Morgunblaðið - 31.08.1973, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1973
MORGUNBL ADIÐ — FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1973
17
JMtqjmirlðfrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfuiltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Augiýsingar
Áskriftargjlad 300.00 kr.
i lausasölu
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10-100.
Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
18,00 kr. eintakið.
sem nær bæði yfir auðæfi
hafsbotnsirxs og hafsins yfir
honum. Landgrunnskenning-
in hefur verið að þróast að
undanförnu og nú snúast all-
ar umræður um 200 sjómílur
sem endimörk landgrunns-
ins, enda þótt það sé mjög
misjafnlega víðáttumikið.
Benda allar líkur til þess, að
nú þegar séu 2/3 hlutar
þeirra þjóða, sem sækja
munu Hafréttarráðstefnuna á
næsta ári hlynntar 200 sjó-
mílna efnahagslögsögu, þann
FORUSTA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
au tíðindi gerðust í gær,
að þingflokkur og mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins
ályktaði að færa bæri fisk-
veiðilögsöguna- út í 200 míl-
ur eigi síðar en fyrir árslok
1974. Þannig hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn enn einu sinni
tekið forustu í landhelgis-
málinu. En eins og kunnugt
er, beitti flokkurinn sér fyrir
setningu laganna um vísinda-
lega verndun fiskimiða land-
grunnsins árið 1948, og síðan
hafa allar aðgerðir í land-
helgismálunum verið á þeim
lögum byggðar.
Fyrir síðustu þingkosning-
ar lagði Sjálfstæðisflokkur-
inn áherzlu á, að endanleg
ákvörðun um útfærslu fisk-
veiðitakmarkanna yrði ekki
tekin fyrr en lokið væri und-
irbúningsfundi undir Haf-
réttarráðstefnuna, sem var í
júlí 1971. Strax á þeim
fundi kom í ljós, að stuðn-
ingur við 200 sjómílna land-
helgi var miklu meiri en
menn áður hugðu. Hefði því
verið fyllsta ástæða til að
halda fast við landgrunns-
kenninguna og taka stærra
skref en 50 mílur, en um það
náðist ekki samstaða.
Á undirbúningsfundinum,
sem lauk sl. föstudag, kom
glöggt í ljós, að mikill meiri-
hluti þjóðanna styður 200
sjómílna efnahagslögsögu,
ig að hún verði beinlínis sam-
þykkt sem alþjóðalög, og
sumir tala jafnvel um, að 100
þjóðir aðhylíist nú þessa
kenningu, en eitthvað innan
við 150 munu sækja Hafrétt-
arráðstefnuna.
Þegar málum er þannig
komið, er auðvitað fráleitt,
að við íslendingar skipum
okkur ekki í sveit með þeim,
sem af fullri einurð berjast
fyrir 200 sjómílna fiskveiði-
takmörkum. Og nú ályktar
Sjálfstæðisflokkurinn, að ís-
lendingar geri þetta hið
fyrsta. Flokkurinn leggur þó
áherzlu á, að hann óski nú
sem fyrr þjóðareiningar um
landhelgismálið og hann
muni leita samstöðu á Al-
þingi um útfærsluna í 200
sjómílur.
Á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins í maímánuði í vor
var lýst yfir stuðningi við
200 sjómílna fiskveiðitak-
mörk, og raunar höfðu ís-
lendingar þegar í marzmán-
uði árið 1970 gert það að til-
lögu sinni í hafsbotnsnefnd
Sameinuðu þjóðanna, að land
grunnsmörk yrðu miðuð við
150—200 sjómílur frá grunn-
línum. Hver þjóðin af ann-
arri lýsir því nú yfir, að hún
stefni að 200 sjómílna efna-
hagslögsögu, og þess vegna
má ekki lengur dragast, að
íslendingar taki af öll tví-
mæli um það, hver stefna
þeirra sé, enda heyrast 50
sjómílur ekki nefndar á nafn
á undirbúningsfundunum
undir Hafréttarráðstefnuna.
Aðeins 2 ríki önnur en Is-
land hafa 50 sjómílna fisk-
veiðitakmörk, þ.e.a.s. Gambia
og Oman.
