Morgunblaðið - 28.04.1973, Side 10

Morgunblaðið - 28.04.1973, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1973 SKUGGINN YFIR BANDARÍSKU ÞJÓÐLÍFI: Watcrgatebygffinffin í Washingjton, l>ar sem demókrytar höfðu aðaistöðvar sinar í kosningabar- áttunni fyrir forsetakosningarn ar í fyrrahaust. Hinn 17. ,júní i fyrra tók lögregrlan fimm menn fasta fyrir að brjótast inn í húsið og koma þar upp hlustunart a'kjuni. Tveir aðrir til viðbótar voru handteknir síðar. Fimm þessara manna játuðu sekt sína en tveir ekki en þóttu samt sann- ir að sök og voru dæmdir samkvæmtþvi. — ÉG get lýst því yfir af einurð, að rannsóknir, sem fram hafa farið, sýna, að eng- inn af starfsmönnum Hvíta hússins eða þessarar ríkis- stjórnar, hefur tekið þátt í þessu furðulega athæfi. Þannig komst Richard Nixon Randaríkjaforseti að orði síð- ast í ágúst í fyrra. Nú, þeg- ar liðnir eru 10 mánuðir frá upphafi málsins, hefur for- setinn látið hafa eftir sér: — Hinn 21. marz sl. lét ég — vegna alvarlegra ásakana, sem mér bárust til eyma — byrja umfangsmikla nýja rannsókn á öllu málinu. Margt mikilvægt hefur kom- ið fram. En ég vil taka það fram, að ef nokkur maður á vegum þessarar ríkisstjóm- ar verður fundinn sekur fyr ir dómi vegna þessa máls, þá er það ákvörðun mína, að honum verði þegar í stað vik- ið úr starfi. Tilefni þessara orða Bandairíkj af orseta er það mál, sem nú er að verða öllum öðrum málum ofar á baugi í bandarísku þjóðlífi, WATERGATEMÁLIÐ. Þegar fimm óboðnir gest- ir voru handteknir að nætur- lagi í aðalstöðvum demókrata í Watergatehúsinu í Washington í júni i fyrra, vakti það vissulega atihygli um gjörvöll Bandaríkin. En Nixon forseti og stuðnings- menn hans voru fljótir til þess að fordæma þetta athæfi sem andstætt grundvaliarreglum lýðræðisins, er hver sæmilegur Bandarikjamaður hlyti að for- dæma sem siðferðilega forkast- anlegt. Athæfi mawnanna, sem verið höfðu að koma upp hler- unarkerfi i stöðvum demókrata, væri i senn heimskulegt og glæp samlegt og enginn skyldi láta sér detta það í hug, að for- setinn og flokkur hans hygðust vinna komandi forsetakosningar með slíku atferli. Svo var að sjá, sem þetta hefði siín áhrif í fyrstu. Fóik hneyksl- aðist á Watergatemálinu, en taldi atburðina þar hafa gerzt án vitundar forsetans og samstarfs- manna hans og greinilegt var, að Watergatemálið hafði ekki minnstu áhrif á úrslit forseta- feosninganna, þegar að þeim kom, eins og margir demókratar höfðu þó gert sér vonir um. En þar með var málið ekki úr sögunni. Þvert á móti hefur það verið að hlaða utan á sig og er nú orðið að einhverju mesta pólitíska hneyksli, sem komið hefur upp í Bandaníkjunum í mörg ár. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að menn úr nánasta samstarfshópi forsetans höfðu að minnsta kosti vitneskju um áformin um að brjótast inn í að- alstöðvar demókrata og koma þar fyrir hlustunartækjum. Það, sem meira er, sú sfcoðun verður stöðugt útbreiddari, að sum- ir þessara manna hafi verið með í ráðum og jafnvel fyrstir lagt á ráðin varðandi Watergateað- gerðirnar. Hámarki náði málið, þeg- ar John N. MitcheLl, fyrrver- andi dómsmálaráðherra og náinn vinur Nixons forseta fyrr og síð ar játaði í síðustu viku, að hann hefði verið viðstaddur þrjá fundi i fyrra, þar sem áformin um að brjótast inn í Watergate- húsið hefðu verið til umræðu. Hins vegar hefði hann haínað öllum slíkum áformum sem frá- leitum og glæpsamlegum að eig- in sögn. Blaðið The Washington Post hafði það eftir ótilgreindum sam starfsmanni Mitchells, að dóms- málaráðherrann fyrrverandi hefði borið það fyrir þingnefnd þeirri, sem rannsakar Watergate málið, að maður að nafni Jeb Stuart Magruder, fyrrverandi starfsmaður við Hvita húsið og meðlimur i nefnd þeirri, sem sett var á laggirnar til stuðnings Nixons forseta til endur- kjörs, hefði gengið fram hjá sér og farið án sins ieyfis þess á leit við ótilgreinda embættismenn í starfsliði forsetans, að hann fengi heimild til þess að koma fyrfr hlustunartækjunum. Þá skýrði annað bandariskt blað frá því, að John W. Dean, lögfræðingur Hvíta hússins hefði haft yfirumsjón með greiðslu á 175.000 dollurum úr kosn- ingasjóði Republikanaflokksins til þeirra sjö manna, sem ákærð- ir voru í Watergatemálinu og lögfræðinga þeirra. Hefur sá orð rómur fengið byr undir báða vængi, að átt hafi að kaupa sakbomingana til þess að þegja yfir öilum staðreyndum málsins. Jeb Stuart Magruder hefur goldið líku Mkt vegna ásak- ana Mitchells, fyrrum dómsmála ráðherra í sinn garð og á að hafa borið fyrir rannsókn- amefnd þingsins, að báðir hafi þeir Mitchell og Dean samþykkt Watergateaðgerðimar, enda hafi þeir setið fundina þrjá, sem haldnir voru til undirbúnings