Morgunblaðið - 03.01.1973, Side 17

Morgunblaðið - 03.01.1973, Side 17
MORGUNRLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1973 17 — Nýjársávarp forseta íslands Framhald af bls. 15 ekki ætti sá áhugi að þurfa að geta af sér áhugaleysi um næsta nágrenni vort. Vér Islendingar hðfum átt því láni að fagna að búa við vinsamlegt nágrenni þjóða, sem einnig standa oss næst að uppruna og menn- ingarháttum. Það hefur í bili sletzt upp á vinskapinn við tvær miklar þjóðir, sem vér hðfum lengi haft náið samneyti við og eigum margt gott upp að inna. Fjarri sé mér að gera lítið úr alvöru þess ágreinings, en ekki kemur mér til hugar að þar dragi til vinslita til langframa. Aftur mun gróa um heilt þegar þessar gömlu vinaþjóðir vorar eru tilbúnar að skilja rétt vorn og nauðsyn og draga af því rétt ar ályktanir i verki. En þegar ég að þessu sinni nefni ísland og nágrenni þess, er ég einkum að hugsa um Norð- urlönd og samband vort og sam- starf við þau og hugsa þá ekki síður til Færeyja og Grænlands en annarra Norðurlanda. Ég geri þetta svo sem í minningu þess að á síðastliðnu ári var minnzt fimmtíu ára afmælis Nor- ræna félagsins á Islandi. Þjóð- imar í þessum löndum eru nátt- úrlegir vinir vorir og samstarfs- menn, vegna menningarskyld leika, vegna nálægðar og þar með líkrar hnattstöðu, sem aft- ur veldur því að saman fara hagsmunir á ýmsan hátt, til dæm is að taka þeirra sem eiga sitt undir því að auðlegð fiskimiða í Norður-Atlantshafi verði var- in til frambúðar. Samstaða norskra fiskimanna, Færeyinga og Grænlendinga við oss á þessu sviði hefur einmitt mjög greinilega látið á sér bera nú upp á síðkastið og búast má við að þar verði framhald á. Þess- ar þjóðir hafa eins og færzt nær hver annarri. Málstaður vor á marga forsvarsmenn á Norður- löndum, meðal annars sjálf- an forseta Finnlands, og slíkt ber vel að meta, þótt sum- um þyki ríkisstjórnir frænd- þjóða vorra taka sér helzt til góðan tíma til umhugsunar. En þar mun vera á margt að líta. Annars er ekki þvi að leyna að stundum heyrist. talað með lít illi virðingu um norræna sam- vinnu. Líklega stafa slík um- mæli yfirleitt af ónógri þekk- ingu á því sem þessi samvinna hefur komið til leiðar á fjölmörg um sviðum og vér njótum góðs af, stundum án þess að vita það. Hitt er athyglisverðara, að sum- ir þeir sem mikinn áhuga hafa á norrænni samvinnu, bera einmitt nú nokkurn kviðboga fyrir fram gangi hennar á komandi tíð, vegna þess að ljóst er að Norð- urlönd fara nokkuð hvert sína leið í utanríkis- og viðskipta- málum. Innganga Danmerkur í Efnahagsbandalag Evrópu hef- ur mjög vakið til umhugs- unar um þetta. Reynslan á eft- ir að sýna hver áhrif þetta hef- ur, en margir munu vera þeirr- ar skoðunar, að norræn sam- vinna og samhygð ætti ekki að þurfa að bíða hnekki. Það er hvort eð er fyrst og fremst um menningarlega og félagslega samvinnu að ræða. Norðurlönd eru menningarleg heild og eiga að halda fast saman í þvi efni til ávinnings fyrir alla. Og í þeirri heild eigum vér íslend- ingar réttilega heima. Það væri illa farið, sem ef til vill er ekki örgrannt um, að tungumálagrein ing mi'lli þessara þjóða fremur skerpist heldur en hitt. Sumum virðist, til dæmis hér á Islandi og þó enn meira í Finnlandi, ekki fyrir það sverjandi, að ungu kynslóðinni þyki naumast ómaksins vert að læra skandi- navískt mál til sæmilegrar hlít- ar og telji sér hagkvæmara að læra eitthvert heimsmál þeim mun betur, til dæmis ensku, sem nú sækir mjög fast á. Ég á bágt með að sætta mig við að sú stund kunni að koma innan skamms, að menn af norrænu þjóðerni fara að telja það sjálf- sagðan hlut að talast við og skrifast á á einhverju heims- máli, enda mun vonandi ekki svo verða. Þá gæti svo farið að vér glötuðum fleira sem verið hefur oss sameiginlegt og snar þáttur í allri sögu vorri frá upp hafi, með öllu því sem það felur í sér fyrir þjóðmenningu vora. Tólf eru á ári tunglin greið, Það er satt og víst, þau fara greitt yfir. Um áramót verður manni hugsað til þess hvernig tíminn líður. Hann stikar stór- um, og á göngu sinni hefur hann á þessum síðustu tólf máinuðum eins og endranær hrifið brott úr hópi vorum marga þá sem með oss heilsuðu nýju ári í fyrra. -Vér minnumst þeirra allra nú. Vér minnumst þess manns, sem í sextán ár flutti þjóðinni nýjárskveðjur af þess- um stóli, herra Ásgeirs Ásgeirs- sonar fyrrverandi forseta