Morgunblaðið - 03.01.1973, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1973
Otg«fandi W Árv«k'iH‘, Reykijavfk
Prorríkveamdastjóri HaraWur Sveinason.
firtat^órar M-atihías Johannossen,
Eyj'ólifur Konréð Jónsson.
Styrmír Guorwrsson.
Rrts*fcjkSr-rvarfufhtrúi Þiorbjörn Guðrmindsson.
Práttast'jóri Bjöm Jóhannsson.
Aual.ýsing'astjon Ároí Garðar Kristirtsson.
Rftítjórn og afgralðsia Aðalstræti 6, sfmi 10-100.
Auffýsingar Aðotetrseti ®, aími 22-4-80.
AsíkfiftargJoW 225,00 kr i rrwnuði innanlands
I teusDsöfu 16,00 Ikr eint«kið.
F'orseti íslands, herra Kristj-
* án Eldjárn, flutti gagn-
merka ræðu í sjónvarp og
útvarp á nýjársdag, sem
fy-llsta ástæða er til að vekja
athygli á. í þessu nýjárs-
ávarpi drap forsetinn á
helztu umræðu- og deilumál,
sem uppi voru á hinu liðna
ári, en á svo jákvæðan og
hófsaman hátt, að til eftir-
breytni ætti að verða.
strengdum taugum hins
kalda stríðs milli valdaþjóða
heims og höfðingja þeirra. í
fomum spekimálum segir, að
hrísi vaxnir og háu grasi
hafa farið í kynnisferðir hver
til annars og okipzt á vin-
mælum.“
Áreiðanlega er það rétt at-
hugað hjá forseta íslands, að
einn versti þröskuldurinn í
vegi fyrir hraðri þróun til
friðsamlegri sambúðar þjóða
í milli er djúpstæð og gagn-
kvæm tortryggni þeirra kyn-
slóða í austri og vestri, sem
kalda stríðið hefur mætt á
frá stríðslokum. í Vestur-
Evrópu og Bandaríkjunum
heyrast stöðugt aðvörunar-
raddir um, að ekki megi
binda of miklar vonir við þá
jákvæðu þróun, sem orðið
hefur í samskiptum Vestur-
og Austur-Evrópulanda á
undanförnum misserum. Þótt
efasemdir um þá friðar-
stefnu, sem leiðtogar Sovét-
ríkjanna og annarra Austur-
Evrópuríkja hafa óneitanlega
lagt nokkurn skerf til. Þess-
ari gagnkvæmu tortryggni
og ótta þarf að eyða til þess
að fullur sigur megi vinn-
ast.
Þá vék herra Kristján Eld-
jám í ræðu sinni að sam-
skiptum íslands við önnur
lönd, bæði nær og fjær og
sagði: „En það liggur í hlut-
arins eðli, að af landfræði-
legum og sögulegum ástæð-
um standa sumir oss nær en
aðrir. Það er eðlilegt og
æskilegt að geta rætt sem
nánust menningar- og við-
NYJARSAVARP FORSETANS
í ræðu sinni sagði herra
Kristján Eldjárn m.a.: „Ef
til vill er ofdirfskufullt að
segja, að við þessi áramót sé
friðvænlegra um að litast í
heiminum en verið hefur um
nokkurt skeið, enda er kyn-
slóð hins kalda stríðs tor-
tryggin og marghvekkt og
trúir varlega, þótt teikn sjá-
ist á lofti, sem virðast spá
góðu. Engu að síður hefur
því verið almennt fagnað, að
margt h fur gerzt á síðast-
liðnu ári, sem í svip hefur
orðið til þ~ss að slaka á
séu þeir vegir manna í milli,
sem enginn treður. Með tölu-
verðri vongleði hafa menn
veitt því athygli, að forystu-
menn fjölmennisþjóða hafa
haft óvenjumikla tilburði á
liðnu ári til að troða niður
þvílíkan ónytjagróður. Þeir
fátt sé vitað um þær umræð-
ur, sem fram fara að baki
Kremlarmúra og í höfuð-
stöðvum kommúnistaflokk-
anna í Austur-Evrópu má þó
ganga út frá því sem vísu,
að einnig þar ríki tortryggni
í garð vestrænna þjóða og
skiptasambönd við næstu ná-
granna vora. Hugur manna
flýgur nú víða. Margir, og
ekki sízt ungir menn, eru tor-
tryggnir á hin gamalgrónu
forystulönd og forréttinda-
lönd bæði austan hafs og
vestan. Áhugi þeirra og sam-
úð beinist fast að baráttu og
þróun hinna fátæku og fjöl-
mennu þjóða, sem byggja
önnur jarðarhvel. Þetta er
eðlilegt og í fullu samræmi
við vaxandi tilfinningu fyrir
því á öld hraða og fjarskipta
og geimsiglinga, að jörðin sé
ein og mannkynið eitt.......
