Alþýðublaðið - 09.09.1930, Page 4

Alþýðublaðið - 09.09.1930, Page 4
4 ALÞVÐUÐEAÐIÐi ' ekkert „mitt á milli“. Úppreisn verklýðsœskunnar gegn stétta- kúguninni sannar pað svo ótví- rætt, að æskan hefir kastað trúnni á alt annað en framtíðar- frelsi sitt og allra kúgaðra um gervallan heim. Þessi æska lítur aldrei um öxl og lætur engan telja sér hughvarf. Hún er vigð til þeirrar hugsjónar, sem er hið berandi afl í frelsisstríði alþýð- unnar, að gera líf allra jarðbúa betra og fegurra en það nú er. Uppreisn verklýðsæskunnar megnar enginn að bæla niður. Henni verður haldið áfram, unz öllu er velt í rústir, sem skýlir ránum og kúgun á þessari jörð. íslenzk verklýðsœska! Á skömmum tíma hefir uppreisn þín orðið til þess að skelfa í- haldsöflin í landi voru. Fyrir þremur árum sáust 44 ungir menn og stúlkur hefja upp hinn rauða frelsisfána öreiganná í höf- uðborg íslands. Þetta var vísir- inn að félagssamtökum hinnar byltingarsinnuðu öreigaæsku lands vors. Og á þremur árum hefir þessi félagsbundna starfs- fylking æskulýðsins fertugfaldast Og felur nú í sér þann mátt til afreka fyrir íslenzka alþýðu, sem mun veita henni 'fullnaðarsigur á komandi árum. Hlutverk öreigaæsku nútímans er í fyrsta lagi það að gera sjálfa sig hæfa til þess að taka við af eldri félögunimi, er þeim förlast áræði og sóknfimi í sjálfs- bjargarbaráttu verkalýðsins. Fé- lög' ungra jafnaðarmanna eru skólar verklýðsæskunnar. í þeim á að þjálfa baráttuþrek einstak- linganna, auka þekkingu þeirra og brýna þá til viturlegrar sókn- ár í stéttabaráttu alþýðúnnar. Og a þessum skólum byggjast glæsi- legar vonir verkalýðsins í sveit- nm og bæjum um framtiðarsigur yfir auðvaldi og kúgun. Hinn 12. aept. n. k. verður þriðja þing Sambands ungra jafnaðarmanna sett á Siglufirði. Þangað koma fulltrúar frá félög- um víðs vegár um land. Þar verður lagður grundvöllurinn undir starf og stefnu samtak- anna á næstu árum og þar verða tekin tií meðferðar mörg stór mál. Þetta þing verður sennilega merkilegt og áhrifaríkt, og ekki þætti mér það ólíklegt, að það legði að einhverju leyti grund- völlinn að enn fullkomnara og öruggara samstarfi íslenzkrar al- þýðu í frelsisstríði hennar. Til þessa þings fara fulltrúar æsku- lýðsins með stórhug og djörf á- form um að gera félagsskap ungra jafnaðarmanna að salti verklýðshreyfingarinnar, svo að henni verði aldrei liðsvant til stórræða í sókn og vörn. Væri vel ef svo færi, sem ég óska, að úrslit þingsins yrðu til þess að glæða enn betur þær vonir, sem gamla verklýðskynslóðin byggir á samtökum æskunnar um árang- ur baráttunnar. Og þess er ég fullviss, að þing- ið mun koma sér saman um það sem er aðalatriðið, að æskan kór- óni verkið, sem fyrri kynslóðir hafa undirbúið og fórnað lífi sínu fyrir — það, að skapa ríki verk- lýðsins á íslandi. Árni Ágústsson. 2 kr. og frá annari gamalli konu 2 kr. Áður komið 731 kr. Sam- tals 735 kr. Veðrið. Kl. 8 í hrorgun var 9 stiga hiti í Reykjavík. Útlit hér um slóðir og á Vestur- og Norður- landi: Hæg austanátt. Úrkomu- laust og sums staðar léttskýjað. Akra er orðið á smjörlikinii, sem þér borðið. ÁLÞYÐUPRENTSMIÐJAN, Hverflsgötu 8, síml 1204, tekur að sér alls kou- ar tæktfærlsprentua, svo sem erfiljóð, «ð- gðngumiða, kvittanif, • reikninga, bréf o. frv„ og afgreiðií vinnune f,jótt og rið réttu vex ði. Ný kæla KLEIN, Baldursgötu 14. Sími 73. Strástólar, stráborð, bambus- borð og blómasúlur. Mikið úr- val. Húsgagnaverzlua Reykja* vikur Vatnsstig 3. Sigurður Hannesson Hómöóphati tekur .móti sjúklingum kl. 2—3 og 7—8 á Hallveigastíg 10. Stúlka óskast fyrri hluta dags. Upplýsingar í verzlun Kristinar Hagbarð. Frá Oddi Sigurgeirssyni. Ég hefi lengi verið brjóstveill og þar að auki er ég þrískorinn hol- undarskurðum. Get ekki unnið erfiða vinnu, en vil gjarna létta. Hefi í eftirlaun 20 kr. á viku; þar af verð ég að sokka mig, klæða og skæða og fæða að nokkru leyti og borga þjónustu og tóbak, og þegar fötin mín eru stundum hertekin og látin dúsa í fangelsi von úr viti, þá verður það mér útdragssamt. Af þessu get ég ekki