Vonandi er, að aðrir stjórn-
málaflokkar taki upp sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn
um að afgreiða þetta stærsta
hagsmunamál þjóðarinnar
einróma á því þingi, sem
senn kemur saman.
HÖRMULEGUR
ATBURÐUR
Cá hörmulegi atburður hef-
^ ur nú orðið á miðunum,
að fyrsta banaslysið hefur
hlotizt af ofbeldisaðgerðum
Breta. Við slíku hefur að
vísu ætíð mátt búast síðan
þeir ruddust með herskipa-
flota sinn inn í íslenzka land-
helgi, en þó hafa menn í
lengstu lög vonað, að ekki
hlytist af manntjón.
Öll íslenzka þjóðin er lost-
in harmi yfir þessum atburð-
um og réttlátri reiðd.
í tilefni þessa hörmulega at
burðar, ályktaði miðstjórn-
ar- og þingflokksfundur Sjálf
stæðisflokksins, sem haldinn
var í gær:
„Sameíginlegur fundur mið
stjórnar og þingflokks Sjálf-
stæðismanna, haldinn 30.
ágúst 1973, ítrekar harðlega
mótmæli sín við ofbeldi
Breta í íslenzkri fiskveiðilög-
sögu og brotum brezkra skipa
á alþjóðlegum lögum og regl-
um um siglingar, sem nú hef-
ur leitt til þess að varðskips-
maður hefur látið lífið.
Harmar fundurinn sérstak-
lega þann atburð og lýsir
fullri ábyrgð á hendur Bret-
um.“
Undir þessi orð tekur áreið
anlega öll íslenzka þjóðin.
Kon.sta.ntin Babitsky.
VADIM DELON
Ungt sovézkt ljóðskáld. Hann
fékk dóm i nauðungarvinnubúð
um sem hljóðuðu upp á 2 ár
og fjóra mánuði, vegna Rauða
torgs mótmælanna. Hann var
síðan settur í sérstakan einangr
unarklefa þegar hann varð upp
Vadim Delon.
ar. Engu að síður sýndi hún á
margan hátt hið mesta hug-
rekki og lét m.a. opinskátt í
ljós andúð sína á réttarhöldun-
um yfir Ginsburg og Galans-
kov. Hún var handtekin eftir
að hafa mótanælt Tékkóslóvak-
íuinnrásinni og var dæmd til
f jögurra ára útlogðar i Síberiu.
Hún veiktist meðan á fangavist
inni stóð og mun hafa fengið
dóm sinn styttan. Frá henni hef
ur lítið spurzt síðan.
NATALVA
GORBANEVSKAYA
Efnileg sovézk skáldkona,
sem hafði birt eftir sig ljóð í
Natalya Gorbanevskaya.
fáeinum tímaritum í heima-
landi sínu, en aðailega í „sam-
izdat útgáfum" sem frægar eru
þar í landi. Hún var handtekm
eftir að hafa mótmælt innrás-
inni í Tékkósióvakíu og dæmd
til vistar á geðveikrahæli. Eftir
að henni var sleppt þaðan hef-
ur hún ritað um reynslu sina
á undan og meðan á réttarhöld
unum og ranns'ókninni yfir
fimmmenningunum stóð og
birtist sú frásögn hennar í
Morgunblaðinu á sinum tima.
Mjög hljótt hefur verið um
Gorbanevskayu, síðan hún var
láitin laus af geðveikrahælinu
fyrir tæpu ári.
Yuli Daniel.
við að hann fái að snúa heim
framar.
ALEXANDER GINSBURG
OG YURI GALANSKOV
Þeir Alexander Ginsburg og
Yuri Galanskov voru handtekn
ir árið 1967, fyrir að hafa
sett samán „hvíta bók“ um rétt
arhöldin yfir Siniavsky og Dani
el. Bókin var birt á Vesturlönd
um, en ekki í Sovétrikjunum,
þar sem stjórnvöld töldu hana
að sjálfsögðu andsovézkan á-
Ginsburg.
