Morgunblaðið - 11.01.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.01.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1973 Hfingt eftíi midncetti M.G.EBERHART Karmski hefurðu einhvem tíma átt bágt með svefn . . . og svo gleymt þvi. En hún var alveg viss. — Ég hefði þurft að fá lyfseðil, og þá mundi ég muna eftir þvi. Auk þess veit ég, að ég hef aldrel tekið svefnmeðul. Ég þorði ekki að byrja á því. Hún hefði getað bitið í tung- una á sér, þegar hún minntist allra svefnlausu nóttanna, og þetta fór heldur ekki framhjá Cal. Hann sagði snöggt. — Ég ætla að kalla á lögregluna, og gekk siðan aftur inn i svefnher bergið. Eftir stutta stund kom hann aftur. Hann hafði vindlingaöskj una í hendinni og gekk að frakkanum sínum. — Það er varðbill héma á næstu grösum og verður kominn eftir stutta stund. Ég ætla bara að taka þennan silfurkassa með mér og koma honum fyrir á öruggum stað, Það er dagsetning á hon- um. Það liti ekki vel út, ef það vitnaðist, að það er ekki lengra síðan en um siðustu jól, að Pét- ur var að gefa þér gjafir. Svo ættirðu að klæða þig. — Já, auðvitað. Meðan hún var að koma sér í fötin, heyrði hún að Cal var eitthvað að bauka í eldhúsinu. Hann kallaði til hennar: — Týndirðu líka lyklunum að úti dynmum á húsinu ? Hún smeygði sér í peysuna. — Já, þeir voru báðir á sama hringnum. Hún strauk á sér hárið og stakk fótunum í inniskó. Cal sagði. — Ég held ég heyri til þeirra. Ertu komin i? — Já. Hann kom að svefnherbergis- dyrunum. — Ég hef verið að hugsa um þetta, en ég er ekki viss um, að það sé rétt hjá mér. En ég held það væri betra, að við töluðum ekkert við lögregl- una um morðið á Fioru. Ég á við, að það mál er í höndum Par entis. Það er engin ástæða til að fara að blanda því saman. — Gott og vel. — Þarna koma þeir, sagði Cal er þau heyrðu skröltið í lyft- unni. Þetta voru tveir ungir lög- regluþjónar og þeim fannst, að strax hefði átt að tilkynna þessa innbrotstilraun. Hann hef ur haft kappnógan tlma til að komast burt. Hvemig leit hann út? Þeir urðu ekkert hissa á því, að ekkert andlit skyldi hafa ver ið á manninum. — Hann hefur verið með grímu, sagði annar. — Og þetta að segjast vera með skeyti er eldgamalt bragð. Hafði hann nokkur sérkenni? Þessari spurningu var beint að Jenny. — Hann virtist mik- ið kvefaður. Annar lögregluþjónninn tók upp vasaklút. — Það eru nú næstum allir á þessum tima árs. Svo hnerraði hann. Cal sagði: — Frú Vleedam hef ur týnt lyklunum sínum. Já, það voru lyklarnir að húsinu og svo íbúðinni hennar. Hvenær týnduð þér þeim? Það var sá með hnerrann sem sagði þetta gegnum vasa- kl'útinn sinn. — í fyrrakvöld, held ég. — Var veskinu stolið? —- Nei, ég bara týndi þeim. — Var nokkurt heimiUsfang á lyklahringnum? — Nei, en hann var úr guUi. Pétur hafði lika gefið henni hann, mundi hún aUt í einu. En á honum var engin áletrun eða dagsetning. — Ggeti honum hafa verið stolið úr veskinu yðar? — Ég held ekki. . . Þetta er nú annars algengt. Að lyklum sé stoUð, eða mann- eskja elt til þess að vita, hvar hún á heima. Siðan brotizt inn í búðina. Jæja, við gerum okkar bezta. Var annars nokkru stol- ið? — Ég sagði yður, að hann hefði ekki komizt inn. Ég viidi ekki opna fyrir honuan. — Það var rétt. Jæja, við skulum svipast um eftir honum. Við gerum okkar bezta. Cal sagði: — En svo er ann- að. Frú Vleedam fann tómt glas undan svefnmeðali, sem hún á ekki sjálf. — Látum okkur sjá það. Cal fékk honum glasið, og mennirnir skoðuðu það báðir. Og svo litu báðir á Jenny. — En þarna stendur. . . sagði ann- ar. — Frú Vleedam, bætti hinn við. — Já, ég er frú Vleedam. En ég . . . Jenny þagnaði. Minnztu ekki á Fioru, hafði Cal sagt. Cal sagði: Hún er viss um, að hún hefur aldrei á ævinni keypt svefnmeðal. Og þetta glas hef- ur hún aldrei séð áður. Lögregluþjónninn með hnerr- ann hnerraði aftur. Hinn sagði: — Þér hijótið að muna það. Ef þér eruð í nokkrum vafa, getið þér alltaf náð í