Alþýðublaðið - 13.09.1930, Side 3

Alþýðublaðið - 13.09.1930, Side 3
alþvðublaðið: 3 Útsalan í útibúi okkap á Langavegi heidnp áfpam. Enn ep tœkifœpi til að gepa góð kanp. SambandstingS.U.J. hófst i dag kl. 2 á Siglufirði. Nærfelt 40 fulltrúar mættu við þingsetniugu. í dag kl. 2 hófst sambandsþing ungra jafnaðarmanna á Sighifirði. Bæjarstjórn hefir lánað þinghús bæjarins til fundahaldanna. Húsið er skreytt rauðum fánum og fé- lagsfánum. I gær héldu fulltrú- arnir, sem fóru með „Esju“, æsku- lýðsfundi á Hofsós og Kolkuós. Eiia leiðlis. I „Hávamálum Indíalands" er þetta haft eftir Drottni allsherjar: „Hvaða leið, sem mennirnir nálg- ast mig, segi ég þá boðna og velkomna, því allir vegir eru mínir vegir.“ Mér hefir alt af þótt vænt um þessi orð. Þau ljóma fyrir augum mínum sem hámark frjálslyndis og göfugs skilnings á gildi einstaklingsins. Vegirnir til sannleikans eru eins margir og mennirnir. Hvers vegna er þá Krishnamurti og aðr- ir að tala um einhverja eina leið, sem allir verði að ganga, og hver er þessi eina leið? Eina leiðin ert pú sjálfur, hver sem þú ert. Þetta er einstaklingshyggja á hæsta stigi, munu menn segja, og er það rétt. Sönn einstaklings- hyggja er þó í raun réttri hin bezta heildarhyggja vegna þess, að alt veltur að lokum á einstak- lingnum. Því er það t. d. að jafnaðarstefnan berst réttilega fyrir bættu uppeldi og aukinni mentun alþýðu manna, um leið og hún berst fyrir kerfisbundnu skipulagi á athafnalífi þjóðanna. Ekkert ytra skipulag, engin félög, engar kirkjur, — ekkert af þessu getur komiði í staðinn fyrir fram- tak einstaklingsins í andlegum efnum. Hið eina, sem ytra skipu- lag getur gert, er að skapa meira eða minna heppileg skilyrði sjálfsræktar, en það er lika þarft verk. Ef neitað er gildi hins ytra umhverfis er þar með kveðinn upp dauðadómur yfir öllu upp- eldi. Slík firra leiðir út í örgustu ógöngur. Það er t. d. miklu auð- veldara fyrir venjulega menn að komast í samband við hið bezta og göfugasta í sjálfum sér í kirkju eða á öðrum stað, þar sem hugsaðar hafa verið hreinar og háleitar hugsanir, heldur en t. d. í knæpu eða annars staðar þar, sem hið andlega andrúmsloft er þrungið af grófum hugsunum og ógöfugum tilfinningum. Það er hægara fyrir okkur að komast í samband við hið bezta í okkur, ef við hlustum á yndislegt söng- lag, eins og t. d. „Ave Maria" eða „Largo", heldur en ef við heyrum lög eins og „Svarti Pétur á sólunum" eða einhvern annan „grallara“-söng! En meðan svo er, að hið ytra hefir áhrif á okk- ur, annaðhvort til ills eða góðs, erum við ekki hafin yfir. umhverf- ið. Aðalgildi allra helgisiða bygg- ist á þessu áhrifavaldi umhverf- isins. Hitt er annað mál, að að þvi ber að stefna að verða sem óháðastur öllu umhverfi. Maður, sem leitar andlegs frelsis, má því ekki binda sig efnisböndum. Maður, sem leitar hins innra, má ekki verða háður hinu ijtra. Eina leidin til andlegs frelsis er fólg- in í því að losa sig smám sam- an undan áhrifavaldi umhverfis- ins, afsala sér öllu, sem'"er tak- markað og því hverfult. Því er það, að Kiishnamurti segir svo vel: „Heildina með þér haföu í ráðum. Spilling býr í broti." Sá maður, sem hefir heildina með sér í ráðum, en festir ekki hug eða hjarta við það, sem að eins er brot, hversu stórt sem það er, siglir beggja skauta byr upp að ströndum hins eilífa lífs. Grétar Fells. Eyðing kolabirgðanna. Fundur efnafræðinga, er stunda hagnýta efnafræði, var haldinn í Birminghani í Englandi 15. júlí. Sagði forsetinn, dr. Herbert Le- vinstein, í setningarræðunn/, að sá tími, sem kolaöldin stæði, þ. e. sá tími, er kolin væri orkugjafi rr- II Bezta Cigarettan í 20 stk. pokkum, sem kosta 1 krénn, er: Coiiander, Westminster, Virgínia, ClgarettiiF. Fást í öllum verzlunum. I hvep|iun pakba ep gnllXalleg islenzk mynd, og fæp hvep sá, ep safnað helip 50 myndnm, eina stækkaða mynd. I Áætlmarferðir á Seltjarnarnes. 8V» f. h. Frá Nýjabæ kl. 8SA 9Vs f. h. — - - 98A 1210 e. h. — — — 12SA 3 - — - - - 372 61/2 - — — — — 7 8 - — — — — 872 11 - — — — — 1172 2. 3. 4. 5. 6. 7. Viðkomustaðir bífreiðanna verða ennfremur sem hér segir: 1. Á vegamötum Vesturgötu og Brœðraborgastígs. 2. Á vegamótum Bræðraborgarst. og Sólvallagötu. 3. Sveinstöðum í Kaplaskjóli. 4. Verzluninni Vegamót. 5. Sanitas. G. Mýrarhúsum og Nýjabæ. Fargjöld verða 40 aurar að Sanitas og þaðan af 50 aurar. Nýja Blfreiðastðdin í Kolasnndi, — Símar 1216 og 1870 N.B. Fytsta ferðin felint niður á helgum dogum. iðnaðarins, yrði ekki nema ör- lítið brot úr sögu mannkynsins — ekki lengri en tíminn sem yf- irráð Máranna hefði verið á Spáni. Sum lönd gætu tekið upp notkun vatnsafls í stað kola, en ekki gætu Bietar þaÖ; vatnisafl það, er þeir notuðu til alúmíni- um-framleiðslu, svaraði þó til 840000 smálesta af kolum á ári, en alúmíníum-framleiðsla væri eini stóriðnaðurinn í Bretlandi, er grundvallaðist á vatnsafli. Væri ekki fundin ný orkulind innan- lands áður en kolabirgðirnar þrytu — en þær entust ekki lengi — hlyti Bretlandi að hnigna. Kolaskíp kom í gær til Ólafs Gislasonar & Co. og ýmsra fleiri, /Og í dag er von á öðru til „Kola og salts“. Ðýp frfmerki. Notkun frímerkja hófst fyrir 90 árum í Bretlandi, og frímerkja- söfnun um 20 árum síðar, þ. e. um 1860. Stærstu frímerkjasöfn eru nú S Bietasafni í Lundúnum, í Póst- tnálasafninu í Berlín og Póst- málasafninu í Stokkhólmi; hefir Svíi einn í New York, að nafni Hans Lagerlöf, gefið síðast talda safninu mörg af verðmætustu frímerkjum þess. Stærsta frí- tnerkjasafu. sena verið Issfir í eigu einstaks manns, var safn Phi- lippe la Renstiere von Ferrari, sem dó í Sviss 1917. Meiri hluti þessa safns var í París og var gerður upptækur þar og seldur á 14 uppboðum, er haldin voru árin 1922—25; stóðu þau uppboÖ alls

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.