Morgunblaðið - 07.09.1973, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.09.1973, Qupperneq 16
16 MORGÖNBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjlad 300,00 kr. 1 lausasölu hf. Árvakur, Reykjavík, Haraldur Sveinsson, Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. 18,00 kr. eintakið. NIMROD - VITLEYSAN jC’yrir nokkru hélt Ólafur 4 Jóhannesson, forsætisráð- herra, því fram, að flug brezku Nimrod-njósnaþot- anna væri á vegum Atlants- hafsbandalagsins. Engum hafði áður hugkvæmzt, að svo kynni að vera. Þegar þessar upplýsingar lágu fyr- ir, gagnrýndi Morgunblaðið ríkisstjórnina harðlega fyrir það hneyksli að láta þetta flug viðgangast, án þess svo mikið sem að mótmæla því við yfirstjórn Atlantshafs- bandalagsins og krefjast þess að því yrði hætt, þar sem vit- að var, að flugvélarnaí njósn- uðu um íslenzku varðskipin og voru til aðstoðar sjóræn- ingjaflota Breta. Nú er komið í ljós, að full- yrðingar forsætisráðherrans um, að þotur þessar séu á vegum Atlantshafsbandalags- ins, voru úr lausu lofti gripn- ar, og neyðist Morgunblaðið til að biðja afsökunar á þeim barnaskap sínum að taka orð forsætisráðherrans trúanleg. Hann hefur í þessu tilfelli eins og ýmsum öðrum blaðr- að eintóma vitleysu. Enda þótt upplýst sé, að flug Nimrod-þotanna komi Atlantshafsbandalaginu ná- kvæmlega ekkert við, heldur sé það í þjónustu brezka flot- ans, fyrirskipaði ríkisstjórn- in sendiherra okkar hjá At- lantshafsbandalaginu að bera upp kröfu um það, að fluginu yrði hætt. Að sjálfsögðu varð sendiherrann að hlíta fyrir- mælum ríkisstjórnarinnar, en ekki var hann öfundsverður af því að þurfa að standa uppi sem málsvari ríkisstjórnar, sem byggði málafylgju sína á einskærum misskilningi. Raunar er andrúmsloftið í utanríkisþjónustunni orðið með þeim hætti, að starfs- fólkið hristir bara kollana sína, þegar minnzt er á yfir- stjórn utanríkismála og ut- anríkisráðherra, svo mjög gengur hringavitleysan fram af mönnum. En það er önnur saga. Ekki veit Morgunblaðið hver hefur komið þeirri flugu inn í höfuðið á forsætisráð- herranum, að flug Nimrod- þotanna væri á vegum At- lantshafsbandalagsins, en ekki verður hjá því komizt að gera þá kröfu tíl hans, að hann skýri frá því, hvaðan hann hafi haft þessar upp- lýsingar. Jafnframt ber for- sætisráðherranum að upp- lýsa, hvort hann hafi ætíð álitið, að njósnaflugið væri á vegum NATO, en þó ekkert aðhafzt fyrr en nú. AHRIF jPins og kunnugt er, vöktu ^ umræðurnar um land- helgisdeilu okkar og Breta mikla athygli á NATO-fund- inum í Kaupmannahöfn, og fréttir af ofbeldisverkum Breta bárust þá um víða ver- öld. Þar höfðum við vettvang til að koma sjónarmiðum okk- ar á framfæri, og áreiðanlegt er, að fregnir af umræðunum hafa mjög orkað á almenn- ingsálit víðs vegar. Bæði á ráðherrafundinum og í öðrum tilvikum hafa for- ustumenn Atlantsihafsbanda- lagsins lagt mjög hart að Bretum að hætta við ofbeld- isbeitinguna. Framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalags- ins, Joseph Luns, hefur gert margítrekaðar tilraunir til að hafa áhrif á brezku ríkis- stjórnina