Morgunblaðið - 25.05.1973, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.05.1973, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1973 LEIFUR ÁSGEIRS- SON - SJÖTUGUR 1 DAG gefst tækifœri til þess að þakka góðum rnanni frábær kynni, er staðið hafa frá bernsku til manndómsára undirritaðra. Ærslafullir strákar reyna strax á barnsaldri á taugar þeirra, sem þeir venja komur sínar til, og sízt eru þeir þó aufúsugestir hál fsturlaðir á gelgjuskeiði. — Einstök hlýja og veivild Leifis og konu hans Hrefnu Kolbeinsdótt- ur áttu drjúgan þátt í þvi, hve mjög félagar Ásgeirs sonar þeirra vöndu komur sinar að Hverfisgötu 53. Ósjaldan bar það við, að Leifur tók þátt í viðræð- um hinna uppivöðslusömu frið- arspilla og beindi þeim inn á brautir, er hiutu að leiða til nokk urs þroska. — Það er okkar ein- læg ósk, að sem flest æskufólk eigi þess kost að kynnast og verða fyrir áhrifum af mönnum eins og Leifi Ásgeirssyni. Jón H. Mag-nússon, Eggert Jónsson. Haustið 1933 vantaði skóla- stjóra að héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal. Ekki veit ég með hverjum atburðum það gerðist að til starfsins var ráð- inin ungur Borgfirðingur sem hafði nýlokið doktorsprófi við háskólann í Göttingen með frá- bærum vitnisburði. „Þetta er eins og að senda mann á rjúpna veiðar með fallbyssu," mælti annar íslenzkur stærðfræðingur þegar hann frétti um þá ráðstöf un að gera Leif Ásgeirsson að skólastjóra á Laugum. En aldrei heyrði ég þess getið að Leifur kvartaði um þetta hlut- skipti sitt; og þvl siður held ég að Þingeyingum hafi blöskr- að að hafa sllkan lærdómsmann til að leiðbeina unglingum sín- um. Þeir kunmu að vísu frá því að segja, með nokkru stoltd, að hann hefði lært hjá móð- ur sinni hei'ma á Reykjum og síðan skroppið suður tii að taka stúdentspróf, og vakið þar undr un og aðdáun Ólafls Daníelsson- ar með skarpleik sínum og lær- dómi í stærðfræði. Hann væri raunar heimsfrægur maður fyr- ir uppgötvun í stærðfræði sem við hann væri kennd, svokall- aða Ásgeirssonsreglu eða að- ferð. Ekki væri hann fyrr sloppinn út úr kennslustundimni eða laus við amstur skólastjóra- starfsins heldur en hann væri setztur og farinn að krota á blað einhver óskiljanleg stærðfræði- tákn. Nú á dögum er mikið um alls konar áætlunarbúskap. Hvað borgar sig bezt, hvað skilar mestum hagvexti ? Samkvæmt slíku mati er ekki vafi á því hvar Leifur Ásgeirsson hefði átt að hasla sér völl. Að lok-nu há- skólaprófi hefðu honum staðið margar leiðir opnar að erlendum vísindastofnunum, og líklegt að honum hefði þar, í friðd Ihygl- innar og samneyti við jafnoka starfsbræður, auðnazt að upp- götva nýjar Ásgeirssonaraðferð- ir. En hann kaus að hverfa heim til íslands, þar sem ekki var margra kosta völ í fræðum þess- um. Bita munur en ekki fjár hvort hann gerðist þá heldur reikningskennari í Reykjavík eða skól-astjóri á Daugum. Eftir tíu ára vist í Þingeyjar sýsiu, þegar Leifur stóð á fer- tugu, var hann kvaddur til starfs við nýstofnaða verkfræði deild Háskóla íslands. Að sjálf- sögðu hefur honum siðan gef- izt betra tóm til stærðfræðirann sókna, og árangurinn hefur birzt í greinum hans í erlendum íímaritum. En fræðileg «inangr- un hefur hlotið að baga hann þunglega eftir sem áður: engin vísindastofnun, enginn ferskur bókakostur, engir aðstoðar- menn og lagsbræður í fræðun- um. Ég er sjálfur ófær um að dæma vísiindaverk Leifs Ásgeirs sonar, en heyrt hef ég haft eftir einum fremsta stærðfræðingi Is- lands, sem starfar á erlendum vettvangi, að miiðað við allar að stæður séu afrek Leifs alveg óskiljanieg. Og heimur vlsind- anna hefur ekki heldur gleymt þessum útskagamanni, þvi um tveggja ára skeið, 1954—56, var hann við rannsóknarstörf í boði tveggja hinna fremstu stærð- fræðistofnana veraldar, háskól anna í New York og Berkeley í Kaiiforníu. Þá var hann kominn býsna langt frá Laugum I Reykjadal, þar sem hann agaði baldin ung menni í gamla daga. En hvaða afrek er mest I augum einstakl- ingsins Leifs Ásgeirssonar eða frá sjónarhóli hins mikla heims? Sá sem nenndr að rækta garð- inin af aiúð og samvizkusemi, hann vinnur afrek sem uppi skal haft verða, og nýtur ham- ingju