ÞAÐ er á allra vitorði, að minnsta kosti á Vesturlöndum,
að það er ekki sældarbrauð að vera skáld og rithöfund-
ur í Sovétríkjunum, þar sem tjáningarfrelsi er í lágmarki
og þeir sem leyfa sér að gagnrýna valdhafa geta verið
nokkurn veginn vissir um að vera annað þriggja sendir
úr landi og bannað að koma heim aftur, settir á geð-
veikrahæli eða dæmdir í þrælkunarvinnu. Mbl. hefur tek-
ið saman stutt yfirlit yfir þá sovézka listamenn og mennta-
menn, sem einna mest hefur kveðið að, en þó er þessi
skrá langt frá því að vera tæmandi. Hún ætti þó að gefa
smámynd af því við hvers kyns áþján þessir menn verða
að búa.
Sovézkir menntamenn og rithöfundar:
Hvernig hefur verið
að þeim búið?
ANDREI SAKHAROV
Hann er einn af fáum bar-
áttumönnum fyri.r auknum
mannréttindum í Sovétríkjun-
um, sem enn fær að fara frjáls
ferða sinna, þegar þetta er rit-
að. En ýmsar blrkur eru á lofti
og haft hefur verið í hótunum
við hann að setja hann á geð-
veikrahæli, hætti hann ekki
gagnrýni sinni á stjómarfarið.
Sakharov er 51 árs. Hann hef-
ur verið kailaður „faðir sov-
ézku vetnissprengjunnar. Hann
lauk doktorsprófi i kjarnorku-
vísindum kornungur og tók
sæti í akademíunni, yngstur
Andrei Sakharov.
þeirra, sem þar hafa setið. Tví
vegis hlaut hann Leninverðlaun
in og hefur verið sýndur margs
konar sómi. Sakharov hefur
gengið einna lengst í ásökun-
um sínum og fengið ýmsar við
varanir, en ekki látið segjast.
Fyrst tók hann að láta að marki
að sér kveða árið 1968 og hef-
ur síðan verið opinskár baráttu
maður. Yfir-iýsing hans „And-
legd frelsi er lífsnauðsynlegt í
mannlegu samfélagi“ vakti gíf
urlega athygli og hann stofn-
aði „mannréttindasamtök Sovét
ríkjanna“.
ANDREI AMALRIK
Amalrik er einna þekktastur
fyrir bók sína „Verða Sovétrik-
in til árið 1984?“ þar sem hann
spáir þvi að þau muni leysast
upp og við taki öngþveiti hið
mesta. AmaJrik fékkst nokkuð
við greinaskrif, en eftir að hann
tók að beita sér gegn valdhöf-
um, var honum settur stóllinn
fyrir dymar og sama var um
hvers konar vinnu hann sótti,
hann fékk enga. Hann var loks
tekinn og dæmdur í þriggja
ára vist í nauðungarvinnubúð-
um og átti að sleppa honum i
vor, þegar önnur kæra var lögð
fram á hendur honum og hann
fékk þriggja ára dóm til við-
bótar.
Andrei Amalrik.
VLADIMIR BUKOVSKY
Hann tók að vekja eftirtekt
fyrir allmörgum árum fyrir
baráttu sína fyrir því að aflétt
yrði andlegri kúgun og áþján.
Hann er nú þrítugur að aldri.
Hann var fyrst sendur á geð-
veikrahæli fyrir tíu árum, er
hann efndi til ólöglegrar iist-
sýningar. Hann var síðan hand
Vladimiir Bukovsky.
tekinn fyrir að mótmæla far.g-
elsun Siniavskys o;g Daniels og
árið 1967 var hann dæmdur í
3ja ára þrælkunarvinnu fyrir
að mótmæla handtöku og rétt-
arhöldunum yfir þeim Galan-
skov og Ginsburg.
ANATOLI KUZNETSOV
Kuznetsov sem er rithöfund-
ur flýði frá Sovétríkjunum til
Bretlands árið 1970. Síðan hef-
ur verið hljótt um hanin þar,
enda var lengi framan af talið
að útsendarar KGB fylgdust
með ferðum hans. Hann orti
fjöldamörg ljóð, sem mæltust
illa fyrir hjá stjórnarherrunum
og ein þekktasta skáldsaga
Anatoli Kuznetsov.
hans er „Eldur". Nafn hans hef
ur nú verið máð út af öllum
rithöfundaskrám í Sovétríkjun-
um.