borgað húsaleigu og verð því að hírast í bæjarskrifl- inu, sem ekki heldur vindi né vatni. Bæjarstjórnin verður að ráða bót á þessu, útvega mér húsnæði — eða gera við bæinn. framvisa honum við Kristján L'. Giestsson í verzlun Haralds Árna- sonar. Einnig eru þeir, sem fengu ávísanir á kjöttunnuna, lambið, dvölina á Þingvöllum o. f 1., beðn- ir að framvísa þeim sem fyrst. „Lyra“ kom í gær frá Noregi. „Súðin“ fór af Homafirði um kl. 1 í dag. Hún kemur hingað ann- að kvöld. — I morgun kom norskt timburskip hingað. Er það aðallega með timbur til Hafnar- fjarðar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan. Verður köfnunarefnis- áburður dýrari? Samkomulag er nú orðið milli svo að segja allra þeirra, er framleiða köfnunarefnisáburð, um að hafa sameiginiegt verð á hon- um og að takmarka framleiðsluna í samræmi við það. Ríkið Chile í Suður-Ameríku, sem framleiðir mikið af köfnunar- efnisáburði (Chile-saltpétri; hann er grafinn þar úr jörð), kvað þó ekki vera nema að nokkru leyti með í samtökum þessum. For- göngumenn þessa nýja hrings hafa sagt í viðtali við blaða- menn, að þetta eigi ekki að vera til þess að gera áburðinn dýrari, heldur að eins til þess að halda verðinu hæfilegu. Enginn þarf þó víst að efast um, að auðvalds- hringur þessi á það sammerkt* við aðra slíka hringi, að hann fer það sem hann kemst, svo við má búast að köfnunarefnisáburð- ur hækki i verði þegar ahrifa hringsins fer að gæta. Um daglrass ogf vegiaass. Næturlæknir ejr'./ nótt Ólafur Helgason, Ing- ólfsstræti 6, sírni 2128. Kristin Sölvadóttir, sem verið hefir starfsstúlka í Alþýðuprentsmiðjunni, fer utan í kvöld með „Gullfossi11 áleiðis til Ameríku. — Alþýðublaðið óskar henni góðrar framtiðar. Guðmundur G. Hagalín rithöfundur, kona hans og börn, komu hingað til Reykjavíkur í gær með „Islandi". „Veiðibjallan" fór .norður í dag og heldur á- fram síldarleitum. „Súlanú Viðgerðarhlutirnir koma í dag eða á morgun með togaranum „Geir“. Er búist við, að hún geti byrjað flug aftur á fimtudaginn. Dánarfregn. Sigurður Pálsson., bróðir Gests Pálssonar skálds, andaðist á laug- tardaginn í sjúkrahúsinú í Landa- koti. Hann var fyrrum verzlunar- stjóri á Hesteyri í Jökulfjörðum, en', átti heima hér í Reykjavík síð- ustu árin. Til berkiáveika drengsins frá Flatey: Frá gamalli konu Með veikan mann kom togarinn „Max Pember- ton“ í gær. Óþurkasamt hefir verið viðast hvar á land- inu í sumar. Svo er meðal ann- ars á Snæfellsnesi, að þar gengur mjög erfiðlega að þurka fisk og hey. Heilsufarsfréttir, (Frá skrifstofu landiæknisins.) Samkvæmt ágústmánaðarskýrsl- um hefir heilsufar verið fremur gott yfirleitt á landinu. Af skar- latssótt veiktust yfir mánuðinn 6 i Reykjavík, 7 annars staðar á Suðurlandi og 9 á Norðurlandi. Annars engar nýjar farsóttiir, enda skarlatssóftin komin upp áður. ÍHér í Reykjavík var nokkuð um hálsbólgu og kvefsótt, en mink- andi undir lok mánaðarins. Rio Rita er ein hin merkasta og skraut- legasta kvikmynd, sem hér hefir sést, einnig fram úr skarandi skýr tal-, söng- og hljóm-mynd. Saga myndarinnar gerist í litlum bæ í Mexíkó og alt er því með mexikönskum blæ, búningar, hús og menn. Ungir jafnaðarmenn, sem fara norður með „Esju“ annað kvöld, eru beðnir að mæta í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu ekki síðar en kl. 9Ú2, þvi að „Esja“ fer af stað kl. 10. Þess er fastlega vænst, að allir fé- lagarnir fari eftir þessu. Blfreiðarslysið á Hellisheiði var, sem betur fór, minna en frá var sagt í fyrstu. Hafði blaðinu og verið skýrt rangt frá nafni mannsins, sem meiddist. Það var Pétur Ket- ilsson, Freyjugötu 24. Hann meiddist þó ekki mikið. Hins veg- ar stýrði Georg bifreiðinni. Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri er nú á góðum batavegi. Hvað er að frétfa? Ensk skemtisnekkja, „Arpha“, kom hingað í morgun. Skipafréttir. Hlutaveltg. „K. R.“ I gær var dregið hjá lögmanni um farseð- ilinn til Sviss, sem var happ- drætti, og kom upp nr. 2997. Er handhafi þessa miða beðinn að

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.