að verkalokum. Að stjórna stórum heimavistarskóla er starf sem ekki er heiglum hent, og má löngum eltthvað að öllum finna sem glíma við þá þrekraun. Það sýnir bezt hví- líkur afreksmaður Leifur var í þessu starfi, að ég hef aldrei hitt nokkum nemanda hans sem ekki hefur virt hann og elskað. Hann var hæglátur og virðulegur, en þó ljúfur og litil- látur jafningi og félagi. Nokkuð smámunasamur og strangur og slakaði aldrei á föstu taum- haldi. Bar fyrir nemendum ríka umhyggju sem holiari var þeirn en honum. Þekkiing hans var traust I ölium námsgreinum, svo að hann gat gripið fyrir- varalaust inn í kennslu hvar og hvenær sem var; en reglulega ken.ndi hann islenzka málfræði og bókmenntir auk stærðfræði og eðlisfræði. Undir handleiðslu Leifs, og með atbeina ágætra samkenn- ara, var Laugaskóld á þessum ár um merkilegt setur menmtunar og uppeldis. 1 starfinu naut skólastjóri hjáistoðar eiginkonu sinnar, Hrefnu Kolbeinsdóttur, sem naut sömu virðimgar og hann, hæglát og hlýleg. í min- um huga er „Leifur og Hrefna" eitt orð. 22.500 manns hafa nú fengið svör við spurningum sínum á heimilissýningunni í Laugardalshöll. Þeir sem hljóta vinning- inn í gestahappdrættinu í dag, fá svar við spurningunni um, hvernig kaffibrúsakarlarnir taka sig út á stofugólfinu heima hjá þeim. Gísli Rúnar og Júlíus með kvöldskemmtun heima hjá vinningshafanum - út úr skerminum - í eigin persónu. VINNINGSNÚMER í GESTAHAPPDRÆTTINU 22/5 er 3189. 23/5 er 7106. Ég kom fyrst að Laugum tólf vetra sveinstauli og útskrifaðist fermingarvorið mitt. Ég var' miklu yngri en aðrir nemendur og átti því ekki fulla samloið með þeim; en ég skoðaði skóla- llfið með forvitnum bamsaugum og festi það í minaii. Ég var að visu bundinn þessum stað með sterkum fjöiskylduböndum, en vist er um það að mér finnst ég al’ltaf koma heim að Laug- um; og svo hygg ég að öðrum íinnist, nemendum Leifs Ásgeirs sonar. Þótt Leifur sé slikur afburða- maður á eimu svlði, þá er hann samt fjarri því að vera nokkur sérgreinarglópur. Minni hans er frábært, og allt sem hann les eða heyrir virðist geymt I röð og reglu I hólfum heila hans. En þegar ég leiði nú hugann að því hvað mér þyki merkilegast í fari þessa manns, þá held ég að það sé þetta: hve hann er laus við marga þá fylgikvilla sem oft ast eru samfara stórbrotnum gáfum. Ég ætla að ég þurfi ekki að lýsa þessu nánar, en skal þó nefna eitt dæmi til stað- festingar. Á iiðnum vetri vorum við Leifur einu sinni saman á góðri stund, og þá blöskraði mér að fiinna hve hanm hafði bljúgar og auðmjúkar hugmynd ir um árangur af starfi slnu á Laugum. Þessar iínur eru ein- mitt ritaðar til að reyna að sanna hið gagnstæða — og til að bera því vitni að Þingeyingar hafa ekki gleymt Leifi Ásgeirssyni. Jónas Kristjánsson. Ráðstefna um iðnfræðslu á Sauöárkróki Sauðárkróki, 19. maí. LAUGARDAGINN 2. júni n.k. gengst Iðnaðarmannafélag Sauð árkróks fyrir ráðstefnu um iðn- fræðslu, Hefst hún kl. 13.30 I samkomuhúsinu Bifröst á Sauð- árkróki. Ráðstefnuna setur formaður Iðnaðarmannafélags Sauðár- króks, Árni Guðmundsson, síð- an verða flutt ávörp og ræður. Að lokuim munu þátttakendur skipta sér í umræðuhópa. Búizt er við, að mikið fjöl- menni verði þarna, enda er ætl- azt til að iðnaðarmenn og for- vígismenn sveitarfélaga í kjör- dærninu mæti á ráðstefnunni, sem er öllum opin. — Jón. Samúð og stuðn- ingur finnskra rithöfunda við Island PEN-FÉLAG Finnlands hefur tjáð PEN-félagi íslands, að á aðalfund'i sín.um nú nýverið hafi félagið ákveðið að verja fé til söfnunar Rauða krossi Finn- lands í tiilefnii af eldgosinu í Heimaey, jafnframt þvl, sem það vottar fslandi dýpstu sam- úð sína. Þá hefur félagið enn fremur sikrifað fjarstöddum fé- lögum sínium og skorað á þá að stiuðla efltir fremsta megná að nefndri fjársöfnun. PEN-félögin (PEN Intemati- onal) eru alþjóðasamtök skálda, rithöfunda og útgefenda. For- seti íslenzka PEN-félagsdns er Tómas Guðmundsson og heið- ursforseti Gunnar Gunnarsson. (Frá PEN-félagi íslands.) 2ju-3jn herb. íbúð óskost til leigu. Reglusemi og góð um- gengni. Vinsamlegast hringið í síma 82751 og 82827.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.