Alþýðublaðið - 17.09.1930, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 17.09.1930, Qupperneq 2
AEPÝÐUBLAÐIÐ Tekjar Rejrkvfklnga. Skattskyldar tekjnr voru sfðasta ár nœrri 2S milljónir króna, hafa ankist nm meira en 11 milljónir á 3 árnm. Dm 300 menn eða 3% skattgrelðenda fengn i sinn hlnt nærri flmta hlnta allra skattskyldra tekna einstaklinga. Lengi hefir verið reynt að telja alpýðnnni trú um, að við Islend- ingar værum fátæk, sárfátæk pjóð. Blöð íhaldsins hafa látlaust barið lóminn: Þeir, sem Vínna öðrum, verða að sastta sig við lág laun og lélegan aðbúnað — af jþví að íslenzka þjóðin er svo fá- tæk. Alþýðan verður að taka því með þögn og þolinmæði þótt lagðir séu tollar á tolla ofan; á nauðsynjar hennar og tiundi hver peningur, sem hún fær handa á milli, sé af henni tekinn í skatta — af því að þjóðiin er svo fátæk. Verkamaðurinn á að horfa á það með rósemi þótt börn hans verði heilsulaus í þröngum, dimmum og rökum kjallarakompum — þjóðin er svo fátæk. En þ-essi barlómur hefir við engin rök að styðjast. Hann er þvert á móti hin háskasamlegasta þjóðlygi. Við íslendingar erum rík þjóð og tekjuhá. Jafnvel með núver- andi skipulagi skapar alþýðan með vinnu sinni og þeim tækj- um, sem fyrir hendi eru, svo mikinn auð á hverju ári, að allir landsmenn gætu lifað við ágætan hag og jafnframt lagt stórfé til nýrra framkvæmda og umbóta á hverju ári. Og með bættu skipu- lagi má þó auka framleiðsluna og verð hennar stórkostlega frá því, sem nú er. Ef eignum og tekjum Reijkvík- inga væri skift jafnt milli bœjar- búa allra, fengi liver 5 manna fjölskijlda í sinn hlut um 15 pús. króna skuldlausa eign og hefM tfmft í tekjur sídasta ár um 9000 krónur. Er þetta fátækt? Skattskýrslurnar segja, að skattskyldar eignir Reykvíkinga í árslokin síðustu hafi verið um 53 milljónir króna. Það svarar til rúmlega 2000 króna skattskyldr- ar eignar á hvert mannsbam í bænum til uppjafnaðar, eða yfir 10 þúsund króna á hverja 5 manna fjölskyldu. Við þetta má bæta þvi, sem fasteignamatið er of lágt, eignum, sem komast un-d- an skatti, og eignum, sem ekki eru skattskyldar. Ei-gndr ReykvLk- in-ga em þvi áreiðanlega ekki minni en 75—80 milljónir. En pad svarar til 3000 króna medaleignar á hvert mannsbarn eda 15000 króna eignar handa liverri 5 manna fjölsktjldu. Skatt- skyldu eignirnar einar nema um 10500 krónum á hverja 5 manna fjölskyldu. En skattskýrslurnar segja líka annað. Þær segja, að 4/5—5/6 hlutar bæjarbúa eiga sama sem ekkert eða alls ekkert, en 185 menn og nokkur félög eigi 2/3 hluta af öllum skattskyldum eign- um. 79 m-enn töldu sjálfir fram sem skattskyldar eignir 18—19 milljónir króna, eða nærri /4 úr milljón hver til uppjafnaðar. „Þúsunda líf þarf í eins manns auð.