Morgunblaðið - 03.01.1973, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1973
Hiíngl eflii midncelti
M.G.EBERHART
Hún horfði eftir ganginum á
allar lokuðu hurðirnar. Hún
þekkti engan leigjanda þarna í
húsinu, og hafði enga hugmynd
um, hverjir áttu heima í næstu
íbúðum. Auk þess gat enginn
þeirra hjálpað henni til að kom
ast inn. Það var ekki annað að
gera en fara niður á neðstu
hæð, þar sem húsvörðurinn átti
heima.
Síminn hætti að hringja.
Hún fékk léðan lykil hjá hús-
verðinum, lofaði að skila honum
aftur.
I flýtinum kvöldið áður
hafði hún líka gleymt að
slökkva ijósin og henni fannst
einhvern veginn viðkunnan-
iegra að ganga inn í upplýsta
íbúðina. En þegar hún kom inn
í svefnherbergið, sá hún, að
Jyklarnir voru ekki á snyrti
borðinu.
Ilún horfði á autt borðið, leit
aði síðan i öllum skúffum. Hún
hvoldi úr töskunni sinni
á rúmið og leitaði vandlega í dót-
inu. En hún hafði verið I svo
æsku skapi eftir að Pétur
hringdi, að hún hefði getað gert
næstum hvað sem var af lykl-
unum, án þess að muna eftir
þvi.
Nú, lyklarnir hlytu að koma
fram fyrr eða seinna. Að
minnsta kosti gerði þetta ekki
svo mjög til, þar eð hún hafði
aukalykla í skúffunni sinni hjá
Henri & Co., ef á þyrfti að
halda. Hún næði í þá á morg-
un — nei, á mánudagiim.
Síminn hringdi aftur og svo
ofsalega, að hún hrökk við. Pét
ur? Henni fannst hún vera
svikari að hafa yfirgefið hann
svona. Hann hafði verið svo ein
mana og yfirgefinn útlits, þar
sem hann stóð í dyrunum á
þessu stóra húsi. Hún greip sím
ann. Þetta var Cal.
— Allt í lagi? spurði hann.
— AUt í lagi? Já, vitanlega.
— Hvernig væri að fá sér
kvöldmat?
Einhvern veginn hafði reiði-
kast hennar gagnvart Cal horf-
ið, eftir að þau yfirgáfu Pétur í
húsinu við Sundið. Nú var hún
bara þakklát fyrir vingjarn
lega rödd hans. Og hún var líka
þakklát fyrir að geta dreift
þessurn hryggilegu hugsunum
sínum.
— Já, þakka þér fyrir. Hve-
nær?
— Ég skal sækja þig klukk
an átta.
— Gott. Ég skal vera við
dyrnar og þú þarft ekki að
hringja.
Alls óvænt hló Cal — létt og
eðlilega, alveg eins og hann átti
að sér. — Þá ertu væn stúlka.
Þú hefðir átt að sjá hennar há-
göfgi ganga inn í höllina sína.
Þarna voru bæði dyraverðir og
lyftumenn. Það lá við, að þeir
bæru Blanche ásamt farangrin-
um hennar. Jæja, klukkan átta
þá.
— Hringdir þú til mín fyrir
stundarkorni Cal — æ nei, það
hefði ekki getað verið þú. Þú
varst rétt nýskilinn við mig til
þess að aka Blanche heim, en
ég var að leita að lyklunum, og
gat þess vegna ekki svarað.
— Ég hringdi ekki. Var rétt
að koma heim. En hvað um lykl
ana?
— Ég týndi þeim. Það var af-
skaplega óþægilegt, en húsvörð
urinn léði mér lykla. Jæja,
þakka þér fyrir, ég skal verða
tilbúin klukkan átta.
— Biddu andartak, sagði Cal
— Hvað varð af lyklunum þín-
um?
—- Ég hef lagt þá einhvers
staðar, en veit ekki hvar. En
það skiptir engu máli. Sé þig
klukkan átta.
Það varð ofurlítil þögn, en
svo sagði Cal: — Gott og vel,
og lagði símann á.
