Morgunblaðið - 25.04.1973, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLAÐDÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1973
IR varð Islandsmeistari
ÍR-ing-ar urðu fslandsmeistar-
ar i körfuknattleik 1973, fimmta
árið í röð, eftir aukaúrslitaleik
við KR-inga. — tírslitaleikur-
bin var leikinn s.l. miðvikudag,
og var hann frábærlega vel leik
inn af beggja hálfu, sérstaklega
fR-inga sem sigruðu stórt, eða
með 91 stigi gegn 73 stigum KR.
Það benti þó ekkert til þess
lengi vel að um yfirburðasigur
yrði að ræða. Leikurinn var af-
ar jafn, og staðan í hálfleik var
t.d. jöfn 38:38. KR-ingarnir byrj
uðn betur, og höfðu frumkvæðið
i byrjun og komust t.d. í 14:8.
lR jafnaði 18:18 og komsit yfir
21:20, og var þá hálfleikurinn
urn það bil háifnaður. KR komst
I 26:21, og aftur jöfnuðu IR-
ingar. Eftir það skiptust liðin á
um forustu, og í hálfleik var stað
an jöfn. í fyrri hálfleikn-
um tókst KR oft að opna maður
á mann vöm IR með hröðum
leik inn á miðjuna, og skoruðu
þeir mikið þannig. KR-ing-
um gekk hins vegar afar illa
að verjast góðri hittni iR-inga
sérstaklega þeim Birgi Jakobs-
syni og Kristni Jörundssyni.
Það var hins vegar ljóst i upp-
haíi síðari hálfleiksins að ÍR-
Ingum hafði tekizt að þétta vöm
sdna aUverulega, og var vörnin
firábærlega góð í síðari hálfleikn
um. Hraðaupphlaupin fengu l'íka
á sig betri svip, og við þetta
réðu KR-ingar ekki. Þegar hálf-
leikurinn var hálfnaður var stað
an 53:49, en á næstu min. skor-
aði iR 7:0, og var þá endaniega
útséð um hvorum megin sigurinn
lenti. Lokatölur urðu sem fyrr
sagði 91:73.
Birgir Jakobsson átti stórgóð-
an ieik, og var langbezti mað-
ur vallarins. Bæði skoraði hann
mikið, og einnig var hann frá-
Islandsmeistarar ÍR í körfuknattleik 1973. Efri röð frá vinstri: Hólmsteinn Sigurðsson, Þorsteinn Guðnason, Anton Bjarnason,
Sigurður Gíslason, Agnar Friðriksson, Birgir Jakobsson, Einar Sigfússon, Sigurður Halldórsson, Pétur Böðvarsson og Einar Ól-
afsson, þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Jón Jörundsson, Sigurjón Ólafsson, Kolbeinn Kristinsson, Kristinn Jörundsson, fyrirliðl,
Finnur Geirsson og Þórarinn Gunnarsson. Á myndina vantar Gylfa Kristjánsson. (Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðsson).
bær í vörninni, og í fráköstunum
var hann nær einráður tímunum
saman.
Þá átti Anton Bjarnason mjög
góðan leik, sennilega sinn bezta
með IR. Kristinn átti að mörgu
leyti góðan dag, og sömu sögu
er að segja um Agnar, en Einar
Sigfússon var óheppinn undir
körfunni.
Þeir Hjörtur Hansson og Kol
beinn Pálsson voru beztu menn
KR, aðrir voru lakari, en sýndu
ágæta kafla, sérstakiega framan
af.
Birgir skoraði mest fyrir iR,
28 stig, og Kolbeinn Páisson fyr
ir KR 23.
srk.
/ I M /
f 1. ’ ? Jjr i * ’ 1
Kristinn Jörundsson hampar fslandsbikarnum, en KR-ingar í
baksýn, klappa honum og félögum hans í ÍR lof í lófa.
ÍSLANDSMÓTIÐ
1. DEILD
Loka-
staðan
ÍR 15 14 1 STIG 1346:1010 28
KR 15 13 2 1257:1059 26
Ármann 14 9 5 1054:961 18
Valur 14 6 8 1209:1116 12
is 14 5 9 1114:1159 10
UMFN 14 5 9 1014:1221 10
HSK 13 3 10 894:1017 6
Þór 13 1 12 687:1032 2
Þórir Magnússon varð stiga-
hæstur leikmanna ísiandsmóts-
ins, hann skoraði 306 stig í 12
leikjum. Bjarni Gunnar, IS varð
í öðru sæti með 285 stig eftir
14 leiki, og í þriðja sæti varð
David DeVany með 280 stig eftir
aðeins 9 leiki, og er þvi með
ianghæst „meðalskor" í leik.