lækninn. .. Cal sagði: — Það er ekkert læknisnafn á glasinu. Það hef- ur verið skafið út. — Ég gerði það ekki. . .lofaðu mér að sjá það, sagði Jenny. Annar lögregluþjónninn rétti henni það. Allt sem hún hafði séð var „Frú Vleedam, tvær undir svefninn“, og svo nafn lyf salans. Hún hafði tekið eftir, að miðinn var skafinn, en það var lika allt og sumt. En Cal var nógu næmur til að sjá, hvað það gat þýtt. Hún sagði dræmt: — Ég tók bara ekkert eftir þvi. En þama er númer. . . — Já, vitaniega. Þetta er hægt að sannprófa, ef þér viljið. Sá með hnerrann virtist vera aðalmaðurinn. Hann sagði: — — Jæja, ef það var ekki ann- að — þá skulum við gefa skýrslu um það. En þér skuluð hafa auga með hverjum, sem verður á ferli hérna. En andar- tak. . . Ég fékk ekki nafn yð- ar, herra minn. Hann leit á Cal. —- Ég heiti John Calendar, sagði hanm og gaf síðan upp heimilisfang sitt. — Nú? sagði lögregluþjónn- inn. — Þér eigið ekki heima hérna? — Frú Vleedam var hrædd og hringdi til min. Ég er gam- affl vinur hennar. í þýðingu Páls Skúlasonar. — Hmm, sagði sá með hnerr- ann og leit svo hvasst í krimg- um sig í stofunni. Jenny var Cal þakklát fyrir að hafa skip- að henni að klæða sig. Hún leit á Cal og sá, að hann glotti. En annað var það ekki. Lög- regluþjónamir fóru aftur til starfa sinna við að halda friði í þessari órólegu og óútreitan- anlegu borg. Ueizlumatur Smiírt brauð OB Snittur SÍLD S FISKUR velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • Bætið aðstöðuna í Bláfjöllum Mats Wibe Lund skrifar: Að gefnu tilefni hripa ég hér niður fáeinar línur, sem verða ef til vill tilefni til þess að látið verði til skarar skriða varðandi ýmis mál, sem snerta Bláfjöll. Ekki kæmi mér þó á óvart, ef aðrir hefðu hreyft þessu máli við blaðamenn. Þar sem veturinn getur oft verið stuttur má þetta mál alls ekki dragast á langinn, eigi úr- lausn að koma að einhverju gagni í ár. 1. 1 viðtali, sem ég átti við starfsmann hjá Vegagerð ríkis ins i dag, kom í ljós, að eng- inn veit hver á að standa straum af útgjöldum vegna við halds og moksturs á Bláfjalla- veginum. Vegagerðin sá einung is um lagningu vegarins eins og hver annar verktaki. 2. Ill'fært var í Bláfjöli um hátiðamar og algjörlega ófært nú um áramótin ennfremur eru bílastæðin ónothæf, vegna þess að þau hafa ekki verið rudd. 3. Fyrst Bláfjafflasvæðið er ætlað almenningi til skíðaiðk- ana og annarrar heilsubótar- starfsemi, þarf að sjá svo um, að vegurinn þangað og bíla- stæðin verði rudd í hvert skipti sem snjóað hefur eða skafið. 4. Ef enginn á peninga til þess að kosta þetta viðhald, væri þá ekki ráð að taka vega toll af þeim, sem um veginn fara og selja inn á svæðið? Við erum hvort sem er vön að borga aðgangsgjald í sund laugarnar og Sædýrasafnið, svo að eitthvað sé nefnt. 5. Glæsilegur skáli hefur ver ið reistur i Bláfjöllum, en hann hefur enn ekki verið opn aður. Er það satt, að ekki sé búið að ganga frá þvi hver eigi að sjá um reksturinn? Ef svo er, þá hvers vegna? Ennfrem- ur, hvenær má gera ráð fyrir því að skálinn komist í gagnið? 6. Þvi fer fjarri, að þau skil- yrði til útivistar, sem eru í Blá fjöllum, séu nýtt sem skyldi. Hvers vegna þurfa allar drátt- arbrautimar að vera á sama staðnum? Væri etaki miklu betra að dreifa þeim um víð- áttumeira svæði, meðal annars til þess að allir séu ekki á sama stað og myndi þannig þvögu? 7. Til þess að forðast slys, sem urðu of mörg þama um hátíðamar (mesta mildi var, að ekki skyldi verða þar dauða slys) — verður að hafa sér- stakar brekkur fyrir krakka með snjóþotur brekkur fyrir byrjendur í skíðaíþróttinni og svo brekkur fyrir þá, sem lengra eru komnir. Brekkurn- ar þarf að merkja vel og hafa ennfremur umsjónarmenn til þess að fylgjast með þvi, að reglum sé hlýtt. 1 Bláfjöllum er svo mikið landrými, að þetta ætti að vera vel framkvæman legt. 8. Til mikilla hagsbóta væri, ef merktar yrðu göngulieiðir og útsýnisstaðir, þvi að margt er hægt að gera þama annað en að standa á skíðum. 