Hún tók saman fatahrúgu af
rúminu og kom þeim fyrir. Cal
hafði verið vingjarnlegur og
kannski ofurlítið afsakandi.
Sannleikurinn var sá, að þau
voru öll í meiri og minni tauga-
spennu, svo að ekki var von, að
þau höguðu sér eðlilega. En nú
orðið hlaut hann að skilja bet-
ur bón Péturs og sjá hana i
öðru ljósi.
Hún gekk inn í setustofuna og
lokaði gluggunum, enda þótt
þeir væru á þriðju hæð. Hvers
vegna gerði hún það? hugsaði
hún með sjálfri sér, hissa. Við
hvað er ég hrædd? Ekkert!
íbúðin var að sjálfsögðu al-
veg eins og hún hafði skilið við
hana. Hún var vistleg, af því
að hún hafði náð sér í nokkur
viðkunnanleg húsgögn og góð-
an leslampa. En nú var hún ein
hvern veginn eins og aðsetur
langvarandi sjúkdóms, sem hún
viidi ekki muna eftir.
Hún fullvissaði sig um, að
lykill húsvarðarins væri í tösk-
unni hennar. Þegar hún kom nið
ur i forstofuna, stóð Cal við
lyftudyrnar. — Ég var á leið
upp til þín, sagði hann.
—- Fannstu lyklana þína?
— Nei, en það gerir ekki til.
Ég hef varalykla.
— Hvar?
— Tvo varalykla í raun og
veru. Annan á húsvörðurinn, en
í þýðingu
Páls Skúlasonar.
hinn er í skúffunni minni hjá
Henri & Co.
■— Þau fóru í lítið franskt
veitingahús. — Þar er góður mat
ur og rólegt, sagði Cal. Þama
voru litil borð með rósrauðum
lömpum á. Cal settist andspænis
henni. bað um kokteila, kveikti
í vindlingi hjá henni, og sagði:
— Ég verð að koma beint að
þessu Jenny. Enda þótt þú vitir
það þegar. Lögreglan heldur
raunverulega, að Pétur hafi haft
ástæðu til að myrða Fioru.
Litla viðkunnanlega borðið
gekk i bylgjum undir höndum
hennar. Hún vissi, hvað koma
mundi.
— Nei, Cal! Nei!
— Jú, sagði hann. — Jú!
9. kafli.
Hún studdi sig við borðið. —
En það er bara ekki satt!
— Ef lögreglumaður hefði ver
ið i forstofunni á þessum tíma,
miundi Pétur þegar vera í varð-
haldi sem grunaður.
— En þannig var þetta ekki.
Þú veizt, að það var það ekki!
Glösin komu á borðið. Cal tók
sitt, eins og viðutan. — Jú, ég
held, að Pétur hafi gert boð eft-
ir þér, þegar Fiora varð fyrir
fyrra áfallinu, eiömitt af þeirri
ástæðu, sem hann sagði. Honum
finnst þú enn einhvern veginn
tilheyra sér — og kæmist hann
í vandræði, mundi hann leita til
annars hvors okkar. Hann er
vanur að ræða öll sín vandamál
við mig. Að vissu marki treystir
hann dómgreind minni. En ég
áuglýsing
um niðurfellingu reglugerðar
um umferðargjald.
Frá og með 1. janúar 1973 fellur úr gildi reglugerð
um innheimtu umferðargjalds af bifreiðum og öðrum
ökutækjum sem aka um Reykjanesbraut, nr. 80 23.
marz 1966, með breytingu nr. 100 16. rnaí 1968.
Þetta tilkynnist öllum þeim sem hlut eiga að máli.
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ,
22. desember 1972.
velvakandi
Velvakandi svarar i síma
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
• Aðgát skal höfð í
í nærveru sálar
Ásnmndur Eiríksson skrifar:
Síðan Einar Benediktsson
sagði þessi orð, hafa margir
framámenn þjóðar okkar skir-
skotað til þeirra, og að vonum,
þvi að þau klífa ein hæstu
stig lífsspeki og lifsdyggða.