og m.a. leitað ásjár Kissingers, nú utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Upp- lýst hefur verið, að forustu- menn allra NATO-þjóðanna hafa reynt að beita áhrifum sínum við Breta, jafnvel Vestur-Þjóðverjar, til að fá þá til að láta af beitingu her- skipavalds, og auðvitað hefði framkvæmdastjóri NATO ekki getað beitt sér á þann veg, sem raun ber vitni, nema NATO hann nyti til þess stuðnings bandalagsþj óðanna. Það liggur þannig fyrir, að bandalagsríki okkar í At- lantshafsbandalaginu hafa gengið til liðs við málstað okkar, þótt það hafi ekki enn borið þann árangur, sem að er stefnt. Kröfur um að við segjum okkur úr Atlantshafs- bandalaginu, vegna þess að Betar hafa enn ekki látið undan, eru þess vegna frá- leitar. Miklu nær væri að fylgja eftir tillögu ritstjóra Þjóðviljans þess efnis, að við krefðumst brottreksturs Breta úr bandalaginu. Atlantshafsbandalagið er sá vettvangur, sem fram að þessu hefur dugað okkur bezt til að koma sjónarmið- um okkar á framfæri og þjarma að Bretum, enda hef- ur ríkisstjórnin ekki treyst sér til að kæra rnálið fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Atlantshafsbandalagið hefur hins vegar ekki úrræði til að þvinga Breta á annan hátt en þann, sem nú er gert, nema þá með því móti að hóta að reka þá úr samtök- unum. Þess vegna er fráleitt að ásaka þessar bandalags- þjóðir okkar og hafa í heit- ingum um að slíta samstarfi við þær. Noregsbréf írá Skúla Skúlasyni: Norsku kosningamar — óvissa og hrærigrautur Nesbyen, 1. september. KOSNINGAHRÍÐIN er í al- gleyrnin,gi. Það eru engar ýkj ur þó sagrt sé að hljóð- og sjón varpið fóðri norsku þjóðina með kosnimgafleski átta tíma á dag. Sumir gieypa það hrátt en aðrir spýta því út úr sér — alveg eftir þvi hvaða stjómmálabragð er að flesk- inu. Hrærigrauturinn hefur aldrei verið fjölbreyttari en nú. 1 honum voru 14 flokkar þeg>ar framboðsfresturinn rann út. En þegar kjörgögn voru send ambassadorum og raeðismönnum Noregs úti um heim í sumar, gleymdist nafn ið á eimum nýja flokknuim. Af leiðmgin getur orð'ð sú, að ef fyriframgreiddu atkvæðin utan úr heimi sýna, að atkvæð in sem þessi flokkur átti að fá, gætu valdið úrslitum, verð ur ef til vill að endurtaka kosningar í 12—15 kjördæm um landsin.s. — Áður en farlð er út í kosn inigahríðina verður stuttlega að gera grein fyrir þeim grundvelli, sem norskir stjórn málamenn standa á í dag, svo að lesandinn svifi ekki í lausu lofti. Skal þess þá fyrst getið, að við kosningamar 8. septem- ber 1969 fékk Verkamanna- flokkuriinn (Arbeiderpartiet = Ap) 44,5% atkvæða ag 74 þingmenn kosna, Hægrimenn 19,4% ag 29 kosma, Kristil. fl. 9,4% og 14 kosna, Sentrums- flokkuirinn 10,5% og 20 kosna, Vinstri 9,4% og 13 kosna. Kommúndstar, „Sosialistisk Per Borten Folkeparti = Finn Gustavsen eða SF — fengu ehgan, þó að kommarnir fengju 1,0% og Finn G. 3,5% atkvæða. Finn- ur tapaði þingsæti sínu og öðru í viðbót. — Þannig var staðan eftir kosningarnar 1969 sú, að Trygve Bratteli hafði 74 þingsæti í sínuim AP- flokki, en á mót: honum stóðu þrír borgaraflokkar rrneð 76 at kvæði. — Per Borten hafði myndað stjóm eftir kosningarnar 1965, en þá bætti SP-flokkur hans við sig tveim þingsæt- um. Við síðustu kosningar (1969) bætti hann enn við sig 2 þingsætuim og hafði nú 20, en hæigri 29, Kr-Folkep. 