Morgunblaðið - 07.01.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1973 22 13*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 | Séra Páll Pálsson: HUGVEKJA Hvað boðar ný árs blessuð sól? BfLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 14444 “S 25555 52 bilasflla GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3. Símar 19032, 20070 Sparifjáreigendur Ávaxta sparité á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 f. h. og kl. 8—9 e. h. ÁRIÐ 1972 hefur kvatt. Það leiddi fram syni sina tólf, sem al'lir höfðu eitthvað að segja, bæði ittt og gott. Sá elzti hét Janúar og sá yngsti Desember. Árið 1973 heilsar og við spyrjum: ,,Hvað boðar nýárs blessuð sól?“ Fortið- in og nútíðin segja okkur sínar sögur. Framtíðin á eftir að tala. Eiitt af því, sem við minnumst við ára- mót er það, hvað hnötturinn, sem við byggjum er viða blóði drifinn. Styrjald- ir og ýmsar aðrar hörmungar hafa sett svipmót sitt á þjóðlíf viða um heim, — af manna völdum. Og enn dynja þessi ósköp yfir á árinu 1973, þar sem fyrst og fremst ein fjarlæg þjóð þarf að sæta þessum skelfingum. Það er átakanlegt, hvað menn þurfa oft að búa til margt bölið, rétt eins og einhver skortur væri á slíku í heiminum! Og þetta gerist ein- mitt núna, þegar mennirnir eru saigðir orðnir svo fjarska góðir og þroskaðir. Hvað veldur? Hinir og þessir vaidamenn þeytast um jörðina, tala um frið, segj- ast vilja frið og boða frið. Ekkert stoð- ar. Friðurinn kemur ekki. Mennirnir hafa reynt til þrautcr að tryggja sér frið með alls konar ráðum og saimitök- tökum, en það virðist vera vonlaust verk. Nútíminn reynir allt of oft að blekkja sjálfan sig, þegar hann hamrar sí og æ á því, að í fomöld og á miðöldum hafi menn verið krossfestir og brenndir, en þegir svo gjaman um eða vill gleyma heimsstyrjöldunum tveimur, þeim millj- ónum Gyðinga, sem myrtar voru í gas- ofnum og því að frá heimjsstyrjöldinni síðari á aðeins 28 árum, hafa verið háð- ar 58 styrjaidir. Svo er enn barizt i Vietnam og ósköpin þaðan dynja á m'anni í fréttum daglega. Óskandi er að það ljós renni upp fyrir mönnuim á þessu nýja ári, að frið er ekki að fá nema þar sem hann er til. Það gefur enginn frið nema hiann eigi frið. Jesús Kristur sagði: Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður, ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur.“ Fyrst við vitum, hvar uppspretta frið- arims er, hvers vegna sækjum við hann þá ekki þangað? Eiiga heiftugar pólitísk- ar valdaflœkjur og manmleg metorða- gimd aliltaf að hindra mamrakynið i því að þiggja frið Guðs? Ef við getum gert eitthvað til þess að greiða friðarboðskap Drottins götu, þá skulum við gera það, hvar sem því verður við komið og af fyllstu heilind- um og drenglund. Nýárssálmurinn góði ber fram spum- inguna: „Hvað boðar nýárs biessuð sól?“ Og hann svarar henni: „Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og Ilknarráð, hún ljómar heit af Drottins náð.“ 1 and-a þessa eri'ndis séra Matthíasar óska ég og bið öllum möinnum friðar, gleði og farsældar á þessu nýja ári. 