Það er sem höfund orðanna hafi
langað til að segja á mennsk-
an hátt orð Meistarans: „Allt,
sem þér viljið, að aðrir menn
gjöri yður, það skuluð þér og
þeim á loft, og bera þau oft
hvað þessum orðum Einars er
oft herfilega misþyrmt af þeim
mönnum, sem vilja þó halda
þeim á loft, og bera þau oft
fyrir sig. Ég hygg þó, að sjald-
an hafi það verið rækilegar
gert en á annan i jólum s.l. í
útvarpsþættinum: „Slegið á
þráðinn", í umsjá Örnólfs Árna
sonar og Páls Heiðars Jónsson
ar.
Blessuð jólin höfðu komið til
min og heimilis mins með frið
og heilaga ró. Ofan á sjálft
inntak jólanna: „Svo elskaði
Guð heiminn að harrn gaf son
sinn eingetinn," hafði hann gef
ið okkur öllum einstaklega
gott og milt jólaveður. Ailt
þetta jók á helgi jólanna. Efttr
að hafa verið við guðsþjónustu
á fyrsta og annan dag jóla, sett
ist ég og heimilisfólk mitt við
rikisútvarpið, og ætluðum að
njóta þess ríkulega, sem það
hefði okkur að gefa. Svo kom
þátturinn: „Slegið á þráðinn."
Þættir Páls Heiðars hafa oft
verið góðir og fræðandi, þess
vegna vænti ég góðs af hans
hendi, ekki sízt þetta kvöld.
En strax í byrjun þáttarins
varð ég fyrir sárum vonbrigð-
um. Ég hugsaði mér, að þetta
væri aðeins byrjunin, þeir
mundu sækja sig, þegar liði á.
Og vísast sóttu þeir sig. Ég
hélt ég hefði misheyrt, er þeir
þóttust vera farnir að tala
við himnaríki og sjálft afmælis
bamið, ef ég hef heyrt rétt, og
það látið svara með drafrndi
og dimmri rödd. En áður er, ég
var eiginlega búinn að átta
mig á þessu, var tilkynnt að
nú ætti að hringja á helvíti og
samtal hófst við myrkrahöfð-
ingjann. Þá skildi ég hvað um
var að ræða. Ég móðgaðist, stóð
upp og lokaði fyrir útvarpið.
Ég þjáðist, ég var reiður og
spurði: Hver dirfisf að brjót-
ast inn í heimili mitt á þennan
hátt, á heilagri jólahátíð, sví-
virða helgi þess, trú mína og
Guð minn? Hver nema sjálft
rikisútvarpið, sem ég styð við
bakið á, eins og aðrir skatt-
greiðendur, og greiði því æma
peninga til þess s.S það geti lif
að.
• Gengið milli bols og
höfuðs á útvarps-
hlustendum
Mér komu í hug hin mörgu
íslenzku heimili, út um allt
land, er orðið hafa fyrir hinni
sömu árás, eins og mitt heimili
varð fyrir þetta kvöld. Getur
það verið, að mönnum, sem er
falin umsjón og ábyrgð á því,
að flytja þætti í ríkisútvarpið
séu rúnir allri ábyrgðarskyldu
gagnvart tilfinningu annarra
rnanna, að þeir geti án blygð-
unar borið svona þátt fram fyr
ir alþjóð á jóílum? Eða er þetta
kannski beinn og kaldur ásetn
ingur þeirra til að reyna að
ganga á milli bols og höfuðs
á Guðs trú islenzkra borgara?