þessum aðgerðum ásamt sér og fjórða manninum, Gordon Liddy, sem fundinn var sekur fyrir dómi á þessu ári fyrir þátt- töku í imnbrotinu. Mitchell á að hafa borið, að Dean og annar maður úr hópi þeirra, sem skipulögðu kosninga baráttu forsetans í fyrra, Frede- rick LaRue, hafi báðir haft um- sjón með greiðslum til lögfræð- inga þeirra, sem ákærðir voru í Watergatemálin u. Bandarísk blöð þykjast hafa það eftir áreiðanlegum heimild um, að greiðslumar til Water- gatesakbominganma og verjenda þeirra hafi farið fram I 100 doil- ara seðlum og runnið beint úr kosningasjóði republikana. John Dean lögfræðimgur hefur hins vegar ekki viljað sitja þegjandi undir öllum þessum ásökunum og gaf sjátfur út svohljóðandi yf- irlýsingu, sem hann kom á fram- færi við blöð og aðra fjölmiðla fyrir nokkrum dögum. — Sumir kunna að halda eða vona, að ég eigi eftir að verða sá, sem allri skuldinni verður skel’l't á í Watergatemálinu. Hver sá, sem slíkt heldur, hann þekk ir ekki mig, hinar sönnu stað- reyndir málsins né heldur skilur hann réttarkerfi okkar. Sagt var, að Dean hefði vilj- að fá Ziegler, blaðafulltrúa Nix- ons forseta til þess að gefa þessa yfirlýsingu fyrir sina hönd sem eins af samstarfsmönnum forset- John N. Mitchell, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandarikj- anna. — Neitaði í fyrstu að hafa haft fyrirfram nokkra vitneskju um W atergateáformin. Viður- kenndi siðar, að hafa verið við- staddur á fundum. þar sem þau voru til umræðu. ans, en Ziegler á að hafa neitað því, og komst þá sá orðrómur þegar á kreik, að Dean væri sá, sem fyrst skyldi fórnað á altari þess pólitíska hildarleiks, sem nú fer fram að nokkru fyrir opn um tjöldum en þó að mestu að tjaldabaki á milli þeirra manna, sem taldir hafa verið margir hverjir á meðai nánustu sam- starfsmanna forsetans. Undanfama daga hafa bönd- in þótt einkum berast að H. R. Haldeman, yfirmanni starfsliðs Nixons forseta í Hvita húsinu, en Dean hefur einkum beint örv um sínum gegn honum og heitið því, að ef til kæmi, þá myndi hann ekki hika við að skýra frá hlutdeild þeirra, sem „ábyrgð- ina bæru“. Enda þótt Ziegler, blaðafulltrúi forsetans, væri fljót ur til þess að bera blak af Halde man, þegar það spurðist, að hann stjórnaði ekki lengur morgun- fundum aðstoðarmanna for- setans og segði að engin breyt- ing hefði orðið á stöðu hans, þá lá það í loftinu, að mikil breyt- ing hafði orðið á aðstöðu Halde- mans innan embættismanna- hrings þess, sem umlykur forset- ann. Umskiptin hafa orðið þeim mun meiri að undanförnu, sem margir þeirra manna, sem nú eiga í vök að verjast vegna Watergatemálsins, voru ósparir á það áður að gera Mtið úr öilu Watergatemálinu, og töldu það hlálegt og fáránlegt, enda þótt þeir fordæmdu það. Þegar það spurðist, að John Mitchell, fyrrverandi dómsmála- ráðherra hafði verið yfirheyrð- ur i þrjár klukkustundir af rann sólcnarnefnd Bandaríkjaþings um málið, gat enginn lengur dreg ið i efa, hve alvarlegt og um- fangsmikið það var orðið. Áður hafði hann jafnan sagt, að hann hefði ekki vitað neitt um Wat- ergateinnbrotið. Nú barst það mönnum til eyrna, að hann hefði verið viðstaddur á fundum, þar sem áform um innbrotið voru til meðferðar og enda þótt hann neitaði þvi að hafa nokkru sinni fallizt á þessi áform, þá var þ»>tta ekki hið sama og hann hafði áður sagt ®g skuggi efasemdanna hvilir því einnig yfir staðhæfingum hans nú. Þá vakti það elcki síður at- hygli, að málið var tekið úr um sjón Richards Kleindienst dóms- málaráðherra og fengið í hend- ur Henry E. Peters aðstoðar- dómsmálaráðherra, sem verð- ur ábyrgur beint gagnvart for setanum. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun, sem örugglega var tekin af Nixon forseta sjálfum, var samkv. orðum Kleindienst sú, að málið snerti menn, sem hann sjálfur hefði haft „sam- skipti við bæði í starfi og einka- lífi“. Þá þótti Kleindienst ekki komast heppilega að orði frammi fyrir sameiginlegri nefnd beggja deilda Bandarikjaþings í siðustu viku, þar sem hann hélt því fram, að enginn embættis- maður mætti gefa þinginu eða einstökum nefndum þess skýrslu um atriði varðandi Watergatemál ið, ef forsetinn neitaði um heim- ild til þess, sem ólíklega yrði veitt. Vist er að upplýsingam- ar varðandi Watergatemálið, sem verið hafa að berast út til fjöl- miðla og almennings smám sam- an, stundum eftir óeðlilegum leið um, hefðu komið sér mjög illa fyrir Nixon forseta og stjórn hans, enda þótt frá þeim hefði Demókratar flytja burt aðalstöð var sínar úr Watergatebygging- unni. Flutningur þessi fór fram fyrir nokkrum dögum í minni byggingu, sem stendur ekki f ja rri Hvíta húsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.