14 ag Vinstri 13, eða borgaraflokk arniir samtals 76, móti 74 í AP. Varð það úr að hann myndaðí nýja stjóm, þó að glæsilegasta forsætisráðherraefni borgara- flokkanna væri tvímælalaust John Ljmg, formaður Hægri. En hann varð utanríkisráð- herra, en flokksmenn hans, Káre Willoch (núverandi v. form. hægri) og Otto Grieg Tidemann verzlunarmála- og hervamaráðherrar. — Hið ný skipaða þing reifst fyrst og fremst um skattamál og hafð ist uppúr þvi rifrildi að lög- leiddur var hinn alræmdi „moms“ eða söliuskattur á öli um vamingi. Var nú kyrrt urn s nn. En í marz 1971 var úti frið urinn, ag það var aðildin að Efnahagsbandalagi Evrópu (E.B.E. = EEC) sem olli þvi. Baráttan gegn aðild Noregs var þegar hafin uftdir forustu Ame Hauglands, hæstaréttar lögmanns, en nú komist upp að Borten hafði trúað honum fyr ir leyndarmáli varðandi EEC, sem hann var bundinn þagnar skyidu um. Eftir nokkra vafnimiga meðgekk Borten þetta, og var kallað, að leynd armálið hefði „lekið" úr hcwn- um. En það kostaði hann ráð herratignina. Hann baðst laiusnar. Samt vildu nú borg- araflokkarnir reyna að halda völdum áfram og reyndu að sameimast um Kjell Bondevik (Kristil. fl.), sem nýjan for- sætisráðherra. En það reynd- ist ómögulegt. Sundurþykkja borgaraflokkarna útaf EEC var haf, sem ekki var hægt að brúa. Og nú var leiðin opin handa Trygrve Bratteli. Hann hafði beðið með ráðherralista sinn meðan á þessu stóð, og 17. marz 1971 sat hann með sitt fríða lið í ríkisráði með Ólafi konunigi. Og nú hefst stríðið um EEC. Bratteli-stjórnin vildi aðild og Hægri sömiuleiðis, en andstað an var svo mögnuð, að afráð- ið var að láta þjóðaratkvæði fara fram urn máldð, 24.—25. sept. í fyrra. Tæplega 77% kjósenda mættu, og af þeim greiddu: 46.51% atkvæða með aðild, en 53,49% voru á móti. Þar með var stjórn Brattelis falMn. Og við tók stjóm Kor- valds, sem enn situr við völd, en hefur eiginlega hangið á horriminni alla sína tið. Það eru kosnimgarnar á mánudaginn sem skera úr um hvort hún felliur — eða fær betri Mfsskilyrði héðan í frá en hingað til. U 1 rökræðunum um ágæti flokka sinna minnast tals- mennimir undarlega litið á EEC. Þeir tala mest um skatta og álögur, kjarnorkustöð eða .Tohn Lyng Lars Korvald notkun gassins úr Norðursjón um, skattsvik og skattamál, flóttann úr strjálbýlinu, þjóð- nýtinigu einkabankanna, vönt un húsnæðis handa sjúklinig- um ag skólafólki, læknisleysi, fóstureyðingar ag ótal fleira. Og hvað segja svo flokksíor- ingjamir um öM þessi mál? Trygve Bratteli (AP) á eimna hægasta aðstöðu þvi að hann þarf ekki að vega ag meta orð sín, eins og borgara ftokksmenn, sem mega ekki stygigja hver annan. Bratteld lofar enigu um lækkun á sköttum, en lofar jafnframt auknum framkvæmdum. Ekki lofar hann að stöðva aðsókn- ina í þéttbýldð, em skólahús og spitala lofar hann að byggja, og fjöliga læknum — ef það er hægt. En hann