Ég hugsaði um þúsundir
bajrna, sem foreldrar og kirkja
eru að leitast við að ala upp í
kristilegri trú og siðgæði. Ég
hugsaði um eldra fólik og gam-
almenni, sem trúin á heilagan
Guð hefur stutt og leitt gegn-
um lífið og nálgast nú grafar-
bakkann. Var þetta kannski sú
jólakveðja frá yngri kynslóð-
inni, sem gamla fólkið kaus að
fá á fæðingarhátíð frelsara
síns? Ég minnist fjölmargra
sjúklinga, sem á þessari jóla-
hátíð voru fjarri heimilum sín-
um, bundnir á sjúkrahúsuim. Ég
sá þá fyrir mér, þegar þeir
lögðu heyrnartækín að eyrum
sér í þeirri von, að þeir heyrðu
eitthvað, sem bæri þeim hugg-
un út yfir hin dimmu sund.
En þá fá þeir að heyra gróf-
asta guðlast. Hafði ekki djöf-
ullinn svarað því í viðtalinu að
þeir sæjust seinna? Varfærnis-
leg áritun á jólapakka til deyj-
andi sjúklings! Hvað er nú orð-
ið af spakmælum Einars Bene-
diktssonar: „Aðgát skal höfð í
nærveru sálar.“
Ilerrar mínir, þið sem takið
og mismotið svona alþjóðareign
sem rikisútvarpið er, til þess að
vega að því helgasta, sem þús-
undir manna i landinu eiga, og
meta meira en sitt eigið lif: —
Þið hafið gengið of langt. —
Ég hygg að ég tali fyrir munn
þúsunda manna, er ég segi, að
þið hafið með þessum þætti
rænt heimili okkar gleði, friði
og hátíðarhelgi jólanna, sem
þið eruð engir menn til að bæta
okkur aftur. Andleg verð-
mæti verða ekki bætt með
peningum. — Það minnsta sem
hægt er að vænta, er að þið
biðjið alþjóð fyrirgefndngar.
Ásmundur Eiríksson.
• Jlla þokkaöir þættir í
jóladagskrá útvarpsins
Bréfið hér að ofan er eitt af
mörgum, en borizt hafa kvart-
anir ýmiss konar vegna
tveggja útvarpsþátta, sem flutt
Lr voru nú um jólin. Var ann-
ar á aðfangadag, í umsjá Stef-
áns Jónssonar, dagskrárfull-
trúa, en hitt var skemmtiþátt-
ur á annan dag jóla, í umsjá
Páls Heiðars Jónssonar og Örn
ólfs Árnasonar. Hafia viðmæl-
endur Velvakanda sagt, að
ekki hafí skort umræðuefni í
jólaboðunum, þar sem sálarlíf
stjórnenda þátta þessara hafi
orðið tilefni mikilla bollalegg-
inga. En það er vist, að ekki er
nú til of mikils mælzt af
,„venjultegum útvarpsnotend-
um“, að þeir fái frið fyrir
svona trakteringum á sjálfum
jólumum. Einn hafðd við orð, að
það hefði margborgað sig fyr-
ir þette samskotafyri rtæki al-
mennings (útvarpið) að bjóða
ýmsum atorkusömum „skemmti
kröftum" útvarpsins í tíma-
freka hnattferð, til hátíða-
brigða.
Skeleggur maður stakk upp
á þvi, að útvarpsráð yrði
hreinlega lagt niður, þar eð
sýnt væri, að ekki væri leng-
ur tekið mark á samþykktum
þess, en „áLitamálin“ væru að
vonum margvisleg.
Hér er ekki rúm til þess að
tina fleira til, en ljóst er að
fólk er orðið bæði leitt og
þreytt á endemis vitíleysunni í
sumum „góðkunningjum" út-
va-rpsins, og fer nú að verða
mál að Mnni. Er nú eftir að sjá,
hvort verður yfirsterkara,
skepnan eða skaparinn, — en
við skuium bara vona, að þetfia
batni allt saman með hækk-
andd sól.
Málaskóli 2 6908
★ Danska, enska, þýzka, franska, spænska,
ítalska og íslenzka fyrir útlendinga.
★ Kvöldnámskeið.
★ Síðdegistímar.
★ Sérstakir barnaflokkar.
★ Innritun daglega.
★ Kennsla hefst 15. janúar.
★ Skólinn er til húsa í Miðstræti 7.
★ Miðstræti er miðsvæðis.
.......... i Halldórs