'C_____________________________________________y og fallegain silifiurbikar, sem spiiað verður um. Sveita- keppni Brigdefélaigs Reykja- víikur er einstakt tækifæri fyr iir allt bri gdeáhugafól'k að spila við beztu spilamieinn landsins. Keppnin er opin öll- um og skal þátttaka tilkynnt til stjórnar Brigdefélagsins eða keppnisstjóra, Inga Ey- vinds. Núverandi meistarar Brigde fé'.agis Reykjavíkur i sveita- keppni er sveit Hjaíta Elías- sonar. □------------------n bjöm Jónsson. í öðru sæti varð sveit Richards Þorgeirs- sonar með 121 stig. í þriðja saeti sveit Gunniars Kristins- sonar með 119 stig. í fjórða aaeti sveit Leifs Ársaelssonar með 113 sitig og í fimimta sæti siveit Magnúsar Grímssonar, sömuleiðis með 113 stig, en þar réðu EBL-stig úrslitum um sætaskipan. Næst á dagdkrá hjá Bridge- félagi Vestmanmiaeyja er firmakeppni og er búizt við góðri þátttöku í henini, sem og öðrum, sem fram hafa far ið hjá félaginu í vetur. v Margeir J. Magnússon, Miðstræti 3A, sími 22714 og 15385. Þú «sa&i l\ MÍMI.. i \\ 10004 Næsta íítið hefur heýrzt frá félögum nú um þesisa helgi en varla er við öðiru að búasit, þvi að flestir eru ekki búnir að jafna sig eftir ofátið um jólin og áramótin. Það má segja að í fiestum ef ekki öllum félögum standi -nú yfir aðal-sveitakeppni fé- lagianina og er þá vanalega minina í fréttum, þar til fer að líða á keppnir og spennan fer að komast í hámark. Þátturinn vonast til að heyra frá sem flestum félög- um — þ. e. að hiann nái þeirri stærð, sem hann hafði á gamla árinu. □-------------------□ Hin árlega sveitakeppni Brigdefélags Reykjavíkur um mieiistaratitil' félagsins hefst n.k. miðvikudagskvöld og er spilað i Domus Medica. Italiska stórfyrirtækið Mart ini & Rossi hefur geifið stóran FRÁ BRIDGEFÉLAGI VESTMANNAEYJA Nýbokið er siveitakeppni fé- lagsáns. Upphaflega mættu 12 sveitir til leiks, en tvær helt- ust úr lestinni, svo að tíu luku keppni. Þetta var enmfremur svæðakeppni félagsiirus. — í fyrsta sæti varð sveit Jóns Haukssonar rmeð 154 stig. Auk Jóns spila í sveitinni þeir Jó- hann P. Andensen, Georg Tryggvason, Pálmi Lórensson, Hilmar Rósmundsson og Svein □-------------------D Bridgefélag Kópavogs. 7. umferð sveitakieopninnar var spiluð 4. jan. ’73, efsto sveitimar eru þessar: 1. Bjarni Sveinsson 131. 2. Óli Andreasson 108. 3. Ármanm Lárusson. 105. 4. G'Uðmumdur Jaikobsson 105. 5. Guðjón Sigurðsson 99. 6. Helgi Beinónýsson 95. 7. Matthías Andiésson. 78. AGR. Sveinn Guðmundsson: Þönglaverksmið j an á Reykhólum Skattframtöl Veitum aðstoð við gerð skatt framtala og uppgjör smærri fyrirtækja. Hafið samband sem fyrst. Lögfræðiskrifstofa Sigurðar Helgasonar Digranesvegi 18, Kóp. sími 42390. PLASTEINANGRUN GLERULL BYGGINGARVÖRUR KÓPAVOGI Sími: 40990 ÞAÐ ætti að vera hverjum maflimi fagnaðarefni, þegar hið háa Alþingi vill gera eins vel og það hefur vit á fyrir himar þverr- andi byggðir vestur hér. Fliutin- ingsmemn telja hugmyndum sín- um helzt til gildis, að á Reyk- hólum sé hægt að byggja þör- ungaverksmiðju, sem framleiði um 4000 toran af þangmjöli fyrir skozkan markað ár hvert og það sé hægt án mengumar. Hvað er meiragun? Sumir telja hana allt rusl, svo sem plast, dósir, ónýta bíla og svo fram- vegis. En má þá ekki líka flokka það undir mengun, þegar raska á iífsjafnvægi á Stórum svæð- um. Það er vitað, að það þarf allstórt svæði til þess að