9. Skipuleggja þarf skíða námskeið við allra hæfi, þann- ig að áhugi á s'kíðaíþróttinni breiðist út eins og eldur i sinu. 10. Þeir, sem stóðu fyrir gerð vegarins i Bláfjöll eiga mikiar þakkir skildar, en mættu iíka gjarnan beita áhrifum sínum til farsællar og skjótrar úr- lausnar þessara mála, sem því miður hamla stórlega gegn því, að sem flestir geti haf not af svæðinu. Mats Wibe Lund.“ • Samtök leigjenda „Heiðraði Velvakandi. Það er nú sennilega að bera í bakkafullan lækinn að tala um húsnæðismálin, eftir allt sem um það er búið að ræða og rita. En lengur get ég ekki orða bundizt. Svo er mál með vexti, að ég er búin að leita að ibúð síðastliðið hál'ft ár. Ekki svo að skilja, að ekkert sé til á mark aðinum, ef það eiga þá að kall- ast mannsæmandi ibúðir. Til dæmis þá er gangverð á íbúð, sem er tvö herbergi og eldhús 10—15 þúsund á mánuði. Þá sér hver heilvita maður að stúlka í venjulegri daglauna- vinnu hefur ekki mikið eftir til að standa straum af öllu öðru sem tilheyrir venjulegum þjóð- félagsþegni. En séu manni sýndar ibúðir á hóflegu verði, sýnast þær öllu líkari rottuhol um en mannabústöðum. Þætti mér gaman að sjá húseigendur sjálfa setjast að í slíkum grenj- um. Nei, góðir hálsar, burt með okrið, en leigið á sanngjörnu verði fólki, sem gengur vel um og skilar íbúðinni jafngóðri eftir tiltekið leigutimabil. Það er sannarlega verk að vinna fyrir þá, sem um þessi mál eiga að fjalla, ef þeir eru þá til. Viltu upplýsa það, Vel- vakandi góður, hvert hægt er að snúa sér í svona málum. Er ekkert heilbrigðiseftirlit til, sem hægt er að fara með og sýna svona staði og láta þá dæma hvað er íbúðarhæft? Eru engin samtök til í þjóðfé- laginu sem geta verndað leigj- andann gegn svona ósóma? Spyr sá sem ekki veit. Með vinsemd og virðingu. Frostrós.“ Velvakandi veit ekki til þess að starfandi séu nein samtök þeirra, sem leigja sér húsnæði. Þó mun þetta vera mjög fjöl- mennur hópur fólks, þannig að áreiðanlega væri grundvöllur fyrir slíkri starfsemi. Þó skal Frostrós bent á, að Félags- málastofnun Reykjavíkur hef- ur annazt fyrirgneiðslu fyrir þá, sem eru í húsnæðishraki. • Lélegt dagskrárefni frá íslandi Bréf hefur borízt frá Olly Staniey Svendsen, sem er is- lenzk kona, búsett í Þránd- heimi. Hún segir, að í norska sjónvarpinu og útvarpinu sé stundum flutt íslenzkt dag- skrárefni, sem hún og aðrir Is- lendingar hlakki ávallt til að sjá og heyra. Samt segist hún ekki geta látið hjá líða að segja frá því, að oftast valldi þetta dagskrárefni vonbrigðum og veki það furðu, að ekki sé hægt að senda betra efni landa á milli. Bréfið er skrifað 5. desernb- er en kvöldið áður segist Olly hafa horft á íslenzkan þátt í sjónvarpi, ásamt manni sínum, en við hefði legið, að þau hefðu slökkt á tœkinu. Þar hefði meðal annars komið fram söngflokkur, sem hefði veifað áfengisflöskum meðan á söngn um stóð. Olly segist vera viiss um, að hægur vandi sé að sýna eitt- hvað fróðlegra og fallegra frá íslandinu góða. 91'ífct skemmiti- efni sé a.m.k. ekki vinsælt í Noregi. Hundohreinsun — Hnfnnrfirði Hundahreinsun fer fram laugardaginn 13. janúar kl. 14 að Garðavegi 16, Hafnarfirði. Samkvæmt lögum nr. 7 frá 3. febrúar 1959 eru allir þeir, sem eiga hunda, skyldir til þess að færa þá til hreinsunar. Svelta skal hund í sólarhring fyrir inngjöf bandormalyfs. Samtkvæmt þessu er lagt fyrir alla hundaeigendur að mæta með hunda sína til hreins- unar á áðurgreindum tíma og stað. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar. íbúðnrhús ú stórri lóð Gott íbúðarhús 170 fm á stórri lóð í Austurbænum til leigu eða sölu. Eign þessi er hentug fyrir stóra fjölskyldu, svo og til ýmiss konar atvinnurekstur. Byggingarréttur fyrir stórhýsi til iðnaðar á lóðinni. Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. jan., merkt: ,,Hús og lóð - 921".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.