Vér íslendingar höfum átt
því láni að fagna, að búa við
vinsamlegt nágrenni þjóða,
sem vér höfum lengi haft ná-
ið samneyti við og eigum
margt gott upp að unna.
Fjarri sé mér að gjöra lítið
úr alvöru þess ágreinings, en
ekki kemur mér til hugar, að
þar dragi til vinslita til lang-
frama, aftur mun gróa um
heilt, þegar þessar gömlu
vinaþjóðir vorar eru tilbún-
ar að skilja rétt vorn og
nauðsyn og draga af því rétt-
ar ályktanir í verki.“
Forseti lands okkar situr á
friðarstóli. Hann er hafinn
yfir deilur og dægurþras, en
fylgist vel með því sem ger-
ist. Þess vegna hefur hann
betri aðstöðu en flestir aðrir
til þess að horfa á málefni
lands og þjóðar af hærri
sjónarhól og með víðari sjón-
deildarhring. í nýjársávarpi
sínu að þessu sinni, hefur
herra Kristján Eldjárn látið
þjóðina njóta góðs af þessari
sérstöku aðstöðu. Hann hef-
ur á jákvæðan hátt rætt
nokkur helztu viðfangsefni,
sem við okkur blasa og gert
það á þann hátt, að honum
ber þökk alþjóðar fvrir.
---\
((i"V /\
,* \,y* i
13.
/ 'rr ________**
forum
world features
Japan;
Tanaka lítið öfundsverður
Þrátt fyrir auðveldan sigfur Tan-
akas forsætisráðherra .Tapans í
fyrstu kosningunum frá því að hann
tók við völdnm, nmn hann eiffa við
ýmsa erfiðleika að et.ja á nýja ár-
inu bæði á sviði innaniands og: utan
rikismála næstu 4 ár.
Jafnaðarmenn og kommúnistar
komu á óvart í kosningunum með
því að bæta við sig talsvert mörg-
um þingsætum og þingmenn þessara
flokke koma til með að velgja Tan-
aka undir uggum í þinginu. Það sem
kannski vekur mesta athygli við
kosningaúrslitin er aukinn styrkleiki
hægri afla i flokki Tanakas, Frjáls-
lynda Jafnaðarmannaflokknum, sem
boðar harðari mótspyrnu gegn þeim
efnahagsráðstöfunum, sem erlendir
þjóðarleiðtogar leggja hart að Tan-
aka að grípa til.
Tanaka gladdi mjög marga af
helztu erlendu gagnrýnendum Jap-
ana, einkum í Bandarikjunum og
hjá EBE-löndunum, er hann lýsti
því yfir eftir kosningarnar, að fyrsta
verkefni stjórnarinnar yrði að reyna
að minnka hinn geysihagstæða
vöruskiptajöfnuð Japana. Til að ná
því takmarki verða Japanir að
auka innflutning og minnka útflutn-
ing, sem fellur alls ekki í góðan jarð
veg hjá iðnaðar- og viðskiptafrömuð
um Japans, sem leggja alla áherzlu
á útftutnimg. Þeir berjast hatramlega
á móti tillögum erlendis frá um að
géngí yensins verði enn hækkað, til
að hækka útflutningsverð, að verð á
innfluttum vörum verði lækkað og
þannig minnka hinn gifurlega gjald
eyrisvarasjóð landsmanna.