PAVEL LITVINOV
Litvinov er eðlisfræðingur að
mennt. Hann var dæmdur til
fimm ára útlegðar í Siberiu og
hefur enn ekki lokið afplánun
dóms sins. Litvinov hafði látið
að sér kveða, bæði þegar mál
Daniels og Siniavskys, svo og
Ginsburgs og Galanskovs kom
upp, ein úrsllitum réð, að hann
tók þátt í því ásamt fjórum öðr
um að mótmæla á friðsamlegan
hátt, innrás Varsjárbandalags-
rikjanna I Tékkóslóvakiu. Fóru
þau mótmæli fram á Rauða
torginu í Moskvu.
Pavel T.itvinov.
KONSTANTIN BABITSKY
Bókmennta- og málfræðinigur.
Hann var einn fi'mmmenning-
anna, sem tók þátt í að mót-
mæla innrásinni í Tékkóslóvak-
íu. Hann var dæmdur til
þriggja ára útlegðar í Síberíu,
en hefur nú verið sleppt, eftir
því sem bezt er vitað.
vís að því í fangelsinu að yrkja
Ijóð, sem ekki þóttu beinlinis
hliðholl stjórnarfarinu. Talið er
að honum hafi nú verið sleppt
úr fangelsi, en ekki hefur hann
haft tök á að hafa sig neitt í
frammi.
LARISSA DANIEL
Eiginkona rithöfundarins
Yuli Danlels. Með hennl var
fyigzt mjög gaumgæfilega eftir
að dómurinn hafði verið kveð-
inn upp yfir eiginmanni henn-
Larissa Daniel.
ANDREI SINIAVSKV
OG VULI DANIEL
Mál þessara tveggja rithöf-
unda hefur fyrir skömmu ver-
Siniavsky.
ið rifjað upp í Morgunbliaðinu
og mönnum ugglaust i fersku
minni, að þeir hlutu mjög
harða dóma, 5 og 7 ára vist í
þrælkunarbúðum fyrir að hafa
sent úr landi handrit af skáld-
sögum, sem síðan hefðu verið
gefin út á Vesturlöndum. Sini-
avsky er nú laus úr fangabúð-
um og var vísað úr landi. Hann
býr I Farís og er ekld búizt
róður. Ginsburg var dæmdur í
5 ára fangelsi og mun nú laus
úr haldi. Gaianskov fékk 7 ára
dóm. Honum tókst að smygla
bréfi út úr fangelsmu í fyrra
og lýsti þar meðferðinni á sér
á mjög áhrifaríkan hátt og
sagði að allt væri gert sem
hægt væri til að flýta fyrir
dauða sínum. Sjúkur og van-
nærður lézt Yuri Galanskov í
fangabúðunum fyrir tæpu ári.
Galanskov.
ZHORES
OG ROY' MEDVEDEV
Báðir heimsþekktir sem vís-
indamenn og rithöfundar. Þeir
hafa verið skeleggir talsmenn
frelisis í Sovétrikjunum, en ekki
orðið meira ágengt ert flestum
öðrum. Roy Medvedev, sem var
á fyrirlestrarferð í Bretlandi,
hefur nú verið sviptur sovézk-
um ríkisborgararétti og bann-
að að koma heim framar og
Zhores, bróðir hans hefur mót-
mælt þeirri ákvörðun, þrátt fyr
ir þá hættu sem slikar yfirlýs-
ingar baka honum. Margar bæk
ur þeirra t.d. „A Question of
Madness" eru mjög þekktar og
fleiri mætti nefna. Zhores gat
sér fyrst frægð fyrir að taka
þátt í afhjúpun kennjingar Lys-
enkos og réðst harkalega á rit-
Zliores Medvedev.
skoðun á pósti. Hann var flutt-
ur á geðveikrahæli i maí 1970
en látinn laus skömmu síðar
vegna mikilla mótmæla. Aldt er
í óvissu um framtiðarörlög
hans og nokkurn veginn er ör-
uggt að bróðir hans fær ekki
aftur snúið til Sovétríkjamna.
