur fulltrúi þeirrar kyn-
slóðar islenzkra vísinda-
manna, sem vinnur að þvi að
beita þekkingu sinni og hug-
kvæmni að hagnýtum rann-
sóknum í þágu þjóðar sinnar",
sagði dr. Jóhannes Nordal,
seðlabankastjóri og stjórnar-
maður Verðlaunasjóðs Ásu
Guðmundsdóttur Wright.
Dr. Sturla Friðriksson, for-
maður sjóðsstjórnar setti at-
höfnina í Norræna húsinu og
gat hann þess m.a. að í stjóm
sjóðsins ættu þrír menn sæti,
hann sjálfur, dr. Jóhannes og
forseti Islands, herra Kristján
Eldjárn. Skulu þeir vera í
sjóðsstjórn svo lengi sem
þeirra nýtur við, en þegar
þar að kemur kýs Vísindafé-
lag íslendinga menn í þeirra
stað. Rakti hann nokkrum
orðum sögu sjóðsins og gat
frú Ásu Wright.
Dr. Jóhannes Nordal, seðla-
bankastjóri afhenti síðan
Baldri Líndal verðlaunin og
sagði:
„Baldur er fæddur á Lækj-
armóti, V-Húnavatnssýslu, 17.
ágúst 1918, sonur Jakobs H.
Líndals, bónda og jarðfræð-
ings, hins merkasta visinda-
manns í alþýðustétt.
Að loknu stúdentsprófi nam
hann við Massachusetts Instit
ute of Technology (MIT) í
Bandaríkjunum og tók þar B.
Sc. próf í efnaverkfræði 1949,
og var síðan við framhalds-
nám í sama skóla.
Allt frá skólaárum sínum
hefur Baldur starfað að athug
unum á möguleikum til nýt-
ingar íslenzkra náttúruauð-
linda til nýrra iðngreina. Hef-
ur hann náð sérstæðum og
athyglisverðum árangri 1 því
að hagnýta efnaverkfræðileg-
ar aðferðir til þes að fram-
leiða afurðir úr íslenzkum
hráefnum með aðstoð ís-
lenzkra orkulinda. Má minna
á kísilgúrframleiðsluna, þar
sem Baldur þróaði aðferð til
að vinna hreinan kisilgúr úr
kisilleðju, sem blönduð er eld-
fjallaösku og sandi, og nýtir
jarðvarma til þurrkunarinnar.
Hvergi annars staðar er kísil-
gúr unninn við slíkar aðstæð-
ur, enda byggist vinnslan
venjulega á uppþomuðum set
um frá fornum stöðuvötnum.
Enda þótt ekki væri á neinni
reynslu að byggja og margir
lýstu vantrú sinni, að hreins
unin gæti tekizt, tókst Baldri
með tilraunum að sýna fram
á þær aðferðir, sem beita
mætti. Hönnun verksmiðjunn
ar, sem nú starfar við Mý-
vatn, er að mestu leyti byggð
á rannsóknum og áætlunum
Baldurs.
Eftir að Kísilgúrverksmiðj-
an var reist hefur Baldur
beint kröftum sínum að rann
sóknum á sjóefnavinnslu,
þar sem hugmynd hans er
sú, að unnin verði efni úr
söltu jarðhitavatni og sjó,
með aðstoð jarðgufu. Á þann
hátt verði t.d. unnið salt til
fisksöltunar og kalí til land-
búnaðarnota, en auk þess iðn
aðarsalt, sem gæti orðið und-
irstöðuefni til víðtækari efna
iðnaðar hér á landi, þegar
fram líða stundir.
1 framhaldi af þessu hefur
Baldur nú m.a. þróað nýjar
aðferðir til framleiðslu á
magnesiumklóríði, sem er hrá
efni til magnesiummálmfram
leiðslu. Sýna og aðferðirnar
berlega hugkvæmni Baldurs
og þekkingu á efnaverkfræði
legum aðferðum, þar sem
hann notar salt, skeljasand og
sjó sem innlend hráefni með
aðstoð jarðhita og raforku, og
sýnir fram á, hvernig að lok
um er hægt að framleiða
magnesíummálm, sóda og
klór, sem allt getur orðið mik
ilvæg iðnaðarframleiðsla hér-
lendis þegar fram líða stund
ir.
Baldur hefur ritað fjölda
greina og skýrslna um við-
fangsefni sln, sem birzt hafa
í tímariti Verkfræðingafélags
ins, eða verið gefnar út af
Raforkumálastjóra og Rann-
sókmarráði ríkisims. Eimmig
hefur hann flutt erindi um
nýtingu jarðhitans á alþjóða
þingum.
Þetta stutta yfirlit sýnir, að
Baldur hefur orðið merkur
brautryðjandi um uppbygg-
ingu efnaiðnaðar og skylds
framleiðsluiðnaðar hér á
landi, og hefur hann sýnt,
hvemig má með hugkvæmni
og þrautseigju hagnýta hinar
tiltölulega fábreyttu náttúru-
auðlindir landsins til iðnaðar-
uppbyggingar á hinn margvis
legasta hátt. Hann hefur orð-
ið ungum mönnum hvatning
til að feta í fótspor hans, auk
ið trú þeirra á landið og gæði
þess, og víst má telja, að
framtíðin muni njóta ávaxta
af starfi hans í enn ríkari
mæli en þegar er orðið.“
Þá þakkaði Baldur Líndal
með nokkrum orðum fyrir
sig. Hann fór nokkrum orðum
um samstarfsmenn sína, þakk
aði þeim ánægjulegt samstarf
og fór hlýjum orðum um
framsýni gefenda.
GÓÐ FÆRÐ
— meðan kyrrviðri helzt
FÆBÐ var góð í gær á flestum
aðal þjóðvegum landsins. Hlns
vegar er mikill jafnfallinn snjór
á landinu sunnan- og vestan-
verðu, en meðan veður helzt
kyrrt á það ekki að koma að
sök, en víst að það breytist tll
hins verra, ef tekur að blása
vegna hættu á skafrenningi.
Annars var fært á norðurleið
inni í gær allt til Akureyrar, en
nokkur skafrenningur þó kom-
inn á öxnadalsheiði með kvöld-
inu. Ráðgert er að aðstoða á
norðurleiðinni í dag, ef veður leyf
ir. Nokkur ófærð var á Snæfells
nesi í gær, en þar var rutt í gær.
Er fært allt norður í Reykhóla-
sveit eftir vesturleiðinni.
MOBGUNBLAÐIÐ biður les-
endur sína velvirðingar á
þeim drætti og erfiðleikum,
sem orðið hafa á prentun og
dreifingu Jólalesbókar Morg-
unblaðsins að þessu sinni.
Stafar þessi töf af tæknileg-
um erfiðieikum, setn upp
hafa komið. Jólalesbók er að
þessu sinni 64 síður — eða
tvö 32 síðna blöð. Lesbók II
hefur þegar verið send til
allra áskrifenda blaðsins en
Lesbók I var einungis send til
hluta áskrifenda fyrir helgi,
en var borin út til annarra í
morgun. Báðar Lesbækur
hafa verið sendar á út
sölustaði, þannig, að þeir,
sem kaupa blaðið í laiisásölu
Lesbók
áttu að fá Jólalesbók nieð
blaðinu sl. sunnudag. Fari
svo, að Jólalesbók I berist
ekki í dag I hendur þeirra
áskrifenda, sem ekki fengu
hana á sunnudag, eru þeir
beðnir að tilkynna það til af-
greiðslu blaðsins og verða þá
gerðar ráðstafanir til að
senda hana.