ná 30 þúsumd toninium af þaragi ár hvert og enigin vistfræðileg rannsókn hefur farið fram, þrátt fyrir áratuga rannsóknir á vexti og úíbreiðslu þara. Hinig vegar hefur Sigurður Hallsson sýnt mikinn áhuga á þessu máll og hefur hanm verið oft á tíðum og þá einkum í sambaradi við virarasiluaðferðir ýmiss koinar. Eiranig vitum við heimamien.n, að þa.ng getur horfið af stórum svæðum hér við Breiðaförð eftir mikla frostavetur, en vex þá jafinan aftur og mun vera full- vaxið eftir ein 4 ár. Eininig mætti senrailega rækta þang með því að dreifa hæfilega þuingum gteinum um þau svæði, sem rækta skal. Játvarður Jökull, bóndi Miðja- riesi, hefur sagt mér, að um 1950 hafi hann verið frammi við sjó í stórstraumsaðfalli, þá hafi haran séð miBda mergð þorsik- seiða fylgja eftir sjónum. Ját- varður er með afbrigðum at- hugull og traustur maður, enda mún vera hægt að fá þessa frá- sögn staðfesta. Það er vitað að æðarfuglirm elur unga sína mest upp á þeim sivæðum, þar sem þaingið er mest. Að sjálfsögðu myndi æðarkollian leita fyrir sér á þeim svæðum sem ósnortin væru, en á hvaða aldursskeiði myndast átthagatryggðin? Þeirri ■spurningu er ósvarað. Hvernig verður það með vor- og haustselinn? Ég er hræddur um, að selurinin hverfi af þeim svæðum, þar 'sem þangskurður fer fram. Ég þykist vita, að það yrði ýmsum fagnaðarefni, og þó, ef fækkun yrði svo mi'kil að til útrýmiingar horfði, þá yrði að kosta til offjár til þess að við- halda þessu skemmtilega sjáv- arspendýri, sem bæridur hafa sem nokkurs konar húsdýr Ég held, að þeir hafi eíldti geragið á stofninn. Ég hygg að raær sanmi sé, að vísiradaimenm séu jafnikunraugir Breiðafirði og tunglinu. Þó óskyl t efnii sé, má minma á það að Breiðafirðimum er skipt á milli sýsiiraa, hreppa og eira- stakra bænda og væri fróðlegt að vita, hve marga aura „Sjáv- armiytjar“ ætluðu að greiða bæradum fyrir hvert kg af þaragi, en þar sem það mál heyrir ekki undir það efni, sem hér er skrifað um, verður það ekiki rakið frekar hér. Breiðafjörður er vafalaust eitt fegursta svæði á landi hér og sagt er að fagurt sé á Völlum, þegar vel veiðist og svo mun fara með Breiðafjörð, ef hið fjöi- Skrúðuga fugla- og dýralíf hörf- ar undan græðgi manmsins. Þá er verr farið en heimia setið. Ég hygg að sú stjórn, sem færði út iamidhelgi lalands og notaði sem aðalrök fyrir sínum málflutningi, að þeir væru að vernda fiskstofn við íslands- strendur, skilji vel að raáttúru- vernid á fullan rétt á sér, þó talað sé um sjávargróður og það dýra- líf, sem þar unir sér sína ævi- daga. Eninþá er Breiðafjörður lítt anortinm af ágirmd ferða- laragsins og getur voraandi geyrnt ósnort.na fegurð sínia sem lengst. Það er skoðun mím, að eklki sé hægt að hefja framikvæmdir á Reykhólum fyrr en fyirir liggi öruiggar heimildir um það, að það raski sern mirmstu jafnvægi á því lífi, sem I er við Breiða- fjörð. Þar gildir sama lögmál fyrir loft, láð og lög. Valfrelsi Þeir, sem hafa áhuga og álíta að breytinga sé þörf í íslenzku þjóðfélagi, ættu að lesa bæklinginn VAL- FRELSI eftir Sverrir Runólfsson. Hann fæst hjá Ey- mundsson. — Næsti borgarafundur um þjóðkjörinn forsætisráðherra auglýstur siðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.