ANATOLI MARCHENKO
Rithöfundur, 34 ára. Hann var
í fangabúðum árin 1960—66 og
síðan var hann sendur í útlegð
í borginni AJexandrov. Hann
var dæmdur í átta ára fangelsi
árið 1968 fyrir að hlíta ekki
fyrirmælum um að fara ekki
út fyrir tiltekið svæði við bæ-
inn. Þekktust bóka hans, sem
hefur komið út á Vesturlönd-
um er „My Testimony".
ALEXANDER
SOLZHENITSYN
Nóbelsverðlaunahafi í bók-
menntum og einna frægastur
allra þeirra sem berjast fyrir
mannréttindum, sem annars
staðar þykja sjálfsögð. Hann
Alexander Solzhenitsyn.
hefur aldrei veitt Nóbelsverð-
laununum viðtöku, þar eð hann
óttaðist að hann fengi ekki að
koma heim aftur, færi hann
til Svíþjóðar að taka á móti
þeim. Hann hefur margsinnis
sent yfirlýsingar til vestrænna
landa, leyft viðtöl við sig og all
ar bækur hans hafa verið gefn
ar út á Vesturlöndum, en að-
eins eitt verka hans „Dagur í
lífi Ivans Denisovitsj“ fékkst
gefið út í heimalandi hans.
Margt bendir til að ofsóknir
á hendur Solzhenitsyn magnist
stöðugt og hann hefur látið
þau orð falla, að létist hann
skyndilega væri það áreiðan-
lega fyrir tilverknað utan að
komandi aðila, þ.e. KGB, sem
hefur á honum strangar gæt-
ur.
VALERY TARSIS
Tarsls var sviptur sovézkum
borgararétti veturinn 1966.
Hann er höfundur bókarinnar
„Deiid 7“ sem fjallar um þá
aðferð kommúnistastjórnarinn-
ar að lýsa þá geðveika, sem
gagnrýna hana. Sjálfur var
Tarsis settur á geðveikrahæli í
Valery Tarsis.
sex mánuði. Tarsis ferðaðist
bæði um Bandaríkin og ýmis
Evrópulönd vetur.nn 1966—67
og skýrði aðferðir stjórnvalda
við að losna við þá, sem væru
he.nni erfiðir og litt leiðitamir.
Hann kom til Islands í júni
þetta ár 1 boði Stúdentafélags-
ins og Almenna bókafélagsins
og öutti fyrirlestur hér, sem
hann nefndi „Blekkinguna
miklu“.
OSIP MANDELSTAM
Enda þótt langt sé um liðið,
síðan sovézka ljóðskáldið Osip
Mandelstam, lézt í nauðungar-
vinnubúðum Stalíns, er ekki úr
vegi, að hann sé hér í hópi,
þar sem ekkja hans Nadesida
hefur fyrir fáeinum árum, rit-
að miinningarbók um mann
sinn, þar sem hún greinir frá
Osip Mandeistain.
þvi, hvernig hann varð fórnar-
lamb Stalíns-hreinsana vegna
ljóða, sem hann hafði ort. Um
dánardægur Osips er ekki vit-
að með vissu, en ekkja hans
telur að hann hafi látizt þann
27. des. 1938.
BORIS PASTERNAK
Nóbeisverðiaunaskáid. Varð
frægur fyrir skáidsöguna um
„doktor Zhivago", en sú bók
kom aðeins út á Vesturlöndum
og ekki i Sovétríkjunum. Aftur
á móti naut Pasternak þó nokk
urs álits í Sovétríkjunum vegna
ljóða sinna. Þegar hann fékk
Boris Pasternak.
bókmenntaverðlaun Nóbeis lét
hann i ljós einlæga gleði sína.
en skömmu siðar var hann
þvingaður til að hafna þeim á
sömu skilmálum og landa hans,
Solzhenitsyn voru sett allmörg
um árum síðar. Pasternak lét
lítt fara fyrir sér síðustu ævi-
ár sin og andaðist fýrir aldur
fram. Hann var að öðru leyti
en því að hann fékk ekki að
þiggja Nóbelsverðlaunin, ekki
ofsóttur að marki, að minnsta
kosti ekki svo að hátt færi.