Morgunblaðið - 25.04.1973, Síða 2

Morgunblaðið - 25.04.1973, Síða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRlL 1973 Skíöalandsmótið á Siglufiröt: gekk á 25.47 míoútum, en næsti maður sem var Trausti Sveins- son gekk á 27.49 nríín. Akureyringar sigursælir Þegar litið er yfir skiðalartds- mót það sem haldið var á Siglu- firði nú um páskana er ekki hægt að segja annað en að það hafi farið hið bezta fram og ver- ið Siglfirðingum og keppendum til mikils sóma. Alit var skipu- !agt út í yztu æsar og ef snurða hljóp á þráðinn var vandinn leystur hið snarasta- Snjóleysi olli nokkrum erfið- ieikum, t.d. þurfti að moka tals- verðu magni af snjó svo göngu- brautin yrði samfelld, en Sigl- firðingar fóru iétt með að leysa þann vanda. íþróttabandalagið í Siglufirði fékk árið 1968 að gjöf frá Siglufjarðarkaupstað hús- eignina að Hóli, sem er fyrir inn an bæinn. Þar hefur verið inn- réttaður góður salur, sem var op inn alla mótsdagana og gátu gest 'r fylgzt með keppn nni inni í heitum salnum yfir kaffibolla og kökum. Orslit voru komin að Hóli hálfri mínútu eftir að keppandi kom S mark og stig úr stökkkeppninni voru gerð kunn næsvutn jaínskjótt og keppand- inn var lentur. Orslit í einstök- um greinum lágu svo frammi f jöl rituð fyriir hvern sem hafa vildi, ur góða aðstöðu meðal hinna gönguglöðu Norðmanna. Trausti virðist ekki vera eins skarpur göngumaður og hann hefur verið á liðnum landis mótum, endaspretturinn, sem ver ið hefur hans sérgrein, var ekki umtalsverður að þessu sinni. Halldór Matthíasson er þrekmik ill göngumaður, lipur og hefur betr: stíl en aðrir, ef til vill er ekki rétt að tala um göngu hjá honum, en það er frekar eins og hann svífi áfram. Reynir Sveinsson bar af kepp endum sínum í flokki 17—19 ára eins og gull ber af eir. Reynir er mjög efnilegur og ekki ólák- j legt að harín og Halldór eigi eft ir að bitast um verðlaunasæti á næstu landsmótum. Reynir sigr- aði einnig í göngukeppninni í sínum flokki í fyrra. Keppendur í flokki fullorð- inna voru 19 i 15 kilómetra göngunni og 12 í 30 kílómetrun- um. 1 yngri flokknum voru átta keppendur í 10 km göngu. Styttri göngukeppnimar fóru STÖKK Á skíðalandsmótinu sem fram fór í fyrra sigraði Bjöm Þór Ól- afsson í stökkkeppninni, þó ekki með miklum yfirburðum, þvi hann hlaut aðeins 0.6 stigum meira en Steingrímur Garðars- son frá Siglufirði. Nú var Hka komið að Steingrimi að sigra, gerði hann það na-sta örugglega og virtist vera í mun betri æf- ingu helduir en Björn Þór. Steingrímur átti lengstu stökk in, en lengdin kom nokkuð nið- ur á stilnum, sem hefði mátt vera talsvert betri. Björn Þór hefur oft átt betri stökk heldur en að þessu sinni og virtist ekki vera eins öruggur og áður. Keppnin í stökkinu fór fram í Hvanneyr- arskái’. og mættu fjór r t'l leiks í flokki fullorðinna. 1 flokki 17—19 ára sigraði R.ögnvaldur Gottskálksson ör ugglega og sýndi bæði beztan stil keppenda í sinum flokki og öryggi. Br ekki vafi á þvi að Rögnvaldur á eftir að bæta sig miltið í íþróttinni og verður gam- an að fylgjast með honum á næstu skíðalandsmótum. 