tel- ur vafasamt að valdbjóða unig um læknum að setjast að á út kjáflfeahéruðum. — Bratteli er mjög sigiurviss og teiur sér vlísan hreiin-an meirihiluita á næsta Stórþingi, en neitar eín dregið að hann viiji þiiggja stoð SF (Fimns Gustavsen) ef svo færi að þeir fenigi aðstöðu til að riða af bagigamiunintj. Þá kemur að Káre Willoch. MORGUNBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1973 17 Von sviptinga i dönskum stjórnmálum Eftir Gunnar Rytgaard 1 DANMÖRKU svifur nú andi kosninga yfir vötnuni og fyrirsjáanlegt er, að komandi haust verður fjörugt á sviði stjórnmálastarfsemi. Þjóð- þingið er enn í suniarfríi en stjórnmálamennirnir iáta hendur standa fram úr erm- um við undirbúning þeirra iiilda, sem ljóst er, að háð- ar verði í sölum þess í vet- ur. Meginmáiin eru ástandið í efnahagsmálunum og óskir minnihiutastjórnar sósíal- demókrata um að koma á svo kölluðu efnahags- eða at- vinnulýðræði. Undir niðri er svo örygg- isleysið, sem stafar af Frani- faraflokki lögfræðingsins Mogens Glistrups og skatta- andstæðingununi, fyigismönn um hans. Þrátt fyrir breyti- legar stuðningstölur Gallup- skoðana, er flokkurinn enn sá næststærsti í Danmörkú. F ram f a r-a flokk u r i n n hefur ekki nein eiginleg landssam- tök en hélt þó nýlega lands- fund, þar sem menn fylktu sér óhikað um Glistrup, þótt hann sé sjálfur andvígur flokksmyndun. Framfara- flokkurinn er þess vegna eins konar þjóðarhreyfing, sem Glistrup og fáeinir aðrir menn stjóma frá lögfræði- skrifstofu hans. Þegar stjórnmálamenniirnir í gömlu flokkunum fóru í sumarfrí, var nýafstaðin hörð rimma í þinginu, þar sem Anker Jörgensen, far- sætisráðherra, og stjórn hans komust naumlega lífs af. Þrætueplið var sú ráðstöf un stjórnarinnar að herða á nokkrum húsnæðismálalög- um. Nú eru það efnahagsmál- in, sem valda stjórninni erfið- leikum. Verðbólgan hefur aldrei verið eins hröð í Danmörku og undanfarna mánuði. Með samningunum á vinnumark- aðinum sl. vor fengu laun- þegar miklar kauphækkanir og við það bættist, að laun hækkuðu vegna þenslu i at- vinnuiífinu og auklnnar eft- irspurnar eftir vinnúafli. Á þvl er nú verulegur skort- ur í landinu. Iðnaðurimn starf ar undir mifelum þrýstingi og artnar framleiðsla hans ekki eftirspurn en verkalýðssam- tökin og stjómin fara var- lega í að leyfa innflutning vinnuafls frá öðrum löndum. Þetta veldur baráttu um vinn'uaflið og tilheyrandi launahækkunum. Enda þótt útflutningur frá Danmörku hafi aldrei verið meiri en nú, er viðskiptajöfn uður landsins við útlönd ó- haigstæður. Neyzlan innan- lands er of mikil og eiga hús- næðismáfliin mikinn þátt í því. Á fyrra helmingi ársins var viðskiptajöfnuðurinn ó- hagstæður um tvo milljarða danskra króna. Á sama tíma sl. ár var nokkurn veginn jafnvægi í inn- og útflutn- ingi. Þessi þróun er alvarleg og þvi fremur sem Danir hafa í ár femgið hundruð milljóna króna úr landbúnaðarsjóði Efnahagsbandalags . Evrópu. Fyrirsjáanlega verður ekki hægt að draga nægilega úr þessum halla og má þvi áæöa, að viðskiptahalli Danmerkur við útlönd verði um fjórir milljarðar danskra króna á yfirstandandi ári. Jafnframt þessum erfið- lei'kum í e fna h ag s m á 1 u n va sem að verulegu leyv1 er mætt með lántökum erleodTis, eru opinber útgjöld allt of mikil. Stjórnin hefur reynt ýmsar spamaðarráðstafanir í sumar en þær duga skammt. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1974—75 sýnir 17% hækkun opinberra útgjalda, með þeim afieiðingum, að niðurstöðu- tölur fjárlaga ri’kisins fara yfir 62 milljarða danskra króna. Stjórnin hyggst mæta útgjöldunum með hækkun Anker Jörgensen. ýmissa gjalda og óbeinna skatta. Með Glistrup á herð- unum þorir enginn að nefna hækkun beinrta skatta — en það þarf að finna spamaðar- leiðir upp á þrjá milljarða d. kr. Auk þess sem stjórnin stenduir andspænis þessum efnahagserfiðleikum, situr hún uppi með hið umdeilda frumvarp um atvinnulýðræði. Það var gagnrýnt mjög harð lega, þegar það var lagt fram á síðasta þingi og varð Ank- er Jörgensen, forsætisráð- herra, að leggja frumvarpið til hliðar tifl hausts. Það verð ur nú laigt óbreytt fram og þar með býður stjórrmn heim hörðum átökum við stjórn- arandstöðuna, borgaraflokk- ana, sem mynduðu stjóm um árið og einnig við stuðnings- flokk sinn, Sósiafliistiska þjóð arflokkinn, sem er heldur ekki ánægður með frumvarp stjórnarihnar, þótt hann vilji, að haldið verði áfram að f jalla um það. Bongaraflokkamir þrír geta ekki fyrir sitt leyti falflizt á að stjórnin geti, með því að leggja frumvarpið fram aft- ur, haldið óvirkum stórum sjóði, sem á að vera hægt að nota til eflingar fjárfesting- ar í iðnaðinum. Frá pólitískum sjónarhóli séð eru atvimnulýðræðismál- ín því komin í algeran hnút, sem getur haft það í för með sér, að þau verði lögð undir þjóðaratkvæði í því formi sem stjórn sósíaldemókrata og verkaiýðsfélögin hafa gef- ið því. Eftir ölflu að dæma verður það þá fellt, það eru ekki ' einasta kjósendur borgaraflokkanna, sem eru á móti þvi, andstaðan nær langt inn i raðir kjósenda sósíal- demókrata. Anker Jörgensen, forsætis- ráðherna, á þvi ekki fyrir höndum neitt sældarlíf á hausti komanda. Kannski verður afleiðingin sú, að efnt verði til nýrra kosninga. Þó fara allir varlega í slíkar spár, því að öllum stendur ógn af Glistrup. Hann mundi vafalaust ná sæti á þinigi og valda erfiðleikum við stjórn- armyndum. Stjórnmálamenn fara því að öllu með gát og minmast ekki einu orði á kosningar, þó stjómmála- ástandið og hin ótrygga að- staða stjórnarinnar mundi undiir eðlilegum kringum- stæðum gera siikt aðkallandí. Hann er skseður ræðumaður Oig fjölvís og kann vel að koima fyrir sig orði og svara óþægilegum spurningum. — Hann þyklst ekki þurfa að hliífa hinum borgaraflokkun- •um við ýmsum óþaegindum, ef svo ber umdir. Hann viflfl létta skattabyrðarnar og hef •ur búið tifl sérstaka „töflu“, en andstæðingar hans halda því fram, að hún sé einkuim efnamönnum og hátekjumörm um í vil. Þrátt fyrir rösklega frammistöðu hans í útvarps- umraeðum er þvi spáð, að Hægri bæti ekki ne'nu við þau 29 sæti, sem þeir hafa nú. Þá keraur næst að hinum borgaraflokkumum þremur, sem kalla mætti „loðmu flokk ana“. Skal þar fyrst nefna SP