Morgunblaðið - 03.01.1973, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAPIÐ, MIDVIKUDAGUR 3. JANtJAR 1973
mjl BiLA rr:if. i v
MJALURr
® 22*0*22*
RAUÐARÁRSTÍG 31
BÍIALEIGA
CAR RENTAL
TS 21190 21188
14444 S25555
SKODA EYÐIR MINNA.
Shooh
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
VALE
kraft-
taliur
lyfta
grettis-
taki
VALD POULSEN HF
verzlun
Suðurlandsbraut 10
simi 38520
Ekki sami
maður
Ræða forsætisráðherra
Ólafs Jóhannessonar tU þjóð-
arinnar var athyglisverð fyr-
ir margra hluta sakir. Ekki
var hægt að sjá, að þar væri
sami maðurinn og sá, sem
sat í öndvegi, er málefna-
samningurinn alkunni var
saminn. Þau hástemmdu lof-
orð, sem prýddu sáttmálann
þann, voru ekki endurtekin í
þessu áramótaávarpi forsæt-
isráðherrans og ljóst var, að
hann taldi þau bezt geymd i
hirzlum fortíðar og gleymsku.
Ekki eyddi forsætisráðherra
tima sínum i að ræða ein-
hverjar fyrirhugaðar efna-
hagsráðstafanir að öðru leyti
en því, að hann taidi fótki
fyrir beztu að gera sem
min..star kröfur til annarra
en sjálfra sín. Fólk ætti að
una glatt við sitt og þakka
það sem úr hnefa væri
skammtað á hverjum tíma.
Aldrei heyrðust slík hljóð
úr því horni sem Ölafur Jó-
hannesson sat í þau tólf ár,
sem hann var einn af forystu
mönnum stjórnarandstöðu.
íslendingar eru litil þjóð,
sem býr við erfiðar aðstæð-
ur. í»eir hafa ætíð þurft að
gera kröfur til sjálfra sín.
Þegar stórfelldur aflabrestur
varð 1967 og 1968 og gífur-
legar verðlækkanir urðu á
útflutningsvörimiim var þjóð
inni skýrt iimbúðalaust frá
því. Menn gen— þá samtaka
undir J>ær byrðar, sem þessu
ástandi fylgdu, enda hafði
allur almenningur fuHan
skilning á, hvað var að ger-
ast. Tilraunir Ólafs Jóhannes-
sonar og þeirra, sem nú sitia
í rikisstjórn, til að sá óá-
nægju þá í því skyni að rjúfa
eininguna mistókust.
Núverandi valdhafar töldu
það smámál að retta þjóðar-
skútuna af eftir þá slagsíðu,
sem varð af völdum erfiðleika
áranna. Nú hins vegar virðist
skútan ætla að sökkva við
fyrsta kul, ef marka má
þeirra eigin orð. En þeir erf-
iðleikar, sem nú blasa við,
eru því miður ekki vegna
utanaðkomandi áhrifa. Það
er ríkisstjórnin sjálf, sem
skapar erfiðleikana. Það er
þvl kaidhæðnislegt, að höfuð-
ræninginn sjátfur skuli nú
reyna að telja þjóðinni holl-
ast að taka því með þögn og
þolinmæði, að hann og hinir
ráðherrarnir skerði nú mest
kjör þeirra, sem þeir iofuðu
svo hátíðlega að bæta fyrir
einu og hálfu misseri.
Vantraust
á ríkisstjórnina
Sjálfstæðismenn hafa borið
fram vantraust á ríkisstjórn-
ina, sem brátt kemur til um-
ræðu. Það vantraust er vissu
Iega ekki of fljótt fram kom-
ið. Hins vegar er rétt að
benda á, að viss kostur fylg-
ir hverjum þeim degi, sem
vinstri stjórnin situr lengur.
Óreiðustjórn hennar og ótelj-
andi misstig er eins og bóiu-
efni, sem þjóðinni er gefið
í dropa,tali. JLiður nú fljótlega
að því að bóluefnið sem þjóð-
in hefiír féngið sé orðið svo
mikið og virkt, að hún mun
ekki fá á sig vinstristjórn
næstu árin og áratugina, rétt
eins og bólusettiir maður
þarf ekki að óttast kúaböl-
una. Vinstri stjórnin fyrri
þurfti ekki nema rúm tvö ár
til að gera þjóðina ónæma
næstu tólf ár á eftir. Ekki
verður betnr séð, en vinstri
stjómin síðari sé endurbætt-
ur og að líkindtiin mun virk-
ari ónæmisgjafi en sú fyrri
var, og þótti hún þó góð.
spurt og svarað
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS
Hringið í síma 10100 kl.
10—11 frá mánudegi til
föstndags og biðjið um
Eesendaþjónustu Morg-
unblaðsins.
BfLASTÆÐI A
EINKALÓÐUM
Viggó Jónsson í Freyju
spyr:
1. Hvaða ráðum geta lóða
eigendur beitt, sem nots eigin
lóðir fyrir bílastæði, sem
merktar eru ákveðnum bílum,
þegar óviðkomandi bílaeig-
endur leggja bílum sinum í
þessi stæði? Að flytja bílinn
burt á kostnað bíleigandans
skoða ég ekki sem svar, ef
bærist, því sú þjónusta er svo
seinvirk, að viðkömandi bif-
reið hefur alla jafna verið
fjarlægð er kranabifreið kem
ur á staðinn, og þá lendir
kostnaðurinn á lóðareiganda.