“ Síðustu þrjú árin hefir auður stóreignamannanna aukist um fullar 5 milljónir til uppjafnaðar hvert ár. Og skattskyldar árstekj- ur hafa á sama tíma hækkað úr -16,7 millj. upp; í 27,9 milljónir eða um talsvert meira en 11 millj- ónir króna. Samkvæmt skattskýrslunum hafa skattskyldar tekjur í RJeykja- vík 4 síðustu árin verið þessar: Ár Tekjuskattur gjaldenda: 1926 7619 Um 1927 8071 — 1928 8793 — 1929 9686 — Skattskyldar tekjur: kr. 16 710 þús. — 17 940 — — 24 120 — — 27 860 — Aukning á árinu: Kr. 1 230000,00 — 6180 000,00 — 3 740 000,00 Hœkkun skattsknldra telma samtals kr. 11150 000,00 Ekki bendir þetta á fátækt, Skattskyldar tekjur hafa til upp- jafnaðar hækkað um 3 milljónir og 400 þús: hvert þessara ára. En eru þá þessar tekjur næ-gi- legar til þess að allir Reykvik- ingar geti lifað á þ-eim góðu lífi og jafnframt aukið og haldið við framleiðslutækjum, húsum og öðrum mannvirkjum ? Ibúar Reykjavikur eru nú um 26 þúsundir. Þegar skattskyldar telejur eru ákveönar er fyrst dreg- inn frá allur kostnaður við öflun þeirra, síðan. útsvör, skattar, vextir, vátryggingargjöld o. þ. h. og loks 500 krónur fyrir hvern gjaklanda og alla þá, sem hann hefir fram að færa. Persónufrá- drátturinn einn nemur því nærfelt 13 milljón-um. Skattskyldar tekjur voru um 28 milljónir. Alis éru þvi tekjur Reykjavíkurbúa lágt áætlaðar 45—50 milljónir króna síðasta ár. Pad nemur um 1800 krómim til uppjafnadar á hvert manns- barn í bœnum, eda wn 9000 króna tekjum fgrir hverja 5 manna fjölskyldu. Skattskyldu tekjurnar etnar saman, eftir frá- dráttinn, nema um 5350 krónum fyrir hverja 5 manna fjölskyldu í bœnum. Ekki bendir þetta heldur á fá- tækt. Og þó er til fátækt í þessum bæ, sár fátækt. Tugir manina koma hvern dag í skrifstofu borgarstjóra til að biðja um fá- tækrastyrk. Yfir 1000 mann-s býr í híbýlum, sem ekki geta talist mannabústaðir og eru stórhættu- legir h-eilbrigði íbúanna. Hvernig stendur á þessu? Þvi svara skattskýrslumar. Samkvæmt þeim skiftust tekjurn- ar þannig árið 1929: Skattskyldar Tekjuskattur Skattsk. tekjur Meðaltekjur tekjur: gjaldenda: samtals: á hvem gjaldent Undir 2000 kr. 5121 Kr. 4 660 þús. Um kr. 900,00 2000—5000 — 3341 — 10160 — — — 3 OOOjOO 5000—10000 — 835 — 6 020 — — — 7 200,00 10000—20000 — 235 — 3 110 — — — 13 200,00 Yfir 20000 — 64 — 2130 — — — 33 300,00 Félög voru 92 — 1780 — — — 19 300,00 Samtal-s 9686 Kr. 27 860 Skýrsla þessi sýnir ástæðuna mjög greinilega. Af 9594 gjald- endum hafa 5121, eða yfir 530/0 gjaldendanna, fengið að eins 900 krónur að meðaltali hver í skatt- skyldar tekjur, og allir til sam- ans hafa þeir að eins fengið rúm 16 0/0; allra skattskyldra tekna. Hún sýnir enn fremur, að 8463 gjaldendur, eða um 90 0/0 gjald- endanna, hafa samtals fengið rúmlega helming teknanna, en hinn helmingurinn hefir fallið í skaut rúmlega 1/10 hluta gjald- endanna. Og enn sýnir hún, að 300 menn, eða að ein-s 3 °/o, skattgreiðenda, hafa fengið um 5Va milljón og félögin um 1800 þús. krónur skattskyldar. Það er meira en fimtun-gur allra skattskyldra tekna. Loks sýnir skýr-slan, að 3057 gjaldendur fengu til samans 1 millj. 