Bortens, sem er og verður fyrst og fremst bændaflokk- ur, þó hann breytti um nafn hér á árumum og nefndi sig Mið- eða sentrumsflokk, þvi að þá voru fremur líkur til að borgarbúar gætu gefið hon um atkvæði. SP er mjög þjóð legur flokkur (þó að sumir talsmenn hans sletti enskuim orðum, svo sem „Cut“ og „handicap“) og leggnr mikla áherzlu á þjóðlegt uppeldi unigiu kynslóðarinnar. Kristil'ögi ftokkurinn ein- kænnist einkum af starfi sínu fyrir klrkjiu og kristindóm, og ber að því leyti nafn með rentu. En hann hefur löngum þótt ærið þrönigsýnn í skoð- unum, svo sem þegar hann barðisit með oddi og egg gegn því að konur fengi leyfi til að verða prestar. Þar varð hann þó að gefast upp og horfa upp á, að roskin kona gerðist prest ur í útkjálkahéraði langt norð ur I landi. — Nú berst flokk- urinn (og enda menn úr ýms um öðrum flotokum) eindregið gieign þvl, að löggjöf um fóst ureyðingar verði gerð frjáls- ari en nú er. Hann vill þvert á móti þrengja hana. Um ýms önnur landsmál fer hann sam Trygvc Bratteli leið með öðrum borgaraifflokk- um. Þá er að minnast á Vinstri, en sú saga er eiginlega rauna saga, sprottin af innri ríg m lli ráðandi manna — og aí EEC. Gamli flokkurinn átti 13 menn á þingi, og suí þeim fylgdu 9 Helge Seip, sem er fyligjandi EEC, en 4 fylgdu Halflvard Eika, sem er gall- harður andstæðingur EEC, eins og Borten. En meiri hluti flokksst jórniarinnar fylgir Eika. Seip var því nauðugur einn kostur að flýja úr ftokkn um og stofna nýjan flokk, sem nefnist „Det nye folkeparti“. Siðasta Gallup-könniun sýn- ir að Seip haifi fylgi um 4% kjósenda en Eika áM'ka mi'kið eða heldur meira. Innan vinstri hefur umiga fólkið einn ig sýnt merki þess að þvi þyki flokfeurinin ekki nógu rót- ræfeur, og þykir því hallast grunsamlega mikið að þeim „yztu vinstri", SF Gustavsens ag kornm únis tum. En uim þessa útftokka er það að segja að þeir hafa gert með sér kosn migabandalag og gera sér vom Framhald á bls. 23 Hrafn Gunnlaugs. skrifar um sæneku kosningarnar: Löggæzlumenn eða bolabítar. BANKARÁNIÐ í Kreditbank anum við Norrmalmstong ;i Stokkhólmi hefur m.a. haft þau áhrif á sænsku kosnfaga baráttuna, að fangel.sismá'in og refsilöggjöfin eru nú eitt helzta umræðuefiní á öUum pólitískum fundum. Moderat arnir (hægriftokkurinn) hafði þegar í upphafi kosningabar- áttunnar tekið u>pp slagorð sem kröfðust aukinmar lög- verndar á götum úti, en að oðru leyti voru þessi mál ekki ofarlega á lista flokkanna. í rannsókn sem sjónvarpið hef ur gert kemur greinilega í Ijós, að al’lur almenningur vilfl að tekið sé mikkt harSar á þessum máluim en gert hef ur verið hingað til. Afstaða al menmings hefur orðið til að ýta umdir flokkana, og nú berj ast þeir auðvitað aUir fyrir uimbótum á þessu sviði. Svíar hafa fleiri lögreglu- roerm miðað við höfðatölu en nokkurt anríað Vestur-Evrópu land, auk þess sem afbrot eru hvergi fleiri eftir sömu við- miðun. Meinið hlýtur að liggja í þjóðfélaginu sjálfu, segja fjölmiðlar. Ekki er að efa að fjölmiðlannir hafa rétt fyrir sér, en meinið er samt ófund- ið enn, eða að minnsta kosti greinir menn á