2. Hvar stendur lóðareig-
andi réttarfarslega, ef hann
límir sðvörunarmiða á fram-
rúðu bifreiðarinnar, sem í
óleyfi stendur, sérstaklega
ef erfitt reynist að ná honum
af strax, en hann velctur þó
ekki tjóni á framrúðunni?
3. Hvernig stendur á þvi
að Umferðarnefnd — í nafni
borgarinnar — -— leigir bíla-
stæði af lóðaeigendum fyrir
ákveðið gj&ki fyrir hverja
bifreið, sem taiin er rúmast
þar, en síðan kemur lögregl-
an og klippir númer af bif-
reiðum þar í unnvörpum, og
btlarnir síðan látnir þar af-
skiptalausir svo mánuðum, og
jafnvel árum skiptir?
Af hverju fylgist lögreglan
ekki með þessum bílum eftir
„klippinguna"? Sem dæmi
má nefna bílastæði á lóðun-
um Lindargötu 15—17. Þar
standa nú sex bilar númers-
lausir eftir „klippingu", einn
þeirra síðan í ágúst eða sept
ember 1971, en hinir fimim síð
an í „klippingunni" miki'u í
haust. Þessir bílar taka upp
Vs hluta allrar lóðarinnar,
sem leigð er fyrir bilastæði.
Hvers vegna eru þessir bílar
ekki fjarlægðir og þá á kostn
að eigenda?
Guttormur Þormar fulltrúi
hjá gatnamálastjóra í Rvík
svarar:
1. Þarna er hreyft við máli,
sem er mjög erfítt viðfengs,
bæði fyrir lóðareigendur og
opinbera aðila. Öruggasta
ráðið til að koma í veg fyrir,
að óviðkomandi leggi bifreið-
um á merkt bifreiðastæði á
einkalóðum, mun vera að
loka stæðinu með hliði eða
keðju.
2. Ég treysti mér ekSci til að
gefe svar við þessari spum-
ingu. Það mun vera dómstól-
anna að skera úr hver
réttur lóðareigenda er og hefi
ég fregnað, að eitt slikt
mál sé nú í uppsiglingu.
3. Hér er komið inn á mik-
ið og vaxandi vandamál. Lög
reglunni ber skv. lagaboði að
tate númer af bifreiðwm, sem
ekki hafa verið færðar til lög
boðinnar skoðunar, og er þá
sama hvar bifreiðin er stödd.
Uigreglan reynir síðan að
hafa upp á eiganda hifreiðar
innar og fer fram á, að hún
sé fjarlægð, standi hún á op-
inberu bifreiðastæði. Ef eig-
andi sinnir þessu ekki og
hirðir ekki um bifreið sína, er
leitað til fyrirtækis, sem sér
um flutning og geymslu á
slíkum bifreiðum. Aðeins eitt
fyrirtæki sér um þessa þjón-
ustu hér í borginni, en að-
staða þess hefur alls ekki ver
ið nógu góð fram að þessu.
Hefur fyrirtækið varla getað
sinnt öðrum bifreiðum en
þeim, sem laskazt hafa í
ákeyrslum, en hefur nú feng-
ið stærri og betri lóð til af-
nota. Vel má vera, að Reykja
víkurborg þyrfti sjálf að
koma sér upp aðstöðu til
flutnings og geymslu á þess-
um bifreiðuim, því vanda-
málið er mikið eins og Viggó
Jónsson bendir á.
107 nemendur
— í Húsmæðraskóla Akureyrar
FYRRA námstímabili í Hús-
mæðraskóla Akureyrar lauk 15.
desemiber. síð&stliðirm, en 107
nanendur stunduðu náan á mis-
m'unandi löngum námskeiðum
við skólann frá 2ja vikna til 2ja
máinaða. Aðsókn að námskeið-
unum var mjög góð og komust
færri að en vildu. Seinna nám-
skfiiðafcímiabil hefst 8. janúar.
Hefst þá 5 mánaða hússtjómar-
dsild, þar seim kennd er mat-
reiðsla, hibýla'U'mgen’gni, ís-
lenzka, samfélagsfræði, næring-
arefnafræði, uppeldisfræði,
heilsufræði, híbilafræði og
fleira.
Þau námskeið, sena ha’din
voru og lauk í de.somber voru
ráðskoniunámskeið, niámskeið í
fatasaium, myndvefnaði, vefn-
aði, listiðnaði og 2ja már.aða
námskeið fyrir miatsveina á
fiski- og flutningaiskipuni.
Nemendur iuku niámsikeiðireu
með prófi og hiaut Sævar Frí-
marensson hassbu einkunn i
fyrsta hiuta, ágætisieinkunn, 9,2
og Ása Leósdóttir i öðeum hluta,
ágætisein'kunn 9,0.
Þátttakendur í matsveinanámskeiði og kennari þeirra Margrét K ristinsdóttir. Tvo nemendur vant
ar á myndina.