lands- ins. Vér blessum minningu hans og allra annarra sem safnazt hafa til feðra sinna. Og nú höldum vér til móts við hið nýja ár, til móts við erfið- leikana og gleðina, hið súra og hið sæta, sem það mun bera í skauti sínu. Ég sendi kveðju mína til yðar allra. Vér tölum nú mikið um hafsvæðin umhverfis landið. Þau eiga að vera bjarg- arl'ind vor. Ég leyfi mér að þessu sinni að senda sjómönn- um sérstaka kveðju. Á þeim mæðir mest, ef oss á að nýtast sú lind. Þeir draga björgina I búið og þeir verja miðin. Hug- ur vor allra, sem í landi sitjum, fylgir þeim sem hlotið hafa þa8 vandasama og hættulega hlut- skipti. Megi hamingjan vera með í starfi þeirra. Sem lokaorð og eins konar einkunnarorð við upphaf þessa árs vildi ég velja þetta erindi eftir Jón Helgason: Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend á himni ljómar dagsins gullna rönd, sú gjöf mér væri gleðilegust send að góður vinnudagur færi í hönd. Sæll er hver sá sem getur fagnað nýjum degi eða nýju ári með þvílíku hugarfari. Ég veit að verkin, sem vinna þarf, eru mörg og misjöfn og bjóða ekki öll á sama hátt upp á skemmti- legan vinnudag. Engu að síður vildi ég óska hverjum og einum þess, að hann mætti finna gleði og fullnægju í starfi sinu, og ekki siður í þeim mörgu stundum og dögum, sem menn eiga nú að geta ráðið yfir til að sinna hugðarefnum sínum utan daglegs starfs. Hvort tveggja verður með nokkrum rétti kall- að vinna, athöfn þörf. Og vinn- an er guðs dýrð, segir skáld vort. Starfandi og skapandi er maðurinn fegurstur og um leið hamingj usamastur. Gleðilegt nýjár. lii.irl;: ■ -. -1 ' ■) i: ' :■ 'j h E5S3M Fyrirtæki okkar óskar að ráða duglegan reglusaman aigreiðslumann Sölu- og skipulagshæfileikar ásamt góðri rit- hönd nauðsynlegir. Vinsamlegast sendið okkur eiginhandarum- sókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf fyrir 6. janúar. J. B. PÉTURSSON S/F., Ægisgötu 7, Reykjavík. Stúlka óskast til léttra almennra skrifstofustarfa. Þarf að geta vélritað. Umsóknir sendist Morgunblaðinu sem fyrst merkt: „Strax — 9311“. Húseta vantar strax á mb. Arnarberg Re 101 sem er að hefja netaveiðar. ■ÁJpplýsingar um borð í bátnum við Granda- garð eða í síma 25428. Stúlka Ábyggileg stúlka getur fengið atvinnu strax við verzlunarstörf í snyrtivöruverzlun í mið- bænum. Umsóknir sendist afgr. Mbl. sem tilgreini aldur og fyrri stðrf, merktar: „B—319“. Stýrimoðnr - hdseti Stýrimann og háseta vantar á góðan 150 rúm- lesta netabát. Upplýsingar í síma 7169 Garði og í síma 41412 á kvðldin. Fóstra eða þroskaþjúlfari óskast til starfa við forskóladeildina að Háa- leitisbraut 13. Einstakt tækifæri fyrir fóstru, sem vildi sérhæfa sig í gæzlu fatlaðra barna. Tvær hálfsdags stúlkur koma til greina. Upplýsingar hjá forstöðukona. STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA. Stúlkur Stúlkur óskast til starfa nú þegar. Upplýsingar í síma 12388. SÆLKERINN, Hafnarstræti 19. Skipstjóra vanan netaveiðum vantar á 100 rúmlesta bát, sem tilbúinn er til veiða. Upplýsingar hjá Landssambandi ísl. útvegs- manna. Bifreiðarstjóri óskast til starfa hjá þjónustufyrirtæki í austur- borginni. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: „Duglegur — 323“. Skrifstofuhúsnæði óskast 40—60 ferm. skrifstofuhúsnæði óskast. Þarf að vera laust nú þegar eða í síðasta lagi um næstu mánaðamót. Tilboð merkt: „Teiknistofa — 9312“ sendist Mbl. fyrir 6. þ.m. Vertíðarfólk Viljum ráða konur og karlmenn til vinnu í frysti- húsi og saltfiskverkun. — Fæði og húsnæði á staðnum. BRYNJÓLFUR HF., Njarðvík. Sími 1264 og 6044 og á kvöldin í sima 41412. Sendisveinn Óskum að ráða sendisvein, 13—14 ára, til starfa nú þegar. Vinnutími er eftir hádegi. H.F. HAMPIÐJAN, Stakkholti 4. Byggingaverktakor og húsasmíðameistorar athugið. — Óskum eftir að komast í samband við aðila er geta tekið að sér að reisa 1000° fermetra verkstæðis- og vörugeymsluhús- næði og útvegað lóð undir það á Reykjavíkur- svæðinu. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 10. janúar 1973, merkt: „1000 ms — 910“. Ungur maður óskar eftir atvinnu Margt kemur til greina. Hef þungavinnuvéla- réttindi. Vanur beitningu. Sími 85418 eftir kl. 7 á kvöldin. Atvinna Stúlka óskast til lagerstarfa. Þarf að kunna eitthvað í vélritun. Nánari uppl. í Skeifunni 15 milli kl. 17—18 í dag. HAGKAUP. 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.