Eins og sést á st'gatöflunni
hér að ofan, þá hafa öll liðin
í 1. deild skorað yfir 1000 stig
í mótinu, nema HSK og Þór, en
þau lið hafa aðeins leikið 13
leiki, og er ekki útlit fyrir að
þeim fari fram héðan
af. Ails voru skoruð 8575 stig í
leikjum mótsins, en það mun
vera algjört met hérlendis. Ég
hef ekki tölu á þeim leikjum
þar sem annað liðið hefur skor-
að yfir 100 stig, sennilega eru
þeir um það bil 15 talsins, á
móti þremur í síðasta móti.
VÍTAHITTNI
Af þeim einstaklingum sem
náðu tilskildum skotafjölda til
þess að eiga möguleika á verð-
launum (40 skot) skáru tveir
teikmenn sig aigjörlega úr. Þetta
voru þeir David Devany og
Kristinn Jörundsson. Milli
þeirra stóð mjög hörð keppni í
margar vikur, og lauk þannig
að David var með 81,8% hittni
úr 66 skotum, á móti 80,9% hjá
Kristni úr 42 skotum. 1 leik ÍR
gegn KR tók Kristinn fjögur
skot og hitti úr þremur, en
hefði hann einnig hitt hinu
fjórða, þá hefði hann farið upp
fyrir David, svo hörð var
keppni þeirra. En David er
vel að þessu kominin, harm er
geysileg vitaskytta.
KR-ingar eru með bezta heild
arútkomu í vítaskotum, þeir eru
með 57,6% úr 269 skotum. Síð-
an koma þrjú lið i hnapp, IR
með 56,6% — UMFN með
56,3% og Ármann með 56,1.%
VILLUR
Ármenningar hafa löngum
verið orðaðir við það að leika
fast i vörninni, og á daginn kom
að þeir eru mieð flestar villur
dæmdar á lið. Liðið fékk á sig
369 viliur. Næst kemur ÍS með
333, og í þriðja sæti UMFN með
321.
AF VELLI
Njarðvíkingar voru oftast
allra reknir af velii með 5 vill-
ur, alls 19 sinnum. Síðan komu
KR-ingar og ÍS með 17 skipti
hvort lið, og nokkru munaði á
næstu liðum.
gk.
Tapleikurinn
erfiðastur
— sagði Kristinn Jorundsson,
fyrirliði íslandsmeistaranna
Fyrirliði hinna nýhökuðu
Islandsmeistara í körfuknatt
lelk, er hinn kunni íþrótta-
maður Kristinn Jörundsson.
Hann er einnig mjög þekkt-
nr leikmaður úr knattspyrn-
unni, var t.il. íslandsmeistari
með Fram í fyrra. Kristinn
mtin leika knattspyrnii með
II. deildar liði Völsunga í
sumar, en næsta haust tekur
hann til við nám í viðskipta-
fræði að nýju, og þá einnig
körfuknattleildnn.
Kiristiinn var að vonum
kampakátur þegar við hittuim
hann að máli eftir úrslitateik-
inn gegn KR. Það var mik-
il gleði í herbúðum iR.
Við spurðiim Kristin
hverju hann vildi þakka það
fyrst og fremst, að þessi sig-
nr vannst, en hann er fimmti
sigur ÍR á íslandsmóti í röð.
— Það eru nú margar
ástæður fyrir þvi, en þó vil
ég einkum nefna tvaar.
1 fyrsta lagi eigum við góð-
an hóp frambæriiegra
leikmanna sem hafa æft vel
í ailan vetur. í öðru lagi höf
um við yfir að ráða bezta
þjálfara hérlendum, Ein-
ari Ólafssyni, sem hefur unn
ið mikið og óeigingjarnt starf.
Hvaða leikur var erfiðast-
ur í mótinu?
Það var án alls efa eini
leikurinn sem við töpuðum,
tapleikuriinn gegn KR í síð-
ari umferðinni. Við vor-
um undir miklu taugaálagi,
og náðum okkur aldrei vel á
strik i þeim leik, auk þes.s
sem KR var í sínum bezta
ham. En þessi ósigur varð til
að stappa í okkur stálinu, og
við vorum staðráðnir að láta
ekki íara jafn illa í sjálfum
úrslitaleiknum. Andinn innan
liðsins var mjög góður, og
þetta tókst allt að lokum.
Er þátttaka í Evrópu-
keppni framundan?
— Um það get ég ekkert
sagt á þessu stigi málsins.
Það stendur til að landslið-
ið fari til Bandarikjanna í
haust, og ef af þvi yrði og
einhverjir úr ÍR færu þá
ferð, þá verður það senni-
iega arið nóg yerkefni
í (haiust..