668 þús. kr., en 64 t-ekju- hæstu mennirnir 2 milljónir 130 þúsund krónur. þús. Pessir 64 menn fengu puí um 470 púsund krónum meira í skattskyldar tekjur en hinir 3057. Þessi skifting veldur þvi, að til er fátækt á Islandi. Meðan auðvaldið -græðir á vinnu alþýðunnar, meðan það- græðir á verzlun alþýðunnarr meðan það græðir á húsnæði al- þýðunnar, meðan það leggur skattana á alþýðuna — í stuttu máli, meðan auðvaldið ræður á sviði atvinnumála, verzlunar- og stjórn-mála, verður sífeld fátækt til á Islandi. Fátækt alþýðu er gróðavegur auðvaldsins. Þegar alþýðan tekur í sínar hendur stjórn þessara rnála, rek- ur sameiginlega sín eigin at- vinnufyrirtæki, sínar ei-gin verzl- anir, ræður stjörn og lagasetn- ingu, ákveður söfnun starfsfjár og varasjóða og skiftingu arðs- ins af vinnu sinni — þá verður þessi gróðavegur lo-kaður. Þá verður engin fátækt til á Is- landi. Lelðangur „isb|ðrnsu til Hvfteyjar. í símskeyti, sem birt var hér í blaðinu 9. þ. m., var sagt frá því, að m-enn af skipinu „ísbjörn" frá Tromsö hefðu fundið eitt lík í viðbót á Hvíteyju, og væri það talið vera lik Frankels. Nánari fréttir hafa nú komið af ferða- lagi þessa skips. Þegar þeira f „Bratvaag" höfðu tekið lík þ-eirra Andrée m-eð sér á -skipsfjöl, héldu þeir áfram ferðinni austur til Franz-Jósefs-lands. Á heimleið- inni komu þeir við á Hvíteyju, en þar var þá svo mikið brim, að hvergi var hægt að lenda, og hélt „Bratvaag“ við svo búið heim til Noregs. Af því víst þótti, að fleiri leif- ar væru á Hvíteyju af leiðangri An-drée en þær, s-em fundist hefðu, gerði fréttastofa ein, Kings Features Syndicate út „ísbjörn“ til þess að fara til Hvíteyjar og rannsaka betur. Þeir á „Isbirninum" fengu gott veður og hentugt sjólag við eyna og gekk þ-eim rannsóknin vel. Fundu þeir ýmsa hluti, sem voru sama eðlis og þ-eir, sem búið var að finna: sleða, mælingaáhöld,. skotvopn, eldunaráhöld og nokk- urn loftbelgs-silkidúk. Enn frem- ur fanst nokkuð af mannabeinum og hauskúpa af manni; eru þetta. taldar leifar Frankels. Þeir fundu og leifar af kofa, er gerður hafði verið úr rekavið og tjalddúk.. Virðist á því mega sjá, að þeir félagar hafi hafst við nokkurn tíma á eynni áður en þeir létust þar. Óvenjumiklar hlákur höfðu ver- ið á Hvíteyju í sumar og snjó- bráð þar meira en venja er til, en það -er talin orsökin til þess, að líkin fundust nú í sumar, þó. þau hafi ekki fundist fyr, ,þó þarna hafi oft áður verið komið. Var enn þiðnað nokkuð þegar „ísbjörn" k-om, og því fundu þeir, sem með honum voru, enn meir en þeir dr. Horn. Formaður „ 1 sbjörns“- fararinnar,. Stubbendorff, segir svo frá: „Kof- inn var reistur upp að klettí, og var kletturinn suðurhlið hans, og er þar nokkur skúti inn undir. Tvær hliðar kofans hafa verið úr

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.