um hvað það sé, því flestir finna öll ósköp irt af meinum. Sviar hafa gert tilraum í þá átt að gera fangelsi sín „mann legri“ og bætt mjög aðbúnað fanga, eða svo mikið að gár- ungar segja að fangar séu eina stétt þjóðfélagsins sem lifi í iðjuleysi ag veUysting- um. Tölur sýna að kostnaður við hvern fanga i Sviþjóð er nálægit tvöfait hærri en ann- ars staðar þekkist, og að fang- elsin verða æ stærri liiður i út- 'gjöldum hins opinbera. Fræg er kviksaga af Finna einum sem hefur þann uppá- sið, að á hverju hausti þegar kólnar í veðri, rölfir hann nið ur í rmðbæ með múrstein i höndunum og kastar homum í gjegnum rúðu einhverrar stór verzlunarinnar. En i stað þess að láta greipar sópa um það sem er i gluggainium, klifrar hann sjálfur upp í gluggann, fær sér sæti ag bíður eftir lög reglunni. Fyrir þetta afbrot fær hann sex mánaða famgels isdóm á heimagön gufan gelsi þar sem hann vinnur við smíð ar og fleira. Kaup ð sem hann fær er skattfrjálst og aðbún- aður í fangelsimu ekki sem verstur: bókasafn, leikfimis- salur, gufubað, sjónvarpsher- bergi o.s.frv. Um vorið þegar hlýna fer i veðri er hann svo búinn að afplána dóminn, fær ný föt og kaupið fyrir mánuð ina sex. Þá er drukk'ð og dandalazt alfit sumarið, en þegar kólna fer í veðri er bara að finna sér nýjan múrstein. Sviar hafa gert mikið til að bæta aðstöðu famga, en nú virðist svo komið að hjálpar- viljinn hafi leitt til aigerra öfga. Dæmi eru til að maður hafi þrívegis verið dæmdur fyrir morð af svipaðni tegund, en alltaf verið náðaður og sleppt út fáeinum árum eftir hvert morð. Til eru afbrota- menn sem hafa verið teknir fastir fyrir meira en tíu banka rán. Svona mætti lengi telja. Borgaraflokkarnir krefjast þess að fjöligað verði enn í liði lögreglunnar. Þeir sem eru á móti fjölgun lögreglu- mann-a segja að meinið verði ekki læknað með aukinni lögreglu og að afbrotamönn- um miunii ekki fækka þó hert verði á löggæzlu, heldur verði að komast að meininu sjálfu og nota þá peninga er fara i lögregluna til þjóðfélagslegra rannsókna. Þetta er svo sem allt gott og blessað, en þeir sem gagnrýna fjöligun í liði lögregiunnar, gleyma því að lögreglan er til vegna fólfesins og til að vernda venjulegt fólk fyrir glæpum, og það er sú grundvallarkrafa sem • hver maður gerir til þjóðfélagsins. Á meðan glæpamenn vaða uppi, er ekki hægt að gera neitt annað en fjöl'ga í liði lög reglunnar t:l að tryggja lif og limi venjulegra borgara. Það er furðulegt að einn brjálæðingur með vélbyssu geti haldið heilli þjóð í kverka taki í meira en fimm sólar- hringa. Til allrar hamimgjiu leyistist bankarán.ð á Norr- malmstorgi án blóðsúthell- iniga, en spumingin er bara hvort sú mílda stefna er lög reglan hafði, eigi ekki eftir að ýta undir fleiri glæpi svipaðr ar tegundar og hvort afbroba menn missi ekki alla virðimgu fyrir þjónum laganna. Olof Palme forsætisráð- herra hefur bent á að starf lög raglunnar í lýðræðisríki sé tví þætt og að við ránið á Norr- málmstorgi hafi sænska lög- reglan lient í togstreitu milli Framhald á bLs. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.