Alþýðublaðið - 13.09.1930, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 13.09.1930, Qupperneq 4
4 AiiPÝÐOBLAÐIÐ l Barnaskólarnir. Ágætur drengja- fatnaður, ca. 40 sett, verða seld með innkaupsverði, líka alullar peysur og sokkar, Konur notið tækifærið. Amatörverzlun. Kirkju- stræti 10. Siguröur Hannesson Hómöóphati tekur móti sjúklingum kl. 2—3 og 7—8 ix Hallveigastíg 10. í 39 daga. Samtals kom inn fyrir frímerkin 26Vs miljón franka, er svarar til liðlega miljón gull- króna, eftir þáverandi gengi ftiankans. Hæzt verð fékst fyrir 1 oents frímerki (4 >/2 eyrir) frá British Guiana, gefið út árið 1856; það seldist á liðlega 162 þúsund krónur, enda er það eina frímerk- ið af þeirri tegund, sem til er. Tvö tveggja oenta frímerki (9 aura) saman, frá British Guiana, útgefin 1850, fóru á 116 þús. kr. bæðii. Tveggja centa frímerki frá Hawlaii, gefið út 1851, fór á 86 þúsundir. Verðmætasta frímerkjasafn, sem einstakur maður á nú, er í Utica í New-York-ríki; á það maður að nafni Arthur Hind. Keypti hann mörg dýrustu frímerkin á uppboðunum, er fyrr voru nefnd. Á hann stærst safn allra, þeirra frímerkja, sem ekki er til nema eitt af, þar á meðal 1 cents frí- merkið frá British Guiana, er fyrr var nefnt. Fyrir umslag, sem á er bæði 1 og 2 centa frímerki frá Mauritíus, útgefin 1847, borg- aði hann 243 þús. 650 krónur, og hefir slíkt verð fyrir frímerki aldrei heyrzt fyrr né síðar. Um d»|ini> og veginis. Næturlæknir verður fjórar naestu nætur Halldór Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234. Sunnudags! æknir verður Halldór Stefánsson einn- ig á morgun. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Reykjavíkur og lyfjabúðinni „Ið- unni“. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 séra Árni Sigurðsson fríkirkju- prestur. í Landakotskirkju og Spítalakirkjunni í Hafnarfirði kl. 9 f. m. hámessa. — Samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 e. m. „Kristin ftæði. Bók handa fermingarbörnum eftir Friðrik Hallgrímsson“ prest. er nýkomin út. Mun henni vera ætlað að koma í stað spuminga- kveranna, sem svo hafa verið nefnd. Segir höf. í fonnála, að hjá guðfræðilegum orðum og orðtækjum hafi hann sneitt eftir Nokkra duglega unglinga vantar um næstu mánaðamót til að bera Alpýðublaðið til kaupenda í Vestuibænum. er bezfur. Þegar Diisseldorf-morðinginn var tekinn. Myndin sýnir húsið, sem Diis- seldorf-morðinginn bjó í, og er hún tekin eftir að lögreglan var búin að umkringja húsið, Hann hefir nú tekið aftur mest af því, sem hann var búinn að játa á sig af glæpum. megni. Er það framför frá „kver- unum“. Barn vaið fyrir bifreið seint í gærkveldi vesitur í bæ. Talið er, að það hafi þó ekki meiðst mikið. Það var frá Meist- aravöllum. Bifreiðarstjórinn var ölvaður. Málið er í rannsókn í dag. Veðrið. Kl. 8 í niorgun var 11 stiga hiti í Reykjavík, en víða annars staðar heldur minni. Útlit hér á Suðvesturlandi: Sunnan- og suð- vestan-gola. Skúrir. Til berklaveika drengsins ífrá Flatey: Frá L. F. 5 kr„ frá S. B. 3 kr. og frá IX 5 kr. Áður komið 740 kr. Samtals 753 krónur. Flugið. „Súlan“ lagði af stað frá Akur- feyri kl. 10 í morgun áleiðis hing- iað, „Veiðibjallan" flaug í gær frá Akureyri til Austfjarða. A. V. Tulinius hefir beðið FB. fyrir tilkynn- ingu þess efnis, að það hafi ekki verið skátum að kenna, að aust- urríski fáninn var tekinn í mis- gripum fyrir danska fánann á Þingvallahátíðinni. Talar Tulinius um, að hann vilji ekki að „blett- ur“ hvíli á skátum fyrir þetta. En hér getur ekki verið um neinn blett að ræða, hvorki á skátum né öðjrum. Hér urðu lítilfjörleg mistök, sem þegar voru leiðrétt og áttu þar með að vera úr sögunni. „Hannes ráðherra" Nýjar fregnir af honum hafa ekki komið hingað eftir það, sem ■frá var skýrt í gær. WILLARD erubeztufáan- legir rafgeym- arí bilafásthjá Eiríki Hjartarsyni Kossar og fangelsi. í enskn blaði stendur, að ný- trúlofað par í Flórens á Italíu hafi verið dæmt í þriggja mán- aða fangelsi fyrir að kyssast úti i skemtigarði þar. Dómurinn hafði þó veriö skilyrðisbundinn. Þau eiga að sleppa við fangelsi, ef þau gera þennan skratta aldrei. aftur svo fólk sjái. Sama blað segir, að lög Mussö- línis um þessi mál leyfi að eins að kyst sé svo fólk sjái á járn- brautarstööum og Við skip, sem er að fara. Blaðið bætir svo við, að vonandi gái lögregla Mússó- línis nú vel að því, að enginn, sem ekki er að fara, stelist til þess að kyssa kærustuna á bryggjunni. Jón: Ég er alt af hræddur um að þegar ég sé dauður, þá verði ég kviksettur. Bjarni: Ég er alt af hræddur um, að ef ég verði kviksettur, þá sé ég ekki dauður. Maður, sem alt af var níðst á með neftóbak, fann upp á því að bera á sér tvennar dósir. Kall- aði hann aðrar dósirnar „Veröld- ina“, og lét þær alt af vera tóm- ’ár, en hinar dósirnar skýrði hann „Forsjónina“, og hafði tóbak 1 þeim. Þegar einhver bað um í nefið, sagðist hann ekki eiga tó- bakskorn í allri veröldinni, en að hann reiddi sig á forsjónina, að hann fengi sjálfur í nefið. ©- Besta Mk ársins. Tíðindalanst á vestnrvíöstöðvonum, eftir Erik Maria Remarque, fæst hjá bóksöluir um land alt. — Allir verða að eignast pessa ágœtu bók. Selva þvottaduftið er á- byggilega það bezta. Kristln J. Haobarð. Mf kœfa KLEIN, Baldursgötu 14. Sími 73. ALÞYÐUPRENTSMIÐJAN, Hv«rflsgötu 8, síml 1294, tekur að sér allskou- nr tækifærisprentuja, svo sem erflljóð, nð- göngumlða, kvlttanli, reiknlnga, bréf o. a. frv„ og afgrelðli vinnun* újótt og víö réttu veiði. Ég skrapp inn í kaffihúsið „Ölduna" kl. 31/2 í gær og fékk mér þar molasopa. Meðn ég var að drekka var stolið frá mér buddu minni, sem ég hafði lagt hjá mér á meðan; í henni voru 25 kr.; var það aleiga mín og það, sem ég á að lifa af næstu viku. Lögreglan er nú að rann- saka málið. — 13. sept. 1930. Oddur Sigurgeirsson, Höfn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.