Stjórnmálalega er Tanaka því
mjög á milli tveggja eida og hann
verður að fara sér hægt í efnahags
málunum. Meirihluti Tanaka í þing
inu er öruggur, þó að hann hafi að-
eins minnkað í kosningunum.og yfir-
leitt er það hefð í þinginu, að það
greiðir ekki atkvæði um frumvörp,
heldur eru þau afgreidd með al-
mennu samkomulagi. En vinsældir
Tanakas minnkuðu í kosningabarátt-
unni, þrátt fyrir þjóðarlof á stefnu
hans gagnvart Kína og viðurkenn-
ingu, skömmu eftir að hann tók við
völdum. Einkum hafa vinsældir híms
minnkað innan flokksins.
NÝTT
VEI.MEGUNARTlMABIL
Aðstæður innanlands og utan gera
það að verkum að vandi Tanakas
er mikill. Bandaríkjamenn og Ebe-
löndin eru að missa þolinmæðina,
enda vöruskiptajöfnuður þeirra við
Japan gífurlega óhagstæður. Banda-
rikjamenn, Bretar og V-Þjóðverjar
hafa einkum lagt hart að Tanaka að
hanri hækki gengi yensins um 10%.
Heima fyrir blómstrar efnahagslíf
Japana á ný og hagfræðingar spá
12% efnahagsvexti árið 1973, sem
er sama vaxtarhlutfall og á árunum
1966—69, er efnahagurinn stóð í sem
Tanaka.
mestum blóma. í Thailandi hafa stúd
entar haldið uppi þöglum mótmæla-
aðgerðum gegn vaxandi efnahags-
veldi Japans í Asíu og í nóvember
keyptu þeir engar japanskar vörur
og hafa boðað svipaðar aðgerðir eft
ir áramótin. Þannig er nú þrýst-
ingur á Japan frá þremur heimsálf-
um og Tariaka verður að grípa til
róttækra aðgerða til að draga úr
útflutningi og auka innflutning.
Slikar aðgerðir boða óhjákvæmilega
mikla árekstra við japönsku stórfyr
irtækin. Masayoshi Ohira utanríkis-
ráðherra Japans sagði nýlega: „Við
getum ekki sagt fyrirtækjunum
hvað þau eigi að gera,“ og það hef
ur þegar komið í ljós að þau vilja
ekki hefta útflutning.
Þegar Bandaríkjamenn gripu til
sinna aðgerða gegn Japönum í fyrra
með meiriháttar efnahagslegum ráð-
stöfunum, beindu japönsku fyrirtæk-
in vörum sínum til Evrópu og þeg-
ar gengí yensins ví’.r hækkað um
tæp 17% neituðu þau að hækka út-
flutningsverðið svo nokkru næmi og
einnig að lækka verð á innfluttum
vörum, þannig að japanski markað-
urinn með 105 milljón manns var
jafn óaðgengilegur erlendum út-
flytjendum. Með þetta i huga eru
menn ekkert sérlega bjartsýnir á að
Tanaka takist að koma sinuim hug-
myndum í framkvæmd og að hvað
sem hann svo geri muni ekki minnka
hina gildu gjaldeyrissjóði Japana.
Tanaka hefur þegar reynt að auka
innflutning með því að lækka tolla
um 20% á 1800 vörutegundum,
hækka innflutningskvóta og lækka
vexti á lánum til innflytjenda. Engu
að siður nema gjaldeyrissjóðirnir nú
24 milljörðum Bandaríkjadollara en
g.jaldeyrissjóðir Bandaríkjamanna
eru 30 milljarðar, þannig að munur-
inn er ekki mikill.
Viðskiptajöfrar og iðnrekendur í
Japan hafa lýst yfir áhuga á að
jafna vöruskiptajöfnuðinn, en þeir
hafa aðeins spurt hvar þeir getá
keypt meiri vörur frá löndum í SA-
Asíu, þar sem þeir kaupa þegar allt
hráefni, sem þau lönd geta framleitt
með margra ára samningum. Þannig
má segja að þeir séu með hreina
sýndarmennsku, en vilji ekki þeg-
ar allt kemur til alls hjálpa neitt
til. Tanaka á það hlutverk nú fyrir
höndum að reyna með öllum leiðum
að vinna þá á sitt band, en það má
næstum segja, að hvernig sem það
fer, muni Tanaka á einhvern hátt
tapa stjórnmálalega og er hann a«
áliti stjórnmálafréttaritara lítið öf-
undsverður af hlutskipti sínu.