1 yngri flokknum voru keppendur fimm. Það vakti athygli að allir keppendurnir í stökkmeist- fram rétt innan við Hól, fyrsta dag mótsims, þriðjudaginn fýrir I araksppn nin: voru frá Siglu.firði Jóhann Vilbergsson á fullri ferð. Hann keppti nú í skíðalands- ntóti í 23. sinn, og verður ekki annað sagt en að hann hafi stað ið vel fyrir sínu. EKKI er hægt að segja að Siglufjörður hafi skartað sí tu fegursta nú um páskana, en þar fór skíðalandsmótið frai.i að þessu sinni. Loft var þungbúið allan tímann og rigning annað slagið, logn var þó mestan mótstímann og hiti í kring- um 10 stig. Miklar leysingar hafa verið á Siglufirði undan- farið og snjó tekið ört upp, þannig stóðu til dæmis hinar tvær skíðalyftur Siglfirðinga á auðri jörð og ekki reyndist unnt að flytja þær að keppnisstöðunum í tæka tíð. l»essi vandkvæði voru þó ekki alvarlegs eðlis, þó svo að himinninn hafi verið grár, sást það ekki á mannfólkinu sem undi sér hið bezta við keppni og við að fylgjast með því sem var að gerast. Siglfirðingar lögðu mikla vinnu í undirbúning skíðalands- mótsins og lögðu margir hönd á plóginn með óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi. Undirbúningsstarfið hófst í febrúar og jókst alltaf meira og meira er dró nær móti, alls r. unn um 100 manns hafa komið við sögu við undirbúninginn. en aðal- starfið hvíldi þó á herðum landsmótsstjórnarinnar. Hún var skipuð þeim Braga Magnússyni, Aðalheiði Rögnvaldsdóttur. Frey Sigurðssyni, Sverri Sveinssyni, Guðmundi Árnasyi.i og Helga Sveinssyni. Gönpugarparnir úr Fljótum: Trausti Sveinsson, Magmis Eiríksson og Reynir Sveinsson. stuttu eftir að keppnisgreininni var lokið. GANGA KINSTAKLINGA Trausti Sveinsson hefur verið sterkastur íslenzkra göngu- martna undanfarin ár, en nú virð ist Halldór Matthíasson frá Ak- ureyri hafa tekið við hlutverki hans. Hal dór sigrað bæði í 15 og 30 km göragu og hlaut bezt- an tímann í boðgöngunni. Hall- dór stundar nám í Noregi og hef- viku, en 30 km gangan í Skarðs dal á páskadag. BOÐGANGA Þrisvar sinnum 10 km boð- ganga fór fram í Hólsdal á skír- dag og urðu Fljótamenn örugg- ir sigutvegarar. Þeir urðu rúmri mínútu á undan sveit númer tvö, sem var a-sveit Isfirðinga. Siglfirðingar komu nokkuð á óvart með frammistöðu sinni í hoðrröngunni. Eftir 20 km voru þeir samsiiða Fljótamönnum, en á lokasprettinum stakk Trausti Sveinsson keppmauta sína af og tryggði sigur Fljótama-nna. Krist ján Guðmuindsson gekk síðasta sprettinn fyrir ÍSfirði-nga og gekk mjög rösklega, fór fram úr Siglfirði-ngum og færði ísfirðing u-m annað sætið, niu sekúnd-um á undan Siglfirðingum. Alls tóku 7 sveitir bátt í göng irnni, -»m fram fór í sunnan and vara og rigningu. Halldór Matt- hiasso-n frá Akureyri fékk lang beztan tíma keppenda, hann og Ólafsfirði, en því miður eru þetta einu staðimir sem sýna stökkíþróttinni einhvem áhuga. NORRÆN TVÍKEPPNI 1 norrænni tvíkeppni er keppt í stökki og göngu og að þessu sinni var Björn Þór Ólafsson frá Ólafsfirði kominn með vfirburða stöðu eftir gönguna. í fyrsta stökki sinu i tvíkeppninni náði Steíngrimur Garðarsson risa- stökki, stökk 52 metra og vænk- aðist bagur hans ti-1 mun-a við það 1 öðru stökki Bjöms Þórs hlekktist honurn illa á, míssti jafnvægið og snerist í hrin-g í loftinu. Björn slapp þó furða-nlega vel, en engan veginn án meiðsla. Hann lenti á höfð- inu í snjónum, tognaði illa í hálsi og var fluttur á sjúkrahús- ið " Slglufirði. Björn var þó óð- um að ná sér og var kominn aft- ur á ról á föstudaginn la-nga, tveimur dögum eftir áfallið. Við þetta óhapp Bjöms var einsýnit Þessi mynd var tekin eftir svigkeppnina af hinum sigiirsæiu Akiireyrarstúlkum. Frá vinstri: Margrét Vilhelmsdóttir, Margrét Þorvaldsdóttir, Margrét Baldvinsdóttir og Giiðrún Frímanns- dóttir. Texti og viðtöl frá Skíðalandsmótinu: Ágúst I. Jónsson Ljósmyndir: Steingrímur Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.